Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. júní 1992 Tíminn 3 Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa styrkt atvinnulífið um sem svaraði 2o milljörðum á höfuðborgarsvæðinu: Framlög til fyrirtækja 3,5 milljarðar í 24 kaupstöðum Könnun Sambands ísl. sveitarfélaga hefur leitt í Ijós að 24 kaup- staðir (af 31) hafa á síðustu fimm árum Iagt um 3,5 milljarða til at- vinnulífsins í formi hlutabréfakaupa, lána, niðurfellinga gjalda, beinna framlaga og ábyrgða. Ríflega helmingur upphæðarinnar er í ábyrgðum, en reynslan hefur sýnt að sveitarfélögin hafa fyrr eða seinna þurft að greiða stóran hluta þeirra skulda sem þau hafa ábyrgst fyrir atvinnufyrirtækin. Langmest er þessi aðstoð hlutfalls- lega á Vestfjörðum, eða sem svarar hátt í 140 þús.kr. á hvern íbúa. Miðað við fólksfjölda mundi þetta samsvara um 14 milljarða stuðn- ingi hjá Reykjavíkurborg - en í raun er stuðningur borgarinnar við atvinnulífið sáralítill. Gífurlegur munur er eftir landshlutum á aðstoð kaupstaða við atvinnulífiö. Á þessu línuriti frá Sam- bandi sveitarfélaga er slík aðstoð sýnd reiknuð í krónum á hvem íbúa í landshlutunum. Hlutfallslega er þessi aðstoð langhæst á Vestfjörðum, eða sem svarar hátt í 140 þús.kr. á hvern íbúa í þeim kaup- stöðum sem þar hafa veitt fyrirtækjum aðstoð. Til að ná sama hlutfalli hefðu kaupstaðirnir á höfuö- borgarsvæöinu þurft að leggja fram meira en 20 milljarða króna. Sem sjá má er Reykjavíkurborg hins vegar í raun langneðst á blaði og hefur variö sjóðum sínum til annarra hluta. Kaupstaðir á Suðurlandi og Reykjanesi virðast heldur ekki hafa verið aö ausa úr sjóðum sínum til atvinnufyrirtækja. Langstærsti hluti þessarar aðstoðar kaupstaðanna, eða um 1,6 milljarð- ur, hefur farið til fiskvinnslunnar, hvar af um 550 milljónir eru fram- lög en rúmlega milljarður ábyrgðir. Um 830 milljónum hefur verið varið til aðstoðar útgerðarfyrirtækjum, hvar af rúmur helmingur eru fram- lög. Iðnfyrirtæki hafa fengið um 480 milljónir í fjárhagslega aðstoð, að mestu framlög, verslunar- og þjón- ustufyrirtæki um 240 milljónir, að Faxamjöl áfram að Kletti? Á fundi borgarráðs á þriðjudag var tekin fyrir beiðni fiskimjöls- verksmiðjunnar Faxamjöl hf. að Kletti, um áframhaldandi Ieigu fé- lagsins þar út næstu loðnuvertíð. Samningur sem borgin gerði við fyrirtækið gekk út á að starfsemi þar yrði hætt um síðustu áramót, eftir að fyrirtækinu var úthlutað stafsleyfi fyrir verksmiðju í Örfi- risey. Óskað var eftir tveim bókunum um málið. Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs lét bóka að nú væru liðnir fjórir mánuðir frá því að leigusamning- ur borgarinnar við verksmiðjuna aö Kletti rann út. Mikinn ódaun leggi frá verksmiðjunni þegar hún er í gangi og ekki forsvaran- legt að láta hana starfa áfram. Með því að framlengja starfssamning- inn myndi Reykjavíkurborg ganga á bak orða sinna, svokölluð atvinnusjónarmið megi ekki rétt- læta orðabrigð eða umhverfis- spjöll. Markús Öm Antonsson, borgar- stjóri lét bóka að fyrirtækið færi aðeins fram á að reka verksmiðj- una út næstu loðnuvertíð. Um frekari rekstur verði ekki að ræða, því verksmiðjan verði rifin á næsta ári af skipulagsástæöum. í ljósi þess hve alvarlega horfir í at- vinnumálum væri eðlilegt að þessi beiðni verði tekin til já- kvæðrar meðferðar hjá borgaiyf- irvöldum. Málið verður væntanlega afgreitt í borgarráði í næstu viku. Úrslit atkvæðagreiðslu S.Í.B.: Nýi samningur- inn samþykktur Nýr kjarasamningur Sambands ís- lenskra bankamanna sem undirrit- aður var með fyrirvara þann 5. júní sl. hefur verið samþykktur. Alls vom 3558 manns á kjörskrá og greiddu 2784 atkvæði eða 78,2%. 1654 manns eða 59,4% með samn- ingnum og 981 eða 35,2% vom and- vígir honum. Auðir og ógildir seðlar vom 149 eða 5,4%. -GKG. mestu framlög, og aðrar atvinnu- greinar um 220 milljónir kr., nær eingöngu ábyrgðir. Þá hafa kaup- staðirnir varið um 170 m.kr. til sér- stakra álagsverkefna í atvinnumál- um og atvinnuþróunarfélaga á þess- um ámm. Allar upphæðir miðast við verðlag 1991. Þegar litið er á þróunina þessi fimm ár (1987-1991) kemur í ljós að fyrstu tvö árin var þessi aðstoð kaupstaðanna um 550 m.kr. á ári, fyrstu tvö árin, og þá fyrst og fremst í formi ábyrgða. Árið 1989 hækkaði þessi aðstoð í um 820 m.kr., hvar af framlög vom um 300 m.kr. Þau höfðu síðan hækkað í um 550 millj- ónir kr. á síðasta ári, þegar heildar- upphæðin var komin hátt í 900 milljónir að meðtöldum ábyrgðum. Mesta aðstoð hafa kaupstaðir á Vesturlandi og Vestíjörðum veitt. Mestu munar þar um Ólafsvík og Bolungarvík sem lagt hafa gífurlega fjármuni í útgerð og fiskvinnslu, sérstaklega á síðustu tveim ámm. Árið 1991 lagði Ólafsvík t.d. at- vinnulífinu til upphæð sem sam- svaraði tvöföldum heildarskatttekj- um kaupstaðarins það ár. Og sama ár lagði Bolungarvík fram aðstoð sem svaraði 79% sinna skatttekna á árinu. Hjá Sambandi sveitarfélaga segja menn það ljóst að fjárhagsleg af- skipti sveitarfélaganna af atvinnulíf- inu hafi komið í veg fyrir stórfellt at- vinnuleysi í mörgum byggðarlög- um. Afleiðingamar séu á hinn bóg- inn mjög alvarleg fjárhagsstaða þeirra sveitarfélaga sem mest hafi lagt af mörkum til atvinnulífsins á undanförnum ámm. Skuldsetning þeirra og þær fjárhagslegu ábyrgðir sem þau hafi undirgengist séu mjög alvarlegar miðað við tekjumögu- leika. Af þeim ársreikningum sveitarfé- laga sem þegar hafa borist segir Samband sveitarfélaga mega ráða að afkoma sveitarfélaga hafi verið lak- ari árið 1991 heldur en árið áður og að hún eigi enn eftir að versna á ár- inu 1992 hjá þeim sveitarfélögum, sem enn séu með framfærslu at- vinnulífsins á sínum herðum. Ákvarðanir sem einstök sveitarfé- lög hafi nýlega tekið um milljóna- tuga framlög til atvinnulífsins séu raunvemlega langt umfram fjár- hagslega getu þeirra. Niðurstaðan sé sú, að þau sveitarfélög sem mest hafa lagt af fé til atvinnumála að undanförnu séu nú svo skuldug, að þau hafi ekkert svigrúm til frekari fjárútláta vegna frekari ráðstafana í atvinnumálum. Það sé því mikill ábyrgðarhluti og raunar ófært, að Umferðardeild borgarinnar er að- eins kunnugt um eitt óhapp sem rekja má til auglýsingar á hreyfi- skilti. Umræður hafa verið um málið í borgarráði og þar var óskað eftir upplýsingum. Skoðaðir vom nokkrir götukaflar og gatnamót í slysagagnabanka umferðardeildar, þar sem uppsetn- ing hreyfiskilta kynni að hafa haft vísa þeim vanda, sem nú er við að fást í atvinnumálum, yfir á sveitarfé- lögin. - HEI áhrif á umferðaröryggi. Sam- kvæmt þeirri könnun er ekki hægt að slá því föstu að slysahætta hafi aukist, ef svo væri hefði hún lítið aukist. Einnig var leitað til lög- reglu og umferðarráðs, en þessum aðilum var aðeins kunnugt um eitt óhapp, þar sem þess var sérstak- lega getið, að hreyfiskilti hefði haft tmflandi áhrif á ökumann. - bs Samstarfstilboð til einkaskóla og áhugamannafélaga Skólamálaráð Reykjavíkur auglýsir eftir aðilum, er starfa á sviði fræðslu og lista fyrir 6-15 ára börn, sem áhuga hafa á auknu samstarfi við grunnskóla Reykjavíkur. Til greina kemur að bjóða aðstöðu í grunnskólum borgarinnar. Starfsemi þessi fari fram á tímabilinu jan.-maí og sept.-des. frá kl. 08-17. Aðilar, sem óska eftir slíku samstarfi, hafi samband við Skólaskrifstofu Reykjavíkur, kennslumáladeild, í síma 28544, fyrir 15. júlí n.k. Aðeins eitt óhapp vegna hreyfiskilta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.