Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 23. maí 1992
Alyktun aðalfundar VSÍ1992:
Stöðugleiki forsenda
Mómlegrar byggðar
Miklar andstæður einkenna efnahags- og atvinnumálin um þessar
mundir. Annars vegar blasa við erfiðleikar vegna minnkandi sjáv-
arafla og landsframleiðslu fimmta árið í röð. Þá hefur lægð ein-
kennt heimsbúskapinn og valdið erfiðleikum í orkufrekum iðnaði
og drætti á frekari hagnýtingu vatnsorku hér á landi. Mjög hefur
þvi sorfið að tveimur meginstoðum hagvaxtar hér á landi.
Á hinn bóginn hafa viðbrögð við
þverrandi tekjum þjóðarbúsins ver-
ið með öðrum hætti en áður við
svipaðar aðstæður. Nýgerðir kjara-
samningar munu tryggja minni
hækkun framleiðslukostnaðar hér-
lendis en í flestum öðrum vestræn-
um ríkjum á þessu ári og verðbólga
verður minni en í viðskiptalöndum
okkar. Samkeppnishæfni innlendr-
ar framleiðslu mun því styrkjast
jafnt á innlendum sem erlendum
mörkuðum. Þessar aðstæður nægja
þó hvergi nærri til að ná fram við-
hlítandi samkeppnisstöðu miðað
við óbreyttar horfur á þessu ári. Því
er afar brýnt að fast verði haldið við
sömu markmið um minni kostnað-
arhækkanir hér á landi en erlendis.
Þetta á ekki aðeins við um einka-
geirann því að það er ekki síður
brýnt að Iækka kostnað í opinber-
um rekstri og þjónustu með einka-
væðingu og útboðum rekstrarverk-
efna. Þess vegna gerir atvinnulífið
þær kröfur til stjórnvalda að dregið
verði úr opinberum útgjöldum og
álögum á atvinnurekstur lands-
manna. Sérstaklega er varað við
nýjum sköttum, sem raskað geta
viðkvæmu jafnvægi á innlendum
markaði og leitt til kostnaðarhækk-
ana, ekki síst á lánamarkaði. Á
þessu sviði verður að fara með ítr-
ustu gát, því að atvinnulífið þolir
með engu móti nýja skriðu vaxta-
hækkana.
Ef vel tekst til við að ná þeim
markmiðum, sem stefnt er að í
efnahags- og kjaramálum eru sókn-
arfæri framundan í íslensku at-
vinnulífi, jafnvel þótt framleiðsla
mikilvægustu sjávarafurða aukist
tæpast á næstu misserum. Þróun
verðlags- og vaxtamála hefur skapað
betri forsendur fyrir lækkun kostn-
aðar og markvissri stjórnun í at-
vinnulífinu en gerst hefur áratug-
um saman. í þessu felast möguleik-
ar fyrir aukna verðmætasköpun.
Samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið gefur landsmönnum
einnig tilefni til aukinnar bjartsýni.
Með gildistöku hans verður tryggt
Magnús Gunnarsson nýkjörínn formaður Vinnuveitendasam-
bands fslands. Tfmamynd Áml BJama.
að leikreglur í atvinnulífi hér á
landi verða að mestu sambærilegar
við það sem gerist í Evrópu. Hann
er ein helsta forsenda þess, að fs-
Iendingum takist að halda til jafns
við aðrar þjóðir í lífskjörum og
samkeppni um fólk og fjármagn,
þannig að hér takist að efla at-
vinnulíf og fjölga atvinnutækifær-
um. Með aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu er því brýnustu hags-
munum bæði atvinnulífs og ein-
staklinga best borgið. Jafnhliða
þessu hljóta stjórnvöld þó að kanna
aðra þá möguleika, sem í boði
kunna að vera og þjóna myndu
hagsmunum íslendinga við breytt-
ar aðstæður. Atvinnulífið gerir þá
eindregnu kröfu til allra alþingis-
manna, að þessi mikilvægasti milli-
ríkjasamningur síðustu áratuga
verði fullgiltur hið fyrsta.
Aðalfundur Vinnuveitendasam-
bands fslands áréttar stuðning við
stöðugleika í gengismálum, ítrekar
mikilvægi þess að hlutur innlendr-
ar framleiðslu verði bættur með
kostnaðaraðhaldi á öllum sviðum
og hvetur til samstarfs atvinnurek-
enda og launafólks um það sameig-
inlega markmið að hlutur fólks og
fyrirtækja á íslandi verði ekki lakari
en í nálægum löndum. Það er for-
senda blómlegrar byggðar í land-
inu.
Uppsagnir í framleiðsluiðnaði landbúnaðar-
vara vegna breyttra aðstæðna:
20 sagt upp
Goöa hf.
hjá
í gær var tilkynnt um uppsagnir
20 starfsmanna hjá Goða hf. Upp-
sagnimar áttu sér stað í öllum
deildum fyrirtækisins og eru liður
í hagræðingaraðgerðum sem
ákveðnar voru af stjóra þess á síð-
asta aðalfundi í apríl sl.
í fréttatilkynningu frá Goða hf.
segir að með aðgerðum þessum sé
verið að takast á við breytt um-
hverfi í íslenskum landbúnaði í
kjölfar minnkandi framleiðslu og
það að útflutningur á kindakjöti
leggst af frá og með næsta hausti.
Þá séu jafnframt horfur á því að
innflutningur á unnum kjötvörum
verði senn leyfður.
Goði hf. er í meirihlutaeign 21
sláturleyfishafa og er markaðsfyr-
irtæki þeirra með kjötvörur á höf-
uðborgarsvæðinu. Veruleg stefnu-
mótunarvinna hefur farið fram
innan fyrirtækisins með það að
markmiði að leggja sterkari grunn
að framtíð fyrirtækisins. Með þess-
um hætti er verið að bregðast í
tíma við breyttu umhverfi.
—sá
Dregið úr notkun ósoneyðandi efna:
Notkun á halon
bráðum stöðvuð
„Markvisst verður unnið að því að
fjarlægja halon-kerfi úr skipum og
taka í notkun ný slökkviefni" seg-
ir í fréttatilkynningu sem Sigl-
ingamálastofnun ríkisins hefur
sent frá sér.
í samræmi við alþjóðasamninga,
sem ísland er aðili að, og skuld-
binda aðildarríki til að draga úr
notkun ósoneyðandi efna hefur
Siglingamálastofnun ríkisins í
samráði við stjórnvöld ákveðið að
notkun á halon-efnum í íslenskum
skipum verði smám saman minnk-
uð og að lokum alveg stöðvuð.
Eftir l.júní 1992 verða ekki sett
upp ný kerfi þar sem halon 1301 er
notað og til 1. janúar 1995 verður
heimilt að endurhlaða kerfi í notk-
un með endurunnu haloni frá kerf-
---------------------------71
Félagshyggja
í fögru landi
Ég undirritaöur/uö óska hér meö að gerast áskrifandi aö Tímanum
Nafn áskrífenda:
Heimilisfang:
Póstnúmer:
Sími:
Trp r •
Timinn
Lynghálsi 9.110 Reykjavík
Póstfax 68769. Pósthólf 10240
L_________________________ - __J
um sem tekin hafa verið úr notk-
un.
Frá 1 júní 1992 til l.janúar 1995
verður svo eftir því sem unnt er
hætt að nota halon-kerfi í skipum
og tekin í notkun ný slökkvikerfi,
en frá 1. janúar 1995 til 1. janúar
1999 verður svo markvisst unnið að
því.
Hvað halon 1211 varðar verður
ekki heimilt að setja ný hand-
slökkvitæki eða föst kerfi í skip og
báta eftir 1. janúar 1993 og verða
þau handslökkvitæki og slökkvi-
tæki sem nú eru í notkun ekki end-
urhlaðin eftir þann tíma.
Siglingamálastofnum hvetur þá,
sem nota þessi efni á slökkvikerf, til
að huga strax að breytingum þar eð
lítill tími er til stefnu. Einnig er
brýnt að þeir fylgist vel með þeirri
þróun sem á sér stað varðandi nýja
slökkvimiðla sem geta komið í
staðinn fyrir halon. —GKG
Laugardalslaug lokað:
Vorhrein-
gerningar
Laugardalslaug verður lokuð dag-
ana 25.- 27. maí að báðum dögum
meðtöldum.
Ætlunin er að hreinsa laugina og
gera við fyrir sumarið. Opnað verð-
ur aftur á uppstigningardag kl. 8:00.
—GKG.