Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. maí 1992
Tíminn 9
vefur síðan utan um kjamann þang-
að til æskilegt þvermál er komið á
baggann, sem getur verið frá 60-180
cm. Þetta getur verið hentugt fyrir
þá, sem stunda heysölu. Mirrni gerð-
in af þessari vél kostar rétt innan við
eina milljón og sú stærri kostar
1.070.000.
Þá er Jötunn að hefja kynningu á
norskri vél frá Orkel, en hún hefur
verið þróuð í samvinnu við Búnað-
arháskólann í Ási. „Þessi vél hefur
ekki venjulega sópvindu, þ.e. hleður
ekki í sig að neðanverðu eins og hin-
ar tvær, heldur er upptökubúnaður-
inn eins konar sláttutætari, sem
beinir heyinu í vélina ofan frá. Vélin
getur bæði slegið beint af velli og
eins tekið úr görðum, og saxar hey-
ið. Vegna söxunarinnar kemst um
30% meira hey í baggann heldur en
fer í bagga úr hefðbundnum vélum,“
segir Þorgeir. Þá er vegna smæðar
stráanna mun auðveldara að gefa úr
bagganum. Einnig er fáanlegur á
vélina mjög hentugur sýrublöndun-
arbúnaður. Þessi vél verður prófuð í
sumar undir eftirliti Bútæknideildar
á Hvanneyri. Þessi vél er dýrari en
hefðbundnar vélar og losar verðið
um 1200 þúsund með fullkomnasta
búnaði. Mun meira hey fer í bagg-
ana í Orkel- vélunum og fastkjama-
vélinni frá Massey Ferguson en í
hefðbundnum vélum. Þetta sparar
geymslurými, flutningskostnað og
plastfilmu.
Jötunn hefur haft umboð fyrir
Underhaug-Silawrap- rúllupökkun-
arvélar undanfarin ár og hefur vélin
notið mikilla vinsælda hér á landi,
en fyrir nokkrum misserum keypti
Kverneland- fyrirtækið Underhaug-
verksmiðjurnar og em vélamar
seldar nú undir nafninu Kverneland
Silawrap. Underhaug voru að sögn
Þorgeirs brautryðjendur í rúllu-
böggun. ,Með því að við hófum
þessi miklu viðskipti við Kverneland
í gegnum gamla Underhaug-fyrir-
tækið, þá var það talið eðlilegt fram-
hald að færa jarðvinnsluvélarnar
undir sama innflytjandann. Ekki er
hægt að segja að þáttur jarðvinnu-
véla sé stór hjá okkur, því bændur
hafa ekki mikið farið í endurvinnslu
túna. Slík endurvinnsla á þó fullan
rétt á sér hér eins og erlendis, og ég
býst fastlega við því að slík jarð-
vinnsla verði ráðandi í framtíðinni."
Jötunn hefur hafið að nýju inn-
flutning á Hamkmo-hnífaherfun-
um, en þau eru mjög ódýr í inn-
kaupum, níðsterk og vinna þau flög-
in mjög vel. Herfm eru flnnsk og
hafa ávallt verið talin vera „Rolls
Royceinn" í framleiðslu herfa, enda
voru hnífaherfi ávallt kölluð
Hamkmo-herfi.
Ásamt því, sem hér á undan hefur
veriö nefnt, er Jötunn hf. umboðs-
aðili fyrir Kuhn-jarðtætara, sláttu-
vélar, heyþyrlur og stjömumúgavél-
ar, Massey Ferguson sem hefur verið
mest selda dráttarvélin á íslandi til
margra ára, og Bögballe-áburðar-
dreifara, sem hafa Iengi verið meðal
mest seldu áburðardreifara á land-
inu. Flestir bændur þekkja PZ-
sláttuþyrlur, heyþyrlur og stjömu-
múgavélar og einnig eru haugsugur
og mykjudreifarar frá þýsku BSA-
verksmiðjunum bændum vel kunn-
ar. Þá má ekki gleyma Alfa Laval
mjalta- og mjólkurvinnslukerfi, sem
hafa þjónað íslenskum bændum frá
árinu 1927, þegar fyrstu skilvind-
umar frá þeim voru fluttar hingað
til lands. -PS
Tímanum
íslensk-tékkneska verslunarfélagið hf.
Lágmúla 5, sími 84525, Reykjavík.
Veröiö á Zetor er alltaf jafn hagstætt
Verð án vsk.
Zetor 5211 47 hö...............kr. 699.000,-
Zetor 6211 59 hö..............
Zetor 7211 Plus 65 hö.........
Zetor 7711 70 hö..............
Zetor 7245 Plus 4x4 65 hö.....
Verö án vsk.
Zetor 7745 Plus 4x4 70 hö........kr. 1.170.000,-
Zetor 7711 Turbo 79 hö..........kr. 1.019.000,-
Zetor 7745 Turbo 79 hö...........kr. 1.230.000,-
Zetor 7745 Turbo Plus 79 hö......kr. 1.285.000,-
Zetor 9540 4x4 92 hö.............kr. 1.460.000,-
kr. 781.000,-
kr. 840.000,-
kr. 920.000,-
kr. 1.095.000,-
LJmboðsmenn um land allt
w
umbodid:
vxO
a60('
1&ov r
92 DIN hö. 4x4 á aðeins
kr. 1.460.000,- án vsk.
Útbúnaður innifalinn í verði. Nýr samhæfður
gírkassi, 16+4 gírar, vökvamilligír, hliðarskipt-
ing, bremsur á öllum hjólum, 40 km hámarks-
ökuhraði, nýtt ökumannshús með aukasæti,
Ijögur vökvaúrtök, tveggja hraða vökvaaflúr-
tak, hydrostatic vökvastýri, læst framdrif og
margt fleira.
NYR ZETOR 9540