Tíminn - 24.06.1992, Síða 5
Miðvikudagur 24. júní 1992
Tíminn 5
Rit Sögufélags Skagfirðinga:
Útkoma Skagfirðingabókar hef-
ur lengi verið árviss viðburður, og
bíða lesendur hennar jafnan nýs
heftis með eftirvæntingu. Nokkru
eftir að mér barst í hendur síðasta
hefti bókarinnar, hið tuttugasta í
röðinni, sendi ég dagblaði umsögn
um það. Síðar kom á daginn, að
þetta greinarkom birtist aldrei, en
mun hreinlega hafa týnst í ein-
hverjum pappírshaug. Má vera að
bættur sé skaðinn fyrir alla, en þó
kann ég ekki allskostar við, að þessi
verði málalokin. Því bið ég nú Tím-
ann fyrir eftirfarandi umsögn, þótt
eftir dúk og disk sé.
Sá háttur hefur verið löngum á
hafður, að byrja hverja bók með
grein um einhvern látinn Skagfirð-
ing. Er svo einnig nú. Að þessu
sinni ritar Sölvi Sveinsson, aðstoð-
arskólameistari við Fjölbrautaskól-
ann í Ármúla, um afa sinn og
ömmu, Sölva Jónsson, þúsund-
þjalasmið á Sauðárkróki, og konu
hans, Stefaníu Ferdinandsdóttur.
Stefanía var Húnvetningur að upp-
mna, en fluttist tvítug að aldri til
Skagafjarðar og átti þar heima æ
síðan. Sölvi Jónsson var Skagfirð-
ingur, fæddur að Völlum í Vall-
hólmi. Þau Stefanía gengu í hjóna-
band árið 1902 og fluttu þá til
Sauðárkróks, þar sem heimili
þeirra stóð upp frá því — og gerðu
garðinn frægan, í bestu merkingu
þeirra orða.
Ég var ungur að ámm þegar ég
heyrði fyrst minnst á Sölva smið,
en svo var hann jafnan nefndur.
Menn töluðu um hann með aðdá-
un, jafnvel lotningu, enda var hann
undramaður hinn mesti. Hann var
slíkur völundur, að allt lék í hönd-
um hans, og mun það í engu of-
mælt, sem fornvinur Sölva, Helgi
Hálfdanarson, segir:
„Þeir, sem best vissu til, töldu
hugvitssemi og verksnilli Sölva
með ólíkindum, miðað við aðstæð-
ur hans og tækifæri til menntunar.
Má nærri geta hversu langt hann
hefði náð á sviði verkfræði og raun-
vísinda hefðu hæfileikar hans feng-
ið að njóta sín til hlítar. Allir Sauð-
árkróksbúar báru virðingu fyrir
Sölva sökum mannkosta hans og
gáfna.“
Um Stefaníu segir Kristmundur
Bjarnason m.a.:
„Meira kann hún en nokkur ann-
ar, sem ég hef kynnst, af lausavís-
um og öðmm kveðskap alþýðu-
skáldanna gömlu, en auk þess hygg
ég að sá maður sé vandfundinn,
sem öllu meira kann af ljóðum höf-
uðskáldanna, yngri sem eldri."
,Aldrei láta bam sjá að farið sé
með mat nema stinga einhverju að
því,“ hefur Hólmar Magnússon eft-
ir Stefaníu, „það gæti verið
svangt."
Það er sannarlega ómaksins vert
að kynnast hjónunum í „Sölvahús-
inu“ á Sauðárkróki.
Sundlaugin í Varmahlíð var vígð
þann 27. ágúst 1939. Forgöngu-
menn þeirrar framkvæmdar gerðu
sér vonir um, að hún yrði fyrsta
skrefið í þá átt, að héraðsskóli risi í
Varmahlíð. Á því varð þó ærin bið,
en það er önnur saga. Guðjón Ingi-
mundarson íþróttakennari hóf að
kenna sund í Varmahlíðarlauginni
vorið 1940 og kenndi þar allt til
ársins 1956. í Skagfirðingabókinni
rekur Guðjón minningar sínar frá
þessum sundkennsluámm og
koma þar við sögu bæði ýmis atvik
og einstaklingar. Hefur Guðjón
unnið hið þarfasta verk með því að
halda þessum fróðleik til haga.
„Gleymd auðkenning" nefnist
stutt grein eftir Hannes skáld Pét-
ursson, en hann hefur löngum
reynst drjúgur í aðdráttum til
Skagfirðingabókar. Bendir hann
þar á, að tveir bæir í Skagafirði beri
nafnið Enni, annar í Viðvíkursveit,
hinn á Höfðaströnd. Er Láms
Thorarensen, sýslumaður Skag-
firðinga, bjó í Enni á Höfðaströnd,
tóku Skagfirðingar að nefna býlið
Sýslumanns-Enni, til aðgreiningar
frá hinu Enninu. En nú er þetta
„gleymd auðkenning", eins og
Hannes segir, því nú heyrist Sýslu-
manns-Enni aldrei nefnt í Skaga-
firði.
Skagfirðingnum Konráði Gísla-
syni, málfræðingi og orðabókar-
höfundi, em gerð þarna verðug
skil. Birtur er fyrirlestur dr. Guð-
rúnar Kvaran, sem hún flutti um
Konráð í íslenska málfræðifélag-
inu 19. mars 1991, en þann 4. janú-
ar það ár voru 100 ár liðin frá and-
láti hans. „Þótti mér við hæfi,“ seg-
ir Guðrún, „að minnast þessarar
ártíðar með því, að rifja upp fram-
lag hans til íslenskra fræða, eink-
um íslenskrar málfræði."
Aðalgeir Kristjánsson á þarna
einnig þátt um Konráð þar sem
hann rekur þau átök, sem urðu um
það hvort Konráði skyldi veitt lekt-
orsstaða í norrænum málum við
Háskólann í Kaupmannahöfn.
Lyktaði þeim svo, að Konráði var
veitt staðan, eftir að konungur
hafði afsalað sér einveldi og D.G.
Monrad orðinn menntamálaráð-
herra. Er vel við hæfi að Konráðs sé
með þessum hætti minnst í Skag-
firðingabók.
Þrjár ritgerðir í bókinni eru
tengdar Hólastað. Þar ríður Aðal-
heiður Ormsdóttir, bæjarfógetafrú
á Sauðárkróki, á vaðið með ítar-
Iegri ritgerð um „Konur á Hóla-
stað“. Er þar fjallað um skörungs-
konuna Helgu Guðbrandsdóttur
biskups Þorlákssonar og systur
hennar, Kristínu og Steinunni,
Guðbrand biskup og Hólastað á
dögum hans, auk fjölmargra ann-
arra, sem þarna koma við sögu. Er
ljóst af heimildaskrá að víða hefur
verið leitað fanga um efnivið í
þessa ritgerð og að baki hennar býr
mikil vinna.
Mjöll Snæsdóttir fornleifafræð-
ingur ritar um „biskupsbein og
önnur bein á Hólum", en hún gerði
ýmsar athuganir á legstöðum und-
ir gólfi Dómkirkjunnar þegar end-
urbæturnar voru gerðar á henni
fyrir nokkrum árum.
Loks ritar Sigurjón Páll ísaksson
um minningartöflu Ingibjargar
Benediktsdóttur, biskupsfrúar á
Hólum, en taflan er í Hóladóm-
kirkju. Lýsir greinarhöfundur töfl-
unni og leiðir líkur að því, að hún
sé gerð af Þórði biskupi Þorláks-
syni.
Fjöldi mynda og uppdrátta er í
bókinni.
Ritstjórar eru sem áður þeir
Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson,
Sigurjón Páll ísaksson og Sölvi
Sveinsson.
-mhg
LISTAHÁTÍÐARPISTILL
Gítartónleikar
Meðal „íslenskra atriða" á Lista-
hátíð voru tónleikar Arnalds Arnar-
sonar gítarleikara. Arnaldur er nú
búsettur í Barcelona á Spáni þar
sem hann kennir við Luthier-tón-
listarskólann. Og þyki mönnum
það skjóta skökku við að íslending-
ur sé að kenna Spánverjum á gítar,
þá svarar Arnaldur því til að ekki
veiti af. Sem líklega sýnir það, að
Spánverjar eru ekkert betri í sínum
þjóðaríþróttum en við í okkar —
hvað með þekkingu á íslendinga-
sögunum og jafnvel tungumálinu
sjálfu?
Annars voru tónleikar Arnalds
virðulegir og ánægjulegir að flestu
leyti. Efnisskráin var metnaðarfull
og „þung“, þ.e. ekki var leikið á
ódýra strengi heldur kröfur gerðar
til flytjanda jafnt sem áheyrenda.
Og takist slíkt, verður árangurinn
líkur því sem Einar Benediktsson
lýsti í stöku:
Gengi er valt, þar fé er falt,
fagna skalt í hljóði.
Hitt varð alltaf hundraðfalt,
sem hjartað galt úr sjóði.
Á efnisskrá Arnalds voru fjögur
verk: Sónata í C-dúr eftir Fernando
Sor (f. 1778), Svíta í a-moll eftir Jo-
hann Sebastian Bach (f. 1685),
Fjórar stemningar eftir Jón Ásgeirs-
son (f. 1928) og Tuttugu tilbrigði og
fúga um „Folía de Espana" eftir
Manuel María Ponce (f. 1882). Arn-
aldur flutti þessi verk af öryggi og
þrótti. Hljóðfæri hans er hljómmik-
ið af gítar að vera, og Arnaldur (eins
og sjálfsagt aðrir kunnáttumenn)
hefur vald á mörgum tóngerðum
eftir því sem við á — mjúkum tóni
og hörðum, syngjandi eða plokk-
andi, sterkum eða veikum. Og allri
þessari tækni hljóðfæris síns beitir
hann af kunnáttu og tónlistariegu
viti, til að flytja verkið sem best.
Viðamesta verkið á tónleikunum
voru Tilbrigðin og fúgan eftir
Ponce, sem samin voru fyrir Andrés
Segovia. En ánægjuleg var einnig
frumraun Jóns Ásgeirssonar sem
gítartónskálds, því á tónleikunum
frumflutti Arnaldur Fjórar stemn-
ingar hans. Stemningarnar heita
Forspil, Söknuður, Rímnalag og
Óþol, og jafnvel nafngiftirnar falla
jafnvel að tónlistinni og tónlistin
féll að hljóðfærinu.
Fyrir mörgum árum var því
hreyft í Tímanum, að Arnaldur Arn-
arson mætti kannski vera duglegri
að æfa sig. Því listamaðurinn hafði
lent í ýmsum hremmingum á tón-
leikum, gleymt og ruglast. En síðan
hefur hann tekið svo stórstígum
framförum að undrum sætir, enda
kominn í allra fremstu röð ís-
lenskra gítarleikara og sjálfsagt þótt
víðar væri leitað, eins og árangur
hans í alþjóðlegum gítarkeppnum
undanfarið ber vitni um. Ef vart
varð við einn eða tvo smáhnökra í
leik hans nú, í langri, viðamikilli og
tæknilega erfiðri efnisskrá, þá hefur
það sennilega verið með ráðum gert
til þess að skapa spennu og brjóta
upp „tilbreytingarleysi fullkomn-
unarinnar" — í listinni er lífshá-
skinn punkturinn yfir i-ið.
Við ræddum við Arnald eftir á um
tónleikana og tilveruna, og þar
stungum við upp á því að honum
færi líkt og Arthuri Rubinstein, sem
ekki fór að taka píanóið verulega al-
varlega fyrr en á miðjum aldri. Og
þetta með æfingarnar rifjaðist upp.
Þá sagði Arnaldur, að hann æfi sig
ekkert meira nú en áður, hins vegar
hafi það breyst hvernig hann æfi sig
— nú stundi hann einbeitingu og
æfi með einbætingu. Þetta er lær-
dómsríkt, en blasir við ef hugsað er
um það. Ég hef nefnilega tekið eftir
því með ýmsa afburða hljóðfæra-
leikara, að þeir spila með höfðinu
en ekki með fingrunum. Og sé til
aðferð til að kenna börnum (og full-
orðnum) að einbeita sér, þá ætti
auðvitað að setja slíkar æfingar of-
arlega á námsskrána og vinna þann-
ig land á öllum sviðum.
Tónleikar Arnalds Arnarsonar
voru í Áskirkju 14. júní. Þeim lauk
með tveimur litlum aukalögum, því
listamanninum var innilega fagnað.
Sig.St.
Arnaldur Arnarson.