Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. maí 1992
Tíminn 3
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að skipulag í sauðtjárframleiðslunni leiði óhjákvæmilega til áframhaldandi
samdráttar í sölu á kindakjöti:
Breyta þarf skipulagi
sauðfjárframleiöslunnar
,JVfín skilaboð tíl sauðfjárbænda eru tvímælalaust þau að huga
að breytingum á skipulagi sauðfjárframleiðslunnar. Þetta verða
bændur að gera ef þeir vilja ekki að neysla sauðfjárafurða haldi
áfram að dragast saman,“ sagði Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðuriands, í samtali við Tímann. Steinþór skrifaði
bændum á Suðuriandi fyrir skömmu bréf þar sem hann segir að
Sláturfélagið áformi að auka vinnslu á svína- og nautakjöti vegna
þess að félagið skorti kindakjöt til vinnslu.
Bréf þetta hefur nokkuð verið til
umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu
daga og hefur formaður Landssam-
taka sauðfjárbænda og aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra gagn-
rýnt efni bréfsins.
Steinþór sagði sauðfjárræktina
vera komna í ógöngur og bændur
verði að huga að leiðum út úr því
skipulagi sem greinin býr við í dag.
Hann sagði að það hlyti að koma
niður á sauðfjárræktinni þegar
framleiðsla sauðfjárafurða er undir
ströngu skipulagi, en framleiðsla á
svína- og nautakjöti og öðru kjöti
tiltölulega frjáls. í þessu sambandi
minnti hann á tölur um sölu á kjöt-
vöru á síðustu árum. Á síðustu sjö
árum hefur neysla á kindakjöti á
innanlandsmarkaði minnkað um
30%, á meðan sala á svínakjöti hef-
ur aukist um rúmlega 50% og sölu-
aukningin á nautakjöti er líklega að
nálgast 20%. „Það er mitt álit að
þetta stafi m.a. af fyrirkomulagi í
framleiðslu þessara kjöttegunda.
Framleiðsla á tveimur þessara kjöt-
tegunda er tiltölulega fijáls en ein
bundin í ákveðið framleiðsluskipu-
lag,“ sagði Steinþór.
Hann sagðist ekki vilja segja hvaða
leiðir væri vænlegast að fara út úr
núverandi skipulagi í sauðfjárfram-
Ieiðslu. „Tilmælin í bréfinu um
aukna svínaframleiðslu eru afleið-
ing af þeirri stöðu sem upp er kom-
in og mótast að mínu áliti af ríkj-
andi skipulagi í sauðfjárframleiðsl-
unni. Sú þróun sem orðið hefur í
sölu á kindakjöti á sér ákveðnar or-
sakir og hefur í för með sér ákveðn-
ar afleiðingar. Sláturfélagið er að
bregðast við afleiðingunum með
aðgerðum sem því miður gætu leitt
til enn minni sölu á kindakjöti. Það
er hins vegar alls ekki minni vilji að
Steinþór Skúlason, forstjórí
Sláturfélags Suöurlands.
það gerisL Ég er í þessu máli bara
boðberi slæmra tíðinda.
Sláturfélagið hefur, eins og kunn-
ugt er, skort hráefni síðustu ár. Við
höfum stundum fengið keypt það
hráefni sem okkur vantar og stund-
um ekki.
í vetur hefur átt sér stað umræða á
mörgum deildarfundum Sláturfé-
lagsins út um allar sveitir um þetta
mál. Ég hef látið það koma fram
þar, að SS yrði að svara þessari
vöntun og breytingu sem er að
verða á neyslu með því að auka
slátrun á svínum og nautgripum. f
bréfi því sem ég sendi félagsmönn-
um var ég einfaldlega að vísa til
þessara umræðna og umræðna sem
urðu um þetta mál á aðalfundi fé-
lagsins.
I samþykktum Sláturfélagsins er
sagt að tilgangur félagsins sé að af-
setja framleiðslu félagsmanna, ekki
síst framleiðslu félagsmanna á þess-
um hefðbundnu kjöttegundum. Að
Sláturfélaginu standa sauðfjár-
bændur, nautgripabændur og
svínabændur. Við höfum gegnum
árin selt allt það sem sauðfjárbænd-
ur, innan Sláturfélagsins, hafa falið
okkur að selja og stundum meira
til. Við höfum hins vegar oft á tíð-
um ekki staðið okkur nægilega vel
að selja það nauta- og svfnakjöt sem
félagsmenn okkar hafa viljað fela
okkur að selja. Þetta hefur m.a.
komið fram hjá okkur, eins og öðr-
um sláturleyfishöfum, í því að það
hafa verið langir biðlistar af naut-
gripum sem bíða slátrunar og við
höfum oft á tíðum, þó að það hafi
ekki verið alveg nýlega, orðið að
vísa frá okkur svínainnleggi. Sann-
leikurinn er sá að SS hefur setið
undir þó nokkru ámæli vegna
þessa, sérstaklega hvað varðar sölu
á nautakjöti.
Við viljum standa okkur betur við
að afsetja afurðir svína- og naut-
gripabænda, ekki síst þar sem fyrir
liggur að við fáum ekki nóg af
kindakjöti," sagði Steinþór.
Steinþór sagði að umræðan á fé-
lagsfúndum Sláturfélagsins stæði
um heildarskipulag sauðfjárrækt-
arinnar í landinu og hvemig hún
snertir SS. Umræðan væri hins
vegar ekki um einstök viðskipti við
Goða hf, kaupfélögin eða aðrar af-
urðastöðvar. Hann sagði að tilgang-
urinn með umræddu bréfi væri
ekki sá að beina einhverjum spjót-
um að Goða.
Steinþór sagði að það væri skortur
á vinnslukjöti (ærkjöti) í landinu.
Hann sagði eðlilegt að Goði hefði
ekki mikinn áhuga á að selja SS
hráefni sem Goða vantar, sem og
aðra sláturleyfishafa í landinu.
Steinþór sagði að þessi skortur á
vinnslukjöti einn og sér neyddi SS
til að auka hlutfall nauta- og svína-
kjöts í framleiðsluvörum sínum.
-EÓ
Framboð forseta Islands skilað í gær:
Vigdís í fjögur ár
í viðbót í embætti
Ætlað útlendingum
búsettum á íslandi
1. tölublað „Foreign Living“, tímarits fyrir útlendinga búsetta á ís-
landi, er komið út.
Tímaritið er gefið út af fyrirtækinu Víkveija og verður gefið út
hálfsmánaðarlega. Það birtir greinar á öllum tungumálum og í
fyrsta tölublaðinu eru til dæmis greinar bæði á ensku og sænsku.
Ritstjórar eru þau Róbert Mellk og
Sigríður Þorsteinsdóttir. „Við ákváð-
um að fara út í þessa útgáfu til að
sinna ákveðinni þörf sem hefúr
myndast", segir Róbert. „Allir út-
lendingar sem við vitum að eru bú-
settir hér fá fyrsta tölublaðið sent
heim til sín“.
Sigríður segir að erfitt sé að vera
útlendingur á íslandi og er það helst
tungumálið sem vefst fyrir fólki.
Veðurfarið og skammdegið hefur
einnig áhrif, sem og verðlagið sem
er yfirleitt mun hærra en fólk á að
venjast erlendis.
Eftii 1. tölublaðs Foreign Living er
afar fjölbreytt og er þar meðal ann-
ars að finna nytsamar greinar um
menningaráfall og „Félag nýrra ís-
lendinga" og viðtal við Gilbert Yok
Peck Khoo frá Malaysiu, sem rekur
veitingastaðinn Shanghai í Reykja-
vík. Lesendadálkur er einnig til stað-
ar og senda má spurningar til Ingu
Guðjónsdóttur ljósmóður um það
sem viðkemur meðgöngu og fæð-
ingu. —GKG.
í gær var formlega skilað tíl dómsmálaráðuneytisins framboði Vig-
dísar Finnbogadóttur, núverandi forseta íslands, til forsetakjörs
27.júní nk. en framboðsfrestur rennur út núna um helgina.
Samkvæmt lögum um framboð og
kjör forseta íslands og auglýsingu
forsætisráðuneytisins þar um lögðu
umboðsmenn Vigdísar fram skrár
með nöfnum tilskilins fjölda með-
mælenda úr hverjum landsfjórð-
ungi og vottorðum yfirkjörstjórna
um að þar væri um að ræða nöfn
kosningabærra manna sem mæla
með framboðinu.
Jafnframt var skilað skriflegu sam-
þykki Vigdísar Finnbogadóttur, um
að vera í framboði til kjörs forseta
íslands árið 1992 og tilnefningu
hennar um umboðsmenn vegna
framboðs og forsetakjörs.
Að hálfu dómsmálaráðuneytisins
var tilkynnt að framboð til forseta-
kjörs yrðu tekin til athugunar á
fundi í ráðuneytinu nk. mánudag en
ekkert mótframboð barst.
Vigdís Finnbogadóttir var fyrst
kjörin forseti íslands árið 1980 og
hefur gegnt embættinu þrjú kjör-
tímabil. Sl. sumar lýsti hún því yfir
að hún gæfi kost á sér til endurkjörs
í embætti forseta íslands og sagði
hún þá meðal annars: „í þessu efni
er mér ekkert hik í huga. Þjóðin hef-
ur treyst mér til að gegna starfi for-
seta undanfarin ár og stutt mig ötul-
lega til góðra verka. Margvísleg
áform mín í embætti eru enn ekki
komin í höfn og ýmsum þeirra verk-
efna sem ég hef einsett mér að vinna
að er enn ólokið.
Ég mun ótrauð halda áfram á sömu
braut - verði mér veitt til þess braut-
argengi - og vinna íslandi og íslend-
ingum á komandi árum allt það
Í'agn sem mér er unnt í starfi forseta
slands". —GKG.
Nýtt tímarit á
markaðnum:
Ritstjórarnir Róbert Mellk og Sigríður Þorsteinsdóttir skoða 1.
tölublað „Foreign Living". Tfmamynd: Ami Bjama
Búið að gefa fyrir í samræmdu prófunum í vor:
Árangur í skikk-
anlegu meðaliagi
Af 4125 nemendum sem skráðir í stærðfræði.
voru í 10. beldf sL haust þreyttu Að þessu sinni reyndust 549
3969 samræmda prófið í stsrð- nemendur eða tæp 14% vera með
fræði og 3954 í íslensku. Ýmsar einkunn í ísiensku undir 5 og
ástæður eru fyrír fjarveru þeirra 1007 nemendur í stærðfræðL
nemenda sem ekki tóku próf, svo AUs fengu fimm nemendur á
sem vetidndi, undanþágur og landinu einkunnina 10 i íslensku
brottflutningur af landinu. en þeir voru 43 sem þá einkunn
Þetta kemur fram í frétt frá hlutu í stærðfræðinni.
menntamálaráöuneytinu. Þar Nokkuð var kvartað undan því að
segir einnig að landsmeðaltal ein- nemendur hefðu lent í tímahraki
kunna í íslensku á þessu vori í samræmda stærðfræðiprófinu
reyndist vera 62,23 stig &f 100 og en vinna við nokkra prófþætti
í stærðfræði 58,65 stig. Tll sam- reyndist meiri en áætlaö hafði
anburðar var meðaltalið í ís- verið. Þess vegna voru reglur um
iensku í fyrra 60,6 og 56,90 stig fyrirgjöf rýmkaðar. —sá