Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 7
augardagur 25. apríl 1992 Tíminn 7 við hreinlega verðum að gefast upp. Félagsleg þjónusta og fé- lagsleg samstaða verður að haldast í hendur við atvinnu- uppbyggingu á hverjum stað. Mikilvægi andlegrar vellíðunar er stórlega vanmetin. Það segir sig sjálft að á sama tíma og kreppir að í atvinnumálum og þrengir að fólki peningalega, upplifir það visst óöryggi. Þá er hætta á að ýmiskonar sálrænir og félagslegir örðugleikar fylgi í kjölfarið. Það er margsannað að þama er samhengi á milli. Hluti af skýringunni á því af hverju þessum málum er gef- inn jafn lítill gaumur úti á landi og raun ber vitni, liggur í ákveðnum heimóttarhætti. Frá því að land byggðist sáu hrepp- amir og fjölskyldurnar um að sinna þessum þáttum, og það hefur viðhaldist mjög mikið út á landi. Það er ákveðin sam- staða innan sveitarfélags, sem gengur út á það að styðja á ein- hvem hátt við bakið á þeim einstaklingum sem þurfa þess með. Það eitt og sér dugir hins vegar ekki lengur. í Reykjavík og á Akureyri og öðrum stærri bæjarfélögum, þar sem allt er ópersónulegra, vinnur sérhæft fólk gagngert að því að sinna félagslegum vandamálum. Héma emm við ennþá bundin við þann stall að líta svo á að þetta séu mál hvers og eins og nánasta umhverfis. í Reykjavík ertu bara einhver N.N. Þú get- ur gengið inn á meðferðar- stofnun, dagdeild, eða eitthvað slíkt, og fengið þjónustu. Héma er þetta svo lítið samfé- lag, að fólki finnst feimnismál að leita aðstoðar eða lækninga, ef meinið er ekki líkamlegt. Það er líka eitt af vandamálun- um, sem við eigum við að etja, að það er lítið gert til þess að gera þetta að eðlilegum þætti í samfélaginu." Sveitarstjórnir brjóta lög og komast upp meö þaö En er það ekki bara ágætt að fólk leiti út fyrir sína heima- byggð eftir aðstoð af þessu tagi? „Nei, ég held að það sé engan veginn ágætt," segir Allan. „Fólk þarf að geta leitað eftir félagslegri þjónustu sem næst sér. Það á ekki að þurfa að keyra 400 km til þess, eins og dæmi eru um. Um leið og menn viðurkenna að þeir þurfi að sækja aðstoðina annars stað- ar, þá em þeir búnir að viður- kenna þörfina hjá sjálfum sér og auðvitað sveitarfélaginu um leið. Sveitarfélögin eiga að koma til móts við þessa þörf; það er meira að segja bundið í lög. En þau gera það ekki og komast upp með það. Sveitar- stjórnarmenn segja: „Ja, þetta er svo dýrt“, en gleyma að það getur verið miklu dýrara að missa fólkið í burtu. Ef um er að ræða lengri sérfræðimeð- ferð, eða eitthvað í þeim dúm- um, getur verið að það borgi sig fyrir þann, sem er annt um fjölskyldu sína, að taka sig upp og hreinlega flytja, í stað þess að sækja þjónustuna um lang- an veg.“ Horfa menn upp á dæmi þess? Já, já. Við horfum upp á dæmi þess og sjálfsagt allstaðar um allt land. Það varð mjög mikil breyting í málaflokki fatl- aðra á síðustu ámm, og ég held að í flestum tilvikum getum við sinnt okkar skjólstæðingum sæmilega. En hvað varðar al- menna félagsþjónustu, þá er hún í rauninni engin. Áður en svæðisstjórnir um málefni fatlaðra komu til höfðu svæðisstjómir um málefni þroskaheftra sinnt þessum málaflokki í nokkur ár. En það var í rauninni engin þjónusta við þetta fólk önnur en sú, að það vom til stórar altækar stofnanir eins og Kópavogshæli og Sólborg á Akureyri. Þangað varð fólk að leita, ef það eignaðist þroskaheft eða mikið fatlað bam. Ég veit að það em fjórtán íbúar á Norðurlandi vestra, sem urðu að flytja inn á Akureyri þess vegna. A sínum tíma var uppbygging þessara altæku stofnana mikil framför, vegna þess að ríkið hafi ekki gert neitt fýrir fatlaða áður.“ Skoluöu þroskahefta á Kópavogshæli „Nú hefur verið byggð upp þjónusta fyrir þetta fólk í hverju kjördæmi, með aðal- áherslu á stoðþjónustu þannig að fatlaðir geti dvalið sem lengst heima hjá sér og þurfi sem minnst að vera inni á stofnunum. Það hefur verið horfið frá þessum stóm stofn- unum til sambýla, þar sem kannski fimm íbúar búa saman. Það má segja að sambýli sé stofnun, en það er reynt að búa þessu fólki jafn eðlilegt heimili og hægt er. Þetta hefur reynst mikil breyting til batnaðar." Eru dæmi um fólk, sem hefði verið hægt að gera lífið bæri- legra, ef tekið hefði verið á mál- um fyrr og réttar? „Það er náttúrlega engin spuming. Við höfum, því mið- ur, stundum komið fólki inn á stofnanir, sem hefur ekki átt heima þar. Það er ekki langt síðan að íslendingar sátu dol- fallnir fyrir framan sjónvarpið yfir myndum frá stofnunum fyrir fatlaða í Rúmeníu. Upp úr 1970 kom ég á Kópavogshælið á mjög erfiðri deild, þar sem voru mikið þroskaheftir ein- staklingar. Þeir voru látnir ganga um naktir og þegar verið var að þrífa þá, var þeim smalað inn í sturtuklefa og þeir skolað- ir. Menn geta oft á tíðum verið fljótir að gleyma, en þetta er bara staðreynd. Auðvitað em þessar stofnanir ekki svona í dag og ekki á neinn hátt hægt að bera þær saman við það, sem ég sá fyrir tuttugu ámm. En við eigum samt mjög langt í land. Margir af þeim, sem em á þessum stóru stofnunum, hefðu getað nýtt sér miklu ódýrari, betri og mannlegri úr- ræði.“ Tfmamynd: PJetur Skert sjálfsviröing landsbyggöarfólks Allan víkur aftur að byggða- stefnunni og hættunni, sem fylgir því að þjappa saman byggðinni og þjónustumögu- leikunum á suðvesturhomi landsins. Um leið sé sjálfkrafa verið að skerða þjónustuna úti á landi. „Það er verið að skerða sjálfsvirðingu þeirra, sem þar búa, með því að gefa í skyn að þeir séu hálfgerðir ómagar," segir hann. „Ef við getum sætt okkur við það að Island verði Suðvest- urland og nokkrar stórar ver- búðir hringinn í kringum land- ið, emm við á réttri leið. Ef við ætlum hins vegar að varðveita áfram þá menningu, sem hefur haldið fslendingum á floti sem þjóð fram að þessu, þá getum við ekki horft á dæmið á þenn- an einfalda hátt Ef við lítum á ísland sem eina þjóðarsál, er ekki hægt að gera vel við part af sálinni og skilja síðan af- ganginn eftir. Kannski er hægt að segja það sama um þetta og ég var að segja um sveitarstjómarmenn- ina, sem hafa horft á atvinnu- uppbyggingu sem lykilatriði, en gleymt félagslegu hliðinni. Ef við ætlum að horfa á ísland eingöngu út frá efnahagslegum gildum, en gleyma vellíðan þjóðarsálarinnar, lendum við í því að þjóðin er búin að vera sem þjóð og saga landsins verð- ur óskiljanleg þeim, sem í því búa.“ Árni Gunnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.