Tíminn - 24.06.1992, Síða 4

Tíminn - 24.06.1992, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 24. júní 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Síml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Timburmenn eftir Ráðhúsið og Perluna Sjálfstæðismenn, sem skipa meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur, hafa löngum hælt sér af því að fjárhagsstaða borgarinnar væri mjög sterk og rekstur hennar til fyrirmyndar. Þetta hefur verið einn af rauðu þráðunum í þeirra málflutningi. Eignastaða Reykjavíkurborgar er mjög sterk. Þar hefur borgin notið stærðar sinnar og einnig al- gjörrar sérstöðu í tekjuöflun, vegna þjónustuhlut- verks síns, og innheimtu aðstöðugjalda af hvers konar þjónustu sem fyrirtæki í borginni veita öllu landinu. Hitaveita Reykjavíkur er gamalt og gróið fyrir- tæki, en einmitt vegna höfuðborgarhlutverks Reykjavíkur, og vaxtar borgarinnar af þeim sökum, var þar mjög snemma ráðist í hitaveitufram- kvæmdir sem reyndust mikil gullnáma þegar fram í sótti. Þessi sterka staða helst enn sem komið er. Þó eru blikur á lofti. Það kemur í ljós, þegar ársreikning- ar Reykjavíkurborgar eru ræddir fyrir árið 1991, að það er halli á borgarsjóði upp á einn og hálfan milljarð króna. Borgin er vissulega svo sterk fjárhagslega að hún stendur af sér slíkt áfall, en þetta er hættumerki, sem ætti að vera borgarstjórnarmeirihlutanum mikið áhyggjuefni. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins, hefur bent á þetta m.a. í sérstakri bókun sem hún lagði fram í borgarstjórn þann 18. júní síðastliðinn. Þar bendir hún á að peningaleg staða borgarinnar hafi versnað um einn og hálfan milljarð á árinu, þrátt fyrir greiðslu ríkissjóðs á þjóðvegafé með skuldabréfi sem 772 milljónir króna fengust fyrir. í bókuninni segir m.a. svo: „Þessi slæma fjárhagsstaða er ekki vegna tapaðs áhættufjár borgarsjóðs í atvinnurekstri eins og hjá mörgum sveitarfélögum, heldur fyrst og fremst vegna bruðls og offjárfestinga í byggingum og fasteignakaupum. A síðustu þremur árum hafa fjárfestingar farið um 3 milljarða fram úr áætl- un.“ Hér eru auðvitað timburmennirnir eftir Ráðhús- ið og Perluna á ferðinni. Það er líka svo að málið er viðkvæmt í meirihlutanum, og reynir borgar- stjóri með öllum ráðum að drepa því á dreif. Vörn- in er í því fólgin að tala um eignastöðu borgarinn- ar, og bæta við eignastöðu þeirra fyrirtækja sem borgin rekur. Þessi staða ætti að vera borgarbúum ærið um- hugsunarefni. Það er ljóst að erfiðir tímar fara í hönd í Reykjavík eins og hjá öðrum sveitarfélög- um í landinu, við þær aðstæður sem nú eru. Með- ferð fjármuna í borginni á síðustu árum hefur verið með þeim hætti að borgarsjóður er mun verr í stakk búinn nú en áður til þess að mæta áföllum eða tekjumissi. Þetta er slæmur minnis- varði yfir þá fjármálastjórn sem fyrrverandi borg- arstjóri og núverandi forsætisráðherra bar höfuð- ábyrgð á, og sýnir það fyrst og fremst að goðsögn- in um ráðdeild og góða fjármálastjórn sjálfstæðis- manna í Reykjavík er löngu fallin. Einhvers staðar verða vondir að vera Guðmundur biskup góði var duglegur að vígja. Hann ferðaðist um landið þvert og endilangt og vígði vegi, vötn og hlunnindi margs konar, og voru allar hans vígslur til góðs fyrir land og lýð. Svo magnaðar voru þær að blessun biskups dugir enn, um tíu öldum eftir andlát hans. Svo er til að mynda um Gvendarbrunnana, sem enn fæst úr besta vatn í heimi. Vatnsveita Reykjavíkur er rekin með hagnaði, og er það ekki lítið lán í hverfulum fjármála- heimi þegar allar aðrar stofnanir höfuðborgarinnar eru reknar með tapi. Farið er að flytja út vatn úr vígðum lindum og mikið má þjóðin þakka Guðmundi biskupi fyrir að halda öllum sora fjarri þeim gróðalindum, sem nú eru að verða hvað gjöfulastar að skaffa út- flutningstekjur. Guðmundur Arason sat Hóla- stól, nema þegar hann átti í hrakn- ingum og var burtrekinn af ribb- öldum. Ekki langt frá setri biskups er Drangey, sem þá þegar var orðin sögufræg af miklum atburðum. I Drangey var sigið í björg og sótt þangað mikið og gott búsílag. Svo bar til að hver sigmaðurinn af öðrum hrapaði til bana í eyjunni, og þótti mönnum sem ekki væri alít með felldu. Hættu nú... Guðmundur biskup var nú feng- inn til að blessa björgin, ef það mætti verða til þess að sigmenn gætu unnið sín störf og haldið lífi. Biskup varð vel við bóninni, enda víðfrægur fyrir athafnasemi við vtgslur. Hann kleif upp á brún og var látinn síga í bjargið. Þar tók hann til við vígslur og skvetti vatni á björgin og fór með gott og bless- aði. Hann var kominn nær allan hringinn, þegar mikil og loðin loppa, sem hélt á skálm mikilli, kom út úr berginu fyrir ofan bisk- up og skar tvo af þrem þáttum tós- ins sem Guðmundur góði hékk í. Rám rödd og djúp drundi úr hamrinum: „Hættu nú að vígja, Gvendur, einhvers staðar verða vondir að vera.“ Biskup kallaði upp á brún og sagði að nóg væri vígt og bað að hann yrði dreginn upp. Nú lá Ijóst fyrir að vættur sá, sem í Drangeyjarbjargi býr, hafði skorið sigmennina niður. Eftir þetta var aðeins sigið í þá hluta bjargsins, sem Guðmundur biskup góði hafði vígt, og varð þar aldrei mannskaði framar. En aldrei var sigið í bjargið þar sem vætturinn skar þættina, og sat hann einn að eggjatöku þar og gerir væntanlega enn. Heitir þar Heiðnaberg síðan, hvað sem Þórhallur hefur um það að segja. Hvað vannst Að kvöldi 19. júní s.l. var lands- lýð kynnt ný helgisögn um sig í Drangey. Þá féll enn eitt karlavígið, eins og fréttamaður ríkissjón- varpsins orðaði það. Sýnt var á skermi þegar frískleg dugaðar- stúlka, dóttir jarls af Drangey, seig af brún niður í bjarg að sækja egg. Gekk allt þetta fyrir sig með mikl- um ágætum og var stúlkan hin liprasta og kunni hið besta við sig á gömlum slóðum Guðmundar góða. Skilaði hún feng sínum með prýði upp á brún. Það þarf talsverða glöggskyggni, eða kannski innrætingu, til að sjá og kynna að Drangeyjarbjarg sé eitthvert sérstakt vígi karlmanna. Sigmenn hafa barist þarna við for- ynjur og háskalegar náttúruaö- stæður, en þakka ber Guðmundi biskupi Arasyni og þeim, sem hann ákallaði við vígslur, að þeir hafa sloppið heilir á húfi síðustu þús- und árin. Þessi karlavígi femínistanna, sem eru að falla hvert af öðru, eru einhver margtugginn orðaleppur sem hver tyggur eftir öðrum og kemur jöfnuði kynjanna ekkert við. Hinir útvöldu Það er ofureðlilegt að stælta stúlku, sem hefur haft kynni af Drangey frá barnæsku, langi til að síga í bjarg, hafi hún til þess burði. Og hún býður bjarginu birginn, en ekki einhverju ímynduðu karla- vígi, sem þarf að vinna með bravör og sigurhrópum. Yfirgnæfandi meirihluti karla hefur hvorki þor né burði til að síga í bjarg og enga löngun heldur, hvað þá tækifæri. Það eru heldur ekki margir karlar, sem brúna- menn treysta til að láta síga. Hér er því ekki um neina baráttu milli kynja að ræða, eins og þráhyggjus- taglið um karlavígin er að gefa til kynna og ríkisfjöl- miðlarnir eru afskaplega hallir undir. Drangey hefur nú verið vígð í annað sinn. Með sigi jarls- dóttur er vígi karla á Skagafirði fallið og sigur unninn á yfirráðum þeirra þar. Eða sú er túlkun þeirrar þjóðsögu, sem nú er sögð og sýnd um sigur yfir vondum öflum og óæskilegum yfirráðum. Hins vegar er hvergi getið um hvernig bjargbúa reiðir af, eða hvort hann er enn í sínu Heiðna- bergi með skálm sína, reiðubúinn að verja vígi sitt ef á það er ráðist, hvort sem það er gert af kvenlegu eðli eða karllegu. Vígið Drangey er mikið vígi. Þar var vígi Grettis Ásmundssonar og það varði hann þar til hann var ofurliði borinn ásamt bróður sínum Illuga, sem átti sér söguna stutta en göf- uga. Þar var einnig vígi vættarins, sem Guðmundur góði samdi við að gefa grið og þáði sjálfur líf sitt að launum fyrir. En síðasta uppfinningin er held- ur hláleg, miðað við mikla og dramatíska sögu virkisins Drang- eyjar. Það að gera þverhnípt bjarg- ið að einhverju sérstöku karlavígi er úr takt við ágæta og rismikla sögu hins mikla náttúruundurs, sem rís svo glæsilega úr Skaga- firði. En eigi að halda því til streitu að þarna hafi vígi verið unnið og veldi hnekkt, geta yfirunnin karlagrey kannski beðist vægðar og tekið undir með vættinum í bjarginu, að „einhvers staðar verða vondir að vera“. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.