Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 25. apríl 1992 MINNING r Gestur Guðni Amason Fæddur 18. júní 1928 Dáinn 13. april 1992 Fallinn er frá löngu fyrir aldur og mjög svo óvænt náfrændi minn og sérstaklega kær vinur. Það hvarflaði ekki að mér þegar við Gestur hittumst síðast að það yrðu okkar síðustu samskipti í þessu lífi, en ef til vill er það einn af kost- um tilverunnar að geta ekki ráðið of langt inn í hið ókomna og látið hverja nótt sem nemur. Gestur var fæddur á Glettinganesi við Borgarfjörð eystri og var einka- sonur móðursystur minnar, Gyðu Árnadóttur. Hann ólst framan að mestu leyti hjá móðurbróður okkar, Jóni Árnasyni, og konu hans, Þór- veigu Steingrímsdóttur, sem bjuggu á þessum árum í Bakkagerðisþorpi. Þar dvaldi Gestur við góða um- hyggju þeirra hjóna fram yfir ferm- ingaraldur, en var alltaf í mjög góðu sambandi við móður sína og dvaldi hjá henni af og til. Á þessum árum var Gestur mikið samvistum við okkur frændsystkini sín á Ósi og má segja að hann hafi alla tíð verið sem prentari einn af fjölskyldu bæði á þessum æsku- og unglingsárum og svo eftir að leiðir skildi þar, þá lét hann sér ætíð mjög annt um okkur öll og fylgdist með fjölskyldum okkar af ástríki og góðum hug. Gestur nam við barnaskólann heima á Borgarfirði og eftir ferm- ingu flutti hann svo alfarinn til móður sinnar í Reykjavík. Þar stundaði hann nám við Ingimars- skólann og lauk þaðan gagnfræða- prófi. Síðan fór hann út í nám í prentiðn og fékk sinn faglega undir- búning í lítilli prentsmiðju sem hét Herbertsprent og lauk svo námi frá Iðnskólanum og sveinsprófi í prent- iðninni 1950. Hann vann síðan lengi hjá Prentsmiðjunni Eddu og nú síð- ustu mörg ár hjá Gutenberg. Gestur var ákaflega fær í sinni iðngrein og kom sér vel við starfsfélaga si'na og naut trausts og virðingar vinnuveit- enda sinna. Gestur var sérstaklega frændræk- inn og dyggur. Hann var einnig tengdur sinni íyrstu heimabyggð ákaflega sterkum böndum. Hann lét einskis ófreistað til þess að stuðla að sem bestum samskiptum við íbúa Borgarfjarðar og var um langt árabil aðaldriffjöðrin í átthagafélaginu okkar, Félagi Borgfirðinga eystra, eða allar götur frá árinu 1949. Störf hans í því félagi væri allt of Iangt mál upp að telja, en öll voru þau unnin í þeim anda að tengja brott- flutta Borgfirðinga sem nánustum böndum með samkomuhaldi og með því að stuðla að því að hægt væri að sýna heimabyggðinni sem mestan virðingarvott með gjöfum til lista og menningarmála og ósjaldan vakti hann máls á því hvað við gæt- um best gert fyrir kirkjuna í heima- byggð okkar. Gestur hafði mikið yndi af hljóm- list og söng. Hann hafði fallega og fágaða rödd; eitt af því fáa, sem hann gerði fyrir sjálfan sig um dagana, var að stunda söngnám um tíma. Var hann því mjög liðtækur við þau ótal mörgu tækifæri sem frændfólkið fékk til að syngja saman. Gestur var einkar háttvís maður í framkomu og hlýr í viðmóti. Hvar sem spor hans lágu gat ekki farið hjá því að ljúfmennska hans og fáguð framkoma gæddu umhverfið næst honum sérstökum andblæ, sem skildi eftir varanlegar minningar um hlýju og manngæsku hjá sam- ferðamönnum hans. Þegar hann er horfinn af sjónar- sviðinu erum við öll, sem næst hon- um stóðum, fátækari og söknum góðs félaga og sérstaks vinar. Á bak við fátæklegan búning þess- ara kveðjuorða dyljast hugsanir og tilfmningar, sem eru tvinnaðar úr mörgum sterkum þáttum. Sá sterk- asti er tengdur persónulegum sam- skiptum okkar og endurminningum frá bernsku- og æskuárum okkar í leik og við störf, og síðar fyrir um- hyggju hans fyrir fjölskyldu minni. Eins og áður var getið um var Gestur mjög nátengdur okkur systk- inunum frá Ósi og var nánast eins og einn af okkar stóru fjölskyldu og litum við ávallt á hann sem bróður. I áranna rás hafa meðlimir þessarár fjölskyldu dreifst um landið, en Gestur fylgdist ávallt með okkur öll- um og vissi jafnvel betur en aðrir um hagi hvers og eins. Fyrir þessa umhyggju og vináttu vil ég nú þakka honum fyrir mína hönd og systkina minna. Hafi hann að leiðar- lokum heila þökk fyrir órofa vináttu og tryggð við okkur öll. Gestur hélt heimili með Gyðu móður sinni og lét sér einkar annt um hana alia tíð, og var umhyggja hans fyrir henni nú á seinni árum, þegar aldur færðist yfir hana, alveg einstök. Hún sér nú háöldruð á eftir ástkærum syni sínum og bið ég henni blessunar guðs og megi henni öðlast friður og styrkur til þess að sigrast á þeim harmi, sem nú er að henni kveðinn. Jón Þór Jóhannsson Rebekka Þiðriksdóttir frá Rauðsgili Fædd 27. október 1890 Dáin 11. apríl 1992 11. apríl síðastliðinn lést Rebekka Þiðriksdóttir á vistheimilinu Skjóli, en þar dvaldi hún sfðustu mánuð- ina. Átti annars heimili síðustu sex árin hjá Rebekku dóttur sinni og manni hennar, Guðjóni Ásgríms- syni, við frábæra umönnun, sem ekki verður fullþökkuð. Síðustu misserin var svo sem hún væri að nokkru tveggja heima, væri að smá- flytja. Samt slitnaði hún aldrei úr tengslum við sín áhugamál, fór enn með löng kvæði hárrétt og svaraði gjarnan með vísum sem féllu að umræðuefninu. Þ6 vakti mér það enn meiri furðu að enn bætti hún í sjóðinn. Á hundrað ára afmælinu heimsótti hana góður vinur, Jó- hannes Benjamínsson, og færði henni ljóð sem henni voru lesin í nokkur skipti. Svo lauk að mamma kunni ljóðið og furðaði okkur stór- lega. Þá var hún enn fljót að bregða við og leiðrétta, ef viðstaddir létu sér um munn fara orð sem hún taldi ekki vera „rétta" íslensku. Málið stóð henni alltaf hjarta nær. Átthagatryggðin var sterkur þátt- ur. Árin, sem hún dvaldi hér í Borg- arnesi, fór hún iðulega með okkur í lengri eða skemmri ökuferðir um fagran Borgarfjörðinn. Stundum stefndum við fram til dala, æsku- stöðva hennar. Önnur skipti vestur Mýrar. Yrði vesturleiðin fyrir valinu, spurði hún hvað við vildum þangað. í átt til Eiríksjökuls var hugurinn. Naut líka vel lengri ferða og vildi þá fræðast um allt sem fyrir augu bar. Þessi ár var hún á níræðis- og tíræð- isaldri, en starfslöngun enn rík og var stundum leitun að verkefnum. Ég hafði beðið hana þess lengstra orða að ryksuga ekki stigann, því ég óttaðist að hún dytti við þá sýslan. Eitt sinn, er ég kom heim úr vinn- unni og opnaði útidyrnar, mætti ég mömmu og ryksugunni sem ultu báðar niður stigann. Mér brá í brún og hugsaði: Nú hefur hún brotnað. Ónei, hún stóð hvatlega upp eins og henni var lagið og sagði: „Heldurðu að ryksugan hafi skemmst?" Þessi árin voru hjá mér nokkur forskólabörn til lestrarnáms. Sinnti hún nokkrum þeirra með góðum ár- angri. Ekki skal því gleymt að minnast með þakklæti hve rækilega hún fylgdist með námi okkar systkin- anna, hlýddi okkur yfir lexíurnar og veitti tilsögn. Aldrei var þó sleppt niður verki. Ég man að ég lærði kvæðið „Fanna skautar faldi háum“ úti í fjósi, eitt erindi á kvöldi á með- an hún var að mjólka og ég gaf kálf- inum. Þá var hún hafsjór af sögum og ævintýrum og nutum við óspart af því. Held raunar að hún hafi búið til sumar sögurnar þegar okkur fýsti nýrra ævintýra. Seinna nutu bama- böm og barnabarnabörnin ríkulega þessara fjölbreyttu sagna. Skömmu eftir að Ríkisútvarp var sett á stofn hér á landi kom viðtæki á æskuheimili mitt. Mér er til efs að útvarpið hafi átt nokkum betri né þakklátari hlustanda en móðir mín var, svo fróðleiksfús sem hún var, enda unnu við stofnunina vel menntir afburðamenn. Móðir mín mótaðist á fyrstu dög- um ungmennafélagshreyfingarinn- ar og að þeirri mótun bjó hún alla tíð síðan. Hún var þeirri hugsjón trú og vann henni eftir því sem um- hverfi og aðstæður leyfðu. Nú er langri göngu lokið. Ég vil leyfa mér að ljúka þessu með fjórum línum úr afmælisljóði Jóhannesar Benjamínssonar: Veit ég, að enn er áttin vís efst í minningarsjóði. Eiríksjökull í austri skín, œskuvinurinn góði. Ingibjörg Magnúsdóttir fræðilegs inngangs í tónleika- skránni, þar sem m.a. textinn allur er skráður á þýsku og íslensku. Þar segir um tildrög þessara verka Bachs, að á hans tímum hafi verið rík hefð fyrir því að flytja píslarsögu Frelsarans á föstudaginn langa. Upphaflega var þetta gert á einfaldan máta, með lestri fárra flytjenda og Gregorsku tónlagi, en gerðist brátt viðameira með tímanum. Bach hóf þetta form í æðra veldi með Jóhann- esarpassíunni, sem frumflutt var 1723. Með því að flétta inn í frásögn guðspjallsins textum sem voru hug- leiðingar og útlegging á söguþræð- inum, ásamt því að nota þekkta sálma, varð til verk sem gerði mönnum kleift að upplifa píslarsög- una á áhrifameiri og leikrænni hátt en áður hafði þekkst. í Matteusarpassíunni er textinn fenginn úr ljóði skálds að nafni Pic- ander, sem út kom 1725 og nefndist „Uppbyggilegar hugleiðingar um skírdag og föstudaginn langa". Bach notar ljóð þetta sem eina af þrem meginstoðum passíunnar (guð- spjallstexti, útlegging og sálmar), og nær þannig að semja verk sem að formi til er svo heilsteypt, en jafn- framt auðugt að tónhugmyndum, að óviðjafnanlegt er. Enda gekk Matteusarpassían undir nafninu „Stóra passíarí' í Bach-fjölskyld- unni. Ekkert var til sparað — tveir kórar og barnakór að auki, og tvær hljómsveitir. Tilgangur Bachs með stórvirki þessu er hins vegar óljós, segir þar — en líkast til samdi hann Matteusarpassíuna listinni sjálfri og guði til dýrðar. Sig.SL Matteusarpassían Kór Langholtskirkju flutti Matteus- arpassíu Bachs þrívegis um pásk- ana, 16., 17. og 18. apríl, og oftast fyrír troðfullu húsi. Passía þessi er gríðarlegt stórvirki, tekur þijá kóra og tvær hljómsveitir þrjá tíma í flutningi. Og tókst dæmalaust vel. Jón Stefánsson, organisti og kór- stjóri Langholtskirkju, hefur komið upp helsta Bach-kór landsins, með mikilli reynslu og alllangri hefð í flutningi verka sem þessa. Sú var tíð, og ekki fyrir löngu, að flutning- ur á Matteusarpassíunni hér á landi taldist til stórviðburða — ávöxtur vetrarlangra þrotlausra æfinga áhugafólks, sem yfirleitt var ólæst á nótur. En nú er svo komið, að Kór Langholtskirkju virðist geta flutt hvert stórvirkja Bachs sem er nánast eftir hendinni, rétt eins og meiri háttar kirkjukórar í Þýskalandi. Þetta heitir tónlistarþroski og hátt menningarstig í tónlist á voru máli. Eins og stundum áður, söng Mi- chael Goldthorpe guðspjallamann- inn, auk þess sem hann söng nokkr- ar tenór-aríur. Goldthorpe er prýði- legur söngvari, og sérstaklega fór honum hlutverk guðspjallamanns- ins vel úr hendi (ef svo má að orði komast). Kristinn Sigmundsson söng Jesúm fimavel. Auk glæsilegr- ar söngraddar fer Kristinn sérlega vel með texta og, eins og fyrr hefur verið neftit í pistlum þessum, er hann einn fárra söngvara sem virðist skilja til hlítar textann sem hann er að syngja. Björk Jónsdóttir söng althlutverkið. Björk er raunar mezzósópran, þannig að aríur hennar, sem eru meðal hinna fegurstu í verkinu, liggja full-lágt fyrir hana, sem var auðvitað skaði. Bergþór Pálsson var góður í hlutverki Pílatusar, og rödd úr kórnum, Eiríkur Hreinn Helgason, söng Júdas og Pontí- fex afbragðs fallega — efnileg- ur söngvari þar. Þá sungu tvær stúlkur úr kórnum, Harpa Harðardóttir og Stefanía Val- geirsdóttir, dúett ágæta vel. Og fleiri kórlimir komu við sögu. Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng þarna nokkrar aríur og tónles. Því miður, og það er leiðinlegt að þurfa að segja þetta, er rödd Ólafar fjarri því að henta fyrir Bach og órator- íusöng, öll í yfirtónum og ví- bratói. Kór Langholtskirkju telur um 80 söngvara og var þarna skipt í tvennt, kór 1 og 2, sem stundum syngja hvor í sínu lagi, og þá ferraddað, eða sam- an, og þá áttraddað, auk þess sem Bach lætur sig ekki muna um það að bæta við níundu röddinni, barnakór, í tveimur Johann Sebastian Bach. atriðum fyrri hluta. Þessum kúnstum hefur verið líkt við af- rek af því tagi að tefla 20 blind- skákir samtímis. Ef ég má finna að einhverju í flutningi þessa annars óaðfinnanlega kórs, þá þykja mér sópranradd- irnar vera ofsterkar á köflum og yfirgnæfa um of hinar nátt- úrlega-veikari raddir alts og tenórs. Því það er til lítils að vera með 9 sjálfstæðar raddir, ef aðeins ein eða tvær heyrast öðruvísi en sem gnýr. Á sama hátt og kórnum, var 36 manna Kammersveit Lang- holtskirkju (flest er þetta nú fólk úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands, sem tekur á sig ýmis hljómsveitarnöfn eftir því hvar það er að spila) skipt í tvær 18 manna hljómsveitir, auk org- elsins. Bach skrifaði verkið raunar fyrir tvö orgel líka, en Gústaf Jóhannesson lét sig ekki muna um að spila báðar raddirnar, og var því að stans- laust í 3 tíma — margar nótur það. Af einleiksspili vil ég sér- staklega nefna gullfallegan leik Kristjáns Þ. Stephensen á óbó, Júlíönu Elínar Kjartansdóttur (konsertmeistara) á fiðlu, og Bryndísar Höllu Gylfadóttur á knéfiðlu. í lokin er rétt að vitna til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.