Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. maí 1992 Tíminn 7 þeirrar skoðunar að maður eigi ekkert annað en augnablikið, sem flýtur um hendur manns hverju sinni, og til þess að nýta tímann fór ég að fást við að skrifa. Fyrsta bókin mín, „Bjössi á Tréstöðum", kom út 1950 og það má segja að ég hafi skrifað hana að mestu leyti í vestisvasanum. Ég gekk með blaðsnepil og blý- ant í vasanum og ef mér datt eitthvað í hug, skrifaði ég það niður hvar sem ég var staddur. Það var ekkert óalgengt að ég skrifaði á garðabandinu á meðan féð var að éta. Ég minnist þeirra daga með talsvert mikilli ánægju. Það var gaman að vera innan um féð, sem stakk snopp- unni inn í grös vallarins frá sumrinu áður. Þetta var góð skrifstofa og þama varð nokkuð mikill hluti bókarinnar til. Þegar handritið var tilbúið — ef hægt er að kalla þetta handrit, því ekki Iitu sneplarnir vel út — fór ég með það til vinar míns, dr. Brodda Jóhannessonar, og bað hann að líta yfir það fyrir mig. Mér eru minnisstæð orð Brodda, þegar ég sótti handritið aftur. „Það er tvennt sem mig undrar mest,“ sagði Broddi. „Hvað málið er gott, og svo skíturinn." Eitt- hvað hef ég nú skammast mín fyrir skítinn, því ég brenndi „vestisvasahandritið" eftir að bú- ið var að hreinrita það, og sé talsvert mikið eftir því núna.“ „Ég er að skrifa syndir mínar“ „Broddi var fyrsti maðurinn, sem ég þorði að sýna eitthvað eftir mig. Ég hef alla tíð verið óframfærinn og hlédrægur og sjálfsagt hefur það háð mér við ritstörfm. Ég var svo feiminn við þetta fyrst þegar ég var að skrifa, að ég fór beinlínis laumulega með það. Ég lá kannski upp í rúmi og var að pára eitthvað, og menn, sem sáu til mín, spurðu hvað ég væri alltaf að skrifa. Ég þorði ekki að segja eins og var, en kvaðst vera að skrifa niður syndir mínar. Smám saman fór maður svo að verða kjarkaðri, þegar þessu var ekki illa tekið. „Þjóðlíf og þjóðhættir", sem kom út núna fyrir þessi jól, er mín sextánda bók og ég hef sem betur fer aldrei verið skammaður mik- ið fyrir neina þeirra. Eg hef fengist dálítið við að skrifa leikrit og sumar bækurnar eru unnar upp úr þeim. „Mislitt mannlíf', sem kom út 1986, er dæmi um það. Sú bók fjallar um skilnaðarbarn, sem lifir í átt- lausri tilveru. Upphaflega var þetta leikrit, sem hét „Nafnlausi drengurinn". Mér þykir gaman að skrifa leikrit, en ég er útnesja- maður í heimi leiklistarinnar og þess vegna hefur lítið farið fyrir mínum verkum á sviði." Ætlaði að minnast gömlu félaganna Á síðastliðnum vetri hlaut Guðmundur Davíðspennann fyr- ir Þjóðlíf og þjóðhætti, en að auki var bókin tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka. Það var mikið vandað til bókarinnar af hálfu út- gefanda og kostnaður við hana nam nálægt tíu milljónum. En hvemig fræðirit sendir ómennt- aður bóndi á níræðisaldri frá sér? „Eins og nafnið bendir til segir hún frá lífsháttum og störfum fólks á fyrstu tugum þessarar aldar. Fyrir tilverknað vinar míns Ásgeirs S. Bjömssonar varð þetta Guðmundur L. Friðfinnsson, skógræktarbóndi og rithöfundur á Egilsá f Skagafirði. viðameiri og öðmvísi bók en ég ætlaði í fyrstu. Ásgeir er því mið- ur látinn núna, á besta aldri. Hann var stórvel gefinn maður og reyndist mér alla tíð hinn besti og traustasti vinur. Eftir að við kynntumst lét ég hann lesa yfir öll mín handrit. Eitt af því, sem ég var með í smíðum, var samantekt þar sem ætlunin var að minnast nokkurra minna gömlu félaga og vina frá bemsku- og æskuárunum. Ásgeir vissi af þessu, eins og öðm sem ég var að gera, og hann vildi að ég tæki meira fyrir. „Þú átt að skrifa um mannlíf og starfshætti á þeim tíma, sem þú varst að al- ast upp,“ sagði hann. „Ég get þetta ekki, Ásgeir,“ svaraði ég. „Bæjarhellan heima og allra næsta nágrenni var fyrst og fremst sjónarsvið mitt.“ Það stóð ekki á svari hjá Ásgeiri. „Þú átt ekki að skrifa um neitt annað heldur en þú þekkir." Þetta varð til þess að ég fór að gramsa í mslakistu hugans og gróf þar allt upp, sem ég mögu- lega gat. Aflaði mér að auki tölu- verðra heimilda og útkoman varð bókin Þjóðlíf og Þjóðhættir. Það fór mikil vinna í þessa bók, bæði hjá mér ogöðrum." Hrossin trylltust — Hver þinna bóka hefur vak- ið mesta athygli? „Fyrir utan þessa bók held ég að það sé Hinumegin við heim- inn. Það er sveitalífssaga. Hún fjallar um það þegar fólksflutn- ingamir hefjast úr sveitunum til þéttbýlisins. Hún segir frá mikl- um þjóðlífsbreytingum, sem ég þekki mjög vel. Þegar bílaöldin hófst, þegar sveitafólk hópaðist á síldarvertíðar. Hún segir frá mis- munandi örlögum æskufélaga, sem kjósa sér andstæð hlutskipti í lífinu. Sagan allt að því byrjar á endinum og er í sendibréfa- forrni." Vélvæðingin til sveita er kapít- uli út af fyrir sig. Frá gamalli tíð hefur þjóðvegurinn til Akureyrar legið um Norðurárdalinn gegnt Egilsárbænum. Það olli stór- vandræðum, þegar bflar fóru fyrst að aka um veginn á fyrri- hluta aldarinnar. Bæði vom bfl- arnir mun háværari en nú og eins voru vélardrunurnar fram- andi hljóð í kyrrð dalsins. Hross- in á bænum trylltust, hlupu úr heimahögunum og fram allan Egilsárdal. Þær vom ófáar ferð- irnar, sem Guðmundur þurfti að fara fram dalinn til þess að sækja bílfælin hross, en vandamálið varð á endanum að leysa með því að girða hrossin af. „Þetta var skemmti- legur tími" Guðmundur L. Friðfinnsson og kona hans Anna S. Gunnars- dóttir, sem nú er látin, ráku í áraraðir barnaheimili á Egilsá. Þau byggðu við bæinn stórt hús undir þessa starfsemi, og þegar mest var á sumrin skiptu börn- in tugum. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegur tími,“ segir Guð- mundur. „Mér þótti afskaplega vænt um börnin og þykir enn. Þó að ég sé búinn að gleyma nöfnunum á þeim, þykir mér vænt um bau og ég hugsa oft um þau. Ég er afskaplega glaður yfir því að það er alltaf eitthvað af þeim sem halda tryggð við mig, þó að þau séu orðin full- orðin, og sum koma meira að segja og heilsa upp á mig.“ Guð- mundur segir að börnin hafi komið mest af einkaheimilum, en minna frá Félagsmálastofn- un. „Aðsóknin var það góð að ég þurfti þess ekki, en það kom fyr- ir að ég tæki krakka á þeirra vegum. Það mátti heita að það væri hægt að þekkja börnin úr, ef þau voru frá fráskildum for- eldrum. Það var öðruvísi og þau áttu erfiðara.“ Þetta var heilmikið fyrirtæki. Kristín Guðmundsdóttir var eins konar umboðsmaður pabba síns á Reykjavíkursvæðinu og tók við pöntunum um sumar- vist. Á Égilsá var mikið um að vera yfir sumarmánuðina, en þar voru auk barnanna mat- reiðslumaður og starfsstúlkur til þess að annast þau. Barnaheimilið hætti starfsemi á áttunda áratugnum og þar hefur undanfarin níu ár verið rekið skólaheimili fyrir þroska- heft börn. Börnin eru keyrð í grunnskólann í Varmahlíð og eru þar á virkum dögum, en koma heim síðdegis. Þroska- heftu krakkarnir þurfa umönn- un allan sólarhringinn og að jafnaði hafa fimm starfsmenn annast þá og um leið búið á staðnum. Starfsemi skóladag- heimilisins flyst til í sumar og þá þarf enn á ný að finna starf- semi, sem hægt er að nýta hús- ið undir. Á næstu vikum hefst borun eftir heitu vatni á Egilsá og heppnist sú tilraun vaxa notkunarmöguleikarnir. Tugir þúsunda af trjám Allt fram á efri ár stundaði Guðmundur hefðbundinn bú- skap. Kindur, kýr og hross voru undirstaðan, annað var auka- geta. Nú er hann hættur með kindur og kýr, þó hrossin séu eftir, en skógrækt hefur bæst við. Hann varð fyrsti skógrækt- arbóndinn í Skagafirði, en segir að menn ættu að fara varlega í að ætla sér að lifa á trjáræktinni. Já, nú er ég orðinn skógrækt- arbóndi og ég hef hálf gaman að því að enda svoleiðis," segir Guðmundur og brosir. „Eg hugsaði heilmikið um skógrækt, þegar ég var drengur, sem kannski stafaði af því að hér í sveitinni var þá kona, Lilja Sig- urðardóttir á Víðivöllum, sem vann brautryðjendastarf á þessu sviði. Hún flutti inn plöntur frá Noregi og kom upp trágarði og reyndi að hjálpa fólki til þess að rækta tré. Ég er með nokkuð stóran trjá- garð hér við húsið. Fyrstu trén í honum voru gróðursett árið 1933 og eru því rúmiega sextíu ára gömul. Þegar fram liðu stundir, var plássið í garðinum á þrotum og mig langaði til þess að fara út í meira. Eg girti af annað stykki hérna fyrir utan túnið, sem ég kalla Lundinn. Þar er nú stórvaxið greni og björk og alaskaöspina prófaði ég strax og hún kom. Ég hef ævin- lega verið nýjungagjarn og viljað prófa eitthvað nýtt. Alla tíð verið loftkastalamaður og haft gaman af svoleiðis byggingum. Skógurinn hjá mér stækkaði eftir því sem á leið. Nú eru þeir búnir að kortleggja þetta allt og mæla hjá Skógrækt ríkisins, og þeir telja þetta vera tuttugu og níu hektara svæði, sem ég er með innan girðingar. Þar af eru átta hektarar, sem ég var búinn að planta í áður en ég byrjaði í bændaskógaverkefninu. Bænda- skógagirðingin er tuttugu og einn hektari og ég er miklu meira en hálfnaður að planta í hana. Hvað ég er búinn að planta mörgum trjám hér á jörðinni? Það hef ég ekki hugmynd um. Ég skráði það því miður aldrei niður, en þau skipta þúsundum og líklega tugum þúsunda." Menn verða að þrauka Guðmundur er mikið náttúru- barn og sveitamaður í sér. Hann segist vera bjartsýnismaður, eins og bændur flestir, og vilji þess vegna sjá bjarta framtíð fyrir þjóðina og ekki síst sveitimar. Það yrði aldrei bætt, ef sveitalífið Iegðist niður. „Ég er ekki spámaður og það er búið að gera fullmikið af því að spá í framtíðina," segir hann. „Menn tala um erfiðleika og mis- fagrar blikur á lofti. En það hef- ur fyrr syrt í álinn hjá bændum og miklu meira en nú. Ég held að það sé ekki um annað að ræða en að reyna að standa fast í fæt- uma og þrauka. Reyna að finna einhver ný verkefni og ný ráð og þrauka. Þeim, sem hefur lifað þær geysilegu breytingar og byltingar sem hafa orðið á um- liðnum áratugum, kemur ekki á óvart þó að það verði einhverjar stórbreytingar í framtíðinni, sem engan órar fyrir í dag. Við eigum að treysta á landið. Það er mikil speki fólgin í orðum Ein- ars Benediktssonar, þegar hann segir: „Sú þjóð sem við gæfu og gengi vill búa / á guð sinn og land sitt skal trúa“.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.