Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. maí 1992 Tíminn 7 SVFÍ og Globus sameinast um aö auka öryggi og fækka slysum í íslenskum landbúnaöi: Átak til að auka öryggi og fræðslu í sveitum Forráðamenn Globus og SVFÍ við bifreiðina, sem Globus leggur til við framkvæmd átaksins. dmúí$HLím Á Om$FSKÖFTiM Trzasiur húmðifr' Slysavamafélag íslands er um þessar mundir að hefja átak í slysa- vöraum til sveita. Er tilgangur þess að vinna að aukinni notkun örygg- ishlífa á drifsköft dráttarvéla og hvetja til slysavaraa í landbúnaði. Á árunum 1970-90 var tilkynnt um 49 banaslys í landbúnaði, sem að miklum hluta má rekja til dráttar- véla og drifbúnaðar þeirra. í könn- un, sem Slysavamafélagið gerði í apríl síðastliðnum, þar sem farið var á 50 bændabýli á Austur- og Suður- Iandi, kom í ljós að á yfir 40% drif- skafta vantaði hlífar eða þær voru mjög lélegar. Framkvæmd átaksins byggist á því að senda tvo menn um landið og er ætlunin að fara á hvert sveitabýli, ef þess gerist nokkur kostur. Munu þeir hafa meðferðis drifskaftahlífar, bjóða bændum þær til kaups og að- stoða við að setja þær á. Þá verður einnig veitt ráðgjöf í slysavömum. Globus hf. mun styrkja átakið myndarlega. Leggur fyrirtækið meðal annars til sérbúna bifreið til afnota við átakið, en það er alveg ljóst að þetta átak er mjög kostnað- arsamt. Hafist verður handa við átakið í byrjun maímánaðar og verður byrjað á Austurlandi. -PS Uppkaup á framleiöslu- rétti sauöfjárbænda í sumar: Tilboð rík- isins end- urvakið Landbúnaðarráðherra hefur ákveð- ið að endurvekja kauptilboð ríkisins á framleiðslurétti kindakjöts. Það verður á sömu nótum og tilboðið, sem bændum var gert fyrir ári síð- an, en tilgangurínn er að kaupa út framleiðendur og draga þannig úr þörf fyrír flata skerðingu í haust. Tilboðið nú er háð því að sauðfjár- bændur selji allan fullvirðisrétt sinn. Fyrir virkan rétt og fram- leiðslurétt, sem er bundinn vegna riðusamninga, verða greiddar 550 krónur á hvert kíló og 5000 krónur fyrir ána. Fyrir rétt, sem er þegar bundinn í leigu hjá ríkinu, eru boðnar 450 krónur á hvert kíló. Þetta tilboð verður opnað í byrjun júlí og gert er ráð fyrir að það standi fram á haust. Greiðslur verða með sama hætti og áður, það er einn fimmti greiðist út í ársbyrjun 1993, en eftirstöðvar með skuldabréfi til fjögurra ára, með árlegum afborg- unum og fimm prósent vöxtum. Nú er liðið um eitt ár frá því að beinn innflutningur á FIATAGRI dráttavélum hófst og við óskum 65 nýjum FIATAGRI eigendum til hamingju með nýju vélina. Miðlægt innbyggt drifskaft til framöxulsins án hjöruliða, tryggir góða hæð undir vélina og fáa slitfleti. Á þessu ári er FIATAGRI orSin ein mest selda dráttarvélin hér á landi og þarf engann að undra því FIATAGRI hefur veriÖ mest selda dráttarvélin í Evrópu síðastliðinn 13 ár og er mest selda fjórhjóladrifsvélin í heiminum í dag. Lykillinn að góðri fjárfestingu er að skipta viS traustan framleiSanda og ábyggilegan seljanda. FIAT er eitt af tíu stærstu iðnfyrirtækjum í Evrópu. GLOBUS er í dag stærsta og elsta búvélainnflutningsfyrirtæki landsins og hefur á aS skipa öflugara Djónustukerfi um allt land en nokkurt annað fyrirtæki á þessu sviði. GLOBUS er því góður kostur í viðskiptum. Mjög breytt ökumannshús og farþegasæti auka notagildi og þægindi 94 i Háþróaður hreyfill frá stærstu díselvélaframleiðenda heims NÝ SENDING Á LEIÐINN! Globusi heimur gœða LÁGMÚLA 5 - REYKJAVIK - SÍMI 91 - 681SS5 Glæsilegt útlit Veltistýri með Aurhlífar yfir framhjól, staðalbúnaður hæðastillingu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.