Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Fimmtudagur 4. júní 1992 DAGBÓK Fjölskyldudagar í Laugarnesi Mjög góð aðsókn hefur verið að fjöl- breyttri dagskrá í Listasafhi Sigurjóns Ólafssonar á Listahátíð. Böm hafa skemmt sér við að mála, teikna og skreyta flugdreka í stóru tjaldi og eru Vélamarkaður JÖTUNS Listi yfir notuð tæki til á iager • MF 60H 1987 grafa • CLAAS R66 87 rúllubindivél 150x120 • Deulz-Fahr 87 rúllubindivél 120x120 • MF 87 heybindivél • MF 365 dráttarvél 2wd 1987 65 hö. • MF 350 dráttarvél 2wd 1987 47 hö. • MF 355 dráttarvél 4wd 1988 55 hö. • MF 350 dráttarvél 2wd 1988 47 hö. • MF 240 dráttarvél 2wd 1986 47 hö. • CASE 1394 dráttarvél m/tækjum 4wd 1985 71 hö. • MF 390T dráttarvél 4wd 1990 90 hö. • UNIV. 445 dráttarvél 2wd 1986 47 hö. • SAME EXPL. dráttarvél 4wd 1985 60 hö. • IH XL585 dráttarvél 2wd 1985 58 hö. • MF 350 dráttarvél 1987 • MF 240 dráttarvél 2wd 47 hö. • MF 355 dráttarvél m/trima ámokst- urstækjum 2wd 55 hö. • MF 3080 dráttarvél m/frambúnaði 1987 4wd 100 hö. • MF 205 iðnaðarvél m/ámoksturs- tækjum 66 • CASE 783 dráttarvél m/veto ámoksturstækjum 4wd 1989 • Deutz 6207 dráttarvél m/grind 1982 • Eigum einnig Bandit sláttuvélar fyrir bæjarfélög og golfklúbba á sérstök- um afsiáttarkjörum. J@irty» lUldsOlífq HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVlK • SIMI 91-634000 myndir þeirra til sýnis í anddyri safnsins. Margir hafa farið í ratleiki um Laugarnes til að fræðast um sögu þess. Hvítasunnudag og annan í hvíta- sunnu mun Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður leiða gesti í skoðun- arferð um söguslóðir Laugamess og verður lagt upp frá Sigurjónssafhi klukk- an 15 báða dagana. Þriðjudaginn 9. júnf kemur Jón E. Guðmundsson í safnið og sýnir íslenska brúðuleikhúsið kl. 15. Fjölskyldudagamir standa til 16. júní og em öllum opnir frá klukkan 13 til 18 daglega. Leiðsögn er um sýninguna á æskuteikningum Sigurjóns Ólafssonar dag hvem kl. 14. Fritjof Fomlesen í Kringlunni Norski leikarinn, Lars Vik frá Grenland Friteater, er staddur hér á landi vegna Norrænu leiklistardaganna. Hann verð- ur m.a. með sýningar í Borgarleikhúsinu í tengslum við Listahátíð. Lars Vik ætlar að heimsækja Kringl- una í dag klukkan 16 (fimmtudag) og mun hann bregða sér í gervi ráðgjafans Fritjof Fomlesen. Um er að ræða einleik, sem ber einkenni skemmtilegs trúðleiks og ætlaður er jafnt bömum sem full- orðnum. Snyrtihús viö Gullfoss tekið í notkun Miðvikudaginn 27. maí s.l. var tekið í notkun snyrtihús við Gullfoss. í áratugi hefúr verið rætt um að koma upp aðstöðu fyrir ferðamenn við Gull- foss. Margar tillögur hafa verið gerðar, en fjármagn hefúr ávallt skort til verks- ins. Árið 1990 komst skriður á málið, en á fjárlögum þess árs vom veittar 4 milljón- ir til verksins og gerð var tillaga að fyrir- komulagi. Sú tillaga var samþykkt f júní 1990 af Skipulagi ríkisins. Að loknu útboði 1991 var gengið til samninga við SG einingahús á Selfossi. Smíði hússins lauk svo í síðasta mánuði. Um er að ræða um 120 fermetra hús. Þar er fyrst og fremst snyrtiaðstaða, en í hús- inu er einnig aðstaða fyrir starfsmann og afdrep fyrir ferðamenn og þar er aðstaða til að veita ferðamönnum fræðslu. Vegagerð ríkisins hefur séð um og framkvæmt á sinn kostnað gerð bíla- stæðis, auk þess sem Kjalvegur næst Gullfossi var færður nokkm vestar. Raf- magnsveitur ríkisins kostuðu raflögn að húsinu. Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. mal er skrifstofa okkar í Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Framsóknarfélagið í Garðabæ og Bessastaðahreppi Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 4. júni n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Hvað er að gerast I bæjarmálum og fl. Þetta er I slðasta sinn sem félagsfundur verður haldinn I Goðatúni 2. Mætum öll. Stjómin. Ásta Ragnheiður Inga Þyrí Sigurður Kópavogsbúar athugið Eftirtaldir einstakiingar verða til viðtals á Digranesvegi 12, fimmtudaginn 4. júnl milli kl. 17 og 19: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar rikisins. Inga Þyri Kjartansdóttir, formaður Félagsmáiaráðs. Siguröur Geirdal bæjarstjóri. Kópavogsbúar, lltið inn á Digranesveginum og fræðist um nýja almannatrygginga- löggjöf, félagslega þjónustu I Kópavogi og bæjarmálin almennt. Stjóm fulltrúaráðs framsóknarmanna i Kópavogt. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Dregið verður I sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 19. júni n.k. Velunnarar flokksins em hvattir til að greiða heimsenda gíróseðla fyrir þann tlma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I sima 91-624480. Framsóknarflokkurinn. Elizabeth Ashley var grönn og spengileg og hamaöist viö kyn- líf. Nú er Fríöa frænka hætt kynlífi og nýtur þess aö boröa í staö- inn. En hvers vegna hefur Burt Reynolds fitnaö svona? 0FFITA SÆKIR — Á FÓLKIÐ í F0RSÆLU Elizabeth Ashley, sem leikur Fríðu frænku í sjónvarpsþáttunum í Forsælu, hefur heldur betur skipt um ham. Áður var hún grönn og spengileg, en hefur heldur betur hlaðið á sig kílóum að undan- förnu, þau eru nú orðin 68! Ástæðuna segir hún vera að hún sé hætt að stunda kynlíf fimmtug að aldri, og nú ætli hún að njóta lífsins með því að borða vel allt það sem hana langar í, og því mið- ur langar hana mest í ruslfæði. í upptökuveri í Forsælu ríkir góður og léttur andi og þar er ekkert verið að fetta fingur út í það þó að leikaraliðið þyngist að- eins, það eru í mesta lagi nokkur stríðnisorð sem fljúga. Elizabeth er nefnilega ekki sú eina úr stjörnuliðinu sem hefúr auðsjáan- lega fengið aukið umfang. Það hefur ekki farið framhjá neinum að það er farið að reyna á skyrtu- hnappana hjá Burt Reynolds og sumir halda því fram að hann sé í lífstykki tií að hafa hemil á ístrunni! En liðið er létt í lund og það skiptir mestu máli. Æran er dýr í Hollywood Það er víst að næg atvinna er fyr- ir lögfræðinga í henni Ameríku, enda er það atvinnugrein í örum vexti. Ameríkanar eru sem sagt í stöðugum málarekstri, og eru það ekki hvað síst eilíf skaðabóta- mál út af hinu og þessu sem veita lögfræðingunum atvinnuna. fHollywood er oft feitan gölt að flá, þar eru miklir peningar í um- ferð og kvikmyndastjörnunum sárt um æruna. Tískusérfræðingurinn Blackwell hefur verið ófeiminn að raða frægum konum á lista yfir 10 verst klæddu konurnar (og reyndar á annan lista yfir 10 bestu klæddu konurnar) með (ó)viðeigandi athugasemdum og má mikið vera ef hann hefur ekki fengið á sig einhverjar kærur fyr- ir mannorðsskemmandi athuga- semdir. Samt er hann svo við- kvæmur fyrir eigin virðingu að hann fann sig tilknúinn að krefj- ast skaðabóta af Johnny Carson, sem nýlega hefur sagt skilið við 30 ára gamlan spjallþátt sinn í sjónvarpi Tonight, fyrir að hafa orðið að þola háð og spott í þætt- inum. En nú lítur út fyrir að Blackwell sjálfur verði að þola sömu örlög. Við afhendingu Óskarsverðlaun- anna á dögunum varð einhver áheyrandi að því að herra Black- well sagði við félaga sinn að enn einu sinni væri Edy Williams þessari hátíð til skammar með því að mæta í ólýsanlega hræði- legum tuskum. Nú er Edy alvarlega að hugleiða að stefna þessu sjálfskipaða æðsta dómsvaldi í tískuheiminum fyrir rétt og krefjast skaðabóta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.