Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. júní 1992 Tíminn 5 Hallgrimur Þ. Magnússon: Kirkj a í tilvistarkreppu - Er tæknin orðin hættuleg? Á þessum árstíma standa oft yfir miklar ráðstefnur hér í Reykja- vík og eru nú t.d. tvær slíkar í gangi. Önnur er Prestastefna Is- lands, þar sem verið er að leita ráða hvemig auka megi trú al- mennings á kirkju landsins og boðskap hennar. Það vekur upp spuminguna hvort kirkjan hafi verið á rangri leið og látið afvega villast í sínum boðskap; kannski hún hafi brotið orð Krists, sem hann mælir í Qallræðunni, en þar segir hann að ekki sé hægt að þjóna tveimur herrum og annað hvort verði maður að þjóna guði eða Mammon. Liggur kannski veikleiki kirkjunnar í því að hún hefur tekið mannasetningar fram yfir lögmál skaparans og þeirra sanninda sem birtast í hinni helgu bók? Þannig þjónað guði kannski meira með munninum og hjartað í þjónum hennar verið bundið við íslenskt þjóðfélag eins og það hefur skapast á síðustu árhundmðum, en það á einnig í tilvistarkreppu. Önnur ráðstefna, sem haldin er hér í Reykjavík á þessum árstíma, er fundur norrænna röntgenlækna. Þar fjallaði Ásmundur Brekkan pró- fessor um það í hátíðarræðu sinni hvort tæknin væri hugsanlega orðin okkur hættuleg, eins og hún birtist inni á nútíma sjúkrahúsum í dag, en þjóðfélagið hefur lagt á það áherslu að okkur bæri að trúa á tækninýj- ungar í heilbrigðiskerfinu og að þær myndu veita okkur bata. En allar þessar tækninýjungar gera málin flóknari og auka mjög svo kostnað- inn í sjúkrahúsrekstri landsmanna, en allur kostnaður er jú greiddur af sameiginlegum sjóðum okkar, en þeir eru jú að sligast undan velferð- arkerfinu sem kallað er. í áðumefndri fjallræðu stendur einnig: Sælir eru einfaldir í anda, því þeirra er guðsríkið. Er kannski allt lífið miklu einfaldara heldur en við gemm okkur í hugarlund og sannast þar kannski máltækið: Það uppsker hver eins og hann sáir? Við skulum í sameiningu athuga málið aðeins nánar. Víkjum aftur að fjallræðunni, en þar segir Kristur: Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur. En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið. Vísindamenn hafa jú sýnt og sannað það á síðustu áratugum hvemig sólargeislamir, þ.e.a.s. ljós- ið með sínu margþætta litrófi, fara í gegnum augað og hafa áhrif á mis- munandi líffæri í líkamanum. Og þeir hafa sýnt fram á hvemig ljósið og birtan er nauðsynleg til þess að líkami okkar starfi eðlilega og sanna þar með að ljós nærir ljós. Önnur fræðigrein hefur á undan- fömum ámm verið að ryðja sér til rúms hvað varðar sjúkdómsgrein- ingu á Vesturlöndum og nefnist á ís- lensku lithimnugreining. Fyrst er getið um hana árið 1853, en hún segir okkur einmitt að hægt sé að lesa ástand líkamans úr lithimnu augans, og ekki nóg með það, held- ur sannar hún einnig rannsóknir Niels Finsen, en hann var jú af ís- lensku bergi brotinn og fékk Nób- elsverðlaunin fyrir sínar rannsóknir. En hann sýndi jú fram á það t.d. að Ijós fer ekki í gegnum svartan lit, en það er það sama og við sjáum í lit- himnugreiningunni að þegar svo miklar hrömunarbreytingar koma þar fram að svart svæði hefur mynd- ast, þá hleypir það ekki Ijósgeislan- um inn í sig og þá er líkaminn í myrkri á nákvæmlega sama hátt og Kristur lýsir. En þetta kemur einnig heim og saman við annað sem Kristur segir í fjallræðunni, það er: Betra er að sjá flísina í auga bróður síns en bjálk- ann í auga síns sjálfs. Því ef við at- hugum lithimnuna, þá á hvert líf- færi sér ákveðinn stað sem við setj- um heim og saman við klukkuskífu. En þegar við þurfum að athuga augu okkar sjálfra, þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að nota spegil og þá sjáum við spegilmynd af auganu, þ.e.a.s. að það sem á að vera klukkan þrjú það verður klukkan níu. Það má kannski einnig vekja athygli á því að vísinda- menn halda því fram að 85% af lær- dómi okkar komi í gegnum augun, því augun séu framlenging af heil- anum. Því eftir því sem heilsufari þjóðarinnar hrakar, þá missum við trúna á okkur sjálf og um leið á boð- skap föðurins, því hann skapaði okk- ur í sinni mynd, því minna ljós kemst þá inn í heilann á okkur. Þama sjáum við einfaldleikann í sinni réttu mynd, og ef við tryðum þessu þá værum við ekki háð hinni miklu tækni sem er alls ráðandi í dag og þyrftum ekki að hafa áhyggj- ur af því að hún væri okkur hættu- leg. En þar með væri jú kirkjan komin í andstöðu við þá sem stýra heilbrigðismálum þjóðarinnar, því þeir berjast sem Ijón á móti svona villutrúarkenningum og krefjast geðrannsókna yfir hverjum þeim sem slfku trúa. Svo ástandið á ís- landi í dag er ekki langt frá því að vera það sama og í ísrael fyrir 2000 ámm og sýnir hvað við búum í raun og veru við lítið frelsi í nútíma þjóð- félagi. Eitt í viðbót, sem athuga má, er að eitt af því versta, sem er að fá í burtu úr augunum, eru þau merki sem við sjáum í lithimnunni við inntöku á alls konar verksmiðju- framleiddum lyfjum, en þau greiðir jú íslenska ríkið ofan í landsmenn í tonnatali. Aftur á móti það, sem læknar best það sem úrskeiðis hefur farið og sést í lithimnunni, það er að borða þann mat sem skaparinn seg- ir okkur og kemur fram í Mósebók 1:29, og borða hann ómengaðan eins og hann kemur frá skaparan- um. Ef við myndum trúa skaparan- um hvað þetta snertir, að hann legg- ur okkur til þann mat sem á raun- verulega að halda lífi okkar við, þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af okkur sjálfum, eða áhyggjur af um- hverfi okkar, því að maðurinn er í dag mesti spillingarvaldur á móður jörð. Við þyrftum ekki að halda mörg þúsund manna umhverfisráð- stefnur og ekki þyrftum við heldur að trúa því að tæknin væri sköpun- inni fremri, eins og við virðumst gera í dag. Ég vil að lokum leyfa mér að benda á, að til þess að hægt sé að ná árangri, þá verðum við að byrja á okkur sjálfum og rækta okkar eigin garð. Það gerum við eingöngu með því að taka mark á þeim orðum, sem standa í hinni helgu bók, og virða þau í hjarta okkar og láta þau vera líf okkar, alveg sama hvað á dynur, því eins og ég sagði í byrjun greinar minnar, þá er ekki hægt að þjóna tveimur herrum. Því eins og Kristur sagði þegar hann var spurður hvert æðsta boðorðið væri, að þá svaraði hann: Ég drottinn guð ykkar er að- eins einn, og elska skaltu drottinn guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum og elska náung- ann eins og sjálfan þig. Og á hann þá kannski við með náungann að elska allt það, sem guð hefur í raun og veru skapað, og bera þannig kærleik til allrar sköpunarinnar og mynda þannig himnaríki á jörð. Höfundur er læknir. LISTAHATIÐARPISTILL Ekki verður betur séð en að Lista- hátíð í Reykjavík hafi þróast veru- lega með tímanum frá þeirri tón- listarhátíð er Vladimir Ashkenazy kom á laggir í árdaga. Því nú ægir öllu saman: tónlist, leiklist, mál- verki, dansi og hvers kyns uppá- komum, eins og t.d. kabarett Bæj- aranna Polt og Blosn í íslensku óperunni 10. júní. Og allt er þetta til bóta, því nóg er af tónlistinni samt. Og hafi þótt á hana skorta, var núna að ljúka annarri tónlistar- hátíð hér í bænum, í þetta sinn helgaðri orgeltónlist; svo kemur Skálholtshátíð, og þannig koll af kolli fram á haust þegar hringurinn lokast með nýjum starfsvetrí. Og við erum öll orðin einu ári eldrí og eigum samsvarandi styttra eftir. Ég heyri það utan að mér í um- ræðum listrænna manna, að það séu bara dónar sem reyni að skilja listina —' lengra komnir njóta hennar, láta hana streyma gegnum sig, lauga sál sína í ómælisvíddum hennar. Eða svo vitnað sé í einn af þessum textum, sem seldir eru á 100 krónur á sýningum Listahátíð- ar: ,AHt hefur sinn tón. Hamlet er ekkert nema tónlist. Að vera eða ekki vera. Setning sem felur í sér heila sinfóníu." Gerhard Polt er hins vegar lista- maður sem höfðar til skilnings, því hann er „pólitískur satíristi", gagn- rýnandi síns þýska þjóðfélags af því tagi sem hér þekkjast tæplega, þótt Spaugstofumenn hafi kannski ein- staka sinnum komist á svipaðar brautir. Aðferð Polts á þessari sýn- ingu var einræðan: Hann flutti nokkra einleiki, þar sem hinn dæmigerði miðaldra Þjóðverji ræddi við áheyrendur eða við sjálfan sig. Seinast kom hann reyndar fram í gervi Rússa, og loks í gervi Amer- íkumanns. Hann gerir þetta afar vel, er prýðilegur leikari og bæði fynd- inn og beinskeyttur. í skránni er eft- irfarandi dæmi tekið: Ferðamaður segir frá dvöl sinni í Alsír: „Við höfðum frábært útsýni yf- ir hafið frá hótelinu. Og af svölun- um horfði maður beint niður í fá- tækrahverfið. Þar sá maður hvemig þeir gengu um og betluðu. Þetta var virkilega myndrænt og skemmti- legt. En ég verð að viðurkenna að óiyktin var talsverð. Fýlan steig upp af götunni upp á svalimar til okkar og það er ekkert gert í þessu. Mér finnst að það ætti að úða götuna með einhvers konar vellyktandi. Hvað um það — við fömm ekki þangað aftur." Og Polt útskýrði líka hvers vegna hann er Evrópusinni: Þegar landa- mærin verða þurrkuð út, verða öll þau svæði, sem í rauninni em þýsk, aftur hluti af Stórþýskalandi. Þar með má telja Elsass og Lóthringen, Austurríki og Suður-Tíról, Tékkó- slóvakíu og Pólland, einnig mikinn hluta Spánar (t.d. Andalúsíu, en nafnið er dregið af Vandalúsía — landi Vandala, sem vom Þjóðverjar, sagði hann) og Bretlands (Engilsax- ar vom Þjóðverjar). Með Polt í för vom bræður þrír, Hans, Michel og Christoph Well, sem kalla sig Biermösl Blosn og syngja og spila á klassísk bæversk hljóðfæri, auk þess sem þeir hafa gamanyrði í frammi. í upphafi kom fram að þeir höfðu lært ögn í ís- lensku, og hverja þeir höfðu um- gengist: „Hæ, hæ, video. Bless, bless, íslendingasögur. Hæ, hæ, ráð- hús. Bless, bless, Tjömin." Hinn yngsti bræðranna þriggja er annál- aður tónlistarsnillingur í heima- landi sínu og spilar á 17 hljóðfæri, þar af er hann snillingur á tvö. Áður spilaði hann fýrsta trompet í sinfón- íuhljómsveit Munchenar, en þykir Gerhard Polt. skemmtilegra að vera á ferðinni með bræðmm sínum eða Polt, auk þess sem hann spilar á alvömtón- íeikum um allar jarðir — hann er dæmalaust flínkur trompetisti, eins og þama kom skýrt fram. Auk þess spilar hann mjög vel á hörpu. En á skemmtuninni spilaði hann að auki á sítar, alpahom, tvenns konar sekkjapípur (þ.e. með sekk og físi- belg), blokkflautu, túbu, gítar og kannski fleiri hljóðfæri. Hinir spila einkum á harmóníku og túbu. Þess má geta til fróðleiks, að Ger- hard Polt hóf feril sinn sem iðkandi þýskra og norrænna fræða og lærði fyrst í Múnchen og síðar í Stokk- hólmi. Þeim ferli lauk svo þegar hann fór að þýða sænskan nútíma- kveðskap á þýsku — þá hafði hann fengið nóg. Svona er smekkurinn mismunandi, sem betur fer. En að öðmm atriðum Listahátíðar ólöst- uðum, þá var kaba'rett þeirra Polt og Blosn skemmtilegastur og óvenju- legastur. Sig.SL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.