Tíminn - 10.06.1992, Síða 4

Tíminn - 10.06.1992, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 10. júní 1992 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðanitsýóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrlfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Síml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Óljósar niðurstöður Skoðanakannanir eru orðnar svo ríkur þáttur í þekkingar- leit og sjálfsrýni nútímasamfélagsins, að oft er gengið út frá því sem vísu að þær séu öruggur mælikvarði á afstöðu al- mennings til ýmissa málefha. En annað hvort er almenningsálitið fallvalt eða spuming- ar eru þannig orðaðar að þær gefa ekki rétta mynd af af- stöðu til þeirra málefna, sem um er spurt. Úrslit bresku kosninganna s.l. vor urðu á allt annan veg en kannanir bentu til. Afstaða Dana til Maastrichtsamkomulagins var á annan veg en spáð var fyrir um samkvæmt mörgum skoð- anakönnunum, og er nú allt Evrópubandalagið í uppnámi vegna þess að úrslitin komu á óvart í þeim herbúðum. Um helgina vom kunngerðar niðurstöður úr tveim skoð- anakönnunum um afstöðu íslendinga til þátttöku í Evr- ópska efnahagssvæðinu. Vom báðar gerðar í síðustu viku, þegar enn stóð yfir mikil umræða um niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Danmörku. Niðurstöður íslensku kannananna em gjörólíkar. í annarri em tveir þriðju þeirra, sem spurðir vom, á móti þátttöku í EES, en í hinni var tæpur meirihluti meðmæltur aðildinni. Er þama að- eins reiknað með þeim, sem sögðu álit sitt á því sem um var spurt, en kannanimar áttu það sameiginlegt að þriðjungur þeirra, sem spurðir vom, treystu sér ekki eða vildu ekki svara. í DV-könnun, sem birtist á laugardag, var aðeins spurt um afstöðu fólks til EES, en í könnun sem Félagsvísindastofn- un gerði fyrir sjónvarpsdeild Ríkisútvarpsins, var spurt annars vegar til afstöðu til EES og hins vegar hvort við- komandi kysi að ísland gengi í EB. í þeirri könnun kom fram að mikill meirihluti var andvígur aðild að Evrópu- bandalaginu, þótt meirihlutinn styddi áframhaldandi samningaviðræður um þátttöku í Evrópsku efnahags- svæði. Með þessar niðurstöður í huga er bersýnilegt að ekki er sama hvemig spumingar em lagðar fyrir í skoðanakönn- un, og eins hitt að almennt virðist fólk vera slaklega upplýst um Evrópusamvinnu og um hvað er yfirleitt verið að ræða hverju sinni í því sambandi. Mikil fjölmiðlaumræða og margvísandi fréttaflutningur frá degi til dags og áróður með og á móti sýnist ekki vera í þeim farvegi að auðvelt sé að átta sig á um hvað umræðan snýst og mynda sér skoðun á jafn mikilvægum málum og hér em til umræðu. Mjög mikill meirihluti danskra þingmanna var hlynntur Maastrichtsamkomulaginu, en þjóðin felldi það. Aðrar EB- þjóðir munu fylgja í kjölfarið, ef marka má fréttir. Fólkið í EB-löndunum vill samvinnu en ekki samruna. Það em skilaboðin til stjómmálamanna og embættismanna, sem eru orðnir snarmglaðir í fjölþjóðahyggju sinni og komnir úr tengslum við kjósendur sína og þjóðir. í sumar mun Alþingi koma saman til að fjalla um sam- komulagið um Evrópska efhahagssvæðið, og brátt kemur að því að taka verður afstöðu til þess hvort ísland verður þátttakandi í því eða ekki. Þá er eins gott að ekki sé uppi mglandi um hvað er EES og hvað EB, og hvaða sammnahugmyndir em það sem dansk- ir vom að fella og kenndir em við Maastricht. Tilfellið er að ekkert af þessu er alveg á hreinu. Evrópa er öll í mótun og stefhumörkun óljós á mörgum sviðum. Framkvæmdastjómir, ráðherranefndir, ríkisstjómir og þjóðþing ráða ekki alltaf ferðinni, þótt ráðskast sé með mál- efnin og niðurstöður geta orðið aðrar en að er stefnt. Misvísun íslenskra skoðanakannanna er ef til vill ekkert óeðlilegri en sá mikli trúnaðarbrestur, sem kominn er upp milli danskra stjómmálamanna og kjósenda þeirra. Spumingar og upplýsingar em ekki alltaf rétt fram settar og því verða niðurstöður óljósar. Heilagsandahopparar guðs og goða Umfjöllun Stöðvar 2 um safnað- arstarf Krossins og Vegarins hef- ur valdið dálitlum taugatitringi hér og hvar í samfélaginu. Bisk- upi þjóðkirkjunnar þykir guðs- dýrkun safnaðanna heldur galsa- fengin og boðar eins og skyldan býður að kristnir menn eigi at- hvarf í okkar evangelísk-lút- hersku kirkju og hlusti þar á guð- fræðinga með próf og vígða presta útlista Orðið. Sálmasöng- ur á að vera settilegur með orgel- undirleik tónlistarmanna með prófgráður. Eðlilegt er að biskup verji kirkju sína og þjóðarinnar og vilji beina leitandi sálum og trúuðum inn í söfnuði hennar og vígslustig. Hólabiskup hefur ekkert látið heyra frá sér um málið enda ekki vanur að kássast upp á aðra söfnuði í um- boði Heilagrar kirkju. Sveinbjörn allsherjargoði Beinteinsson hefur ekki heldur verið spurður álits á helgi- siðum Krossins og Vegarins og guðfaðir borgaralegrar ferming- ar, Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra, hefur enn sem komið er ekkert látið frá sér fara opinberlega um messuform uppreisnarsafnaðanna. Farí það í hoppandi Yfirborðsleg úttekt Stöðvar 2 á starfsemi Kross og Vegar virðist hafa valdið þó nokkru róti í hug- arfylgsnum landsmanna, sem margir hverjir eru furðu lostnir vegna þess að þeir fengu að sjá fólk ákalla guð sinn og frelsara með tilburðum sem að öllu jöfnu eru ekki tíðkaðir í kirkjum. Fólk lyftir höndum og ávarpar Jesúsa sína tárvotum augum, syngur glaðlega fagnaðarsöngva, hoppar dálítið og hleypur syngj- andi kringum ræðupúlt, eins og allir gera á árshátíðum þegar Kokkurinn er spilaður og allir skemmta sér svo vel. Heilagsandahoppararnir, sem mynda hina svokölluðu sértrúar- söfnuði, segjast játa lifandi trú og að þeir séu þátttakendur í til- beiðslu og boðun fagnaðarerind- isins, en ekki hlutlausir áheyr- endur eins og söfnuðum þjóð- kirkjunnar er ætlað að vera. Flestir kannast sjálfsagt við þau viðbrögð að fólk er aldeilis hlessa á því sem það sá í sjónvarpinu, að trúaðir ákalla guð sinn með dansi, söng og handaupprétting- um og mega jafnvel ekki vatni halda. Þetta þykir mörgum frem- ur boða veika lund en trúarstyrk og telja aðferðina ekki kurteisi gagnvart guði og Jesúm, sem hljóta að taka tilbeiðslu presta í gullsaumuðu pelli og purpura fram yfir trallandi játningar hlaupastráka á hraðferð kringum heldur snautlegt ræðupúlt í iðn- aðarhúsnæði suður í Kópavogi. Alþekktir tilburðir Sé betur að gáð eru tilburðir þeirra kristnu heilagsandahopp- ara gamalkunnir og eru á sjón- varpsskjám ríkisins og útvarpsfé- lagsins dögum oftar og fylgir oft miklu magnaðari trúarsannfær- ing og undirlægjuleg tilbeiðsla annarra goða en þegar kristnir ólátabelgir ákalla sína þrenningu, eina sér eða þríeina. Dýrkun starfsmanna séra Heim- is Steinssonar á aðskiljanlegum eiturætum og pervertum popp- heimsins er miklum mun magn- aðri en sú ofurlitla innsýn sem Stöð 2 hefur gefið í guðsdýrkun lítilla safnaða sem ekki játa trú sína aðeins með vörunum heldur öllum líkamanum. Enginn hefur orð á því að það sé blöskranlegt hvernig fólk lætur á hljómleikum sem magnaðir eru langt upp yfir móttökuskilyrði mannlegra skilningarvita. Börn, unglingar og ungmenni plús skalla- og hengibrjóstapoppfólk lyftir höndum, öskrar, froðufellir, hoppar og snarsnýst þegar það tilbiður sín goð á senunum. Svona uppákomur er sífellt ver- ið að sýna í sjónvörpunum og þykir engum orðið umtalsvert. Heilagsandahopparar Krossins eru eins og stillt og þæg sunnu- dagsskólabörn við sínar trúariðk- anir miðað við áhangendur raf- magnsöskranna sem trúa á mega- vött. Goðgá Trúboðar þeirra lífsgilda sem poppið býður upp á eru iegíó. Meðal annars starfar fjöldi þeirra hjá séra Heimi og eru þar í öllum deildum. Fréttastofur kynna goð og kyntröll og lekur af þeim helgislepjan þegar dáðst er að tugum tonna rafmagnsmagnara sem opinberar listahátíðir eða einhver önnur fenómen borga fragtina fyrir. Svo taka dagskrár- og tónlistar- deildir og sérhannaðar rásir við og útbreiða fagnaðarboðskapinn og áheyrendur klappa yfir höfð- um sér og froðufella. Það þykir hin mesta goðgá að fetta fingur út í boðun þess fagn- aðarerindis sem fíklar öskra út í ljósvakann með undirstrikun 40 tonna gítarbarnings. Enda er það ekki gert því þeirra er ríkið, mátt- urinn og dýrðin. Hins vegar sýnist heldur hjá- rænulegt að láta kristna heilagsandahoppara hinna rangnefndu sértrúarsafnaða fara í taugarnar á sér þótt þeir hoppi svolítið og syngi glaðlega söngva til að ná betra sambandi við sína guði. Þeir biðja fyrir sjálfum sér og öðr- um á opinskáan og tjáningarfull- an hátt og hlaupa í pontu utan dagskrár, eins og víðar þekkist þegar sá gállinn er á mönnum og allt í lagi með það. Fírug tjáningarþörf Margir eru það fleiri en poppar- ar og krossmenn sem láta flestum látum nema góðum þegar tján- ingarþörfin er annars vegar. Mik- ið geta fylgismenn boltaleikjaliða látið illa þegar vel eða illa gengur í keppni. Þá er klappað, stappað og öskrað og þykir fjörlegt og fír- ugt athæfi. Áhorfendur í leikhúsi og þeir sem sækja alvörutónleika klappa oft og hrópa upp yfir sig líka þegar vel tekst til og láta allir sér vel líka. Hlaupagikkir og heilagsanda- hopparar Krossins og Vegarins eru langt frá því að vera þeir einu sem leggja til bæði líkama og sál í tilbeiðslu eða fagnaðarlæti á góðri stund. Því er engin ástæða til að hneykslast á þeim eða óttast að þeir afvegaleiði villuráfandi sálir öðrum fremur. Og tíundin sem þeir taka af áhangendunum er ekkert meiri en nefskattur séra Heimis og kappa hans fyrir að skaffa goð popps og íþrótta og allt það hopp- andi öskurlið sem þeim fylgir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.