Tíminn - 03.06.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.06.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 rnrny Bl LAPART ASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbæ Sfmar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Sudurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 <AT HOGG- > DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GSvarahlutir Hamarshöföa 1 - s. 674744 Tímirm MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ1992 Nýjung í póstsamgöngum: Pósti verður ekið milli Reykjavíkur og Akureyrar Samningar hafa veríð geröir milli Am- ar Johansen og Póst- og súnamála- stofhunarinnar að hann sjái um að aka pósti milli Akureyrar og Reykjavíkur. Aksturinn var boðinn út og hljóðaði tilboð Amar upp á 33,5 mifljónir fyrir tveggja ára tunabil. Viöbótarsamning- ur var gerður við hann svo endanleg samningsupphæð var 37 milijónir króna. Tilboð Amar var það 6. lægsta. Að sögn Rafns Júlíussonar, fram- kvæmdastjóra póstmálasviðs, var Öm talinn geta uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru til akstursins og var ekki mikill munur milli lægstu tilboða: „Við erum með nokkrum hætti að spara en aðallega að auka hagkvæmni og þjón- ustu.“ Tveir fjórhjóladrifnir flutningabílar verða notaðir undir póstinn og munu þeir leggja af stað á kvöldin frá Reykja- vík og Akureyri fimm sinnum í viku og verða komnir á leiðarenda undir morg- un. Pósturinn verður þar af leiðandi kominn áður en starfsfólk mætir til vinnu á pósthúsunum á morgnana. Á leiðinni taka póstflutningabílamir póst og skila af sér á 8 stöðum og verða sendingar póstlagðar fyrir kl.l6:30 á Akureyri og í Reykjavík því tilbúnar til afhendingar næsfa virka dag á öllum viðkomustöðum bflsins. 101 tilboð barst, aðallega ffá einstak- lingum, og var það lægsta rúmar 28 milljónir en það hæsta 89 milljónir. —GKG Leikskáldaverðlaun Norðurlanda veitt í fyrsta sinn: Hrafnhildur tilnefnd Leikskáldaverðlaun Norðurlanda verða veitt í fyrsta sinn á Norræn- um leiklistardögum sem hcfjast 4. júní í Reykjavík. Fimm leikskáld, eitt frá hverju landi, hafa verið tilnefnd til verð- launanna og af íslands hálfu er það Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir fyrir verkið Ég er meistarinn. Verðlaunin eru 50.000 danskar krónur og er þeim ætlað að auka veg leikritunar og vekja athygli á henni sem þýðingarmikilli grein ritlistar. —GKG. Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir. . umhverfisráðuneytínu og hér að tala um 250-300 þúsund Frá Hvannalindum. ’annaunaum. 6sU „Það er ckki búið að afgreiða það 11 endanlega hvort gæsla verður í s< Hvannalindum í sumar eða etíá. 0 •- »umt,“ Þórballur Þorsteinsson, fonnaður að gróður, náttúra og minjar í Hvannalindum verði í hættu ef um í sumar. Alþjóðlega kvennaráðstefnan sem átti að vera á íslandi verður á írlandi í næsta mánuði: Vigdís og Robinson verða verndarar ráðstefnunnar Einhver umtalaðasti og viða- mesti alþjóðlegi vettvangur fyrír umræðu um stöðu kvenna á seinni árum — Alþjóðlega kvennaráðstefnan — verður ekki haldin á íslandi eins og upphaf- lega stóð til, heldur verður arf- taki hennar haldinn í Dublin á írlandi 9.-12. júlí næstkomandi. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, og Mary Robinson, forseti írlands, verða vemdarar ráð- stefnunnar. Upphaflega kviknaði hugmyndin að þessari ráðstefnu eftir heim- sókn hinnar heimskunnu kven- réttindakonu, Betty Friedan, og annarra bandarískra áhrifa- kvenna hingað til lands fyrir tveimur árum. Hugmyndin var að bandarísku konurnar fjármögn- uðu ráðstefnu á íslandi, enda þótti ísland auk þess að vera heppilegur ráðstefnustaður, á margan hátt einstakt fyrir þá kvenréttindabaráttu sem hér hef- ur farið fram. Sérstakur starfsmaður, Guðrún Agnarsdóttir, hafði unnið að und- irbúningi við að fá þessa ráð- stefnu hingað og Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsæt- isráðherra, veitti sérstakan styrk til þess að þessi ráðstefna mætti verða haldin hér á landi. Að sögn Guðrúnar var hætt við að hafa ráðstefnuna hér vegna þeirrar óvissu sem virtist ríkja með fjár- mögnun hennar hjá hinum bandarísku kvenréttindakonum. Fyrst var ráðstefnunni frestað um ár og síðan hættu íslensku kon- urnar við sl. sumar. Einhver íslensk þátttaka verður í ráðstefnunni í Dublin á írlandi, og Guðrún Agnarsdóttir mun flytja þar fyrirlestur um Kvenna- listann og þann óvenjulega ár- angur kvennasamtaka að ná kjörnum fulltrúa á þjóðþing. Ánnars mun ráðstefnan á írlandi einkum fjalla um konuna sem stjórnanda og möguleika hennar á því sviði. Um 150 konur, sem þekktar eru fyrir forystustörf á sviði lista og vísinda, munu taka þátt í umræðuhópum og lögð er áhersla á að fá konur frá þróunar- löndum til að vera með. Forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir, og forseti frlands, Mary Robinson, verða verndarar Alþjóðlegu kvennaráðstefn- unnar sem vera átti á íslandi en verður í Dublin á írlandi. Tímamynd GTK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.