Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. maí 1992
Tíminn 15
hægt að fá í hana hnífabúnað og er
þá heyið saxað áður en það fer í
baggann. Með þessum breytingum ,
sparast verulega mikið plast og
geymslupláss, auk þess sem mun
færri einingar þarf að flytja til og
mun auðveldara er að gefa úr bögg-
unum, þ.e.a.s. ef vélin er búin söx-
unarbúnaði. Heyið er þá skorið
smærra og auðveldara er að Iosa það
úr bagganum. „Það má segja að Wel-
ger sé að yfirtaka alla okkar sölu í
rúllubindivélum, en þessi nýja Wel-
ger-vél hefur reyndar verið sölu-
hæsta rúllubindivélin hér á landi
undanfarin ár, og ekki spillir þessi
nýi búnaður fyrir.“ Þessi nýja vél
kostar 968.000, en ef tekinn er
hnífabúnaður bætast við um
180.000.
Varahlutadeildin fyrir bú- og
vinnuvélar kemur vel undirbúin fyr-
ir sumarið og hefur Globus náð
mjög hagstæðum samningum á
varahlutum, sem í mörgum tilfell-
um hefur leitt til verulegrar verð-
lækkunar. Nú er fyrirliggjandi mikið
úrval af tindum og hnífum, auk þess
sem deildin hefur tekið inn mjög
stórar sendingar af varahlutum í Ze-
tor-dráttarvélar. í sumar verður
símaþjónusta með öðrum hætti,
sem gerir öll samskipti mun skil-
virkari og fljótlegri. Þá verður helg-
arþjónusta yfir háannatímann í
sumar, auk venjulegrar neyðarþjón-
ustu.
Globus hefur komið sér upp mjög
öflugu og víðtæku þjónustu- og um-
boðsmannakerfi, og sagði Magnús
Ingþórsson að fyrirtækið kappkost-
aði að rækta það kerfi, enda væri
Globus eina fyrirtækið sem hefði
upp á slíka þjónustu að bjóða. Það
eru fjórtán aðilar, um allt land í öll-
um stærstu landbúnaðarhéruðun-
um, sem hafa hlotið þjálfun og
reynslu í viðhaldi véla hjá framleið-
endum vélanna ytra. „Við höfum
unnið að því að undanförnu að þétta
netið enn frekar, en meginmarkmið
okkar með þessu er að flytja þjón-
ustuna heim í hérað. Við lítum svo á
að við getum ekki veit afburðaþjón-
ustu, ekki síst á háannatíma, öðru-
vísi en að hún sé heima í héraði,"
sagði Magnús Ingþórsson að lokum.
Viðhorfskönnun meðal sauð-
fjárbænda:
Hvernig á
að auka
neyslu á
kindakjöti?
Landssamtök sauöfjárbænda, Sam-
starfshópur um sölu á kindakjöti
og Upplýsingaþjónusta landbúnaö-
arins eru þessa dagana að vinna að
könnun meðal sauðfjárbænda á því
hvaða leiðir sé vænlegast að fara til
að auka sölu á kindakjöti. Öllum
sauðfjárbændum hefur verið send-
ur spumingalisti, sem þeir eru
beðnir um að útfylla og senda Upp-
lýsingaþjónustu landbúnaðarins.
í fyrstu spurningu er spurt hvern-
ig megi auka neyslu á kindakjöti,
hvort lækka eigi verð til bænda,
gefa verð á kindakjöti frjálst eða
hækka veröið og verja auknu fé til
kynningar á kjötinu. í annarri
spumingu er spurt hvernig megi
gera kindakjöt fýsilegra fyrir neyt-
endur. í þriðju spurningu er spurt
hvort bændur eigi að beita sér fyrir
að verulegt fé sé lagt í að auka sölu
á kindakjöti, t.d. með því að taka
ákveðinn hluta af verði til bænda í
þessu skyni. í fjórðu spurningu er
spurt hvernig sé unnt að fá neyt-
endur til að meta betur kosti kinda-
kjöts. -EÓ
Á síðast liðnu ári voru seld hér á landi á annaá hundraá
GLOBUS býbur 5 mismunandi gerðir af ÁLÖ
ámoksturstækjum á allar ger&ir dráttavéla.
Tækin eru öll meö sjálfvirkri stöðustillingu,
sjálvirkri hraðlæsingu fyrir aukatæki og
vökvaúrtökum fyrir rúllugreip.
ÁLÖ er eini ámoksturstækjaframleiðandinn
sem framleiðir einnig rúllugreipar.
Greiparnar eru af tveimur gerbum, önnur
staflar böggunum liggjandi, hin upp á
endan. Greiparnar passa á
hraðlæsingarbúnað ámoksturstækjanna og
þurfa eigendur ÁLÖ ámoksturstækjanna ekki
að standa í dýrari breytingum til að tengja
greiparnar á ámoksturstækin. Með greipinni
sem staflar rúllunum liggjandi fylgja einnig
með rúllubaggatindar sem auðvelda notkun
greiparinnar við meðhöndlun á
rúlluböggum sem geymdir eru úti yfir
veturinn.
Með ÁLÖ ámoksturstækjunum má fá fjölda
annara fylgitækja svo sem rúllubaggahníf,
brettagafla, margar stærðir af skóflum og
þrítengiramma sem gerir hægara að tengja
öll fylgitæki aftan á dráttarvélina,
ALÖ ámoksturstæki og lætur nærri að annað hvert
ámoksturstæki sem selt var hafi verið af ÁLÖ gerð.
36? Globusr
-heimur gœða!
LAGMULA 5 - REYKJAVIK - SÍMI 91 - 681555