Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. júní 1992 Tíminn 7 Skotfélag Reykjavíkur: Aðstaðan stórbatnað á félagssvæði í Leirdal Nýlega tók Skotfélag Reykjavíkur í notkun stórlega endurbætta að- stöðu til skotæfínga og keppni með riffli og skammbyssu á æfínga- svæði félagsins í Leirdal. Aðstaðan er á 100 fermetra steyptri undir- stöðu, sem er undir þaki, og hefur þar verið komið fyrir 10 skotborð- um fyrir riffla. Verið er að ganga frá básum fyrir 5 skammbyssuskyttur og aðstaða er til að skjóta úr liggj- andi stöðu. íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkurborgar styrkti félagið til upp- byggingar þessarar, sem mun gjör- breyta æfmgaaðstöðu í þessum greinum. í tilefni opnunar svæðisins var haldið skotmót um síðustu helgi og var keppt um hæsta skor á 100 og 200 m færi, í flokki riffla í þunga- vigt. Alls voru keppendur 13 og komu þeir víða að. A 100 m færi og í samanlögðum árangri sigraði Jó- hannes F. Jóhannesson frá Þingeyri, en á 200 m færi sigraði Jón Arni Þórisson, Seltjarnarnesi. Hæsta mögulegt skor á hvoru færi um sig er 250 stig og 25 X (X fæst með því að hæfa miðpunkt sem er um 1,5 mm í þvermál. Listahátíð — stöðugt á staðnum: Norræn leik- listarhátíð Utskriftarnemar ásamt Þóri skólameistara. Útskrift nemenda frá Fjölbrautaskóla Vesturlands: Námsstyrkur Akraness veittur í annað sinn 56 nemendur voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóia Vesturlands á Akranesi 23. maí sl. 33 nemendur luku stúdentsprófí, 12 luku prófum á tæknisviði, 6 almennu verslunarprófí og 5 lokaprófí á tveggja ára uppeldisbraut. í kvöld hefst norræna leiklistarhá- tíðin og ríður hið norska Grenland Fríteater á vaðið með verídð Fritjof Fomlesen á litla sviði Borgarleik- hússins. Lars Vik er leikstjóri, höfundur og leikur einleik og er þetta ærslafullur gamanleikur með þátttöku áhorf- enda. KI. 20:30 stígur á svið Háskólabíós hin heimsfræga Nina Simone og eru miðar fyrir löngu uppseldir á þenn- an tónlistarviðburð. En þeir, sem ekki komast á tónleika Ninu, geta farið á Hressó og hlustað á hljómsveitirnar Risaeðluna, ís- lenska tóna og Skrokkabandið. —GKG. Ragnhildur Helga Jónsdóttir náði best- um árangri stúdenta að þessu sinni, og hlaut hún námsstyrk Akraneskaupstað- ar að upphæð kr. 260.000. Hróðný Njarðardóttir fékk verðlaun úr minn- ingarsjóði Þorvaldar Þorvaldssonar fyrir góðan árangur í stærðfræði og eðlis- fræði á stúdentsprófi. Guðmundur G. Sigvaldason og Hörður Svavarsson hlutu viðurkenningu Landssambands iðnaðarmanna fyrir góðan árangur í raf- virkjanámi. í ræðu sinni við skólaslitin kom Þórir Ólafsson skólameistari inn á þann nið- urskurð á fjármagni til opinberrar starf- semi. Hann hefúr það mi í för með sér að ekki er séð fram á að hægt verði að kenna fámennari iðngreinar, s.s. mál- araiðn, pípulagnir og bifvélavirkjun. Ragnhildur Helga Jónsdóttir tekur viö námsstyrk Akranes- kaupstaöar úr hendi Gísla Gíslasonar bæjarstjóra. Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki: BRAUTSKRÁNING Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki, Guttormi óskarssyni Skólaslit og brautskráning stúd- enta frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki fóru fram við hátíð- lega athöfn í íþróttahúsinu laug- ardaginn 23. maí. Við upphaf at- hafnarínnar léku tveir nemend- anna, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir á píanó og Ragnheiður Bjamadóttir á þverflautu, Intermezzo úr Dimmalimm Atla Heimis Sveins- sonar. Skólameistari Fjölbrautaskólans, Jón F. Hjartarson, flutti yfirlit yfir starfsemi skólans og afhenti próf- skírteini og verðlaun til nýstúd- enta. Þá fluttu ræður afmælisstúdentar — 5 og 10 ára — og færðu skólan- um gjafir. Skólinn brautskráði 36 nemend- ur, þar af 22 nýstúdenta, 4 iðn- nema, 5 með almennt verslunar- próf, 8 sjúkraliða og 1 af almennu meistarasviði. Viðurkenningu fyrir ágætan ár- angur á stúdentsprófi hlutu: Ágúst Frímann Jakobsson, Hallbjörn Björnsson, Heiðdís Lilja Magnús- dóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. Fyrir góðan árangur f einstökum Skólameistari ávarpar nýstúdenta. greinum á stúdentsprófi hlutu verðlaun: Ingibjörg Sigurðardóttir í íslensku, Hallbjörn Björnsson í stærðfræði og Heiðdís Lilja Magn- úsdóttir í ensku. Einnig fékk Heið- dís Lilja viðurkenningu frá sendi- ráðum fyrir ágætan námsárangur í dönsku, þýsku og sænsku, en hún útskrifaðist bæði af mála- og tón- listarbraut. Þá fékk Sigrún M. Ingi- marsdóttir viðurkenningu frá franska sendiráðinu og þau Ágúst Frímann og Ingibjörg Sigurðar- dóttir viðurkenningu frá því þýska. Timamynd Guttormur Fleiri nemendur fengu viðurkenn- ingu fyrir árangur í ýmsum sér- greinum. Við skólaslitin léku nemendur nokkur fleiri tónverk en getið er um í upphafi, og söng þá Sigríður Ingimundardóttir. Fræðslufólk á Norðurlöndum ber saman bækur sínar á Neskaupstað í næstu viku: Nýjungar í fulloröins- fræöslu Ráðstefna um samnorrænt verk- efni á sviði fullorðinsfræðslu verð- ur haldin á Neskaupstað í næstu viku. Verkefni þetta er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og nefnist Voks-Ut og þátttakend- ur í því eru sérstaklega valdir af menntamálaráðuneytum Norður- landa, enda eru þeir að staria að nýjungum á sviði fullorðins- fræðslu. Það er Farskólinn á Austurlandi, sem tekur þátt í verkefninu fyrir hönd íslands. Um 20 íslendingar sitja ráðstefn- una, en erlendis frá koma um 30 manns. Auk þess situr ráðstefnuna sem gestur einn fúlltrúi frá menntamálaráðuneyti Eistlands. Fjallað verður um sveigjanlega kennsluhætti í fullorðinsfræðslu, svo sem fjarkennslu, farskólafyrir- komulag og kennslu með tölvu- og fjarskiptatækni. Farskólinn á Austurlandi hefur skipulagt ráð- stefnuna, en skólastjóri hans er Al- bert Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.