Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. apríl 1992 Tíminn 11 hefði komið óviðurkvæmilega fram, — hinn annar að greiða féð möglunarlaust til þess að forðast hámæli út af tiltektum þessum. Hinn síðari kosturinn var valinn, en sú ákvörðun veitti þó enga stoð, — stúlkan hélt á braut með peningana og viðskiptin komust í hámæli. En það er af piltinum að segja, að hann fékk aftur úrið sitt í vesti- svasann. Og þegar hann hafði menntun og aldur til, gerðist hann predikari orðsins, svo sem faðir hans hafði gert, og þjónaði bæði guði og mönnum, svo sem hann best kunni. Hinn trúlæröi og hinn löglærði Þá koma við sögu tveir embættis- lærðir menn: hinn trúlærði og hinn löglærði. Þegar hin syndlausa var á safarík- asta aldursskeiðinu, voru þeir báð- ir komnir á manndómsaldurinn og áttu æsku og heitar ástir nokk- uð að baki. Báðir höfðu hlotið virðingu og frama, hvor í sinni menntagrein, en beggja hugur stóð þá til enn meiri frama, er stundir liðu. Glæsimenni voru báðir og snyrtimenni og kunnu vel að vera með útlendum höfð- ingjum. Þeim hafði verið trúað fyrir mikilvægum störfum, og var naumast um það deilt, að báðir væru hæfir til hárra embætta. Þó hafði ferill hins löglærða ekki ver- ið að öllu hreinn og beinn, — hann hafði fengið nokkrar slettur á vegferðinni. Bar hann þó höfuð- ið hátt, og mátti af fasi hans ráða, að slíkt myndi hverfa, svo sem ryk- ið, er vindurinn þyrlar upp á þjóð- veginum og þeytir í austur og vestur og enginn hugsar um fram- ar. Hinn trúlærði var nokkru eldri en hinn löglærði. Hann átti hin göfugustu hugðarefni og áhuga- mál, var iðjumaður mikill, elskaði ættjörðina og trúði á frjómagn hennar og gerðist mikill ræktun- armaður. Og hann uppskar svo sem hann sáði. Og sem þessir menn stóðu í mestu önnum áranna og áttu jafn- an margt ógjört að kvöldi, lagðist stundum þreyta á hugann. Og sá ylur, sem eitt sinn vermdi, hafði blandast kaldrana, — sú ást, sem eitt sinn var uppspretta allra vona og allra dáða, var nú minning og kom ei meir. Og sem æskan virtist vera fjöruð út í hinum ábyrgðarmiklu mönn- um og líf þeirra hafði misst hina fullkomnu lífsnautn, þá varð á vegi þeirra fiskimannsdóttirin ljúfa og blíða. Hinn trúlærði var maður þjóð- kunnur og þurfti að bera hreinan skjöld og hafa góða samvisku. Hinn löglærði var í tölu þeirra, sem athygli allra, æðri sem lægri, beindist að. En sem Rósin af Sar- on hitti þá eða var meðal þeirra, brá aftur fyrir skærri birtu vors og ástar, með angan frá dögum gró- andans í lífi þeirra. Lífsvatn um æðar Og guð, sem ávöxtinn gefur, lét hinn trúlærða og hinn löglærða snerta hinn dýrlega ávöxt. Og vit- ið: sætleiki lífsins fór eins og lífs- vatn um æðar þeirra, og snerting- in við hold hennar var því lík sem græðijurt er lögð við opið sár og töfrafullur unaður fyllir vitund þeirra, — og sál þeirra verður ung og æskufögur sem forðum. — Og engin synd er í mannanna veröld, en nóttin er vökudraumur og dá- semd. Slfkar voru samverustundir með hinni syndlausu. Og lífsins var notið í lostafullum teygum. Og það var enn líkt með hinni syndlausu og kerlingunni í sög- unni um Kiðhús: Kerling vill hafa eitthvað fyrir snúð sinn, — og svo sem að líkum lætur, fékk hún eitt- hvað fyrir snúð sinn. Svo var það einhverju sinni, að hún taldi sig eiga vangoldna sam- verustund með hinum trúlærða. En er hún barði að dyrum hjá honum til þess að innheimta féð, var hann ekki heima. Það kvisaðist þó í hvaða erindum hún væri. En þau urðu málalok, að hún átti ekki fleiri göngur í það hús. Og þar með var draumurinn búinn. Hin syndlausa var ekki einungis kunn í ættborg sinni og nágrenni hennar. Nafn hennar var þekkt ut- an landhelgi íslands og hróður hennar hafði borist til framandi landa. Orlogsskip varpar akkerum Einhverju sinni kom enskt or- logsskip og varpaði akkerum á höfninni. Þegar dátarnir fengu landgönguleyfí, höfðu þeir í hönd- um bréf með heimilisfangi hinnar syndlausu. Það var svo sem auð- fundið húsið og heimilisfangið var rétt. En er þeir kvöddu dyra og hugðust efna til kunningsskapar með hinni glæstu konu, var hún ekki til viðtals við erlendan her. Svo hafði skipast, að hún var mjög tekin að þykkna undir belti, og óskaði því ekki eftir, að her manns gisti heimili hennar að því sinni. Dátarnir urðu hvumsa við, þegar sú hin útvalda gat ekki sinnt þeim. Þeir höfðu búist við skemmtileg- heitum, en nú var lágum kofadyr- um skellt aftur við nefið á her- mönnum hans hátignar Bretakon- ungs, og í rauninni fannst þeim kotungsbragurinn enn meiri en þeir höfðu vænst. Þeir tóku þá að slangra um nálægar götur og hnýsast með galsa að vegfarend- um, einkum stúlkum. En víða sátu mæður með börnum sínum inni fyrir lokuðum dyrum, meðan hinir framandi röngluðu hjá, en börnin kölluðu þá rauðu karlana. Barn í pósti En þá er fylling tímans var kom- in, ól hin syndlausa barn sitt, og kcnndi það breskum ríkisborgara, sem þjóðkunnur var á íslandi sem ferðamaður og fjárkaupmaður. Þegar hann fékk að heyra þessi tíðindi, þótti honum slíkt firn mikil. Mörgu óvæntu hafði þessi borgari Bretaveldis kynnst á ís- landi, en engu svo furðulegu sem því, að ung og lagleg stúlka ætlaði að gefa honum barn með sér. Hann sló á lærið og hló. Hann hafði ferðast um landið með pund og krónur í vösum, keypt lagðsíða sauði og stóð í hag- anum. Á mörgum íslenskum sveitasetrum hafði hann notið fyr- irgreiðslu, kynnst hinni íslensku gestrisni bæði í björtu og dimmu, vetur jafnt sem sumar, og ýmsu hafði verið vikið að honum til minja, en slíku hafði hann aldrei orðið fyrir áður. Hann bjó löngum stundum í bakhúsi frá Aðalstræti og var oft glaður á góðri stund. Hann var góður við litlu börnin og lyfti þeim á bak klárunum sínum. Margskonar fyrirgreiðslu hafði hann fengið í þessari litlu borg, en það hafði heldur aldrei staðið upp á hann. Og hann var vinsæll í landinu vegna pundanna og versl- aði mikið við landsfólkið. Hann skálaði við kunningjana í tilefni þessara skemmtilegheita og sagði, fullur gáska: — Ég hef þá hlotið að senda henni þetta í pósti! En hann gat ómögulega fengið af sér að þiggja þessa rausnarlegu gjöf. Hin syndlausa þurfti ekki heldur að vera upp á breska náð komin. Það gat alveg eins fundist íslensk- ur faðir að barni hennar. Og hún vísaði honum leiðina brott, sagði honum að sigla sinn sjó og sigla á guðs síns fund. Og hann hvarf á braut og í siglingu milli landanna fór dauðinn á hann, en skipverjar létu líkið síga í svalar unnir. Hin syndlausa þurfti ekki að vera upp á útlenda komin með faðemi barna sinna, en hún gaf þjóð sinni ISUZU pallbílarnir sameina kosti vinnuþjarksins, þœgindi og lipurð fólksbílsins. fleiri börn, og ganga afkomendur hennar margir glaðir og reifir meðal vor. (Frásögn Gunnars M. Magnúss) Heimilislist í Kolaportinu 31. maí Kolaportið mun efna til sérstaks markaösdags, sunnudaginn 31. maí, sem tileinkaður verður hvers konar heimilislist. Með „heimil- islist" er átt við listir og handiðju í víðtækasta skilningi og má t.d. nefna þá sem vinna úr gleri, leir, vefnaði, prjónaskap, smíðar og útskurð, skartgripagerð, skúlptúra, grafik og listmálara, en varð- andi þá síöastnefndu má einnig minna á starfsemi gallerisins i Kolaportinu sem verður með sérstaka hátíðarsýningu þennan dag. Þennan markaðsdag verður fólki, sem leggur stund á hverskon- ar heimilislist, gefinn kostur á að fá pláss í Kolaportinu á vægu verði til að sýna og selja verk sín. Sérstakur hluti markaðstorgs- ins verður tekinn undir heimilislist og getur fólk fengið þar borð- pláss eins og það vill á vægu verði eða 900 krónur á hvem borð- metra. Þeir, sem þurfa stærra pláss og annarskonar aðstöðu, geta fengiö slikt í öðrum hlutum hússins þar sem verður venjuleg markaðsstarfsemi þennan dag. Kolaportið óskar eftir að komast í samband við einstaklinga, klúbba og félagasamtök sem starfa að heimilislist um land allt, og fá þá til að vinna með okkur að undirbúningi þessa ágæta máls. Vinsamlegast hafið samband sem fýrst við skrifstofu Kolaports- ins í sima 687063 (kl. 16-18). KOIAFORTIÐ Vélsleöakerra til sölu Nýleg sleðakerra, mjög vel smíðuð ekki yfirbyggð með Ijósabúnaði. Uppslýsingar í síma 685582 Einstaklega vandað og rúmgott farþegarými. ISUZU pallbílarnir eru án efa þeir skemmtiiegustu ísínum flokki á markaðnum. Komdu og kynntu þér kosti ISUZU. Verð frá kr. 1.484.000 stgr. sportscab. Verð frá kr. 1.530.000 stgr. crew cab. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -674300 £m.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.