Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASEMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýri 18D • Mosfnllsbœ Slmar 668138 8 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbrauf 12 Oðruvísi bflasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BfLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 I yt; HÖGG- ^ DEYFAR Versiið hjá fagmönnum Hanufsböföa I - s. 67-67-44 Tíminn FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 Bílvegir mokaðir: Júníhálka og skaf- renningur Hálka hefur verið á vegum og hef- ur þurft að moka snjó af vegum í Vatnsskarði og á Oxnadalsheiði. Fyrir vestan þurfti að moka Breiða- dals- og Botnsheiði auk Hrafneyr- arheiði. Á Norðurlandi hafa Kísil- vegur og vegir á Mývatns- og Möðrudalsöræfum verið mokaðir. „Þetta hefur ekki verið mikil ófærð en þó nóg til þess að orðið hefur að moka“, segir Sigurður Hauksson vegaeftirlitsmaður hjá Vegagerð ríkisins. „Svo hefur verið víða hálka á flestum fjallvegum á Vestfjörðum eins og tii dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er um Hólssand, sem og um veginn frá Öxarfirði upp á fjöll og Öxarfjarðar- heiði“. Búið er að hefla og laga Kjalveg og er áætlað að opna hann fyrir umferð í dag. Auk þess verða opn- aðir vegirnir í Landmannalaugum, Sigöldu, Eldgjá og Skaftártungu. Á Norðurausturlandi hafa há- lendisvegir í Öskju, Kverkfjöll og Snæfell verið opnaðir og á Suður- landi hafa Uxahryggir verið opnaðir sem og leiðir í Jökulheima og Veiðivötn. í Eldgjá er fært sunnan frá. „Við erum að vona að þetta standi stutt og um leið og norða- náttin gangi niður hverfi þessi snjór sem er á fjallvegum", segir Sigurður. Einar Sigurbjörnsson veður- fræðingur segir aftur á móti ekki útlit fyrir miklar breytingar: „Við verðum áfram í þessu kalda lofti í það minnsta fram yfir helgi“. Á morgun dregur úr mesta kuld- anum á Norðurlandi sérstaklega austan til en síðan er aftur von á norðanátt. Einar segir að snjóa muni til fjalla en kalsarigning eða slydda verði í byggð. Fyrir sunnan verður nokkuð bjart og að mestu þurrt. Heldur hlýrra veður en þó verður það að teljast kalt miðað við árstíma enda hitastigið 8-12 stig að deginum og svalt að næturlagi. Ekki er þó von á að frysti í byggð. Einar segir að það gráni í fjöllum fyrir norðan annað hvert ár á þess- um árstíma, en að það snjói í byggð eins og núna er mun fátíðara. Spurnir hafði honum borist af því að alhvítt var á tjaldstæðunum í Mývatnssveit í gærmorgun. Svipað veður var 17. júní árið 1959 og einnig 22. júní 1968. Þá hefur fólk eflaust borið sig verr - í þeirri mussutísku sem þá tíðkaðist. -GKG. Frá fundinum í Stapa í fyrrakvöld. Tímamynd GTK Atvinnumál á Suðurnesjum batna ekki: Uppsagnir hjá Varnarliöinu 25 starfsmönnum Vamarliðsins í Keflavík var sagt upp vinnu f gær. Að sögn Kenneth Joseph Quinby hjá upplýsingaþjónustu Varaar- liösins er ástæða uppsagnanna samdráttur og spamaður banda- rískra stjómvalda. „Sumir veröa endurráðnir en ekki er vitað hve margir það verða", segir Quinby. „Einnig er ætlunin að Varnarliðið hefji útboð á sumum verkum og mun þar skapast atvinna fyrir einhverja. Þegar til lengdar lætur verða því áiíka margir í vinnu hjá hernum og fyrir breytingar beint eða óbeint". Quinby vísar á bug þeim orðrómi um að verið sé að ráða bandaríska starfskrafta til Varnar- liðsins í stað hinna íslensku. í fyrrakvöld mætti starfsfólk Varnarliðsins í Stapa á fund sem stéttarfélögin á Suðurnesjum efndu til. Þar lýsti fólkið yfir áhyggum sínum. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra var boðaður á fund- inn og mætti Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra líka. Jón Baldvin sagði frá því að í október væri von á áliti nefndar sem athuga á helstu þætti utan- ríkis- og varnarmála Islendinga í samráði við Atlantshafsbandalagið og stjórnvöld í Bandaríkjunum. Endanlegar niðurstöður eiga að liggja fyrir um áramótin. Á fund- inum í Stapa upplýsti utanríkis- ráðherra ennfremur að búið væri að skipa nýja menn í kaupskrár- nefnd, en sú nefnd fjailar um kjaramál íslenskra starfsmanna varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Nokkurrar óánægju hafði gætt hjá stéttarfélögum á Suður- nesjum með starfshætti nefndar- innar. Starfshættir nefndarinnar hafa ekki verið ákveðnir en í nefndinni sitja nú: Óskar Hall- grímsson, forstöðumaður vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins sem er formaður, Ragnar Halldórsson, stjórnarformaður ÍSAL og Guðmundur Gunnarsson, varaformaður Rafiðnaðarsam- bands íslands. -GKG. Nær allar auglýsingatekjur Strætisvagnanna fara í bílastyrki til starfsmanna: Strætóstarfsmenn með 3 milljónir í bílastyrki Hafa Strætisvagnar Reykjavíkur í þjónustu sinni menn sem eru yfir það hafnir að ferðast með almenningsfarartækjum? í ársreikningum Reykjavíkurborgar vekur m.a. athygli að nær 1 króna af hverjum 100 krónum sem SVR fær í fargjaldatekjur fer til þess að greiða starfs- mönnum fyrirtækisins bílastyrki. SVR greiddi hátt í þrjár milljónir kr. í bflastyrki á síðasta ári og hafði upphæðin þá hækkað um 23% frá árinu áður, sem var þrefalt meiri hækkun heldur en nam almenn- um verðlagshækkunum (6,8% verðbólga) á tímabilinu. í ársreikningi borgarinnar er sam- og sá kostnaður hækkaði um 31% tals um 685 miiljóna kr. rekstrar- kostnaði SVR skipt niður á nokkur svið. Þar af fóm um 63 milljónir kr. til reksturs skrifstofu og stjórnunar Ólympíuskákmótið: Island í 5.-7. sæti lslendingar urðu í 5.- 6. sæti á Ólympíumótinu í skák í Manilla á Fi- lipseyjum, en mótinu lauk í gær. Okkar menn náðu 33,5 vinningum sem var jafn mikið og Króatía og Lettland fengu. Það voru Rússar sem tryggðu sér gullið með alls 39 vinn- inga, Uzbekistar hlutu silfrið með 35 vinninga og bronsið kom f hlut Ar- mena sem hlutu 34,5 vinning. Bandaríkjamenn voru í fjórða sæti með 34 vinninga. Islenska sveitin sigraði þá tékk- nesku í síðustu umferðinni með 2,5 vinningum gegn 1,5, en það dugði ekki til þess að ná verðlaunasæti á mótinu. A.m.k. 1/2 vinning vantaði upp á að þriðja sætið væri í höfn. Engu að síður er árangur íslensku sveitarinnar einhver sá besti sem náðst hefur á ólympíuskákmóti til þessa. í kvennaflokki sigraöi Georgía með 30,5 vinninga. frá árinu áður. Þar af fóru nær 570 þús.kr. til greiðsiu bifreiðastyrkja. Sú upphæð svaraði t.d. til 4,2% af öllum greiddum launum (13,4 millj.) á þessu sviði rekstrarins. Þá sýnist athyglivert að bflastyrkir til skrifstofuliðsins skuli slaga hátt upp í 835 þús.kr. póst og símakostnað í höfuðstöðvum SVR á árinu og að þeir skuli nema þriðjungi hærri upphæð heldur en ræstingakostnað- ur, sem var 420 þús. kr. á árinu. Á hinn bóginn nema bflastyrkirnir að vísu ekki nema helmingi þeirra tæplega 1,2 milljóna króna sem stjórnendur SVR ákváðu að verja til þess að halda upp á 60 ára afmæli fyrirtækisins. Og þá er samt ótalin sú rúmlega milljón króna sem fór til greiðslu annarrar risnu, dagpeninga og ferðakostnaðar. Bflastyrkir á skrifstofunni eru líka mikill minnihluti heildarstyrkjanna. Meðal kostnaðarliða í rekstri þjón- ustudeilda eru 1.050 þús. kr. í bfla- styrki (sem t.d. svarar til 2/3 kostn- aðar v. rafmagns og hita). Og undir liðnum „rekstur vagna“ er líka m.a. að ftnna bifreiðastyrki upp á um 1.240 þús.kr. sem t.d. er nánast sama upphæð og færð er undir lið- inn „hreingerningar" vagnanna á ár- inu. Samanlagt nema bflastyrkirnir því kringum 2.860 þús.kr. á árinu sem var nær fjórðungs (23%) hækkun frá árinu áður. Fargjaldatekjur árs- ins voru tæplega 330 milljónir, þannig að ekki vantar mikið á að 1% þeirra hafi farið til greiðslu bfla- styrkja til starfsmanna þessarar stærstu bflaútgerðar landsins. Eða kannski er réttara að líta á málið frá hinni hliðinni, þ.e. að Reykjavíkur- borg hefði komist af með 3ja millj- óna kr. lægri styrk til fyrirtækisins - eða sloppið með 3ja milljóna kr. lægri taprekstur ef fyrirtækið gæfi starfsmönnum sínum strætómiða í vagnana, í stað þess að styrkja þá með milljónaupphæðum til reksturs einkabfla svo þeir geti losnað við að ferðast með almenningsvögnum til vinnu. - HEI íslenskum söngvara veittur: Styrkur til náms % I Lofli Erlingssyni baritónsöngvara hefor verið veittor alþjóðlegur styrkur í a.tn.k. eitt ár til fram- haldsnáms við Royal Northem College of Mosk í Manchestcr. Þetta ku vera í fyrsta skipti sem íslendingi hlotnast styrkur til að stunda nám við konungiegan breskan tónlistarháskóla. Loftur er 24 ára gamall og lauk 8.stigi frá Söngskólanum f Heykjavik. Hann hefur víóa komið fram sem einsöngvari m.a. f Æv- intýmm Hoffmanns, Carmina Burana, Töfraflautunni og Rigol- etto bjá íslensku óperannL Prófdómarar frá konunglegu tónlistarskólunum í Bretiandi koma í Söngskólann í Iteykjavík á hverju vori til að dæma í stígs* prófum. Konunglcgu tónlistar- skóiarnir eru fjórir f Bretlandi og einnig em bækistöðvar víða um heim. Þannig gangast 600.000 nemendur undir próf á vcgum skólans hvert ár. Skólamir veita venjulega 8 ítyrid til þeirra sem skata fram úr á stigsprófunum. Loftur var einn þeirra sem tfl- nefndur var tii styrks á lokaprófi sínu árið 1991. -GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.