Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. janúar 1992
Tíminn 11
Einar Oddur Kristjánsson, fráfarandi formaður VSÍ, ræddi nokkuð um landbúnaðarmál á aðalfundi VSÍ í gær;
„Innflutningur búvara skapar
fleiri vandamál en hann leysir“
Einar Oddur Kristjánsson, fráfarandi formaður VSÍ, vék að landbún-
aðarmálum í ræðu sem hann flutti á aðalfundi VSÍ í gær. Einar Odd-
ur ræddi m.a. um þær breytingar, sem eru að verða á íslenskri land-
búnaðarstefnu og VSÍ hefur átt þátt í að móta. Hann sagði að þeir,
sem viija ná niður matvælaverði hér á iandi með innflutningi niður-
greiddra búvara, fari offari. Slíkur innflutningur muni skapa fleiri
vandamál en hann leysir. Okkur beri að treysta grundvöll íslensks
landbúnaðar, en jafnframt gera hann samkeppnishæfan yjð erlendan
landbúnað. Sá kafli ræðu Einars Odds, sem fjallaði um landbúnaðar-
mál, fer hér á eftir.
VSÍ telur sér skylt að
stuðla að því að
íslenskur landbúnaður
haldi velli
Viðræðumar um GATT munu von-
andi hefjast aftur og nýtt samkomulag
mun líta dagsins ljós fyrr en síðar. Það
mun hafa áhrif á fjölmarga þætti þjóð-
lífsins, en þó langmest á íslenskan
landbúnað, sem lengi hefur notið al-
gjörrar vemdar. Sú vemd mun
minnka verulega og því mikils um
vert, að íslensk landbúnaðarfram-
leiðsla fái tækifæri til að þróast og að-
lagastnýjum heimi.
VSÍ hefur alltaf talið sér skylt að
stuðla að því að íslenskur landbúnaður
þróist þannig, að hann megi halda velli
í framtíðinni í þeirri vaxandi sam-
keppni, sem mun óhjákvæmilega bíða
hans líkt og annarra atvinnuvega. Og
að sú þróun eigi sér stað í sem mestri
sátt við sem flesta, þ.e. bæði íslenska
bændur og neytendur. Því hefúr
Vinnuveitendasambandið ásamt
Vmnumálasambandi samvinnufélag-
anna, Alþýðusambandi íslands, BSRB
og Stéttarsambandi bænda tekið þátt í
þeirri vinnu að reyna að móta nýja og
breytta landbúnaðarstefhu. Þetta hef-
ur verið ákaflega erfitt og tímafrekt
verk. Fyrstu tillögumar um nýjan bú-
vörusamning vegna sauðíjárbúskapar
voru lagðar fram í febrúar 1990. Nú
nýlega hafa svo litið dagsins ljós nýjar
tillögur um skipan mála í mjólkuriðn-
aðinum. Mönnum hefúr sýnst sitt
hvað um ágæti þessa starfs og margir
orðið til að gagnrýna það að hér séu
stigin alltof stutt skref í þá átt að auka
hagkvæmni Iandbúnaðarframleiðsl-
unnar. Þeir, sem þetta segja, kunna að
hafa margt til síns máls. En á hitt ber
þó að líta að hér er við ramman reip að
draga og vandamálin mýmörg og
margslungin. Það er sannfæring okkar
að íslensk landbúnaðarframleiðsla
verði svo sannarlega að eiga sér fram-
tíð og að því eigi að vinna með öllum
ráðum. íslenskur landbúnaður er snar
Einar Oddur Kristjánsson, fráfarandi formaöur VSÍ.
Timamynd Ami Bjama
þáttur í atvinnulífi okkar og okkur ber
að treysta grundvöll hans, ekki síður
en annarra atvinnugreina. Landbún-
aðurinn mun ná umtalsverðum ár-
angri þegar bestu landbúnaðarhéruð-
in fá að njóta landgæða sinna, verð-
myndunin er frjáls og bóndinn nýtur
sjálfur þekkingar sinnar, dugnaðar og
gerhygli.
Neytendur munu ekki
una háu matvælaverði
Við búum við alltof hátt matvælaverð
og neytendur munu ekki una því
endalausL
En þeir, sem vilja eyða þeim vanda
með frjálsum innflutningi á niður-
greiddum matvælum, eru offerar, sem
örugglega munu færa þjóðinni fleiri
og erfiðari vandamál en þeir leysa.
Við eigum í dag örugglega við nógu
mörg félagsleg og efnahagsleg vanda-
mál að stríða, þó ekki bætist við sú
upplausn, sem óhjákvæmilega hlytist
af því að sveitir landsins færu í auðn á
skömmum tíma. í mínum huga er
engum vafa undirorpið að sú mikla
vinna, sem Vinnuveitendasambandið
hefur lagt ffarn við þessi erfiðu mál, á
fullkomlega rétt á sér og mun skila
okkur miklum árangri.
Og þó að rétt sé að skrefin séu of
stutt og árangurinn sé enn sem komið
er of lítill, þá hefúr öðrum ekki gengið
betur að losa þessa mikilvægu at-
vinnugrein út úr þeim frumskógi far-
ánlegra reglna og laga, sem svo lengi
hafa hrjáð hana og komið í veg fyrir að
fyllstu hagkvæmni yrði náð.
Því tel ég, að þeir, sem að þessu hafa
unnið, eigi lof skilið en ekki last
-EÓ
HREIN NYULL
270 MOSFELLSBÆ • SÍMI 91-666300