Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. maí 1992 Tíminn 9 Nýr úthafsfrystitogari til Reykjavíkur: Orfirisey RE 4 frá Færeyjum Nýr frystitogari Granda hf. Örfirisey RE 4 er kominn til landsins. Togarinn var keyptur frá Færeyjum og hét áður Polarborg 1 og var smíðaður í Sterkoder í Kristiansund í Noregi árið 1988. Örfirisey verður gerð út sem frystitogari og er með öflugustu skipum sinnar tegundar á íslandi. Skipið er búið tæplega 4.100 þús- und hestafla 10 strokka aðalvél af Wichman gerð og mjög öflugum spilbúnaði sem gerir það sérlega heppilegt til veiða á úthafskarfa. Skipið er annað tveggja systur- skipa sem smíðuð voru fyrir fær- eyskt útgerðarfyrirtæki. Hitt systur- skipið er Höfrungur III sem nú er í eigu Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi. Nú er verið að hanna nýjar fisk- vinnslulínur í Örfirisey sem verður komið fyrir á tvískiptu vinnsludekki. Á öðrum hluta vinnsludekksins verður flakalína fyrir þorsk, ufsa og aðrar fiskitegundir og hins vegar heildarfrystilína fyrir karfa, grálúðu o.fl. afköst geta verið allt að 80 tonn á sólarhring. Grandi hefur nú hafið að endur- nýja togaraflota sinn og miðað er við að gera út stærri skip en áður til veiða á vannýttum tegundum á djúpsævi. Örfirisey er annar sjó- frystitogari Granda hf. —sá Átak á vegum Tóbaksvarnanefndar: Hreint loft í heila viku Átak um hreint loft í viku verður á vegum sem Tóbaksvamanefndar dagana 31. maí - 5. júní. Það felst meðal annars í útgáfú og dreif- ingu upplýsingaefnis, ábendingum og hvatningu í formi auglýsinga. Hugmyndin um árlegan reyklaus- an dag er komin frá Alþjóðlegu heil- brigðisstofnuninni að sögn Ama og á að vera 31. maí. En þar eð leggja á áhersla á reyklausa vinnustaði og daginn ber upp á sunnudegi var ákvað Tóbaksvamamefnd að helga heilli viku átaki um hreint loft: „Komist var að þeirri niðurstöðu að tengja mengun vegna reykinga loft- mengun almennt. Við ætlum að vekja athygli fólks á ýmsum hliðum reykmengunar og þá þætti sem liggja okkur næst og auðveldast er að breyta", segir Ámi. Til að þess að vikan beri sem mestan árangur hefur Tóbaksvam- arnefnd fengið ýmsa aðila til sam- starfs. Á mánudag verða upplýsinga- efni send í u.þ.b. 6.000 fyrirtæki um reykingar á vinnustöðum: „Við vilj- um leggja áherslu á að óbeinar reyk- ingar em ákaflega skaðlegar. Jafnvel þó farið sé eftir reykingavarnarlög- um þá kannski dugir það ekki í öll- um tilvikum. Til dæmis er f lögum að afmarka eigi reykingar og megi reykja á einu borði, hvemig lífið er þá á hinu borðinu? Við emm að hamra á tillitssemi við náungann og höfða til samvisku einstaklingsins", segir Árni. Átakið hefst í raun strax 30. maí með Heilsuhlaupi Krabbameinsfé- lags íslands en sem dæmi má nefna að 2. júní verður áhersla lögð á loft- mengun frá bflum og hæsti dagur á loftmengun vegna brennslu á sorpi, sinubmna og vegna iðnaðar. —GKG. Minnkandi eftir- spurn eftir laxveiöileyfum Margt bendir til að eftirspurn eftir laxveiðileyfum sé að dragast saman og að verð á veiðileyfum lækki talsvert á þessu sumri. Böðv- ar Sigvaldason, formaður Landssambands veiðifélaga, sagðist ekki telja að stórar breytingar væru að verða á verði og sölu veiðileyfa, en sagði ekki óeðlilegt að minni laxveiði undanfarin sumur og almenn- ur samdráttur í efnahagslífi hér á landi og eriendis hefði áhrif á þessa atvinnugrein eins og aðrar. Flestar af þekktustu laxveiði-ám landsins em leigðar til margra ára í senn til félaga eða aðila sem sjá um sölu veiðileyfanna. Minni eftirspum eftir veiðileyfum hefur í flestum til- feilum ekki áhrif á tekjur veiðifélag- anna af ieigu á ánum. Veiðifélög sem sjálf hafa séð um að selja veiðileyfin hafa hins vegar neyðst til að lækka verð á leyfunum. Veruleg verðlækk- un hefur t.d. orðið á veiðileyfum í Laxá í Aðaldal, Böðvar sagði að færri útlendingar sæktust eftir að komast í veiði í ís- lenskum laxvéiðiám en oft áður. Nokkur veiðifélög munu hafa fengið talsvert mikið af afpöntunum frá er- lendum umboðsaðilum í vor og sitja því uppi með óseld veiðileyfi. „Það er eftir sem áður góð umferð útlend- inga til landsins, þannig að ég held að það sé ekki að gerast neitt stór- kostlegt," sagði Böðvar. Böðvar sagði að því væri ekki að neita að sú staðreynd að laxveiði hefur verið minni á síðustu ámm en hún var áður, hefði áhrif á eftirspum eftir veiðileyfum. Sömuleiðis yrðu veiðifélög vör við þann samdrátt sem er í efnahagslífinu bæði hér heima og víða erlendis. „Það em skyn og skúrir í þessum atvinnuvegi eins og öðmm,“ sagði Böðvar. STEYR Á FERÐ UM LANDIÐ Stórsýning á STEYR dráttarvélum og kerrum frá Víkurvögnum Bændur athugiö, nú stendur yfir hringferö um landiö á STEYR dráttarvélum og kerrum frá Víkurvögnum Dráttarvélalestin stoppar á eftirtöldum stöðum 25. maí Blönduós 26. maí Varmahlíð, Sauðárkrókur 27. maí Hofsós, Fljót 28. maí Ólafsfjörður 29. maí Ólafsfjörður, Dalvík 30. maí Hauganes, Akureyri 1. júní Akureyri, Eyjafjörður 2. júní Akureyri, Eyjafjörður 3. júní Fosshóll, Aðaldalur, Reykir 4. júní Mývatn 5. júní Húsavík 6. júní Húsavík 9. júní Ásbyrgi 10. júní Kópasker 11. júní Raufarhöfn 12. júní Þórshöfn 13. júní Þórshöfn 15. júní Bakkafjörður 16. júní Vopnafjörður 18. júní Egilsstaðir 19. júní Egilsstaðir 20. júní Egilsstaðir 22. júní Reyðarfjörður 23. júní Breiðdalsvík 24. júní Djúpivogur 25. júní Höfn í Hornafirði 26. júní Höfn í Hornafirði 27. júní Suðursveit, Hnappavellir, Fagurhólsmýri 29. júní Hof, Svínafell, Klaustur 30. júní Vík í Mýrdal, Skógar 1. júlí Hvolsvöllur, Hella 2. júlí Flúðir 3. júlí Biskupstungur, Laugarvatn 4. júlí Selfoss 5. júlí Reykjavík Bændur geta einnig óskaö eftir sérstökum sýningum meö því aö hafa samband viö dráttarvélalestina í farsíma 985-35807 eöa í Atlas Atlas hf Borgartúni 24 — Sími 62 11 55 128 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.