Tíminn - 24.06.1992, Page 2

Tíminn - 24.06.1992, Page 2
2 Tíminn Miðvikudagur 24. júní 1992 Formaður Dagsbrúnar telur útgerð frystitogara þjóðhagslega mjög óhagkvæma og vill stöðva fjölgun þeirra og takmarka heimildir þeirra til veiða. Guðmundur J. Guðmundsson: BURT AF GRUNNSLÓÐ MEÐ FRYSTITOGARANA Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, lagði á dög- unum fram tillögur í samstarfsnefnd aðila vinnumarkaðarins í at- vinnumálum í fyrradag. Tillögur Guðmundar miða að þvf að hefta veiðar frystitogara á heimamiðum og stöðva frekari fjölgun slíkra togara. Þær hafa ekki fallið í frjóa jörð hjá útgerðarmönnum og sjó- mönnum á frystitogurunum, en við því bjóst raunar Guðmundur og lætur sér það f léttu rúmi liggja. Guðmundur J. Guömundsson, formaður Dagsbrúnar. Hann segist hins vegar hafa orðið þess var að tillögur hans og mark- mið þeirra eigi sér hljómgrunn hjá flestum öðrum þjóðfélagshópum. Tíminn ræddi við Guðmund J. Guð- mundsson um tillögumar og til- ganginn með þeim. Guðmundur var spurður hvort rekstur frystitogara væri ekki einmitt hagstæður og af- urðirnar í háu verði, þannig að skynsamlegast væri því þvert á móti að þeir væru sem flestir. Guðmund- ur svaraði: „Hagkvæmnin orkar mjög tvímæl- is. Að vísu koma þeir betur út að því leyti að þeir em með hagstæðari að- stöðugjöld frá sveitarfélögum og orkan, sem þeir fá úr olíunni til vinnslunnar úti á sjó, er ódýrari en raforka til fiskvinnslu í landi. Auk þess em ýmsir fleiri þættir, sem em rekstri frystitogara mjög í hag, sam- anborið við vinnslu í landi. Fyrst og fremst skiptir þó sköpum fyrir hag- kvæmnina að verksmiðjan um borð í frystitogaranum er í gangi 24 tíma sólarhringsins." Guðmundur segir að á hinn bóginn mæli ýmislegt mjög gegn útgerð og vinnslu frystitogara. Meðal þess sé það að vinnslugeta þeirra sé einhæf og vélarnar ráði almennt t.d. ekki við mjög stóran fisk og flaki hann af- ar illa, auk þess sem hráefnisnýting teljist vart almennt fullnægjandi. Þá sé öllum afgöngum hent lýrir borð, sem og þeim fiski sem ekki er talinn hæfur til vinnslu hverju sinni. öllu slíku sé mtt fýrir borð í hafið aftur, og úrkastið geti jafnvel numið 70% af því sem um borð kom í trollinu. En lítum á tillögur Guðmundar J. Guðmundssonar: Ekki fleiri frystitogara 1. Nefndin leggur til að kaup á fleiri frystitogumm til landsins verði al- gjörlega stöðvuð. 2. Þeim frystitogurum, sem nú em í eigu íslendinga, verði bannaðar veiðar í fjóra mánuði á ári á hefð- bundnum fiskislóðum. 3. Sala á ísuðum og óunnum þorski og ýsu til útlanda verði algjörlega bönnuð frá og með 15. júlí nk. 4. Nefndin láti kanna ítarlega hvort ekki séu möguleikar á að flaka allan þann karfa, sem nú fer á Þýskalands- markað. Aðalmarkaður okkar fýrir karfa er Þýskaland, og er hann seld- ur þangað ísaður og óunninn. 5. Öllum fiski, sem veiddur er hér við land, skal landaö hér heima, t.d. til fiskmarkaða. Stefnt sé að því, að þetta komi til framkvæmda 1. okt nk. Guðmundur að meginbotnfiskafli íslendinga sé veiddur af togumm. Togarar séu nú um 110 talsins, þar af eru 28 frystitogarar. Tveir nýir frystitogarar til viðbótar séu nú komnir til landsins og séu að hefja veiðar. Tveir til fjórir þar til viðbótar séu í smíðum erlendis eða verið að undirbúa kaup á þeim, og ennfrem- ur sé verið að huga að útgerð enn fleiri. Vannýttar fjárfestingar í landi Þegar hugað sé að útgerð frystitog- ara, sé venjulegast keyptur kvóti með því að kaupa gömul skip og báta til úreldingar. A móti gömlum og/eða litlum skipum komi stórt og miklu öflugra skip. Þó að með þessu haldist fiskiflotinn á sama brúttó- lestastigi, séu nýju skipin miklu af- kastameiri og afkastageta togara- flotans því sífellt að aukast. „Þróunin verður auk þess að vinnslan færist í stöðugt auknum mæli út á sjó og milljarðafjárfest- ingar í landi liggja ónotaðar stóran hluta vinnuvikunnar. Algengt er að aðeins sé unnið þrjá daga í viku í stórum frystihúsum á útgerðarstöð- unum. Mismuninn borgar aK'innu- leysistryggingasjóður. Þarna er því í raun verið að láta ríkið greiða með þessari vinnslu," segir Guðmundur. Hann segir að það sé í raun harla undarlegt að á einum stærsta út- gerðarstað landsins hafi verið komið upp nýrri flæðilínu og fullkomnustu tækjum í frystihús eitt, og kostað til þess milljónatugum. „Þegar búið var að því, varð einhver hugarfars- breyting og þeir sóttu um lán til Fiskveiðisjóðs til að kaupa frystitog- ara. Fiskveiðisjóður var eitthvað tregur, en þá fengu mennirnir bara 500 milljóna erlent lán með uppá- skrift frá viðskiptaráðherra til að kaupa frystitogara, og afskráðu tvö skip á móti honum. Og nú stendur nýendurnýjað frystihúsið autt og engin hráefnisvinnsla fer þar fram að neinu gagni. Mörg sams konar dæmi get ég nefnt, en læt það vera að sinni.“ Guðmundur segir í greinargerð með tillögum sínum að afurðir frystitogaranna fari í einföldustu og ódýrustu pakkningar. Síðan er siglt með þennan fisk til útlanda, hann þíddur upp í erlendum verksmiðj- um og úr hráefninu unnir hinir ýmsu fiskréttir. Með þessu stefni ís- lendingar hraðbyri í að vera í vax- andi mæli hráefnisframleiðendur. Verðmætari djúpsjávarkarfi í greinargerð með tillögu nr. 2 seg- ir Guðmundur að fyrir nokkrum ár- um hefði verið á það bent að íslend- ingar nýttu sér djúpsjávarmið til karfaveiða. Jafnframt var bent á að Rússar hefðu þar stundað veiðar í stórum stíl um árabil. „Þetta var af mörgum talin fráleit tillaga. Karfinn á þessum djúpsjávarmiðum suður af Reykjanesi væri alsettur kýlum, vart hæfur til manneldis og illveiðanleg- ur á slíku dýpi. Nú stunda a.m.k. þrír togarar þessar veiðar og fá góð- Ómerkt net fannst í Helguvík síðast- liðna nótt með einum þorski og tíu löxum, bæði eldislaxi og göngulaxi, að því talið er. Lögreglumenn á eftirlitsferð urðu varir við netið og tóku það. Ekki er vitað hvað netið hefur verið þarna lengi. an afla. Að vísu þarf stór og öflug skip á þessar veiðar. Fiskifræðingar telja að veiða megi um 50 þúsund tonn á ári á þessum miðum. Beina þarf stórum og öflugum frystitogur- um öðrum fremur á þessi mið. Rússar hafa gefið upp að þeir hafi veitt þar 93 þúsund tonn eitt árið,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að nú, þegar þorsk- og annar aflakvóti Islendinga minnkar, hljóti að þurfa að beina stærri og öflugri skipum á djúpsjáv- armið, í stað þess að þeim leyfist eins og nú að veiða á grunnslóð ásamt trillubátum og minni togur- um. Brennandi þörf sé nú fýrir ís- lenskan þjóðarbúskap á nýjum og fjarlægari miðum og nýjum fiskiteg- undum. Slíkar þvinganir á frystitog- ara, sem fram koma í þessum tillög- um, myndu örva slíkar veiðar. Varðandi tillögu nr. 3 segir Guð- mundur að fýrir tveimur til þremur árum var mun meira siglt með óunninn ísaðan fisk til Evrópulanda, aðallega til Bretlands og Þýskalands. Með tilkomu fiskmarkaða og afla- miðlunar hafi dregið úr þessum út- flutningi frá því sem áður var, en um 60% af þessum fiski fóru til vinnslu í verksmiðjum erlendis, en aðeins 40% til beinnar neyslu. Þetta vanda- mál sé þó enn til staðar og afleiðing- arnar þær sömu og af útgerð frysti- togara: frystihús standi verkefnalítil og fiskvinnslufólk atvinnulaust. Mál sé að linni. í greinargerð með tillögu nr. 4 seg- ir að stór hluti af karfa fari til Þýska- lands óunninn. Margir kunnugir fullyrða að ef karfanum væri landað hér heima, hann flakaður og flökin send út í gámum með skipum eða flugi, þá hefðum við möguleika á að ná þessum þýska markaði. Að vísu sé líklegt að þýskir fisksöluhringir, sem ráða nú þessum markaði, myndu snúast gegn þessu, þar sem þeir annast flökun og dreifingu sjálf- ir. Nauðsynlegt sé að láta hæfustu menn kanna þetta mál hið skjótasta. Guðmundur J. Guðmundsson telur loks að ef öllum fiski af heimamið- um væri skylt að landa hérlendis, þá myndi skapast við það mikil vinna og auk þess betri aðstaða til að fýlgj- ast með gæðum og magni. Útlend- ingar gætu þá keypt fisk á innlend- um fiskmörkuðum, en yrðu að koma til ísiands til að sækja hann. Hverfandi líkur væru á að slíkt myndu þeir gera í stórum stfl, því að skipa þyrfti fiskinum aftur um borð í skip. Útlendingar, sem keyptu fisk á markaði hér, myndu því að öllum líkindum láta vinna hann eftir sín- um óskum hérlendis, og flytja hann síðan út að því loknu. —sá „Við höfum einu sinni áður tekið þarna net,“ segir Þórir Maronsson, lögreglustjóri í Keflavík. „Það hefur verið vitað að lax kæmi þarna við á ferð sinni meðfram ströndinni." Lögreglan reynir nú að koma upp um eiganda netsins, en hann hefur enn ekki gefið sigfram. —GKG. í greinargerð með tillögu 1 segir Vélamarkaður • • JOTUNS Listi yfir notuö tæki til á lager • PZ 330 Múgavél • PZ 381 Múgavél • PZ 600 Heytætla • KVERNELAND 7510/12 ’88-'90 Heypökkunarvélar • VESTMEK rúllutætari • CLAAS R4689 Rúllu- bindivél • CLAAS R46 89 rúllu- bindivél 150x120 • Deutz-Fahr '87 rúllubindi- vél 120x120 • MF 350 dráttarvél 2wd 1987 47 hö. • MF 240 dráttarvél 2wd 1986 47 hö. • CASE 1394 dráttarvél m/tækjum 4wd 1985 71 hö. • MF 390T dráttarvél 4wd 1990 90 hö. • UNIV. 445 dráttarvél 2Wd 1988 47 hö. • IH XL585 dráttarvél 2wd 1985 58 hö. • STILL 21/2 tonns vörulyftari • MF 355 dráttarvél m/trima ámoksturstækjum 2wd 55 hö. • MF 3080 dráttarvél m/frambúnaöi 1987 4wd 100 hö. • CASE 785 dráttarvél m/veto ámoksturstækjum 4wd 1989 • Deutz 6207 dráttarvél m/grind 1982 • MF 60H 1987 grafa • MF 50B 1975 grafa • CACE 580 árg. '86 grafa • IH 585 árg. '85 4x4 • ZETOR 6211 árg. 90 • CLAAS Markant 65 árg. '87 • R 46 árg. '89 • Kverneland mllutætari • LAVRENCE EDWARD pökkunarvél '89 • Eigum einnig Bandit sláttuvélar fyrir bæjarfélög og golfklúbba á sérstökum afsláttarkjörum. • Ný CLAAS 165 sláttuvél. JKafutyilHjíiíl Wtési)$fy HOFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVÍK • SÍMI 91-634000 Ólöglegar veiðar: Net fannst í Helguvík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.