Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 4. júní 1992
Halldór Ásrímsson telur varla koma til að
útlendingar fái að veiða hér 3.000 tonn af karfa við núverandi aðstæður og:
Hljótum að hefja hvalveiðar
á þessu ári eða því næsta
„í mínum huga eru þessi tíöindi sönnun þess hversu mikilvægt
það er að hefja nýtingu sjávarspendýra hér við land. Við hljótum
að taka upp hvalveiðar á nýjan leik á þessu eða næsta ári.“ Þetta
sagði Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,
m.a. í samtali við Tímann sem leitaði hans álits á því hvemig
vænlegast værí að bregðast við afleiðingum þess ef draga þarf úr
þorskveiðum niður í 150 þús. tonn.
Halldór Ásgrímsson.
„Fyrst er nú að bíða eftir því að til-
lögur komi frá okkar vísinda-
mönnum," sagði Halldór. Þessa
skýrslu Alþjóðahafrannsóknar-
stofnunarinnar segist hann taka
alvarlega. En einnnig sé það vitað
að veiði var þokkaleg á vertíðar-
svæðinu í vetur og sjálfsagt að
meta þær tölur jafnframt.
„Ég geri samt fastlega ráð fyrir að
ekki verði hjá því komist að skera
aflann töluvert niður. í framhaldi
af því þarf svo að athuga hvað hægt
er að auka veiðar á öðrum tegund-
um. Ég nefni í því sambandi
rækju, loðnu og úthafskarfa og
aðrar tegundir sem við höfum ver-
ið að sækja í í vaxandi mæli en hafa
verið vannýttar fram að þessu.
Endurmat á veiði-
heimildum útlend-
inga
„Hagræðingarsjóður hefur tölu-
verðar aflaheimildir sem ríkissjóð-
ur tók til sín og sjávarútvegurinn
verður að fá á nýjan leik. Við þurf-
um enn á ný að endurmeta veiði-
heimildir erlendra aðila. Það er
eðlilegt að setja fram þá ósk í
samningunum um Evrópska efna-
hagssvæðið að við þessar aðstæður
komi ekki til að erlendir aðilar
veiði hér 3.000 lestir af karfa. Ég
vænti þess að menn geti skilið þær
ástæður við núverandi skilyrði."
Þegar þetta hefði allt verið skoðað
og athugað hvað hægt sé að gera
segir Halldór að menn verið að
skipta áfallinu eins jafnt á þjóðar-
búið og kostur er. Það sé engin leið
að þeir sem fýrst og fremst hafa
veitt þorskinn taki einir þetta áfall
á sig. Það verði að jafna því á allan
flotann en ekki hluta hans.
Full fljótt að ræða
gengisfellingu eða
niðurfærslu
Um almennar aðgerðir sagðist
Halldór ekki vilja leggja mat á þær
að svo komnu máli. Heldur þvert á
móti hvetja menn til þess að spara
sér alit tal um sérstakar aðgerðir
þar til þeir hafa áttað sig betur á
stöðunni. „Mér finnst menn ansi
fljótir til að fara að ræða um geng-
isfellingu eða niðurfærslu."
Halldór kveðst hins vegar vænta
þess að núverandi ríkistjórn sýni
því áhuga að hafa samstarf við sem
flesta aðila í samfélaginu um þetta
alvarlega mál og viðbrögð við því.
„Til þessa hefur ríkisstjórnin ekki
viljað hafa nokkurt samstarf við
stjórnarandstöðu landsins. En það
hefur nú verið venja á íslandi, þeg-
ar váleg tíðindi verða, að þá reyna
menn að sameina krafta allra
landsmanna. Og á því þurfum við
að halda núna, en ekki að fara í
innbyrðis erjur. En ég tel nú óhjá-
kvæmilegt að gefa sér nokkurn
tíma í þetta.“
Ekkert verið að
gerast
Spurður hvort ekki sé með ein-
hverjum hætti hægt að milda
áhrifin af þessum mikla samdrætti
svaraði Halldór: „Ef þessi aflasam-
dráttur er staðreynd þá þýðir þetta
einfaldlega minni tekjur í þjóðar-
búið. Og það er ekki auðvelt að
milda afleiðingar þess, til skamms
tíma litið, nema með því að byggja
upp aðra möguleika, sem tekur
nokkurn tíma. Það hefur hins veg-
ar ekkert verið að gerast í atvinnu-
málum okkar að undanförnu.
Vaxtakostnaður er hér svo hár og
tal um samdrátt og niðurskurð
hefur verið svo ríkjandi, að menn
hafa almennt ekki verið að sinna
miklum nýjungum.“
Möguleikar í sjónmáli
Þegar til lengri tíma er litið segist
Halldór hins vegar sannfærður um
það að þetta áfall muni færa okkur
sönnun þess aö leggja verði enn
meiri áherslu á eldi sjávardýra.
Rannsóknir sem stundaðar hafa
verið á lúðueldi í mörg ár gefi til
kynna að þar séu fyrirsjáanlegir
miklir möguleikar. Hann minnti á
að Norðmenn byggðu upp laxeldi á
15-20 árum. Og þeir hafi sett mikla
peninga í rannsóknir á þorskeldi
og lúðueldi.
„Við hófum slíkar rannsóknir fyr-
ir nokkrum árum en höfum ekki
haft bolmagn til að setja nægan
kraft í þær. Ég tel að setja þurfi
miklu meiri kraft í þorskeldi og
rannsóknir á hrygningu þorsks.
Hrygnumar kannski
orðnar of ungar?
„Sannleikurinn er sá að við vit-
um ekki nægilega mikið um
hrygninguna. Það hefur verið tal-
að um ákveðinn lágmarks hrygn-
ingarstofn, sem reynt hefur verið
að viðhalda. Nú er hann orðinn
ennþá minni en fyrri spár gerðu
ráð íyrir sem er mikið áfall. En þá
vaknar líka spurning um það
hvort aldurssamsetning hrygning-
arstofnsins skipti ekki jafnframt
gífurlegu máli. Það hefur t.d.
komið fram í lúðurannsóknunum
að hrogn yngstu hrygnanna eru
bæði minni og lakari. Þannig er
margt sem bendir til þess að þeim
mun eldri sem fiskurinn er þeim
mun mikilvægari sé hann í hrygn-
ingarstofninum. Ég óttast að það
sé líka partur af skýringunni að
hrygningarstofninn sé e.t.v. orð-
inn of ungur."
Þar við bætist svo sú staðreynd að
skilyrðin umhverfis ísland hafa
undanfarin ár verið verri en oftast
áður, m.a. mikill kuldi í hafinu fýr-
ir norðan land. Þessar aðstæður
eru þó að skána sem betur fer og
ýmislegt sem bendir til þess að
það ætti að vera hægt að byggja
stofninn upp með skynsamlegum
aðgerðum. Að engin ganga skuli
hafa skilað sér frá Grænlandi, eins
og fastlega var gert ráð fyrir, segir
Halldór þó eitt mesta áfallið.
Raunar sé það hulin ráðgáta hvað
orðið hafi um þann fisk.
Auðvelt að segja
ef og ef...
En hvað segir Halldór um þá yfir-
lýsingu forsætisráðherra, sam-
kvæmt Morgunblaðinu í gær, að
slæmt ástand þorskstofnsins og
tillögur um 40% samdrátt í afla sé
áfellisdómur yfir fiskveiðistjórnun
síðasta áratugar?
„Forsætisráðherra er nú kunnur
fyrir fortíðarathuganir sínar. Auð-
vitað geta menn endalaust haldið
fram að ef stjórnun hefði verið
með öðrum hætti þá litu málin
öðruvísi út í dag. En sannleikur-
inn er sá, að það hefur tekið mjög
langan tíma að ná fram niður-
stöðu um stjórn fiskveiða. Og það
tókst fyrst frá og með ársbyrjun
1991. Síðan þá hefur verið hægt
að halda utan um það magn sem
veitt hefur verið. Áður var verið að
samþykkja veiðistjórnun til eins
árs, tveggja ára og mesta lagi til
þriggja ára, og náðist engin sátt
um það nema um væri að ræða
sambland af aflamarki og sóknar-
marki.
Undarleg umræða við
núverandi aðstæður
„Nú, þegar loksins hefur náðst
niðurstaða eftir öll þessi átök og
þá vinnu sem í það hefur verið
Iögð, hafa núverandi stjórnvöld
því miður verið að tala um að
hverfa frá þeirri niðurstöðu, sem
leiða mundi til upplausnar. Jafn-
framt hafa núverandi stjórnvöld
eytt miklum tíma í það hvort ekki
sé rétt að skattleggja sjávarútveg-
inn, og hafa bæði tekið aflaheim-
ildir í ríkissjóð, lagt sérstakan
skatt á Fiskveiðisjóð og eru nú að
leggja fram hugmyndir um að
gera hluta af eignum Fiskveiði-
sjóðs upptækar. Þetta er óneitan-
lega undarleg umræða við þær að-
stæður sem nú eru, og koma ekki
algerlega á óvart. Því veiðin hefu
verið svo léleg undanfarið að
menn máttu vita að það kæmi til
einhvers samdráttar. Þess vegna
hafa forsendur fyrir skattlagningu
sjávarútvegsins sérstaklega verið
gjörsamlega út í hött,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson.
- HEI
Áhrif breytinganna á póstflutningum:
Norðurleið sér
af 5 milljónum
Norðurleið missir af hátt í 5 milljón
króna hagnaði á ári sem það hefur
haft af póstflutningum á milli
Reykjavíkur og Akureyrar eftir að
flutningurinn var fenginn Erni Jo-
hansen eins og Tíminn sagöi frá í
gær.
„Þetta breytir náttúrlega miklu fyrir
okkur því við missum af verulegum
tekjum," segir Þorvarður Guðjóns-
son, forstjóri fyrirtækisins.
Hann segir jafnframt að reynt verði
að vega upp á móti þessu: „Ég sé ekki
ennþá hvað það ætti helst að vera.
Það væri þá helst að vera með minni
bfla því þetta hefur óneitanlega kost-
að okkur stærri bfla til að taka póst-
inn.“
Meiri erfiðleikar verða við að endur-
nýja bflana hér eftir, þar eð póstflutn-
ingagreiðslan hjálpaði til við það.
Norðurleið flutti póstinn á morgn-
ana og skilaði af sér á Brú í Hrútafirði,
Hvammstanga, Blönduósi og Varma-
hlíð á leiðinni. Fyrirtækið bauð í
flutninginn þegar hann var boðinn út
en tilboðið reyndist of hátt.
—GKG.
houburleib