Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. maí 1992 Tíminn 13 Þróunarverkefni Búnaðarfélags íslands og stjórnvalda í Litháen: Fimm Litháar kynna sér land- búnað hérlendis Um síðustu helgi komu til landsins fímm litháískir nemar í þeim er- indagjöröum að kynna sér íslensk- an landbúnað. Er koma nemanna liður í þróunarverkefni Búnaðarfé- lags íslands og stjómvalda í Lithá- en, og er ætlunin að þeir dvelji hér á landi í þijá mánuði. Fljótlega eftir komuna til landsins var haldið til Hvanneyrar og nemarnir dvelja hjá borgfírskum bændum. Nemamir eru á aldrinum 18-30 ára, ein stúlka og fjórir karlar, og eru þau í fjölmennum hópi fólks, sem hefur hug á hefja sjálfstæðan fjölskyldubúskap á rústum sa- myrkjubúanna. Hafa stjómvöldum Litháens borist um 120 þúsund um- sóknir um jarðnæði fyrir sjálfstæð- an búrekstur. Munu nemarnir aðal- lega leggja stund á verknám í land- búnaði. Verður námið skipulagt með hliðsjón af almennu verknámi bændaskólanema og er ætlunin að þeir kynnist almennum vinnu- brögðum í öllum þáttum landbún- aðar, allt frá dýraumhirðu til bók- halds. Þróunarverkefni þetta er sam- vinna Litháa, Búnaðarfélags íslands, Bændaskólans á Hvanneyri og Land- búnaðarráðuneytisins og hefur Búnaðarfélagið undanfama mánuði átt í viðræðum við stjórnvöld í Lit- háen um möguleikana á samstarfi, og er koma nemanna hingað fyrsta samstarfsverkefni landanna. Á hin- um Norðurlöndunum hefur verið komið á svipuðu samstarfi. Bænda- samtökunum hefur einnig borist er- indi frá Rússlandi þess efnis að 10 þarlendir nemar yrðu styrktir til námsdvalar hér á Iandi. -PS Aukin þjónusta Tekið hefur til starfa nýr söiu- og þjónustufulltrúi fyrir Alfa Laval, sem Jötunn hf. er umboðsaðili fyrir. Sá heltir Gunnar S. Gísla- son, sem ráðinn hefur verið tU starfans, og mun hann starfa sem sÖlu- og þjónustufulltrúi fyrir Alfa Laval- mjaltakerfín og allt sem viökemur vöruúrvali frá því fyrirtæki. Gunnar er búsettur á Akureyri, hefur undanfarin ár starfað í varahlutadeild Véladeildar KEA og nú síðast hjá Þórshamri hf. Hann mun starfa á þjónustubfí Alfa Laval, sem hefur aðsetur á Akureyri, en mun engu að síður þjónusta allt landið. Mun hann fara um og þjónusta bændur í samráði og samvinnu við mjólk- ursamlögin. Viðhald og uppsetn- ingar verða meginuppistaðan í starfí Gunnars, en hann hefur undanfarið verið á námskeiði og í þjálfun hjá Alfa Laval í Svíþjóð og Noregi. -PS HEYf TREKKIFILMA Dæmi um áhrif greiðslumarks í fréttabréfí til sauðfjárbænda, þar sem fjallað er um nýja búvöru- samninginn og þær breytingar sem framundan eru í sauðfjárrækt, eru tekin nokkur dæmi um hvemig hið nýja greiðslumark getur komið út fyrir bændur. Hafa ber í huga að bændur mega leggja inn á bilinu 10%-80% af greiðslumarid án þess að beinu greiðslumar skerðist. Dæmi 1: Bóndi, sem hefúr 5.000 kg greiðslumark, getur lagt inn 5.250 kg af kjöti, ef um 10% af inn- legginu er af fullorðnu. Ef allt inn- leggið er af dilkum, má hann hins vegar ekki leggja inn nema 5.097 kg. Dæmi2: Bóndi, sem hefur 200 kg heimtökugreiðslumark, getur nýtt það með allt að 266 kg af kjöti af fullorðnu fé, en hann verður að taka það allt heim. Dæmi 3: Bóndi, sem hefur 10.000 kg greiðslumark, fær óskertar bein- ar greiðslur, þótt hann leggi ekki inn nema 7.767 kg af dilkakjöti. Sé innleggið hins vegar 6.000 kg af dilkakjöti og 2.000 kg af fullorðnu, verður reiknuð nýting 7.680 kg og hann fær 4% skerðingu á beinum greiðslum. _EÓ auglýsingar ÞEGARÞÚ AUGLÝSIR í Tímanum AUGLÝSlNGASfMI BORDEN 3JA LAGA HEYSTREKKIFILMAN HEFUR SANNAÐ ÁGÆTI SITT VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR. GOTT VERÐ. HEYBAGGAPOKAR hvítt, ÞOLPLAST glært, ÞOLPLAST BYGGINGAPLAST wl GARÐAPLAST 3JA LAGA 1800 m A RULI 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.