Tíminn - 25.04.1992, Qupperneq 4

Tíminn - 25.04.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn Laugardagur 25. apríl 1992 Tíminn MÁLSVABI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavik Slml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samdráttur og atvinnuleysi Heita má að atvinnuleysi hafi verið óþekkt hér á landi um tveggja áratuga skeið. Fyrir kom að vinnu skorti annað slagið, en það var ávallt staðbundið og tímabundið og úr rættist fyrr en varði. í alþjóðlegum skýrslum vakti at- hygli að á íslandi voru atvinnuleysingjar færri en í nokkru öðru landi, en það er einmitt skortur á störfum sem er eitt helsta þjóðfélagsmein sem hrjáir hvað mest og á það bæði við um þróunarlönd og hinar ríkari iðnað- arþjóðir. Nú horfir allt til hins verra í þessum efnum. Atvinnu- lausum fiölgar frá mánuði til mánaðar og eru að verða um helmingi fleiri í ár en á sama tíma í fyrra. Hið ugg- vænlega við þróunina er, að atvinnuleysi er að festast í sessi hérlendis. Af hálfu þeirra, sem með völdin fara, er ekkert gert til að hefta þessa þróun, hvað þá að snúa henni við. Hvergi bólar á nýsköpun í atvinnulífi. Engar nýjar framleiðslu- greinar eru í sjónmáli. Ekkert er gert til að auðvelda fyr- irtækjum endurnýjun eða að færa út kvíarnar. Þótt ekki sé annað sýnna en að heilu byggðarlögin fari að lognast út af og atvinnugreinar að leggjast af, er enginn vilji til að koma í veg fyrir að svo fari. Þótt atvinnulausum fjölgi með ógnvænlegum hraða, eykur ríkisvaldið aðeins vandann með fiöldauppsögnum starfsfólks opinberra stofnana undir yfirskini hagræðing- ar og sparnaðar. Oft kemur svo á daginn að engu er hag- rætt og ekkert sparað, aðeins aukið á vandræði og ný vandamál búin til. Stundum er haft á orði að hægt sé að fækka fólki án þess að segja nema tiltölulega fáum upp, aðeins ef ekki er endurrráðið í þau störf sem losna. Hagræðing af þessu tagi leysir engan vanda, vegna þess einfaldlega að engin störf verða til fyrir allan þann fiölda, sem stöðugt streym- ir inn á vinnumarkaðinn. Sérmenntað fólk á öllum sviðum athafnalífsins lýkur skólagöngu og leitar inn á vinnumarkað. Með því hátta- lagi, sem nú ríkir, og samdrætti á flestum sviðum er ljóst, að ungu fólki, sem er að hefia starfsdag sinn, eru allar bjargir bannaðar. Það lendir í hópi atvinnuleysingja þeg- ar að skólagöngu lokinni. Það er ótrúlegt að fámenn þjóð í stóru og gjöfulu landi skuli flæma sjálfa sig í þá aðstöðu að ekki séu til störf fyrir vel menntaðan og hæfan vinnukraft. En því miður er allt útlit á að þetta sé að takast. Hagræðingin felst oftar en ekki í óhóflegri tæknivæð- ingu og allur spamaður fer í vaskinn. Mikil atvinnutæki- færi eru flutt úr Iandi og lítið er gert til að vernda ís- lenska atvinnuvegi fyrir erlendri ásókn. Það er í skugga samdráttar og kreppu, sem launþegar reyna að ná fram kjarabótum og gengur heldur illa. Þeir vita sem er að atvinnuöryggið er ein hin dýrmætasta kjarabót, sem áunnist hefur, en nú er það að verða að engu. Á sama tíma og atvinnuleysið hellist yfir og Þjóð- hagsstofnun spáir samdrætti og afturför, fer húsbóndinn í stjórnarráðinu fremstur meðal jafningja og er grínakt- ugastur þeirra sprellikarla ríkissjónvarpsins, sem fá borgað fyrir að láta hlæja að sér. En ört stækkandi hópi atvinnuleysingja er ekki hlátur í hug. Atli Magnússon: Þegar minna og minna er hlegið ... Fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar stúdentauppreisnir í útlönd- um tóku að bergmála innan veggja íslenskra skóla með viðeigandi lausung og óþægð, héldu nú sumir að verið væri að halda dómsdag yfir hvers kyns stofnanalífi og góðum skikk í eitt skipti fyrir öll. Nemend- ur fleygðu úlpulörfunum í glugg- akistumar í skólastofunum og settu fætur upp á borðin. Þaðan horfðu þeir letilegum tortryggni- augum á velbyrðuga prófessora og dósenta, þ.e. þá stund sem þessir nemendur annars nenntu að eyða tíma sínum inni í kennslustofún- um. Kennarar tóku þessu ýmislega og auðvitað þeir verst, sem höfðu kennt í áratugi og ekki átt annars konar nemendum að venjast en auðsveipum sauðum með herra- klippingu, sem voru að kyrkjast í hálsbindum með Windsorhnýt- ingu. Gamall kennari í einni af raunvísindagreinunum við háskól- ann var svo hrelldur eftir fyrsta tímann frammi fyrir þessu upp- reisnarfólki, að kona hans og dætur urðu að leiða hann upp stigann þegar heim kom. Hann var þá með gleraugun á skakk og skjön og svitnaði ákaflega. Samt hafði ekki verið gengið í skrokk á honum beinlínis — en næstum allt annað. Svo voru kennarar, sem tóku þessu á alveg annan hátt, og þá var frem- ur að finna meðal hinna yngri. Þessir menn urðu gripnir örvænt- ingu yfir því sem þeim fannst vera glötuð æskuár sjálfra sín. Til þess að bæta sér þau upp, fóru þeir að haga sér eins og stúdentamir gerðu, klæddu sig enn meira „blátt áfram" en þeir og settust með þeim að grasreykingum og rauðvínssötri utan skólatímanna, vissir um að þannig mundu þeir betur ná að styðja fingri á „púls þjóðfélagsþró- unarinnar". Og enn varð breyting En þetta var þá og nú er víst aft- ur orðin breyting og hún er líka róttæk. Þannig þekki ég mann, sem fyrir nokkru blés rykið af gömlu stúdentsprófi og tók á ný til við nám, sem af einhverjum ástæðum hafði leyst upp í reyk á yngri árum hans, enda ekki tiltökumál lengur að gamalhrútar og gamalær gangi með gemlingunum í skólakerfinu. Hann hafði stundað nám sitt með 68-fólki, þegar háskólalíf bar svip- mót af glaumlifnaði og ofstopa þýskra „Burschenschaften" á 19. öld og áhuga um kommúnisma, sem m.a. kom fram í almennri samúð með Oxford- menntuðum Asíumönnum, sem voru að halda verklegar kennsluæfingar í fræð- unum heima hjá sér. Þar voru þegnar þeirra auðvitað í hlutverki naggrísanna. En áðumefndur aldraður há- skólanemi lét þó ekki of vel af and- anum meðal stúdenta nú. Þótt ær- ustugangurinn fyrrum hefði mátt minni vera, þá fannst honum að eitthvað hefði þó mátt skilja eftir af honum. Stúdentamir, sem hann hitti fyrir er hann á ný gekk inn um dyr háskólans, vom meir ofúrlitlir karlar og kerlingar en ungmenni. Honum fannst þeir vera mjög al- vömgefið fólk og langur vegur frá að þeim væri jafn hláturgjamt og fyrrum var. Hann var þó ekki viss um nema ástæðan væri sú að það eimdi eftir hjá sér af boðskapnum úrelta og hlægilega um „stúdents- árin æskuglöð“. Minna hlegið Sennilega er þetta rétt athugað hjá hinum þreknandi „stúdíósus", sem farinn er að fá dálítinn skalla og ekki vonum fyrr. Það fylgir nefriilega harðnandi samkeppni, að það er minna hlegið í þjóðfélaginu nú en áður. Ég hef borið þetta und- ir nokkrar manneskjur og þeim þykir ekki fráleitt að þetta sé rétt Hví ekki að taka dæmi af högum unga fólksins nú? Auðvitað býr það við betri kjör en áður gerðist, og öll rök hníga að því að fyrir vikið eigi líf þess að vera auðveldara. Það er það líka tvímælalaust á sinn hátt En þá gerist það sama og gerist inni á spítölunum með síauknum sótt- vömum og fúllkomnari lækninga- tólum. Upp spretta nýir kvillar, sem eiga sér kjörumhverfi í hreinlæt- inu. Einkum munu það vera hvers kyns ofnæmissjúkdómar. Og vel- ferðinni og hinni blómstrandi sam- keppni virðast fylgja ofnæmissjúk- dómar líka. Crípið í tómt Margt hefúr verið rætt um að mörg ungmenni eiga í sálarstríði og sum þeirra hafa gengið út að farga sér. Það liggur í augum uppi að miðað við þann fjölda, sem til slíkra óyndisúrræða grípur, er sá fjöldi talsverður, sem er í meira lagi bágur hið innra með sér. Þar til mér verður bent á aðra skýringu meira sannfærandi, ætla ég að skuldinni verði að skella á samkeppnina. Eng- inn þarf að efast um að unglingar í þjóðfélaginu nú eiga í ekki minni samkeppni sín í milli en þar sem hjólin snúast hraðast úti í sjálfu viðskiptalífinu. Þeir tímar eru upp runnir að það er erfitt að finna ein- hvem hugmyndalegan bakhjari að styðja sig við. Fall kommúnismans á sinn þátt í því. Þetta fall gerði ekki aðeins kommúnismann hlálegan, heldur allar hugmyndir um að mannkynið sé á einhverri fúll- komnunarbraut yfirleitt. Tæknin er orðin tortryggileg. Enginn trúir lengur að hún muni Jtelsa heim- inn“. Eftir stendur einstaklingur- inn og hefúr þegar allt kemur til alls ekkert á að treysta nema sig sjálfan. Fimmtán ára gamalt eða þar um bil verður fólk að fara að svara spumingunni: Jtver ertu — og hvað ertu svosem?" Þama er þung byrði lögð á margar grannar axlir. Það er fálmað eftir handfestu, en oft gripið í tómt, því núna kostar það peninga að skapa sér ímynd, vera eitthvað... Ekki svo að skilja að einhver skortur blasi við, miklu fremur hættan á andlegum ofnæm- issjúkdómum. Skúm trúvillinganna En flestir lifa þetta nú allt af ein- hvem veginn, og samlagast þessum skrýtnu, nýju kröfum. Leið flestra er sú að gerast karlar og kerlingar strax um tvítugt Þeir spara og leggja á sig hverskyns harðræði til þess að geta keypt föt, sem eru fel- leg og frjálsleg en hefur kostað þjáningar að eignast ímynd ung- mennisins og flekklaust álit verður því jafn verðmætt og amerískum forsetakandidat Hverri stund er ráðstafað, hún er skráð og valin og menn vita til dæmis að nákvæm- lega að mánuði liðnum muni þeir verða glaðir á tilteknum stað f tiÞ tekinn klukkustundafjölda. Stöku fara upp úr þurru að rangla til messu og uppkomin böm 68-fölks- ins láta skírast í hrönnum, eins og trúvillingar á dögum Rómarríkis- ins. Einhvem veginn með þessum hætti ná flestir sáttum við um- hverfið á endanum. Og ef að lfkum lætur mun árangurinn koma fram f meiri framleiðni og hvers kyns „skilvirkni" en var. En það verður minna og minna hlegið...

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.