Tíminn - 24.06.1992, Page 9

Tíminn - 24.06.1992, Page 9
Miðvikudagur 24. júní 1992 Timinn 9 Aðalsteinn Ásberg með tvær nýjar bækur Útgáfufélagið Dimma hefar sent frá sér tvær nýjar ljóðabækur: „Draumkvæði" eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og „TVé hreyfa sig hægt“ eftir Paal-Helge Haugen í þýðingu Aðalsteins Ásbergs. „Draumkvæði" er sjötta ljóðabók Aðal- steins Ásbergs. Hann hefur einnig samið skáldsögu, bamabækur og fjölda söng- texta, bæði við eigin lög og annarra. Ný- verið hlaut hann verðlaun í bókmennta- samkeppni Almenna bókafélagsins fyrir bamabókina „Dvergasteinn". „Draum- kvæði“ er 62 blaðsíður, en bókin skiptist í fjóra kafla, sem hafa að geyma 39 ljóð. „TVé hreyfa sig hægt“ er úrval ljóða úr 7 bókum sem út komu á tímabilinu 1967- 1990. Paal-Helge Haugen er vel þekktur í heimalandi sínu og hefur auk ljóða m.a. skrifað leiktexta og bamabækur. í ljóð- um sínum notar hann oft hversdagslegt málfar og myndir á nýstárlegan hátt og tekst þannig að varpa nýju ljósi á hið ljóðræna landslag. Bókin er 72 blaðsíður og gefin út með styrk frá Norræna þýð- ingarsjóðnum. Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. maí er skrifstofa okkar I Hafnarstraeti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Þórsmörk Hin víðfræga og fjölsótta Þórsmerkurferð ungra framsóknarmanna verður farin dag- ana 3. til 5. júli n.k. Tjaldað verður I Langadal. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til SUF I slma 91-624480, eigi síöar en kl. 16 föstudaginn 26. júnl. Athugið takmarkaö sætaframboð. Ferðamálaráð SUF. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Drætti í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið frestað til 10. júli n.k. Vel- unnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miða, eru hvattir til að greiða heimsenda giróseðla fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I síma 91-624480. Framsóknarfíokkurínn Framsóknarmenn Sauðárkróki Aðalfundur Suðurgötu 3, eignarfélags Framsóknarhússins á Sauðárkróki, verður haldinn I Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki miövikudaginn 24. júní 1992 kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjómin. Ingibjörg Dalamenn Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður er með viðtalstíma I Dalabúð i Búöardal í dag, miðvikudaginn 24. júni, kl. 17-19. Framsóknarkonur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir hópferð á Kvennaþingið á Egils- stöðum 20.-23. ágúst n.k. Vinsamlegast látið skrá ykkur strax hjá Jafnréttisráði, simi 91-27420, og á skrifstofu Framsóknarflokksins, slmi 91-624480. Framkvæmdastjóm L.F.K. SARAH 0G ANDREW ANDA LÉTTAR Ekki verður séð að hjónakornin Andrew prins og Sarah, hertoga- ynjan af York, taki nærri sér lengur yfirvofandi lögskilnað sinn. Þau sinna hvort fyrir sig skylduverkum sínum, prinsinn nú sem endranær í sjóhernum þar sem hann var fyrir skömmu skipaður aðmíráll af föður sín- um, hertoganum af Edinburgh, og heretogaynjan annast börnin, sem einsog svo mörg íslensk börn sjá ekki föður sinn svo vik- um skiptir, vegna þess að hann er Sarah leiöir Beatrice prinsessu í skólann. Mseögurnar líta vel út eftir gott sumarfrí. Sjóherinn er Andrews lífog yndi. alltaf úti á sjó. Nýlega sást til Söru fara með dæturnar í leikskólann. Hún var einstaklega afslöppuð að sjá, úti- tekin og frískleg, enda nýkomin úr góðu fríi. Andrew veifaði bros- andi til mannfjöldans á fimm- tugsafmæli landgöngu ameríska sjóhersins í seinni heimstyrjöld- inni, sem haldið var fyrir skemmstu. Þótt það hellirigndi, virtist hann leika við hvern sinn fingur. Líklega þykir þeim þau hafa sloppið vel í samanburði við harmleikinn, sem allur heimur- inn þykist vera vitni að nú í sam- bandi við hjónaband Karls krón- prins og Díönu. Clint tugtar aðdáanda Þótt leikarinn Clint Eastwood sé ekki lengur borgarstjóri í Carmel í Kaliforníu, þá stendur hann enn í ströngu við að koma lögum yfir bófa og ofbeldisseggi. Hann getur sofiö rólega nú, því einn hinna mörgu aðdáenda hans er bak við lás og slá. Brian Neun frá Maryland þóttist lengi vera „vinur og aödáandi" leikarans og hafði hringt með jöfnu millibili heim til Clints und- anfarin fjögur ár, eða þangað til Clint og fjölskyldu var nóg boðið og þau kærðu símtölin. Dómur var kveðinn upp svo- hljóðandi að símtölin væru ógn- vekjandi og sönnuðu illa náttúru aðdáandans. Segulbandsupptökur sýndu að aðdáandinn heimtaði peninga og fleira af goði sínu, fyr- ir utan að hundsa friðhelgi heim- ilis leikarans. Var Brian þessi síð- an snarlega tekinn úr umferð. Clint Eastwood stendur f ströngu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.