Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. maí 1992 Tíminn 5 Voðavetur í íslenskum stjómmálum Guðmundur Bjamason skrifar Þessa dagana er vorið óðum að taka yfirhönd- ina af vetrinum, grasið grænkar, tré og runn- ar laufgast og blómin springa úL Veturinn hefur verið tiltölulega mildur, þó stundum hafi gengið á með hvassviðri og roki og gæfdr því oft erfiðar. Snjór hefur verið sá minnsti um langt árabil, ef undan eru skildir Vestfirð- imir. Segja má því að veðurfarið hafi verið okkur íslendingum hagstætt á undanfömum mánuðum og ekki þörf að kvarta, ef ekki kæmi annað til. Móðuharðindi af mannavöldum Á „viðreisnarárunum" svokölluðu ffá 1959- 1971, þegar sömu flokkar og nú, þ.e. Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur, fóru með stjóm landsins, líkti einn af þáverandi þing- mönnum Framsóknarflokksins, Karl Krist- jánsson, ástandinu í efnahags- og atvinnumál- um við móðuharðindi af mannavöldum. Nú hafa þessi sömu öfl náð saman að nýju við stjóm landsins og reynslan af hinni nýju sam- stjóm íhalds og krata á því eina ári, sem hún hefur verið við völd, er svo sannarlega bitur og lofar ekki góðu um framhaldið, ef ekki tekst að koma henni frá völdum og það fyrr en seinna. Hafi verið hægt að líkja ástandinu fyrir 1970 við móðuharðindi, má sannarlega kalla þenn- an nýliðna veturvoðavetur í íslenskum stjóm- málum, því svo mörg ill verk hefur ríkis- stjómin og stuðningsmenn hennar unnið á velferðarkerfinu, sem okkur hefur tekist að byggja upp á undanfömum áratugum. Sömu sögu má reyndar einnig segja hvað varðar að- förina að efnahags- og atvinnumálum þjóðar- innar. Sú aðför hófst er ríkisstjómin á fyrstu valdadögum sínum hækkaði vextina í landinu með handafli. Atvinnulífið var viðkvæmt fyrir slíkum aðgerðum eftir skuldbreytingar og fjárhagslega endurskipulagningu. Það þurfti því á öllu öðru fremur að halda en þriðjungs- hækkun á vaxtagjöldum, enda sýndu árs- reikningar fyrirtækja nú eftir áramótin glögg- lega hver áhrif vaxtahækkunin hafði á afkomu þeirra. Sömu sögu má auðvitað segja um áhrif vaxtahækkana á afkomu skuldugra einstak- linga. Nú er öllum landslýð Ijóst að þetta var engin tilviljun, heldur ásetningur og hluti af efna- hagsstefnu ríkisstjómarinnar. Þessi aðgerð átti að hjálpa til við hagræðingu og endur- skipulagningu fyrirtækjanna, eða á manna- máli gjaldþrot smærri og veikari fyrirtækja til að rýma fyrir þeim stærri og sterkari, þ.e. völd og auður í hendur færri aðila og jafnframt að skapa „hæfilegt" atvinnuleysi til að draga þor og þrótt úr launþegum og samtökum þeirra undir þeim formerkjum að halda niðri verð- bólgu og stöðugleika í efnahagslífinu. Aðvörunarorð Mogga og DV Þetta er í fáum orðum það umhverfi, sem nú- verandi stjómarsamstarf hefur búið þegnum þessarar þjóðar á einu ári að lifa og starfa í. Afskiptaleysi það af atvinnulífinu, sem í fyrstu einkenndi störf ríkisstjómarinnar og hlaut manna á milli heitið „Kemur-mér-ekki- við-stefna“ forsætisráðherrans, hefði jafnvel veriö betri en síðari afskipti, sem einkennst hafa af vaxtahækkunum og nýjum skattaálög- um á atvinnulífið, þrátt fyrir loforð núverandi stjómarflokka um skattalækkanir, kæmust þeir til valda. Er nú svo komið að Morgunblaðinu og DV er farið að blöskra svo stefna ríkisstjómarinnar, að hver leiðarinn á fætur öðmm og helgar- pistlar þessara blaða, svo sem Reykjavíkur- bréfið, lýsa yfir andstöðu við stefnu ríkis- stjómarinnar og vara alvarlega við afleiðing- um hennar. Má í því sambandi nefna leiðara Morgunblaðsins 16. maí sl., sem ber yfirskrift- ina ,Atvinnuástandið“. Þar er m.a. að finna eftirfarandi setningar: .Atvinnuleysi er alvar- legt þjóðfélagsvandamál sem við höfúm lítið kynnst á undanfömum áratugum. Sumir telja, að ,hæfilegt“ atvinnuleysi sé æskilegt Þeir hinir sömu hafa væntanlega ekki kynnst því af eigin raun eða telja sig ekki munu kynn- ast því.“ Síðan er í leiðaranum varað við hin- um alvarlegu afleiðingum, sem atvinnuleysið getur haft í för með sér: vonleysi og uppgjöf, upp- lausn heimila og fíkniefnaneyslu. Bent er á að at- vinnuleysi hafi verið mikið böl í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, í þeim löndum sem Morgunblað- ið og þau öfl, sem það blað styður, hafa þó oft litið til sem fyrirmyndar þess þjóðfélags sem við viljum sjá ríkja hér á landi. Lokasetning þessa leiðara Morgunblaðsins er sfðan svohljóðandi: „Við verðum að snúast til vamar gegn slíku þjóðfélagsástandi." (Letur- breyting er mín). Undir þessi orð tek ég heils hugar og vona svo sannarlega að þau nái einnig að snerta strengi í hjörtum ráðherra og þingmanna, sem styðja ríkisstjómina, og fái þá til að snúast til vamar gegn þeim hroðalegu afleiðingum, sem oft fylgja atvinnuleysisvofunni. Það hefur verið eitt af aðalsmerkjum ís- lenskrar efnahags- og atvinnustefnu að und- anfömu að leggja áherslu á markmiðið: ,At- vinna handa öllum", sama hvaða flokkar hafa átt aðild að ríkisstjóm. Nú virðist hins vegar hafa orðið stefnubreyting. Ný öfl hafa komist til valda og tekið ráðin af þeim öflum í Alþýðu- flokknum, sem e.tv. geta enn með nokkrum rétti kennt sig við jafnaðarmennsku, en sá réttur hlýtur að glatast fyrr en varir, ef þeim fáu jafnaðarmönnum, sem enn kunna að leyn- ast í Alþýðuflokknum, tekst ekki að brjóta nið- ur stefriu nokkurra íhaldsdrengja úr báðum stjómarflokkunum um að „hóflegt" atvinnu- leysi sé æskilegt VelfcrðaAerfið En það eru ekki öll voðaverk stjómarflokk- anna á þessum vetri enn upp talin, þó hér hafi verið gerð nokkur grein fyrir áhrifúm aðgerða og aðgerðaleysis ríkisstjómarinnar í málefn- um atvinnulífsins. Strax í fyrrasumar greip heilbrigðisráðherra til aðgerða undir merkjum spamaðar, sem í raun fólust í nýrri skattlagningu og nú á sjúka og aldraða, þ.e. notendur þjónustunnar, í stað þess að fylgja leikreglum jafnaðarstefnunnar um skattgreiðslur í samræmi við efnahag. Og áfram var haldið á sömu braut í vetur. Ný- ir skattar lagðir á í formi þjónustugjalda til að ná saman fjárlögum. Hver er svo „árangur- inn“? Eftir fyrstu þrjá mánuði þessa árs segir úttekt fjármálaráðuneytisins um afkomu ríkissjóðs að veruleg hækkun sé á útgjöldum heilbrigð- isráðuneytisins vegna sjúkratrygginga frá áætlun fiárlaga. í fyrsta lagi hafa útgjöldin hækkað um 144 millj. kr. frá sama tíma í fyrra eða 5,9%, og um 560 millj., eða 28%, ef tekið er mið af fiárlagatölu þessa árs. Hér er talið að mest muni um viðbótarútgjöld vegna lyfia, sérfræðiþjónustu og tannlækninga. Er þó ekki á þessum tíma farið að endurgreiða fyrir tann- réttingar þá ógreiddu reikninga, sem safnast hafa upp þann tíma sem samningar við tann- réttingamenn hafa ekki verið í gildi. Þetta verða að teljast athyglisverðar upplýs- ingar í Ijósi þess að núverandi ráðherra heil- brigðismála hef- ur ítrekað haft uppi harðorðar yfirlýsingar um aðgerðaleysi for- vera síns í emb- ætti — þess sem þetta skrifar — að sá hafi lítið gert til að draga úr útgjöldum vegna lyfia eða spoma við útgjaldaþenslu í ýmsum öðrum þáttum heilbrigðismála. Undir þetta hafa aðr- ir stjómarliðar tekið, ekki síst úr Alþýðu- flokknum, og væri það að bera í bakkafullan lækinn að ætla að svara þeim fullyrðingum öllum. Aðeins eitt dæmi skal tekið. í Alþýðublaðinu 10. mars sl. skrifar Sigbjöm Gunnarsson alþingismaður grein, sem hann nefnir: Lyfiamoldviðrið. Þar segir m.a.: „Fyrr- um heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjama- son, hafði í fiárlögum fýrir árið 1991 ætlað að ná þessum kostnaði niður miðað við árið 1990, en hafði ekkert gert í því skyni." Sannleikurinn er sá að í marga mánuði hafði legið fyrir frumvarp hjá ríkisstjóminni þar sem ég lagði til róttækar breytingar á skipu- lagi lyfiamála, en þingflokkur og ráðherrar Al- þýðuflokksins stöðvuðu það mál. Auk þess hafði verið gripið til ýmissa aðgerða, sem spömðu hundmð milljóna króna á ári án þess að auka greiðsluþátttöku einstaklinga, en það er sú eina „spamaðaraðgerð" sem enn hefúr komið frá núverandi heilbrigðisráðherra. Nú hefur kostnaður sjúkratrygginga hækkað úr 2.020 millj. skv. fiárlögum þessa árs í 2.580 millj., sem búið er að greiða út úr ríkissjóði þrjá fyrstu mánuði þessa árs, eða um 560 millj. Spyrja má: Hvert stefna Sighvatur og Sigbjöm? Til hvaða aðgerða verður gripið? Á aftur að hækka skattana með aukinni greiðsluþátttöku almennings um litlar 500 millj.? Þá hefur ný gjaldtaka fyrir þjónustu heilsu- gæslustöðva leitt til þess að aftur dregur úr þjónustu þeirra, en álagið flyst á ný yfir til sér- fræðinganna með stórauknum kostnaði fyrir sjúkratryggingamar. Hér er farið í þveröfuga átt við þá stefnu er ég mótaði, að fella niður gjald fyrir þjónustu heilsugæslustöðva til að efla forvamarstarfið og auka fyrirbyggjandi aðgerðir, svo draga mætti úr dýrari og sérhæfðari þjónustu sér- fræðinga og sjúkrahúsa. Nú verður þessi kostnaður aukinn á nýjan Ieik. Lánasjóöurinn Svo mikið hefúr verið ritað og rætt um aðför ríkisstjómarinnar að Lánasjóði íslenskra námsmanna að það verður ekki orðlengt hér, heldur aðeins minnt á að sú aðför er aðeins hluti af árásunum á velferðarkerfið og þeirri augljósu stefnu núverandi stjómvalda að hin- ir fáu, ríku og útvöldu skuli verða ofaná á öll- um sviðum þjóðfélagsins. Félagshyggja, sam- hjálp og jöfnuður em bannorð, þekkjast ekki lengur. Og bragð er að þá bamið finnur. Bæði Moggi og DV lýsa yfir andstöðu sinni og vanþóknun á vinnubrögðunum. Jafnrétti til náms, óháð efnahag og búsetu, er fómað fyrir spamað á fiárlögum eins árs. Komið er upp nýju eftir- lits- og lánakerfi í bönkunum við hliðina á LÍN, sem hlýtur að kosta aukin útgjöld fyrir heildina og hækka vexti og síðan, sem afleið- ingu af því, útgjöld Lánasjóðsins vegna kröfu um hærra námslán. Nemendum og aðstand- endum þeirra gert skylt við upphaf hverrar námsannar að hefia píslargöngu í bankakerf- inu með aukinni fyrirhöfn og áhyggjum sem enginn sér fyrir endann á. Mbl. varar við þessum breytingum í leiðara sínum 14. maí sl. og spyr um rök fyrir þessu tvöfalda kerfi og hvemig það muni virka. Hvaða kröfúr verða gerðar um ábyrgðir, eiga bankamir að meta prófgögn frá hinum ýmsu skólum og löndum, sjá menn fyrir endann á því sem verið er að gera? Og vamaðarorð DV em alvarleg: .Afleiðing nýju laganna verður fyrst og fremst að stéttaskipting vex hraðar en áður. Ráðherrasynir munu fara í dýra skóla í útlöndum, en böm einstæðra mæðra munu ekki treysta sér til langskólanáms. Nýju lögin em samin í forherðingu nýríkrar yfirstéttar í landinu." Vítin til að varast Þetta em harðorðar yfirlýsingar og kaldar kveðjur til stjómvalda, en undir þær verður að taka og vara við þessari stórhættulegu stjóm- arstefnu. Stéttaskiptingin er að aukast. Bilið milli ríkra og fátækra fer vaxandi hröðum skrefúm. Afleiðingar þessa ástands birtast okkur í ýmsum myndum um þessar mundir. Ofbeldi vegna eiturlyfianeyslu fer vaxandi, fiárglæframenn vaða uppi og níðast á saklaus- um borgumm, sem trúa því að gott siðgæði, þar sem heiðarleiki og sannsögli em höfð að leiðarljósi, sé ennþá til. Þó enn kunni að vera nokkuð í að óeirðir, eins og upp komu í bandarískum stórborg- um nýlega, berji á dyr hér hjá okkur, þá em þær óeirðir afleiðing stéttaskiptingar, fá- fræði, atvinnuleysis og fátæktar. Þessi víti verðum við að varast. Við getum ekki sætt okkur við að atvinnuleysi sé við- varandi ástand. Við megum ekki láta brjóta niður mikilvægustu þætti okkar velferðar- kerfis. Við munum aldrei sætta okkur við vaxandi fátækt og aukna stéttarskiptingu. Gegn þessari stjómarstefnu hlýtur íslensk þjóð að berjast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.