Tíminn - 03.06.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. júní 1992
Tíminn 9
DAGBÓK
Anna og Pamela Thordarson með vinnlngana. Með þeim á myndinni er Anna Lísa
Jónsdóttir, dóttir Önnu, en hún hlaut viðurkenningu fyrir innsenda Campbeil’s upp-
skrift
Sigurvegarar í uppskrifta-
samkeppni Gestgjafans og
Bylgjunnar
Nú liggja fyrir úrslit f Campbell’s upp-
skriftasamkeppni Gestgjafans og Bylgj-
unnar. Mikill fjöldi góðra uppskrifta
barst inn og hefur dómnefnd valið verð-
launauppskriftimar.
1. verðlaun, sem eru helgarferð fyrir 2
til London með Úrval/Útsýn, komu í hlut
Önnu Thordarson, Kleppsvegi 46, fyrir
bakaðan kjúklingarétL
2. verðlaun, Candy örbylgjuofn, hlaut
Pamela Thordarson, Litlagerði 10.
Hennar verðlaunaréttur er Party Paté.
3. verðlaun, Candy örbylgjuofn, komu
einnig í hlut Önnu Thordarson. Hún
hlaut þau fyrir Campbell’s kryddköku.
f ljós kom að þær Anna og Pamela eru
systur og hafa þær um árabil notað
Campbell’s súpur í matreiðslu með góð-
um árangri. Þær sendu báðar inn nokkr-
ar uppskriftir, og auk aðalverðlaunanna
hlutu þær báðar viðurkenningar fyrir
aðrar uppskriftir, kassa af Campbell’s
súpum.
30 aðilar hlutu viðurkenningu fyrir
innsendar uppskriftir. Þeir em: Aðal-
heiður Högnadóttir, Ægissíðu 5, Hellu.
Margrét Þórðardóttir, Kjarrvegi 7 Rv.,
Anna K. Sævaldsdóttir, Helgamagra-
stræti 53, Ak., Halldóra Þorláksdóttir,
Háaleitisbraut 32 Rv., Hulda Ingvadóttir,
Reykási 39 Rv., Helga Hilmarsdóttir,
Kringlunni 27, Rv. Svanbjörg Gísladóttir,
Búhamri 9, Vestm.eyjum. Anna Lísa
Jónsdóttir, Kleppsvegi 46, Rv. Ingibjörg
Þórðardóttir, Sóleyjargötu 1, Vestm.eyj-
um. Elínborg Lámsdóttir, Sólvallagötu
32, Rv. Sunna Ólafsdóttir, Öldugranda 1,
Rv. Jón Kr. Jakobsson, Fálkakletti 8,
Borgamesi. Anna Einarsdóttir, Berg-
staðastræti 56, Rv. Kristín Tveiten, Aðal-
braut 6, Árskógssandi. Þóra Guðnadóttir,
Efstahjalla 21, Kóp. Ólafía Sveinsdóttir,
Kjalarlandi 17, Rv. Þorgerður Sigurðar-
dóttir, Sigtúni 10, Vík. Nanna Gunnars-
dóttir, Fálkagötu 4, Rv. Soffía Guð-
mundsdóttir, Tjamargötu 24, Vogum.
Sigríður Gísladóttir, Ásavegi 33,
Vestm.eyjum. Jón Þór Gunnarsson, Dyn-
skógum 12, Hverag. Einar Guðmunds-
son, Eskihlíð 20, Rv. María Guðmunds-
dóttir, Hraunbæ 89, Rv. Þóra Guðný Sig-
urðardóttir, Áshamri 3F,, Vestm.eyjum.
Þorbjörg Albertsdóttir, Hlíðarhjalla 64,
Kóp. Bima Kolbrún Gísladóttir, Eyktar-
ási 11, Rv.
Íslensk-Ameríska þakkar öllum sem
þátt tóku í uppskriftasamkeppninni.
HÚS TIL BROTTFLUTNINGS
SUÐURGATA 40, HAFNARFIRÐI
Kauptilboð óskast I timburhúsið að Suðurgötu 40, Hafnarfirði, án lóðar-
réttinda og skal flytja húsið af lóöinni eigi sfðar en 1. september 1992.
Húsið verður til sýnis I samráði við Áma Sverrisson, framkvæmdastjóra
St. Jósefsspltala, Hafnarfiröi.
Skriflegum tilboðum skal skila á skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykja-
vfk, merkt: Útboð 3832/2 fýrir kl. 11:00 þann 15. júni n.k., þar sem þau
veröa opnuö I viöurvist viðstaddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNl 7 . 105 REYKJAVÍK
ÍBLAÐBERA VANTM)
víðsvegar um borgina
Lynghálsi 9. Sími 686300
Hefur Jane Fonda
ofmetnast?
„Svarta Venus“ gerö
eilíf í kvikmynd
Frægasta dansatriöi Josephine Baker lifir enn í minni manna þegar
hún dansaöi um sviö í París aöeins íklædd mjaömabelti úr banön-
um og gervidemöntum.
Þó að 17 ár séu nú Iiðin frá dauða
Josephine Baker lifir orðstír henn-
ar enn og á trúlega eftir að gera um
langan aldur, slík goðsögn hefur
myndast um stúlkuna svörtu sem
feeddist í fátækt í Missouri en átti
eftir að leggja heiminn að fótum
sér.
Nú hefur verið gerð sjónvarps-
mynd um þessa ógleymanlegu
listakonu og hefúr hún þegar verið
sæmd fimm Emmy-verðlaunum í
Ameríku. Það er leikkonan Lynn
Whitfield sem bar sigur úr býtum í
keppni við 500 aðrar leikkonur um
þetta eftirsóknarverða hlutverk.
Josephine átti fjölskrúðugan feril.
Hún kom ung að árum til Parísar
og þar rak veraldarvant fólk upp
stór augu, sérstaklega yfir banana-
dansatriðinu fræga. Ernest Hem-
ingway, sem dvaldist meira og
minna með veislu í farangrinum í
Frakklandi á þessum árum, lýsti
henni þannig að hún væri: „æsileg-
asta konan sem nokkur hefði nokk-
um tíma séð eða ætti eftir að sjá“.
Kvikmyndatökur fóru fram í
Búdapest þar sem götumyndin
þótti líkust því sem var í París fyrir
50-60 ámm.
Josephine Baker bætti fleiri
skrautfjöðrum í hattinn sinn. Hún
vann með frönsku andspymuhreyf-
ingunni á stríðsámnum síðari og
ættleiddi íjöldann allan af bömum
af ýmsum kynþáttum. Húshaldið
reyndist henni dýrt og fimm dög-
um fyrir dauða sinn 1975, hélt hún
stórskemmtun í París, bæði til að
minnast 50 ára ferils í skemmtiiðn-
aðinum og afla fjár. Hún var þá 69
ára.
Jane Fonda á nokkra ólíka kapít-
ula í lífssögunni. Eða eru þeir
kannski ekki svo ólíkir?
Hún leit dagsins Ijós ljómuð í
frægðardýrð föður síns, leikarans
Henrys Fonda. Ung að ámm var
hún orðin kvikmyndastjarna og
giftist franska kvikmyndaleik-
stjóranum Roger Vadim sem hafði
verið giftur Brigitte BardoL
Nú venti Jane sínu kvæði í kross,
hún sneri aftur til Bandaríkjanna
og fór að hafa afskipti af stjórn-
málum. Frægust varð hávær af-
staða hennar til Víetnamsstríðsins
og deildar meiningar vom í föður-
landi hennar um réttmæti heim-
sóknar hennar til Hanoi, höfuð-
borgar Norður-Víetnams, f banni
stjómvalda síns eigin lands. Hún
giftist upprennandi stjórnmála-
manni, Tom Hayden, og saman
börðust þau fyrir „batnandi
heimi“.
Enn urðu kaflaskil í lífi Jane.
Hún gerðist mikil forgöngumann-
eskja um þá leikfimi sem kölluð
er „eróbíkk" og græddi stórfé á
bókum og myndböndum um það
hjartans mál sitt. Og hún skildi
við stjómmálamanninn.
Nú hófust kynni hennar og stór-
mógúlsins Teds Turner, eiganda
sjónvarpsstöðvarinnar CNN með
meiru, og þau leiddu til brúð-
kaups ekki alls fyrir löngu.
Á þessum fjölskrúðuga ferli hafði
Jane tekist að telja ýmsum trú um
að hún væri hliðholl jafnrétti og
bræðralagi og bæri hag „litla
mannsins" fyrir brjósti. En nú
hefur sú spurning vaknað hvort
hún sé eitthvað farin að ryðga í
þeim fræðum eða hafi kannski
jafnvel aldrei kunnað þau.
Fyrir skömmu gerðist neftiilega
Nú er Jane Fonda gift Ted Turner, stórveldi I fjölmiölaheiminum
sem á mikiö undir sér. Hefur hún eitthvaö breyst?
það, í viðurvist margra vitna, að
Jane sýndi á sér nýja hlið. Hún
þurfti að fá endurnýjað ökuskír-
teinið sitt, eins og svo margir aðr-
ir. í afgreiðslunni hafði þegar
myndast biðröð sem beið þolin-
móð þegar fjölmiðlafrúna bar að
en hún strunsaði beint til af-
greiðslumannsins. Hann tók
henni ekki blíðlega, sagði henni
að fara á sinn stað í röðinni.
„Veistu ekki hver ég er?“ æpti
hún. Hann missti ekki ró sína og
sagði að sér væri alveg sama hver
hún væri, hún ætti að fara aftast í
röðina.
Viðstaddir klöppuðu afgreiðslu-
manninum lof í lófa.