Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. júní 1992 Tíminn 5 Guðmundur Jónas Kristjánsson: EES og Senn líður að þeim öriagaríka degi að Alþingi íslendinga taki til afgreiðslu samninginn um hið evrópska efnahagssvæði (EES). Ákveðið hefur veríð að Alþingi komi saman til fundar um miðjan ágúst n.k. til að afgreiða þetta stærsta mál þjóðarínnar frá lýð- veldisstofnun. Fram að þeim tíma er ætlast til að þing og þjóð kynni sér vandlega samninginn og a.m.k. þingmenn móti sínar skoðanir, því enn sem komið er hefur ekki tekist að fá rflds- stjómina til að samþykkja sjálfsagða þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. EES ekki bara við- skiptasamningur í allri umræðunni um EES hefur allt of mikið borið á því að hér sé einungis um hagstæðan viðskipta- samning að ræða, einkum varð- andi fisk, auk þess sem margir vilja líkja þessu við aðild okkar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evr- ópu. Þetta á einkum við um þá stjórnmálamenn, sem nú undir- búa jarðveginn að aðild íslands að Evrópubandalaginu (EB), og þá menn í viðskiptalífinu sem horfa á málið einvörðungu út frá mjög þröngu viðskiptalegu sjónarmiði. En auðvitað er hér alls ekki bara um viðskiptasamning að ræða, eins og EFTA-samningurinn var á sínum tíma, heldur er hér á ferð- inni miklu víðtækari og yfirgrips- meiri samningur, sem snertir fjöl- mörg önnur svið þjóðlífsins, þar með talið sjálft fiillveldið. En hvernig sem á því stendur virðist það vera mikið feimnismál hjá talsmönnum EES, að viðurkenna það fyrir þjóðinni að með samn- ingnum um EES er verið að gang- ast undir veigamikla grundvallar- þætti í sjálfum stofnsamningi EB, Rómarsáttmálanum. Þessir þættir eru að sjálfsögðu „fjórfrelsin" svo- kölluðu, en þau byggjast eins og kunnugt er á frjálsu og óheftu flæði vöru, þjónustu, peninga og fólks milli aðildarlandanna, og að eftirlits-, framkvæmda- og þróun- arþátturinn verði að langmestu leyti í höndum EB, þ.m.t. dóms- valdið að verulegu leyti. Það er þess vegna ekki nema eðlilegt að andstæðingar EB-aðildar telji að með aðild íslendinga að EES sé verið að stíga stórt og afdrifaríkt spor íslendinga inn í EB, með því að samþykkja þessa grundvallar- þætti Rómarsáttmálans, „fjórfrels- in“. Slík skoðun hlýtur að fá stór- aukið vægi nú, þegar fyrir liggur að nær allar EFTA-þjóðimar hafa sótt um aðild að EB, en þar með er EES orðið lítt áhugavert stundar- fyrirbæri. Gagnvart þeim EFTA- þjóðum, sem ætla inn í EB, gegnir hins vegar allt öðru máli. Þær líta réttilega á EES sem kærkomið að- lögunamámskeið að EB, og að eft- ir inngöngu þeirra í EB verði EES óþarft. Þess vegna er rökrétt að álykta sem svo að stuðningsmenn EES á íslandi hljóti að hugsa alveg það sama, þótt þeir hafi ekki enn með formlegum hætti haft þor til að opinbera þá skoðun sfna, utan einn og einn sem hugsar upphátt. Fyrirvarar Framsóknarflokksins og viðhorf Framsóknarmenn hafa á undan- fömum flokksþingum og mið- stjómarfundum rætt ítarlega og ályktað um EB og hið evrópska eftiahagssvæði. Gmnntónn þeirrar umræðu og ályktananna hefur verið að hafna alfarið aðild íslands að EB, en stutt hins vegar þátttöku íslendinga í viðræðum EFTA-ríkj- anna við EB um evrópskt efna- hagssvæði gegn ákveðnum skil- yrðum og fyrirvömm. Á mið- stjómarfundi Framsóknarflokks- ins í byrjun maí s.l. var farið ítarlega yfir þessi mál og ályktun samþykkt. í henni kemur fram að Framsóknarflokkurinn gerir enn- þá mikilvæga fyrirvara varðandi stuðning sinn við EES. í ályktun, sem samþykkt var að loknum fundinum, kemur m.a. fram að fyrirvaramir miðstjóm Framsóknarflokksins minnir á þá meginfyrirvara, sem var Iýst af forsætisráðherra og for- manni Framsóknarflokksins á fundi leiðtoga EFTA-ríkjanna í Ósló vorið 1989. Eins og kunnugt er gengu fyrirvarar þessir aðallega út á bann við fjárfestingum er- lendra aðila í fiskveiðum og frum- vinnslu sjávarafurða. Að engar fjárfestingar erlendra aðila í orku- lindum yrðu leyfðar. Að eignarhald erlendra aðila á landi takmarkaðist einungis við nauðsynlegt land vegna atvinnureksturs. Að engar yfirþjóðlegar stofnanir yrðu, og að heimild til að takmarka fólksflutn- inga til landsins væri skýr. í ályktun miðstjórnarfúndar Framsóknarflokksins frá 3. maí s.l. kemur fram, að flokkurinn „leggur áherslu á að samningurinn verði vandlega og hlutlaust kynntur fyr- ir þjóðinni, og ítrekar fyrri sam- þykkt um þjóðaratkvæðagreiðslu". Þá segir í ályktuninni „að því fari víðs fjarri að takist hafi að ná fram öllum þeim fyrirvörum, sem sett- ar voru í upphafi viðræðnanna“. Þá er m.a. bent á sem mjög miður, „að yfirráð yfir orkulindum lands- ins eru því aðeins virt að opinberir fslenskir aðilar einir hafi rétt til virkjana, enda er þá ekki þegnum hinna ýmsu aðildarríkja mismun- að. Fjárfestingar erlendra aðila í landi eru hins vegar á engan hátt takmarkaðar í samningnum. Heimild til að takmarka fólksflutn- inga til landsins er óbein og óljós", segir í ályktuninni. Þá segir: „Sam- komulag virtist um það að hafna yfirþjóðlegum stofnunum öðrum en sameiginlegum dómstóli. Hann hefur nú verið felldur út og er meðferð deilumála óljós. Sömu- leiðis virðast áhrif EFTA-ríkjanna á ákvarðanir EB afar takmörkuð, þótt þær varði EES, og jafnvel kunni að reynast erfitt fyrir EFTA- ríkin að hafna slíkum ákvörðun- um. Einnig eru efasemdir uppi um gildi samningsins gagnvart ís- lensku stjórnarskránni“. Svo mörg voru þau orð. Úrslitakostir Með tilliti til allra þeirra fyrirvara sem miðstjórn Framsóknarflokks- ins hefur samþykkt gagnvart EES, og sem hún „telur víðs fjarri aft tekist hafi aft ná fram“, auk þeirr- ar miklu andstöðu sem gætir með- al framsóknarmanna gegn EB, er vandséð hvemig flokkurinn ætlar sér að styðja samninginn, ef fyrir- varar flokksins gagnvart „fjórfrels- inu“ nást ekki fram nema að mjög takmörkuðu leyti. Allar líkur eru á að þeir fyrirvarar, sem flokkurinn setur, muni einfaldlega ekki halda þegar á reynir, enda túlkaðir af EB- fræðingum sem mótsögn við markmið og eðli EES. Það á raun- ar að vera alveg ljóst hverjum manni, sem eitthvað hefúr kynnt sér EES, að einn helsti kjarni EES- samningsins er einmitt hin marg- umtöluðu og ótakmörkuðu „fjór- frelsi" Rómarsáttmála EB. ÁJlar innlendar lagasetningar, sem ganga út á það að takmarka þessi „frelsi" á nokkum hátt (hinar svo- kölluðu girðingar sem menn hafa viljað kalla), koma einfaldlega ekki til með að halda skv. EB-skilgrein- ingu, nema um það sé alveg sér- staklega getið í sjálfum samningn- um, eins og greinin um yfirráð ís- lendinga yfir fiskimiðum og sjáv- arútvegi. Þetta mun koma í ljós og á þetta mun reyna á komandi mán- uðum, þegar samningurinn verð- ur tekin til afgreiðslu á Alþingi. Fyrirvarar Framsóknarflokksins gagnvart „fjórfrelsinu" eiga að vera úrslitakostir fyrir því að jafn fá- menn þjóð og Islendingar geti orð- ið þátttakendur í jafn víðtækum, kostnaðar- og áhættusömum samningi og þeim, sem EES stend- ur fyrir. Það er því ekki að ástæðu- lausu að Framsóknarflokkurinn, sem fjölmargir líta á sem ábyrgt þjóðlegt stjórnmálaafl, setur fram þessa sjálfsögðu fyrirvara. Á sama hátt var það ekki að ástæðulausu sem Alþýðuflokkurinn vildi fresta lýðveldistökunni 1944, og vill nú helst með enga EES-fyrirvara hafa að gera. Það verður því að vera hlutverk Framsóknarflokksins á komandi mánuðum að afstýra því, eins og 1944, að hin hættulega sósíaldemókratíska alþjóðahyggja Jóns Baldvins og Alþýðuflokksins nái fram að ganga. íslenskt sjálf- stæði og fullveldi er nú sem þá í veði. Höfundur er bókhaldari. LISTAHÁTÍÐARPISTI l_L_ Magnaður tenór Listahátíð 1992 brast á 30. maí með tónleikum í Háskólabíói, þar sem sænski tenórsöngvarinn Gösta Winbergh söng með Sinfón- íuhljómsveit Islands. Mats Lilje- fors, sömuleiðis Svíi, stjórnaði. í kynningu segir að Gösta Winbergh teljist í flokki með stórtenórum Svía, Jussi Björling og Nicolai Gedda, að hann hafi sungið við Konunglegu óperuna í Stokk- hólmi frá 1973 og við Óperuhúsið í Zurich síðan 1981, auk þess sem hann hafi sungið í öllum helstu óperuhúsum heims. Efnisskráin bar það með sér að Winbergh er mjög fjölhæfur söngvari. Upphaflega vann hann sér sess sem lýrískur tenór og síð- ar sem sérfræðingur í Mozart, en nú er hann kominn út í Wagner og vakti athygli á síðasta ári í Lohen- grin. Allt þetta kom fram á tónleik- unum í Háskólabíói, þar sem söngvarinn flutti aríur eftir Mozart (Don Giovanni), Puccini (La Bohéme, Tosca), Verdi (II Trova- tore) og Wagner (Lohengrin), auk þess sem hann söng nokkur sænsk lög (Alfvén, Nordquist, Taube). Og aukalög tók hann þrjú, síðast La donna e mobile. Heimurinn er vafalaust fullur af dásamlegum tenórum og okkur er jafnvel sagt stundum að við „eig- um“ einn af þeim stærstu. En þessi söngvari, Gösta Winbergh, er óvenjulegur tenór að því leyti að hann syngur frábærlega vel. Virð- ist hann syngja vegna tónlistarinn- ar sjálfrar, ekki til að sýna „músík- alskar aflraunir". Ég get ekkert lýst söng hans frekar, hann syngur bæði sterkt og veikt eftir því sem við á, með höfuðtónum eða brjóst- tónum. Röddin er heilsteypt upp úr og niður úr, textaframburður er skýr og sviðsffamkoman virðuleg. Fyrsta flokks söngvari og mikill sómi að fá hann hingað. Gösta Winbergh. Mér líkaði sömuleiðis vel við stjórnandann, Mats Liljefors, strax frá forleiknum að Brottnáminu úr kvennabúrinu — gott vald bæði á tónlistinni og hljómsveitinni. Hljómsveitin stóð sig vel eins og oftast og einstakir hljóðfæraleikar- ar tóku glæsilega einleikskafla, sem algengir eru í óperuaríum sem þessum. Enda voru mikil fagnaðarlæti í lokin og listunnend- ur risu úr sætum oftar en einu sinni undir forystu Coca Cola-fjöl- skyldunnar sem styrkti tónleikana fjárhagslega og gaf kók í hléinu. Sig.SL Sjónvarpsbær í Mexíkó Hitachi hefúr nýlega flutt framleiðslu sína í Ameríku á sjónvarpsmyndvörp- um frá Anaheim í Kalifomíu (þar sem 250 starfsmenn unnu að henni) til Tijuana í Mexíkó. Litlu áður, 1991, flutti Zenith ffamleiðslu á ýmsum rafeindabúnaði frá Springfield í Missouri (þar sem 1.000 starfsmanna unnu að honum), suður til Mexíkó. Allmörg stór fyrirtæki í rafeindaiðn- aði höfðu fyrir framleiðslustöðvar í Tijuana, m.a. Goldstar, Toshiba, Sam- sung, Sony, Sanyo og Matsushita. Enn fellur Nikkei Vísitala markaðsverðs japanskra hlutabréfa, Nikkei, komst í hámark í desember 1989, 38.915,87. Hefúr hún síðan fallið um 53%, eða undir 18.000 í byijun apríl 1992. Um það verðfall japanskra hlutabréfa sagði Newsweek 13. apríl 1992: „Satt að segja álíta sumir hagfræðingar í Tokyo, að í Jap- an dragi til þess bráðabirgða kapítal- isma, sem viðgekkst bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi á níunda ára- tugnum, — þeirrar tilhögunar að forstjórum stórfyrirtækja sé mest í mun að þóknast stjómendum verð- bréfasjóða í Wall Street eða City of London, en ekki starfsfólki og við- skiptamönnum. — Þær breytingar hníga að breyttum væntingum eig- enda hlutabréfa í Japan. Vaxandi hef- ur verið eignarhlutur stofhana — (upphæð) hlutabréfa í eigu banka, vá- tryggingarfélaga og annarra fjár- sýslufyrirtækja. Nemur hlutur þeirra nú nær 80%. Að saman kræktri hlutabréfaeign kveður mest í svo- nefndum keiretsu, samsteypum iðnfyrirtækja svo sem Mitsubishi, sem hverfast um „meginbanka" sinn og viðskiptafyrirtæki. Sérhvert fyrir- tæki í samsteypunni á hlut í öðrum fyrirtækjum hennar, — og á stund- um jafnvel hlut í fyrirtækjum, sem leggja þeim til efnivið." ,Af þessari tilhögun hlaust m.a. að japanska forstjóra rak ekki til að skila jafn háum arði af hlutafé sem banda- rískir starfs- b r æ ð u r þ e i r r a . Hætta var ekki á að stærstu hluthafar seldu bréf sía Ávinningurinn af þeirri þolin- mæði hluthafa jókst enn í Tokyo á ní- unda áratugnum, eins og þá áraði í efnahagsmálum við lága vexti, við- varandi hagvöxt og vaxandi neyslu. Verð hlutabréfa hækkaði svo undrum sætti sakir þess aukna lausafjár, sem Japansbanki lagði til. Á því veltu- skeiði gátu japönsk fyrirtæki aflað fjár sér nær að kostnaðarlausu." í Japan er arður af hlutabréfúm nú miklu lægri en í Bandaríkjunum og Bretlandi, þrátt fyrir hagvöxt og vax- andi hagstæðan viðskiptajöfnuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.