Tíminn - 24.06.1992, Qupperneq 12
'JGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
HEIÐI
BÍLAPARTASALA
Varahlutir í árgerðir '74-'87
Ýmsar smáviðgerðir
Kaupi bíla til niðurrifs
HEKH ■ BÍLAPARTASALA
Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbas
Símar 668138 6 667387
AUÐVITAÐ
Suöurlandsbraut 12
Oðruvísi bílasala
BÍLAR • HJÓL •
BÁTAR • VARA-
HLUTIR.
■VND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
Jg m SAj HOGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum
oi i varahlutir
, Hamarshöfða I - s. 67-6744 j
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ1992
Tekjur verkfræðinga í opinberri þjónustu hafa ekki rýrnað eins mikið og á almenna markaðinum:
Meðaltekjur verkfræðinga
240 þús.kr. á mánuði 1991
Verkfræðingar í starfi hjá verktökum máttu sætta sig við að lækka
um 25% í tekjum (úr 343 í 256 þús.kr. á mánuði) milli áranna
1990 og 1991. Á sama tíma gátu verkfræðingar í þjónustu sveitar-
félaga hrósað happi yfir 14% hækkun tekna (úr 254 í 290 þús.kr.).
Niðurstöður kjarakönnunar 1992, sem Fréttabréf verkfræðinga
segir frá, leiða m.a. í ljós geysilegan mun á þróun heildartekna verk-
fræðinga milli þessara ára, eftir vinnuveitendum þeirra.
Að meðaltali lækkuðu heildartekj-
urnar um 1% milli ára. Sú lækkun
og meira til (3% lækkun) varð hjá
verkfræðingum á almenna vinnu-
markaðinum, en hinir náðu 1%
hækkun. Þá var 1991 merkilegt ár
fyrir þær sakir að þá fengu verkfræð-
ingar (6) í fyrsta sinni atvinnuleysis-
bætur.
Þá vekur m.a. athygli, í ljósi ára-
langrar umræðu um léleg kjör hjá
hinu opinbera, að aðeins um 4-5%
munur er á meðaltekjum verkfræð-
inga í starfi hjá hinu opinbera (ríki,
borg, sveitarfélögum og opinberum
eða hálfopinberum stofnunum) ann-
ars vegar, og verkfræðinga í starfi á
almenna vinnumarkaðinum (á verk-
fræðistofum, við tölvuþjónustu, í
verslun/þjónustu, iðnfyrirtækjum
og hjá verktökum) hins vegar. Tekju-
bil innan hvors þessara hópa var
Útgjöld Félagsmálastofnunar Reykjavíkur
83 milljónum undir fjárhagsáætlun 1991:
Færri óskir og
lægri styrkir
Einstaklingar, sem fengu fjárhags-
aðstoð frá Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar árið 1991, voru
um 2.530 talsins, sem er fækkun
um 10%, eða kringum 280 manns
frá árinu áður — og þeim hefur enn
farið fækkandi það sem af er þessu
ári, borið saman við sama tíma í
fyrra. Sú fjárupphæð, sem Félags-
málastofnun varði til fjárhagsað-
stoðar, lækkaði þó hlutfallslega enn
meira milli ára.
Fjárhagsaðstoð Félagsmálastofn-
unar nam samtals 290 milljónum
króna 1991, sem var 83 milljónum
kr. (22%) undir fjárhagsáætlun árs-
ins og meira að segja 40 milljónum
kr. (12%) lægri upphæð heldur en
árið 1990. í Ijósi aukins atvinnuleys-
is og lækkandi tekna hlýtur þessi
þróun að vekja sérstaka athygli og
undrun.
Gunnar Sandholt, yfirmaður fjöl-
skyldudeildar Félagsmálastofnunar,
segir fækkun umsókna um fjárhags-
aðstoð í fyrra hafa komið mörgum á
óvart. Mönnum komi þó enn meira
á óvart að sú fækkun hafi haldið
áfram það sem af er þessu ári. Að
fmna skýringu á þessu segir hann
hins vegar hafa vafist mjög fyrir
mönnum, þar sem þetta sé þvert á
alla fyrri reynslu. Könnun, sem nái
áratug aftur í tímann, hafi leitt í ljós
mikla fylgni með ástandinu í þjóðfé-
laginu og fjölgun eða fækkun skjól-
stæðinga stofnunarinnar. Umsókn-
um um fjárhagsaðstoð hafi jafnan
fjölgað þegar að þrengdi í þjóðarbú-
inu, atvinna dróst saman og kaup-
máttur minnkaði. Að umsækjend-
um skuli nú stórum fækka og fjár-
hagsstyrkir til þeirra lækka, samfara
auknu atvinnuleysi og lækkun
tekna, segir Gunnar því erfitt að
finna skýringu á í fljótu bragði.
Eitt atriði gæti þó hugsanlega skýrt
þetta að hluta. Hækkun á barnabót-
um og öðru slíku og aukin endur-
greiðsla skatta gæti e.t.v. gert það að
verkum að fleiri hafi farið yfir þau
viðmiðunarmörk, sem fjárhagsað-
stoð Félagsmálastofnunar miðast
við. Eftir upplýsingar þar um hafi
kannski ýmsir annað hvort hætt við
að sækja um fjárhagsaðstoð, ellegar
ekki talið sig þurfa á slíkri aðstoð að
halda.
Annan part af skýringunni telur
Gunnar hugsanlega geta falist í
auknu starfsmannahaldi við mót-
töku fjárhagsumsókna. Þ.e. að með
betri og vandaðri vinnubrögðum
takist í vaxandi mæli að finna önnur
úrræði en fjárhagsaðstoð. Lækkun á
upphæð meðalstyrks sé a.m.k. vafa-
laust til komin vegna vandaðri
vinnubragða.
Sveinn Ragnarsson, félagsmála-
stjóri Reykjavíkurborgar, segist
heldur ekki hafa fundið skýringu á
færri umsóknum og lægri styrkjum.
Fyrir hálfu öðru ári eða svo hafi út-
tekt verið gerð á þróun fjárhagsað-
stoðar síðustu tíu ár. Þar hafi komið
í Ijós talsvert mikil fylgni milli Qölda
skjólstæðinga og fjárhagsaðstoð til
þeirra annars vegar og hins vegar
ástandsins í þjóðfélaginu, þ.e.- at-
vinnuástands og kaupmáttar Iauna.
Þegar farið hafi saman lélegt at-
vinnuástand og lélegur kaupmáttur,
hafi jafnan fleiri fengið aöstoð og
einnig hærri upphæðir.
Nú komi þessi fylgni hins vegar
ekki fram, raunar þvert á móti.
Fækkun umsókna á fyrstu fimm
mánuðum þessa árs, miðað við sama
tímabil í fyrra, hafi jafnvel verið ívið
meiri heldur en hún var þá.
„Þetta þyrfti því satt að segja ítar-
lega skoðun. Því þetta er ekki í takt
við fyrri reynslu hjá okkur,“ segir
Sveinn. - HEI
hins vegar miklu meira, eða frá 177
þús.kr. á mánuði í menntastofnun
upp í 303 þús.kr. mánaðartekjur hjá
háífopinberri/um stofnun/um í
fyrra. í Fréttabréfinu er m.a. bent á
að þar sem verðbólga var 8% milli
þessara ára, hafi rauntekjur lækkað
verulega. Sömuleiðis er kvartað yfir
lélegri þátttöku í þessum árlegu
launakönnunum. Svör bárust aðeins
frá 270 af nærri 1.200 íslenskum
verkfræðingum, sem allir fengu
send könnunargögnin. Greinarhöf-
undur segir mikilvægi kjarakönnun-
arinnar ótvírætt og það muni vaxa á
næstu árum, þegar vinnustaða-
samningar verði staðreynd. Gildi
könnunarinnar stóraukist við að
sem flestir taki þátt í henni.
Fréttabréfið birtir m.a. svonefnda
viðmiðunarlaunatöflu, sem byggð er
á árlegri kjarakönnun. Til viðmiðun-
arlauna teljast allar greiðslur fyrir
það sem telst til dagvinnutíma, en
ekki yfirvinnulaun né endurgreiðsl-
ur útlagðs kostnaðar. Samkvæmt
töflunni eru viðmiðunarlaun þeirra,
sem útskrifúðust í fyrra, nú um 129
þús.kr. á mánuði, útskrifaðra 1986
um 170 þús.kr., útskrifaðra 1981 um
195 þús.kr. og útskrifaðra fyrir átján
árum um 228 þús.kr. á mánuði fyrir
dagvinnutímann. - HEI
iiliSSs
H—IU
■■
Örlygur Kristfinnsson í minjasafninu fyrir framan merki þau, sem notuö voru til að aögreina
síldartunnurnar. Tímamynd: gkg.
Siglufjörður um verslunarmannahelgina:
SÍLDIN Á SIGLÓ
Síldarævintýrið verður endurtek-
ið næstu verslunarmannahelgi á
Siglufirði. Það var fyrst haldið
fyrir ári síðan og þótti takast vel.
Meðal annars voru þar sýnd þau
vinnubrögð, sem notuð voru við
vinnslu síldarinnar, og verður svo
einnig gert nú.
Minjasafnið verður opið fyrir
gesti, en tvö og hálft ár er nú liðið
síðan Félag áhugamanna um
minjasafn var stofnað. Félagið
stendur fyrir minjasafninu, sem
nú er aðeins í bráðabirgðahús-
næði að Suðurgötu 46. Þar er
hægt að berja augum ýmsa gripi
sem tengjast síldarárunum.
Að sögn Örlygs Kristfinnssonar,
formanns félagsins, eru þar þó að-
eins litlu munimir. Þeir stærri
bíða þess að safnið flytjist í Roalds-
bragga, sem stundum er nefndur
ísfirðingabraggi. Húsið er norskt
að uppruna og byggt um 1907.
Það er reist á staumm fram í sjó í
tengslum við bryggju. Þar var
söltunarstöð í eigu Roaldsfeðga.
Bragginn var friðaður árið 1978, í
því skyni að hýsa safn, og hófst
endursmíði hans árið 1990.
„Safninu hafa borist styrkir jafnt
frá fyrirtækjum sem einstakling-
um og nú er Siglufjarðarbær
smám saman að koma inn í dæm-
ið,“ segir Örlygur.
Hið raunvemlega síldarævintýri
hófst árið 1903, þegar Norðmenn
hófu veiðar og vinnslu síldar. Því
lauk svo um 1960. En þó að síldin
sé á bak og burt, er þessi tími enn-
þá lifandi í huga eldri Siglfirð-
inga. Nú geta þeir yngri fengið að
finna keiminn af þeim ámm, þeg-
ar fólk í þúsundatali sótti til
Siglufjarðar til að komast í síld-
ina, sem hjálpaði íslensku þjóðfé-
lagi til framfara og velmegunar.
—GKG.
FER MIÐSKOLINNI
MIÐBÆJARSKÓLANN?
Nú er í skoðun hjá Skólamálaráði
Reykjavíkur húsnæðismál nýjasta
einkaskólans, Miðskólans. Að sögn
Áma Sigfússonar, formanns ráðsins,
hefur verið litið til gamla Miðbæjar-
skólans sem framtíðarhúsnæði Mið-
skólans. Fleiri byggingar em þó til
skoðunar og endanleg ákvörðun hefur
ekki verið tekin.
Ámi Sigfússon segir að stuðningur
Borgarinnar við Miðskólann verði
fyrst og fremst fólgin í húsnæði, einka-
skólar hafi ekki verið styrktir að neinu
marki á annan veg. Tjamarskóli fékk á
sínum tíma úthlutað húsnæði og hið
sama mun gilda fyrir Miðskólann, þeg-
ar hann fer af stað. Gamli Miðbæjar-
skólinn hefur verið lítið notaður um
hríð og er nokkuð illa farinn. Ef skóla-
hald á að hefjast þar næsta haust, þarf
að gera eitthvað fyrir hann.