Tíminn - 23.05.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. maí 1992
Tíminn 11
Heyvinnuvélar frá H. Niemeyer eru brautryðjendur á sviði
heyvinnuvéla og eru landsþekktar fyrir gæði:
Þjónaö íslenskum
bændum vel í 30 ár
Heyvinnuvélar frá þýska fyrirtækinu
H. Niemeyer hafa verið fluttar inn
og seldar hér á landi frá árunum
1958-60. Var það sala á Heuma-
rakstrarvélinni sem markaði upp-
hafið. Tilkoma þeirrar vélar markaði
tímamót í tæknivæðingu landbún-
aðarins og flýtti mjög fyrir henni.
H. Niemeyer er þýsk verksmiðja,
með um 100 ára sögu að baki, og
hefur fýrirtækið frá uppfiafi að
meirihluta verið í eigu sömu fjöl-
skyldunnar. Hefur fýrirtækið ávallt
verið brautryðjandi á sviði hey-
vinnuvéla. Innflutningur á fram-
leiðslu fyrirtækisins hófst með sölu á
Heuma-hjólarakstrarvélinni. Að
sögn Júlíusar Halldórssonar hjá Bú-
vélum hf., sem er umboðsaðili fyrir
H. Niemeyer á íslandi, tóku bændur
þessari nýjung vel. Rakstrarvélin
flýtti mjög fyrir tæknibyltingu og
olli straumhvörfum í samantekt á
heyi. Þá auðveldaði það mjög fyrir
sölu að hægt var að tengja vélina aft-
an í hvaða dráttartæki sem er, og var
ekki óalgengt að sjá á túnum í sveit-
um landsins Land Rover-jeppa með
Heuma- rakstrarvél aftan í. Júlíus
segir að enn þann dag í dag séu
gamlar rakstrarvélar í notkun. Sæist
það best á mikilli varahlutasölu.
Búvélar hf. flytja í dag inn fjöl-
breytt úrval heyvinnuvéla frá H. Nie-
meyer. Má þar nefna sláttuþvrlur,
stjörnumúgavélar og heyþyrlur og
að sögn Júlíusar eru tækin lands-
þekkt fyrir gæði. Niemeyer varð fyrst
framleiðslufyrirtækja á heyvinnuvél-
um til að markaðssetja sláttuþyrlur
með knosara, sem opnar grasið bet-
ur í slættinum, þannig að heyið
þornar betur og fyrr svo miklu mun-
ar. Þá þykir það betra eftir að rúllu-
baggar komu til sögunnar, þar sem
heyið pressast betur.
H. Niemeyer er nú með í þróun
nýja disksláttuþyrlu með knosurum,
sem er þeirri nýjung gædd að ekki
þarf eins mikla orku til að knýja
hana. Fyrirtækið' hefur framleitt
sláttuþyrlur, sem hægt er að setja
framan á dráttarvélar. Ef slíkt er gert
og jafnframt er höfð önnur þyrla aft-
an á, má auka vinnslubreiddina upp í
5.30 m. Með nýju vélinni verður
Félag vatnasilungs-
bænda:
Útflutningur
aö hefjast
Vatnafang hf. er þessa dagana að
hefja að nýju útflutning á íslensk-
um vatnasilungi. Fyrst um sinn
verður fluttur út ferskur silungur á
markað í Hollandi, en einnig stend-
ur til að flytja frystan silung til
Tékkóslóvakíu í sumar.
Silungurinn sem fer til Tékkó-
slóvakíu verður bæði reyktur og
óreyktur, en fiskurinn sem fer til
kaupenda í Hollandi verður ferskur.
Vatnafang hf. er félag bænda um allt
land, sem nýta silungsveiðivötn á
jörðum sínum. Um þrjátíu bændur
standa að þessu fyrirtæki, en starf-
semin hefur farið vaxandi eftir að
markaðir fundust fyrir íslenskan
vatnasilung erlendis. Á síðasta ári
flutti Vatnafang hf. aðallega út til
Svíþjóðar og Hollands og reyndist
eftirspurnin eftir silungnum meiri
en hægt var að anna. Silungsveiðin
var fremur dræm í fyrra og kom þar
meðal annars til rysjótt veðurfar.
Gert er ráð fyrir að skilaverð á sil-
ungi til bænda í sumar verði um
tvöhundruð og þrjátíu krónur, en
það er miðað við innanífarinn fisk
með haus. -PS
hægt að gera enn betur, en þá verður
hægt að setja tvær vélar aftan á, sitt-
hvoru megin, og eina vél framan á,
og á þann hátt hægt að ná um 8 m
vinnslubreidd. Með nýju sláttuþyrl-
unni, sem þarf minni orku, verður
þetta mögulegt og það er alveg Ijóst
að á tímum þar sem vinnuafl verður
æ dýrara og auka verður afköst hvers
og eins, þá gæti þessi nýjung orðið
kærkomin fyrir marga.
Búvélar hf. hafa einnig umboð fyr-
ir þýsku Fendt-dráttarvélamar,
ásamt fleiri vélum og tækjum fyrir
landbúnað.
-PS
Hægt er að auka afköst í heyskap meö lausn, sem H. Niemeyer og
Fendt bjóða upp á. Meö því aö nota tvær sláttuþyrlur og innan tíöar
jafnvel þrjár á eina dráttarvél, má tvö- og þrefalda afköstin. Fendt-
dráttarvélar er hægt að fá meö aflúttaki aö framan ásamt þrítengi.
BÆNDATRYGGING
:
!M: . r
Bændatrygging SJÓVÁ-ALMENNRA er
nýjung sem gerir tryggingamál bænda bæði
einfaldari og hagkvæmari. Þar er sérstakt tillit
tekið til þeirrar sérstöðu sem skapast af því að
bændur stunda vinnu sína í mjög nánum
tengslum við heimili sitt - oftast með fjölskyldu
sinni. Atvinnurekstrartrygging vegna búsins
ásamt tryggingum sem fjölskyldan þarfnast eru
settar saman á eitt tryggingarskírteini og
aflientar í einni möppu. Þannig fæst góð
heildarsýn yfír tryggingannálin og þar með
öruggari og betri trygging.
SJOVADIdALMENNAR
Kringlunni 5, sími 91-692500
I BÆNDATRYGGINGU SJOVA-ALMENNRA
SAMEINAST EINKATRYGGINGAR
FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR
SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS