Tíminn - 08.05.1992, Page 7

Tíminn - 08.05.1992, Page 7
Föstudagur8. maí 1992 Tíminn 7 Kostnaður við umhverfis- vemdaræði snýr almennings- álitinu í Kalifomíu Það er líkast því ef fótbolti missti vinsældir sínar í Bretlandi eða Frakkar sneru baki við franskri matargerðarlist. í Kalifomíu, þar sem nýaldar „pólitísk réttsýni** blómstrar, er almenningur farinn að hika við að taka á sig byrðaraar af því að viðhalda grænni og óspilltri náttúru. Kaliforaíubúar höfðu forystuna í Bandaríkjunum um að vekja athygli á viðkvæmu ástandi jarðarinnar, en eru nú farair að telja saman kostnaðinn af því að ná takmarki sínu um að verada um- hverfíð. Nú eru farin að sjást merki um dvínandi vinsæidir þess markmiðs og jafnvel andóf gegn því í rOdnu gullna. í síauknum mæli er faríð að líta á ströng lög, sem setja náttúruna ofar mann- inum, sem hindrun fremur en að þau séu til framdráttar því að bæta mannlífið á sólarhlið Bandaríkjanna. „Stóri grænn“ orð- inn „stóri geispi“ í augum Toms Hayden, sem áð- ur var giftur Jane Fonda, er breytingin á viðhorfinu því mið- ur alltof augljós. Sú var tíðin að hann stóð á ræðupöllum með Meryl Streep, Robert Redford, Rob Lowe og öðrum frægum persónum í Hollywood, sem fluttu boðskapinn um græna jörð. Lagafrumvarp hans gegn mengun naut svo mikilla vin- sælda að það var kallað „stóri grænn". Núna yrði það líklega frekar kallað „stóri geispi". Á árinu 1990 var það í tísku meðal stór- iðnjöfranna í fjölmennasta ríki Bandaríkjanna að raupa af því að þeir vildu vernda ósonlagið og bjarga hvölum. Núna er það álit- ið gamaldags. „Núna er Kali- fornía annar paradísarmissir," segir Tom Hayden dapur. „Það er afar slæmt fyrir heiminn allan. Ef græn bylting hefur ekki átt sér stað í Kaliforníu, á hún áreiðanlega ekki eftir að eiga sér stað annars staðar." Gífurlegur kostnað- ur við hreinsun veldur sinnaskipt- unum Undirrótin að þessum sinna- skiptum er skelfing Kaliforníu- búa við tilhugsunina um gífur- legan kostnað við að hreinsa landið af skordýraeitri og eitr- uðum útblæstri. Eftir því sem efnahagskreppan ristir dýpra, gerast þær raddir enn háværari að umhverfisverndarsinnar hafi látið skynsemina lönd og leið í baráttunni fyrir því að verja náttúruauðlindirnar gegn eyð- ingu. Umhverfisverndarmál eru ekki mikið í umræðunni í forseta- kosningabaráttunni, þar sem George Bush hefur ekki tekið dýpra í árinni en að tala um að koma á jafnvægi í umhyggju fyr- ir umhverfinu og efnahagsleg- um afleiðingum. Kaupsýslumenn kvarta undan því að græningjar séu alltof valdamiklir, og bæta því við að skógarhöggsmenn, fasteignasal- ar, bændur, baðmullarræktend- ur, námumenn, byggingamenn og þeir sem undirbúa lönd undir mannvirkjagerð séu reiðir, vegna þess að kraftmiklar aðgerðir til að vernda jurta- og dýraríkið séu farnar að ógna störfum manna. Bitrar deilur vegna strangra umhverfis- verndarlaga Efst á óánægjulistanum í garð umhverfisverndarsinnanna eru lög um dýr í útrýmingarhættu. Þar er þess krafist að þeir, sem undirbúa land undir mann- Rifrildi vegna slíkra mála hafa hrint af stað bitrum deilum inn- an sveitarfélaga þar sem vfirleitt hefur ríkt ró og friður. I sveita- sælunni í Oregon er fólkið, sem hefur atvinnu sína af timbri, bálreitt vegna takmarkananna sem settar voru á liðnu ári á skógarhögg til að vernda hina fágætu deplóttu uglu sem þar lifir. í Kaliforníu eiga bændur á hættu að missa aðgang að mögulegum ódýrum vatnsforða, ef lýst verður yfir að smáfiskur, sem nefnist „delta smelt“, sé í hættu og það kæmi í veg fyrir frekari vinnu við raforkuvers- vatnslón í eigu ríkisins. Og í Or- ange-sýslu, þéttbýlissvæði með tvær milljónir íbúa sem nær suður af Los Angeles og um- hverfis Disneyland, kemur lítt þekktur fugl sem kallast „Cali- fornia gnatcatcher“ í veg fyrir hraðvegargerð. Hvað er aðalatriðið? Græningjarnir halda því fram að landvinnslumenn skilji ekki aðalatriðið. „Af hverju ætti að Frægar kvikmyndastjörnur eins og Rob Lowe og Fondasystkinin, Jane og Peter, hafa haft sig mikiö f frammi vegna umhverfisverndarmála og aflaö þeim vinsælda. Nú er almenningur aö snúa viö blaöinu. virkjagerð, leggi fram lista um hverja þá fugla-, dýra-, jurta-, skordýra- og trjátegund sem sé að finna á svæðinu. Ef einhver þeirra er álitin vera í útrýming- arhættu er tafið fyrir fram- kvæmdum, blátt bann lagt við þeim eða þær því aðeins leyfðar að byggingamennirnir taki frá sérstakt svæði sem kjörlendi. „AHir, sem hafa orðið að ganga í gegnum þetta ferli til að fá fram- kvæmdaleyfi, gefast upp,“ segir maður sem sæti á í viðskiptaráði. „Ef umhverfisverndarsinnarnir geta ekki hafnað umsókninni, fara þeir í dómsmál." eyðileggja eitt óspilltasta gilið á und," segir hann, og bætir við að slóðum þar sem mengun og um- það sé að hluta vegna þess að ferðarhnútar spilla umhverfinu, vísindamenn viti aldrei hvenær þegar iðnaðurinn gæti fjárfest í þeir geri næstu uppgötvun. Wal- ker vitnar í uppgötvunina á náttúrulegu krabbameinslyfi, taxol, úr Kyrrahafsýviði til varn- HU 111011 ar þeim málstað sínum að bjarga verði litl þekktum mrta- og dýrategundum í Ameríku frá því því að framleiða hreinna elds- að deyja út. Þar til þar að kemur neyti eða í almenningssamgöng- halda skógarhöggsmenn ánægð- um?“ spyr talsmaður Green- ir áfram að leggja þessi litlu tré peace í San Francisco. að velli með stórvirkum vinnu- „Það er fáránlegt að halda því vélum, um leið og þeir höggva fram að við þurfum ekki á að niður stærri tré umhverfis ývið- halda hverri einustu undirteg- inn. Skógarhöggsmenn eiga nú undir högg aö sækja gegn strangari lagasetningu og eiga á hættu aö missa vinnuna. Því mótmæla þeir, sem eiga allt sitt undir óbreyttu ástandi. Stéttamunur í af- stöðunni til um- hverfismála Stórfyrirtæki halda því fram að þau séu ekki „andsnúin náttúr- unni“, heldur raunsæ. Tálsmenn þeirra benda á að efnahagssam- drátturinn hafi dregið athyglina að því að hvaða marki græningj- arnir hafi höfðað til miðstéttar- fjölskyldna, fremur en óiðnlærðs fólks. Endurvinnsluáætlanir á vegum borgaryfirvalda takast bet- ur í hverfum ríkra. í Noe-dalnum í San Francisco, þar sem íbúarnir eru efnaðir, bjóða ítalskar kaffi- sjoppur, sem selja út úr húsinu, afslátt ef viðskiptavinirnir koma með eigin kaffibolla, og kjörbúðir í sumum hverfum Hollywood draga 10 sent frá reikningnum, ef kaupendurnir koma með sína eig- in innkaupapoka. Kaldhæðnislegt er að sumir um- hverfisverndarsinnar eru sagðir hafa oröið lyrir vonbrigðum með hvað þeim hefur tekist vel til. í mörgum borgum reynist erfitt að finna kaupendur að síauknu magni af endurvinnsluhæfum úr- gangi, og sumir neytendur eru að fá sig fullsadda af því að skúra og skrúbba flöskur og krukkur og koma þeim samviskusamlega í ruslatunnur, sem ætlaðar eru fýrir endurvinnsluhæft efni en inni- haldið endar svo á ruslahaugun- um innan um annan óflokkaðan úrgang. Aðrir eru farnir að velta því fyrir sér hvort bann við því að nota ilm- vatn á almannafæri, sem nú er til umræðu í Marin-héraði, eða ákall- ið til íbúa San Francisco um að hætta að brenna „yuletide logs“ um jólin geti í raun og veru bjarg- að ósonlaginu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.