Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 4. júní 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrlfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sfmi: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Danir felldu Maastricht- samkomulagið Úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Danmörku, um samkomulag forustumanna EB-ríkja sem kennt er við bæinn Maastricht í Hollandi, eru tíð- indi sem geta haft mikil áhrif á Evrópusamrun- ann á næstunni. Allir stærstu flokkar Danmerkur, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, mæltu með samþykkt sam- komulagsins. Það kveður á um víðtækari efna- hagslegan, en þó einkum pólitískan, samruna en Rómarsáttmálinn gerir ráð fyrir. Þar að auki kvað samkomulagið á um náið samstarf og samruna á sviði varnarmála. Þessi úrslit geta haft gífurleg áhrif á framvindu mála á næstunni. Finnland, Noregur og Svíþjóð hyggja á aðild að EB, en alveg er ljóst að þessi úr- slit í Danmörku verða þeim hreyfmgum í þessum löndum, sem berjast gegn aðild, mikil hvatning. Sterkust er þessi hreyfing í Noregi, og fær and- staðan við EB-aðild áreiðanlega byr undir báða vængi þar. Ljóst er að danska þjóðin er klofin nær hníf- jafnt í afstöðu sinni, því mjótt var á mununum. Athyglisverðast er að afstaða meirihlutans skyldi brjóta svo rækilega í bága við skoðanir þorra stjórnmálamanna í landinu. Hver og einn einasti þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, mælti með samkomulaginu, og sama er að segja um þingmenn stjórnarflokk- anna og forustumenn þeirra. Margir túlka þetta svo að þarna hafi einhverju ráðið að almenningur vildi gefa stjórnmálamönnum viðvörun og gera þeim skiljanlegt að þjóðin hafi síðasta orðið. Það getur því farið svo að „hraðlestin til Brus- sel“ frá Norðurlöndum hægi á sér um sinn. Ekki er gefíð mál að hinar Norðurlandaþjóðirnar verði gengnar í EB eftir fimm ár. Það er líka alveg ljóst að utanríkisráðherra og aðrir íslenskir stjórn- málamenn, ungliðar sem eldri, sem hafa verið að gæla við að sækja um aðild að EB, geta lagt slíka hugsun á hilluna. Slík aðild yrði aldrei samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi. Það væri eðlilegt nú að forustumenn íslensku stjórnarflokkanna tækju af skarið um það að ekki komi til greina að sækja um aðild að EB. Yfirlýs- ingar þeirra, einkum krata, í tíma og ótíma um að okkur sé nauðugur einn kostur að taka upp um- ræðuna um aðild, spilla allri umræðu um stöðu íslands gagnvart Evrópu í framtíðinni. Kemur viðvörun almennings í Danmörku þeim niður á jörðina. Með því verður fylgst náið, því sterkt að- hald almenningsálits er eina vopnið sem bítur. > !T^;v/,|vegsráð- Fráleitt a ^ sjóðasukk herra að taia B „„ .jóJasuk* v. "r •.iv^rÁiW“*rra ’.Vv 1 islandsbunWa .... r;;.,,-;; ■ '•"•■"“•í'.íúSXi <■.*"' «* ............ ; . ... hættu ^ Þorsíeinn Pálssonv^auxnmælaDavía - -Js0ddssonarforsætisráðhen Annaira að meta hve víii ,. - *!"e,cWeg ummælin er •aí „ÍJ1 sker<5a eig- ,ðfe Flskveiðasjóðs Þorstem,, Pájsson sjávarútvegsráðherra: tv<prí5h«rra hefur «Sú“ "“r “** 1 stttisssff awunMrtíiSift ssiuKír hluta af ríkiT Sukksamt hjá íhaldinu Allt frá því núverandi ríkis- stjóm tók við völdum hefur forsætisráðherra barist gegn þeim uppvakningi sínum, sem hann kallar fortíðarvanda. Þessari fylgju sinni kennir hann hve brösulega honum gengur að stjórna og að flest snýr öndvert við því, sem stefnt er að í orði kveðnu. Spamaður veldur kostnaðarauka og alfríið í peninga- og verðbréfabrask- inu reyrir menn og fyrirtæki í skuldafjötra. Meintur fortíðar- vandi tengist að viti Dav- • íðs Oddssonar sjóðasukki miklu, sem hann álítur næstum tilræði við þjóð- ina. Sjóðasukk fortíðarinnar kennir Davíð Oddsson við þær ríkisstjórnir, sem héldu um stjórnartauma áður en hann kom eins og frelsandi engill beint úr borgarstjórastólnum í forsætisráðherrastólinn. En nú em upp risnir nýir sjóðasukkarar og draga ekki úr ásökununum hver í annars garð fyrir sukkið. Nútíðarvandinn Davíð Oddsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, ásakar Þorstein Páls- son, sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokks- ins, fyrir sjóðasukk. Þorsteinn svarar fyrir sig og segir Davíð sukka með sjóð. Davíð þykir ummælin ósmekkleg, því mál- inu sé öfugt farið, þar sem Þor- steinn sé sjóðasukkarinn. Þor- steinn svarar enn og aftur og segir að Davíð ætli að verða sjóðasukkari. Svona stóðu málin í sjóða- sukki þeirra Davíðs og Þor- steins síðari hluta dags í gær, en gagnkvæmar ásakanir um sjóðasukkið birtust í málgögn- um Sjálfstæðisflokksins, Morg- unblaðinu og DV, á víxl í fyrra- dag og í gær, og vom margend- urteknar í hvom blaði fyrir sig. Sjóðasukk íhaldsráðherr- anna er til komið vegna stig- magnaðrar deilu um Fiskveiði- sjóð, sem um var fjallað í þessu horni s.l. þriðjudag, en ágrein- ingurinn er um hver á sjóðinn og hver á að fá að sukka með hann. Davíð og formaður Sölu- nefndar ríkissjóða, Hreinn Loftsson, segja ríkið eiga sjóð- inn, sem er mikill að vöxtum, og vilja fá að sukka með hann að sínum hætti. Þorsteinn segir þeim ekkert koma Fiskveiðisjóður við. Hann sé eign útgerðarinnar og í umsjá sjávarútvegsráðuneyt- isins, sem hafi plantað honum í íslandsbanka. Kristján Ragn- arsson, útgerðarstjóri íslands, segir útgerðina hafa eignast sjóðinn með því að borga skatta til ríkisins. Það sé því út- gerðin sem eigi að fá að sukka með sjóðinn. Klögumál á víxl Þessi sérkennilega deila, þar sem íhaldsráðherrarnir bera hvor öðmm sjóðasukk á brýn, hefur til þessa eingöngu farið fram í málgögnum flokksins og er vík á milli vina, því sjáv- arútvegsráðherra sendir skeyti sín frá Róm, en forsætisráð- herra kvartar yfir sjóðasukki í eigin flokki úr stjórnarráðinu við Lækjartorg. Þeir tala ekki um málið sín á milli. Hafi forsætisráðherra rétt fyrir sér og að Fiskveiðisjóður sé eign ríkisins, ætti málið samkvæmt hlutarins eðli að heyra undir fjármálaráðherra. En Friðrik er svo upptekinn af að sukka með ríkissjóðinn, sem aldrei hefur verið um- svifameiri en undir hans stjórn, að hann hefur ekki not- ið þess sjálfgefna réttar síns að ásaka þá báða, Davíð og Þor- stein, fyrir sjóðasukk eða til- raunir til að sukka með Fisk- veiðisjóðinn. Þessi tiltekni sjóður var með í brallinu góða, þegar Útvegs- bankinn var gefinn með með- gjöf. Veislustjórinn í því sukki var Jón bankamálaráðherra, sem enn gegnir því embætti. Frá honum heyrist hvorki hósti né stuna um hvort bank- inn á Fiskveiðisjóð, eða hluta í honum, eða ríkissjóður eða út- gerðin eða jafnvel alltumlykj- andi fjármögnunarkompaníið Sumitomo, en aðstoðarmaður forsætisráðherra segir blákalt að heiðursmennirnir, sem reka þá sjoppu, viti ekki betur en að ríkissjóður íslands eigi Fiskveiðisjóð. I þeirri fullvissu lána Japanir óspart í sjóðinn með góðum kjörum. Eins gott að þeir frétti ekki af sjóðasukki íhaldsráðherr- anna, sem ekki geta komið sér saman um hver á að fá að sukka meira með tröllaukinn sjóð, sem ekki fæst skorið úr um hver á. Sukksukksukk Það hlýtur að vera illt af- spurnar að nútíðarvandi ráð- herraliðs Sjálfstæðisflokksins skuli tengjast sjóðasukki. Það eru ekki andstæðingar flokks- ins eða ótíndir strákar úti í bæ, sem beina þungum ásökunum að ráðherrunum, heldur saka þeir hver annan um sjóðasukk og á þeim bæ er ekki hægt að finna upp svívirðilegri ávirð- ingar að klína á stjórnmála- frömuði. Þegar Þorsteinn sjávarút- vegsráðherra snýr aftur norð- ur fyrir Fjall, gerði hann rétt í að ná tali af Davíð forsætisráð- herra til að freista þess að ná samkomulagi um hver á Fisk- veiðisjóð og hvor þeirra eigi réttinn til að sukka með hann. Það vill nefnilega svo til að sjóður með fjögurra milljarða króna eigið fé, sem slær stórar fúlgur erlendis undir því yfir- skini að hann sé ríkiseign, er ekki prívatmál sjóðasukkara, þótt ráðherrar séu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.