Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 4. júní 1992
„Evrópskt efnahagssvæði áfram inni í myndinni," segir talsmaður EFTA, Aake Landquist:
Áfram unnið að EES þrátt
fyrir dönsku niðurstöðuna
Tálsmaður EFTA, Aake Landquist, sagði í gærmorgun, þegar úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku Iágu ljós fyrir, að þau
myndu ekki breyta neinu um fyrirhuguð áform um Evrópskt efna-
hagssvæði (EES). Hann segir þetta stærsta efnahagssvæði heims
muni verða að veruleika þrátt fyrir að Danir haft nú hafnað Maast-
richt-samkomulaginu.
Samningur EFTA-þjóðanna sjö;
Austurríkis, Finnlands, íslands,
Liechtenstein, Noregs, Svíþjóðar og
Sviss við Evrópubandalagslöndin
12, er undirritaður var í byrjun maí
sl., á að koma til framkvæmda í
janúar á næsta ári verði hann sam-
þykktur.
Enda þótt líta megi á Evrópskt
efnahagssvæði sem fyrsta skrefið í
samruna EFTA-þjóðanna við EB, þá
er mikilvægi þessa samnings, fyrir
hugmyndina um sameinaða Evrópu,
langt frá því að vera það sama og
Maastricht-samkomulagið. Það
byggi á miklu víðtækara samstarfi
en EES samningurinn t.d. hvað
varðar öryggis-, efnahags- og utan-
ríkismál. Landquist segir að áhrifa
þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Dan-
mörku muni líklega gæta þannig að
einhver töf muni verða á því að
EFTA-þjóðir, sem flestar hafi hug á
aðild að EB, muni fá þar inngöngu
og því muni samningurinn um EES
verða varanlegr: og hafa víðtækara
gildi fyrir EFTA- þjóðirnar. „Það er
ekkert sem bendir til þess að Evr-
ópskt efnahagssvæði verði ekki að
veruleika innan skamms," segir
Landquist.
Hinar ýmsu EFTA-þjóðir eiga þó
eftir að staðfesta þetta samkomulag
við EB og má m.a. benda á að Sviss-
lendingar hafa nú ákveðið að efna til
þjóðatakvæðagreiðslu um sam-
komulagið sem engan veginn er
Ijóst hvernig muni fara. Svisslend-
ingar er t.d. þekktir fyrir margt ann-
að en vilja til þess að „tengjast út-
lendingum" of sterkum böndum.
Landquist lét þess getið að ef ein-
hverjar þjóðir muni ákveða að hafna
EES samningnum þá muni hinar
þjóðirnar, sem eftir verða, áskilja sér
rétt til þess að halda áfram á þeirri
braut sem mörkuð hefði verið og
taka upp nánara samstarf.
Margaret Thatcher lofar Dani upp í hástert fyrir að fella Maastricht:
Járnfrúin breska
fagnar með Dönum
Þegar Margaret Thatcher bárust fréttir af niðurstöðum þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar um Maastricht-samkomulagið í Danmörku
fagnaði hún þeim og sagði Dani hafa gerst liðsmenn í baráttu fyrir
lýðréttindum og gegn skrifræði.
„Danir tala nú fyrir munn þeirra
fjölmörgu sem ekki hefur verið gef-
ið tækifæri til þess að tjá sig um
málið,“ segir þessi erkifjandi náinn-
ar Evrópusamvinnu.
Thatcher segist ekki í nokkrum
'’afa um að verði Maastricht- sam-
komulagið lagt fyrir bresku þjóðina
þá muni hún fella það líkt og Danir.
Hún sagði að Evrópubúar stæðu nú
í þakkarskuld við Dani og var ekki
laust við að hlakkaði í henni. „Danir
hafa snúist á sveif með lýðræðisöfl-
unum gegn skrifræðinu," sagði
Thatcher í fréttatilkynningu til
breskra fjölmiðla.
Hin fjandsamlega afstaða Thatc-
hers til Evrópusamstarfs varð m.a.
tilefni til uppreisnar gegn henni í
breska íhaldsflokknum og kostaði
hana formannssætið og forsætisráð-
herrastólinn í nóvember 1990. John
Major, sem þá tók við formennsku
íhaldsflokksins og forsæti bresku
ríkisstjórnarinnar, hefur hins vegar
verið talsmaður Evrópusamstarfs.
John Major hefur fagnað hug-
myndum um Evrópusamstarf og
reynt af fremsta megni að bæta sam-
skipti Breta við aðrar þjóðir EB sem
höfðu versnað í tíð ríkisstjórnar
Thatchers.
Ummæli Thatchers í gærdag eru
hluti fjölmargra svipaðra þar sem
Úrslit kosninganna í Danmörku hafa engin áhrif á Sviss-
lendinga. Martin Roth, talsmaður utanríkisráðherra Sviss:
Sviss ætlar
samt í Evrópu-
bandalagið
Utanríkisráðherra Sviss telur að niðursíaða þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar í Danmörku um Maastrícht- samkomulagið geti orðið til
þess að hvetja Svisslendinga til að samþykkja aðild að EB frekar en
að hafna henni.
„Niðurstaðan í Danmörku sýnir svo
ekki verður um villst að stóru þjóð-
irnar í EB verða að taka tillit til
þeirra srnáu," segir Martin Roth,
talsmaður utanríkisráðherrans.
Svisslendingar tóku ákvörðun um
að sækja um aðild að EB í síðasta
mánuði og þóttu það nokkur tíðindi
þar sem þeir hafa verið þekktir fyrir
að verá nokkrir einfarar á alþjóða-
vettvangi. Þannig samþykktu þeir
t.d. loks í síðasta mánuði aðild að Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóða-
bankanum.
Það verður þó ekki fyrr en í desem-
ber sem Ijóst verður hvað svissnesk-
ir kjósendur vilja en þá fer fram
þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um
EES-samninginn. Roth telur að ef
áhrif atkvæðagreiðslunnar í Dan-
mörku verði einhver þá muni það
helst verða til þess að greiða götu
þessa samnings.
Andstæðingar samningsins um
Evrópskt efnahagssvæði túlka nið-
urstöður kosninganna í Danmörku
Margareth Thatcher, fyrrver-
andi forsætisráöherra Bret-
lands, ásamt manni sínum,
Dennis. Hún segir Dani hafa
sýnt skrifræðisöflunum í
Brussel í tvo heimana með því
að fella Maastricht-samkomu-
lagið og eigi skiliö heiður fyrir.
hún varar mjög við hættunni af Evr-
ópsku stórveldi og valdaframsali
Breta til ráðamanna í Brussel. Þann-
ig var haft eftir Thatcher fyrir
nokkru: „Við höfum ekki stritað all-
an þennan tíma við að losa Bretland
undan oki sósíalismans til þess eins
að komast bakdyramegin undir mið-
stjórn og skrifræði pótintátanna í
Brússel. Það þýðir ekkert að ásaka
mig um að vera Evrópusinna, ég
finn mig knúna til þess að berjast
fýrir Bretland og það mun ég gera.“
Calvaco Silva, forsætis-
ráðherra Portúgals, um
Maastricht og dönsku
kosningarnar:
Portúgalir
áfram trúir
Maastricht
Calvaco Silva, forsætisráðherra
Portúgal, sagði í gær að Portúgalir
væru áfram trúir hugsjóninni um
sameinaða Evrópu. „Við munum
halda áfram sameiningaráformum
okkar í anda Maastricht-sáttmál-
ans,“ sagði Silva við fréttamenn í
gær.
Hann sagði ennfremur að niður-
stöður kosninganna í Danmörku
yrðu vissulega teknar til umfjöllunar
á næsta fundi EB sem haldinn verð-
ur í Lissabon 26. til 27. júní næst-
komandi. Þetta mál myndi þó ekki
hafa neinn forgang umfram önnur
mál á fundinum.
Calvaco Silva hafði fyrr í þessari
viku sagt portúgölskum fréttamönn-
um að dagskrá þessa fundar í Lissa-
bon myndi snúast um stækkun Evr-
ópubandalagsins, sameiginlega
stefnu þjóða þess í utanríkis- og
varnarmálum auk fjárútgjalda
bandalagsins fyrir árin 1993 til 1997.
Francois Mitterand í klípu
vegna Dana.
Frönsk stjórnvöld
neyðast til að leggja
Maastricht-sáttmálann
undir þjóðaratkvæði:
Danir hafa
komið
Mitterrand
í klípu
Forseti Frakka, Francois Mitt-
errand, tilkynnti í gær að
franska stjórnin myndi leggja
Maastricht-samkomulagið
undir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Martin Malvy, talsmaður
frönsku ríkisstjórnarinnar,
sagði fréttamönnum þessi tíð-
indi eftir að franska ríkisstjórn-
in hafði komið saman til þess
m.a. að ræða úrslit kosning-
anna í Danmörku á þriðjudag.
Malvy hafði einnig eftir Mitt-
errand að ekki væri nein þörf á
að endurskoða Maastricht-
samkomulagið þótt allar þjóð-
irnar 12 stæðu ekki að baki því.
„Ellefu okkar munu gera það
sem tólf geta ekki,“ var haft eft-
ir Malvy í gær sem bætti við að
engin þörf væri á að hefja
samninga á nýjan leik.
í gærkvöldi höfðu Frakkar
ekki ákveðið hvenær þjóðarat-
kvæðagreiðslan skyldi haldin.
Úrslit kosninganna í Dan-
mörku koma á mjög viðkvæm-
um tíma fyrir ríkisstjórn Mitt-
errands sem reynir nú að fá
samþykktar breytingar á
frönsku stjórnarskránni í þing-
inu til þess að hægt verði að
samþykkja Maastricht-sáttmál-
ann í Frakklandi.
þveröfugt. Fulltrúar hins hægri
sinnaða Þjóðernisflokks segja niður-
stöðurnar í Danmörku sýna að hug-
myndin um sameinaða Evrópu hafi
ekki jafnmikinn hljómgrunn meðal
almennings í Evrópu og stjórnmála-
menn vilji vera láta. Niðurstöður
kosninganna í Danmörku séu vatn á
myllu andstæðinga Evrópusam-
starfs og aðildar að EB. Nú muni
menn taka höndum saman og
standa vörð um sjálfstæði og sjálfs-
ákvörðunarrétt þjóða í Evrópu.
Svissneski frankinn féll nokkuð í
verði á mörkuðum í gærmorgun
miðað við þýsk mörk og kann það að
merkja aukna trú á forystu Þjóð-
verja í peningamálum eftir að Danir
höfnuðu Maastricht-samkomulag-
inu. Sumir kauphallarbraskarar
sögðu þó að svissneski frankinn
mundi án efa hækka í verði aftur,
einkum gagnvart evrópskum gjald-
miðlum,þegar frá líður dönsku
kosningunum.
Kvikmyndin „Ógnareðli" bönnuð í smábæ í Frakklandi. Borg-
arstjórinn hefur þó ekki séð myndina en segir:
Maður verður að
andæfa ósómanum
Borgarstjóri bæjarins Herbiers, sem er í vesturhluta Frakklands
segir að myndin „Ógnareðli**, sem nú er verið að sýna í Regnbog-
anum, sé alltof klámfengin til þess að hægt sé að sýna hana
frönskum almenningi. Hún hefur því fyrirskipað kvikmyndahús-
um bæjarins að hætta sýningum á myndinni.
„Maður verður að herjast gegn
þessum ósóma með kjafti og
klóm,“ segir borgarstjórinn sem
heitir Jeanne Briand. „Ég fæ ekki
skilið hvemig hægt er að græða
peninga á þessum viðbjóði."
Myndin fjallar um rannsókn á
morði og fléttast inn í söguna tví-
kynhneígt glæpakvendi. Myndin
hefur fengið metaðsókn í Fnikk-
landi og fer það eðlilega fyrir
brjóstið á borgarstjóranum.
Briand borgarstjóri, sem er
fhaldsmaður, segist að vísu ekki
hafa séð myndina en lýsingar sem
hún hafi lesið í tímariti um mynd-
ina hafi verið utan við allt vel-
sæmi. Það hafi verið nægjanlegt
tii þess að hún ákvað að banna
sýningu á myndinni.
Kvikmyndin „Ógnareðli“ hefur
vakið rciöi meöal homma og
lesbía í Bandaríkjunum annars
vegar og einnig ýmissa kvenrétt-
indahópa hins vegar. Þykir tals-
mönnum þessara hópa sem kvik-
myndin sýni skrumskælda mynd
af bæði samkynhneigðu fólki og
konum.
f þeirri útgáfu myndarinnar sem
sýnd er í Evrópu er 43 sekúndna
myndskeið er sýnir „siðlaust ...,
spennandi..., æsandi... og taum-
laust“ kynlíf og ofbeldi. Þetta 43
sek. myndskeið var hins vegar
klippt burt í þeirri útgáfu sem
Bandaríkjamenn fá að sjá.
Hinn hollenski leikstjóri mynd-
arinnar Paul Verhoevcn lá þó frek-
ar undir ámælum um hversu
„vel“ þessl atriði myndarinnar
væru úr garði gerð fremur en
hversu svæsin þau væru, þegar
myndin var sýnd á kvikmyndahá-
tfðinni í Cannes f sfðasta mánuði.