Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. júní 1992
Tíminn 3
Steingrímur Hermannsson um niðurstöðu þjóðaratkvæðis í Danmörku um Maastricht:
Vekur vonandi íslensku
„EB-börnin11 til umhugsunar
„Þetta er mjög merkileg útkoma og mikið áfall fyrir þá menn
sem boðað hafa ágæti EB af hvað mestri blindni, eins og Uffe
Elleman Jensen. Eg er sannfærður um það að þama hefur ráðið
miklu ótti almennings við þá augljósu stefnu stórveldanna í EB
að auka miðstýringu og færa völd til Brússel. Á sama tíma er tal-
að um að draga verði úr áhrifum smærri ríkja, en því hefur verið
lýst yfir að það verði að gera ef EB á að geta starfað. Raunar held
ég að það mat sé rétt,“ sagði Steingrímur Hermannsson um nið-
urstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku um Maastricht
Hann sagði jafnframt óljóst hvert
framhaldið yrði og þó svo að stóru
ríkin í EB segðust nú ætla að halda
sinni stefnu og að þau ríki sem eft-
ir eru muni stofna til þess pólitíska
samruna sem samkomulagið gerir
ráð fyrir, þá hljóti niðurstaðan í
Danmörku a.m.k. að varpa skugga
á þær fyrirætlanir allar. ,Maður
spyr sjálfan sig nú hvort niðurstað-
an úr þjóðaratkvæðagreiðslunni í
Frakklandi muni þegar upp er
staðið verða önnur en í Dan-
mörku? Gagnvart almenningi á
Norðurlöndum hlýtur þessi niður-
staða að vekja fólk til umhugsunar
um réttmæti aðildarumsóknar hjá
t.d. Norðmönnum og Svíum. En
ég vona svo sannarlega að þessi
niðurstaða veki þau börn hér
heima sem geisla af alþjóðaþrá og
vilja helst af öllu tína upp brauð-
molana af borði EB hvaðan sem
þeir falla, s.s. ungkrata og aðra, til
umhugsunar um það sem þama er
að gerast.
Ég er hins vegar sammála utan-
ríkisráðherra í því að þetta getur
styrkt EES, tilvera þess gæti orðið
lengri og varanlegri. Það að Danir
hafi fellt þetta samkomulag kemur
að öðru leyti ekki til með að hafa
Steingrímur Hermannsson al-
þingismaður.
stórvægileg áhrif á framgang EES.
Það kann meira að segja að vera að
menn muni eftir þetta sjá meiri
von í EES en áður. Því er ekki að
neita að menn hafa haft af því
nokkrar áhyggjur hvað gerist ef
EES verður skammlíft og menn
hafa í því sambandi spurt hvað
verði um okkur þegar hin ríkin
ganga í EB. Ég tel að vísu að menn
megi ekki ganga til samstarfs í
EES með bundið fyrir augu og við
verðum að vera búnir að marka
okkar stefnu. Eitt af því sem við
þurfum að standa klárir á, hvernig
sem framvindan verður, er það
hvort um tvíhliða samninga getur
orðið að ræða ef við verðum einir
eða svo gott sem á hinu evrópska
efnahagssvæði," sagði Steingrím-
ur.
Eitt af því mikilvægasta í stöð-
unni í dag er, að dómi Steingríms,
að koma í veg fyrir þetta flan sem
virðist hafa gripið menn við að
reyna að komast upp í „EB hrað-
lestina", heldur vill hann að menn
vegi og meti þá kosti sem fyrir
hendi eru á yfirvegaðan hátt án
þess að vera undir þrýstingi um að
þeir séu að missa af lestinni.
Sjúkrapúði
seldur um
hvítasunnuna
Meira en fjórðungur þeirra sem
leita læknis vegna slysa hafa hlotið
meiðslin inni á heimilum sínum og
þeir eru fleiri en samanlagður fjöldi
þeirra sem sem verða fyrir umferð-
arsfysum og vinnusfysum. Um 60
þúsund manns leita til heilbrigðis-
kerfisins á hverju ári vegna sfysa og
það samsvarar um það bil sjö
manns á klukkustund allan ársins
hring.
Rauði kross íslands og Landsbjörg
vilja nú bregðast við þessum stað-
reyndum með því að gefa lands-
mönnum tækifæri til þess að eign-
ast handhægan sjúkrapúða með
einföldum búnaði til þess að veita
fyrstu hjálp ef slys ber að höndum.
Sjálfboðaliðar samtakanna hafe
gengið í hús að undanfömu og hafa
móttökur verið framar vonum.
Lokahnykkur átaksins verður nú
um hvítasunnuhelgina, fyrstu stóru
ferðahelgi ársins.
Þótt flest verði slys á fólki í heima-
húsum verða þau alvarlegustu í
umferðinni. Því er mikilvægt að
réttur búnaður sé við höndina í bíl-
um. Tálið er að útgjöld samfélagsins
vegna slysa séu hátt í 12 milljarðar
króna árlega ef allt er talið. Þar af er
helmingur vegna umferðarslysa.
Landsbjörg og Rauði krossinn hafa
ákveðið að taka höndum saman og
leggja sitt af mörkum til þess að
draga úr þeim hörmungum sem
slys valda með forvamastarfi á sem
flestum sviðum. Sjúkrapúðinn er
liður í þeirri viðleitni.
-Tilk.
Ingibjörg Sólrún um Maastricht málalokin í Danmörku:
Skemmtilega óvænt
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, al-
þingismaður og fulltrúi í utanríkis-
málanefnd, sagði í gær að úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Dan-
mörku hefðu komið sér skemmti-
lega á óvart. „Ég verð eiginlega að
játa að ég átti ekki von á þessu þó
ég gerði mér grein fyrir því að and-
staðan væri mikil," sagði Ingi-
björg. Hún sagði að erfitt væri að
gera sér grein fyrir því hvort þessi
niðurstaða skipti einhveiju máli
gagnvart EES þar sem enn væri
ekki komið í ljós hveraig EB myndi
bregðast við. „Hins vegar er ljóst
að þessi niðurstaða skiptir máli fyr-
ir stjórnmálamenn almennt sem
þurfa að átta sig á því að sú staða
gæti komið upp, og er trúlega kom-
in upp víðast hvar í Evrópu, að
stjórnmálamenn og hugmynda-
fræðingar í stjórnmálum virðast
ekki vera samstíga fólkinu í löndun-
um. Það mætti segja mér að mjög
víða í þjóðlöndum Evrópu væri
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir al-
þingismaöur.
mikil andstaða við þá samrunaþró-
un sem er að eiga sér stað í Evrópu
þó svo að stjórnmálamenn og
stjórnmálafræðingar af ýmsu tagi
aðhyllist hana,“ sagði Ingibjörg Sól-
rún. Hún sagðist geta ímyndað sér
að þessi niðurstaða í Danmörku hafi
verið mikil vonbrigði fyrir ýmsa for-
ystumenn í EFTA-löndunum, eink-
um ef þetta verði til þess að hægja á
framgangi aðildarumsókna þeirra
hjá EB. „Þessir forystumenn hafa
nefnilega getað sætt sig við EES
sem millibilsástand, en eiga mjög
erfitt með að sætta sig við EES til
frambúðar. Þeir hafa sagt að þrátt
fyrir að EES sé stórgallað fyrirbæri,
þá sé hægt að búa við það vegna
þess að það er tímabundið ástand.
Því lengri sem tími EES verður því
erfiðara verður fyrir þessa pólitísku
leiðtoga að sætta sig við það,“ sagði
Ingibjörg Sólrún og bætti við að-
spurð að ekkert hafi breyst hjá
Kvennalistanum varðandi það að
hann gæti ekki unað því að búa við
EES.
Mótmælin vegna þátttöku
dýra í fjölleikahússsýningu:
Engin
mótmæli
í hitti-
fyrra
„Það þarf einhver að auglýsa sig upp
á annars kostnað og ég er náttúrlega
notaður núna,“ segir Jörundur Guð-
mundsson við mótmælum Sam-
bands íslenskra dýraverndunarsam-
taka við innflutningi hans á sæljón-
um vegna sýningar fjölleikahúss.
„Við höfum svo sannarlega villt dýr í
húsdýragarðinum, bæði seli og
hreindýr. Ég sé engin mótmæli við
því.
Sæljónin voru fædd og uppalin í
dýragarði í Argentínu en voru keypt
til Danmerkur og sigla þaðan. Leyfi
hefur fengist hjá landbúnaðarráðu-
neytinu fyrir innflutningi dýranna
og verða þau í sóttkví meðan á dvöl-
inni stendur.
Jörundur fór út um páskana til að
skoða sirkusinn og dýrin og segir
hann aðbúnað þeirra mjög góðan.
Hann bendir jafnframt á að ekki
þurfi að fara Iangt yfir skammt til að
sjá illan aðbúnað á dýrum hér og t.d.
séu íslenskir hestar fluttir út í gám-
um við þröngan kost með Eimskip
og Samskip: „Þeir geta ekki einu
sinni lagst,“ segir Jörundur. „Það
ætti heldur að gefa vandamálunum
hér heima gaum.“
Jörundur stóð einnig fyrir fjölleika-
hússsýningu í hittifyrra þar sem
krókódfiar, köngulær og slöngur
tóku þátt í sýningunni og varð hann
ekki var við nein mótmæli þá: „Það
hefur alltaf þótt góður siður að fara í
að moka sinn eigin flór áður en far-
ið er í annarra skíthús til að hjálpa
til þar,“ segir Jörundur að lokum.
—GKG.
Undankeppni heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu:
íslendingar
unnu
Ungverja
íslendingar sigruðu Ungverja í
undankeppni heimsmeistaramóts-
ins í knattspymu í Búdapest, með
tveimur mörkum gegn einu.
Staðan í hálfleik var eitt-núll Ung-
verjum í vil, en Þorvaldur Örlygsson
og Hörður Magnússon skoruðu
mörk fyrir ísland í seinni hálfleik og
tryggðu íslendingum þar með sig-
urinn í leiknum. —BG
Innbrot í Bónusvideo:
Fjórir pilt-
ar aö verki
Lögreglan kom að fjórum piltum á
aldrinum 18-20 ára í fyrrinótt við
innbrot í Bónusvideo í Smiðsbúð í
Garðabæ.
Þeir voru umsvifalaust handteknir
og er máliðnú í höndum RLR þar eð
þeir eru grunaðir um aðild að fleiri
innbrotum. —GKG.
Hefur veitt 112 milljónum til
íslenskrar kvikmyndagerðar
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur á undanforn-
um tveimur árum veitt styriá tii 14 íslenskra verkefna á sviði
kvikmyndagerðar og sjónvarps sem kvikmyndagerðarmenn vinna
nú að eða hafa iokið. Samtals nema styrkir sjóðsins tii þessara
verkefna liðiega 112 milijónum króna að sögn ÓÍafs Ragnars-
sonar útgefanda sem er fuUtrúi íslands í sjóðnum.
Þessu til viðbótar hafa verið veittir
sfyridr til dreifingar á íslenskum
myndum eriendis og einnaig hafa
ísiendingar tekið að sér ákveðna
verkþætti við norrænar myndir
sem hlotið hafa styrid frá sjóðn-
um.
Að Norræna kvikmynda- og stjón-
varpssjóðnum standa Norðurianda-
ráð, kvikmyndastofnanir Norður-
landa og sjónvarpsstöðvar land-
anna. Framiög íslenskra aðila tfl
sjóðsins nema 1% af ráðstöfunarfé
hans en til þessa hafa um 12%
þeirra verkefna sem hlotið hafa
framleiðslu- og undirbúningssfyriá
frá sjóðnum verið íslensk.
Stærstu sfyriárair sem í slending-
um hafa verið veittir til til fram-
leiðslu leikinna btómynda f fullri
lengd og hafa fjórar slíkar hlotið
sfyrid úr Norræna Kvikmynda- og
sjónvarpssjóðnum. Kvikmyndin
Ingaió, framleidd af Gjólu; Ævin-
týri af norðurslóðum, framleidd af
Þumai hf. og Magnafilm hf.; Svo á
jörðu sem á himni, framleidd af
Tíu-tíu hf; og Kariakórinn Helda en
að gerð þeirrar myndar stendur
kvikmyndafélagðið UMBI hf. Síð-
astnefnda myndin var meðal fjög-
urra norrænna mynda sem hlutu
sfyrid á fundi stjóraar sjóðsins í
Stokkhólmi f sfðustu viku.
Fjölmörg önnur verkefni og
myndir hafa hlotið stuðning frá
sjóðnum sem virðist sífeDt vera að
öðlast meira og meira gildi.
Samkvæmt uppiýsingum Óiafs
Ragnarssonar hefur stöðugt fjolgað
umsóknum um styrid úr Norræna
kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum
undanfaraa mánuði, meðal annars
vegna niðurskurðar flárveitinga til
kvikmyndasjóða einstakra landa.
Þetta hefur orðið til þess að ráð-
stöfunarfé Norræna sjóðsins er
nemur um 450 milljónum fsl. kr. á
ári dugar hvergi nærri til þess að
sfyðja nema lítinn hluta þeírra
verkefna sem uppfyfia skiiyrði
sjóðsins.
Þegar Norræna kvikmynda- og
sjónvarpssjóðnum var komið á fót
var ákveðiö að hann starfaði til
reynslu fram til 1. janúar 1995. Við
lok þessa tímabils vetður metið
hvert gildi sjóðurinn hefur haft fyr-
ír kvikmyndagerð á NorðuriÖndum
og hvort ástæða er til að halda
starfseminni áfram í óbreyttri
mynd.