Tíminn - 26.06.1992, Page 6
6 Tíminn
Föstudagur 26. júní 1992
Friðarverðlaun Nóbels í ár sem eru um 60 milljónir ísl. króna skulu renna til
heilbrigðis- og menntamála í Burma:
Friðarverðlaunahafi Nóbels, Aung
San Suu Kyi trú sannfæringu sinni
Handhafí friðarverðlauna Nóbels, Aung San Suu Kyi, sem er leið-
togi stjórnarandstöðunnar í Burma vill að verðlaunin sem eru 60
milijónir ísl. króna renni til heilbrigðis- og menntamála í heima-
landi sínu, Burma.
Geir Lundestad, framkvæmdastjóri
Nóbels-stofnunarinnar, tilkynnti
þetta í gær en eins og kunnugt er af
fyrri fréttum þá hefur Aung San Suu
Kyi verið haldið í stofufangelsi frá því
í júlí 1989. í bréfi til Nóbels- stofnun-
arinnar lýsti hún yfir auðmýkt og
þakklæti fyrir verðlaunin.
Lundestad sagði að Aung San Suu
Kyi hefði óskað þess að stofnaður yrði
sérstakur sjóður sem hefði það að
markmiði að styrkja heilsu og mennt-
un alþýðufólks í Burma.
Eiginmaður Aung San Suu Kyi,
breski menntamaðurinn Michael Ar-
is, kom bréfi hennar á framfæri en
hann fékk loks að heimsækja hana í
stofufangelsið í síðasta mánuði, eftir
liðlega tveggja ára aðskilnað þeirra.
Verðlaunaféð, sem er u.þ.b. sex
milljónir sænskra króna eða 60 millj-
ónir íslenskra króna, hefur verið
ávaxtað í sænskum banka þar til vitað
væri hverjar óskir Aung San Suu Kyi
væru.
„Við munum semja um fram-
kvæmd greiðslu fjárins við eiginmann
konunnar sem hefur fullt og ótak-
markað umboð hennar“ sagði Lund-
estad en vinningshafar geta ráðstafað
verðlaunafénu eftir eigin geðþótta og
án allra skilyrða.
Herstjómin í Burma hefur aðeins
slakað á klónni en hún hafur nú látið
lausa tylft andófsmanna auk þess að
leyfa eiginmanni Aung San Suu Kyi
og nánustu ættingjum hennar að
sækja hana heim í fangelsið.
Eiginmaður hennar, Aris segist
hafa eftir konu sinni, sem er 47 ára
gömul, að þessar aðgerðir herstjóm-
arinnar marki ekki endilega upphaf
einhverra lýðræðisumbóta.
í bréfinu til Nóbels- stofnunarinnar
lét Aung San Suu Kyi þess getið að
hún hlakkaði til þess að koma til Nor-
egs og halda hinn hefðbundna fyrir-
lestur sem ætlast er til að verðlauna-
hafar flytji. Slíkur fyrirlestur var fyrst
fluttur árið 1901. Mikhail Gorbachev
Aung San Suu Kyi
forseti Sovétríkjanna hlaut friðar-
verðlaun Nóbels næstur á undan
Aung San Suu Kyi árið 1990.
Þá lét hún þess einnig getið að í
ræðu þeirri sem sonur hennar hélt í
desember síðastliðnum, hefðu sjónar-
mið sín komið vel fram. Ræðu þessa
hélt sonur hennar í Osló þegar verð-
launin vom afhent. Sonur hennar, Al-
exander sagði við það tækifæri að frið-
arverðlaun Nóbels kæmu sér vel þeim
er stæðu í baráttu fyrir frelsi og berð-
ust gegn oki harðstjóra er kúguðu
fólk líkamlega og andlega.
Aung San Suu Kyi er leiðtogi helsta
stjómarandstöðuflokksins í Burma,
Þjóðarbandalags fyrir lýðræði, en
þessi flokkur vann mikinn sigur í
kosningum í maí árið 1990 þrátt fyrir
að leiðtoginn sæti þá þegar í fangelsi.
Herforingjastjómin neitaði að láta af
völdum þrátt fyrir kosningaúrslitin
en fangelsaði þess í stað flesta stjóm-
arandstæðinga.
Á þessum sama fundi með frétta-
mönnum lét Lundestad þess getið að
þegar hefðu borist 125 tilnefningar
um friðarverðlaunahafa fyrir árið
1992. Það mun verða tilkynnt í októ-
ber næstkomandi hver hlýtur verð-
launin.
Heimildir herma að meðal þeirra
sem nú hafi verið tilnefndir til friðar-
verðlauna Nóbels séu Boris Yeltsin
forseti Rússlands, Nelson Mandela
leiðtogi Afríska þjóðarráðsins og
Hjálpræðisherinn. Allir þessir aðilar
þykja líklegir til þess að hljóta verð-
launin. - Reuter/Krás.
Bretar aflétta banni á nokkrum leyniskjölum:
Minna pukur í Bretlandi
Bretar tilkynntu í gær að þeir hygð-
ust aflétta leynd og leyfa birtingu á
nokkrum njósnaskjölum sem lið í
þeim aðgerðum að gera allt stjómar-
kerfið opnara.
WiIIiam Waldegrave, sem er sá ráð-
herra í bresku ríkisstjóminni er ræð-
Talsmaður lögreglu í Svíþjóð sagði í
gær að senn myndu konur sem ofsótt-
ar eru af körlum geta fengið lífverði
og farsíma á kostnað skattgreiðenda.
Fyrsta júlí næstkomandi mun hefjast
í Svíþjóð tilraun sem standa á a.m.k. í
ár. Hún felst í því að lögreglustjórum í
fjórum lögsagnarumdæmum er heim-
ilt að verja allt að 100 milljónum ísl.
króna til sérstakra aðgerða konum til
vemdar, einkum þeim sem verða fyrir
kynferðislegri áreitni. Þessar aðgerðir
munu m.a. felast í því að ráða fylgdar-
ur meðferð leyniskjala, sagði að þó
nokkur leyniskjöl sem áður hefðu
heyrt undir hið allra leyndasta ráð Jo-
int Intelligence Committee", yrðu nú
gerð opinber.
Þessi nefnd, J.I.C., var upphaflega
sett á laggirnar árið 1936 og er ætlað
menn eða lífverði, útvega konunum
sérstaka farsíma með forrituðum
neyðamúmemm á næstu lögreglu-
stöð, setja upp viðvörunarkerfi á
heimilum kvennanna og koma fyrir
segulböndum á heimilum kvennanna
sem taka sjálfvirkt upp öll símtöl sem
berast til þeirra.
Nú þegar eru 300 slíkir „pakkar" til-
búnir að verðmæti 50 milljónir ísl.
króna. Talsmenn úr samtökum of-
sóttra kvenna segja að brýn þörf sé á
að útvega 500 konum siíka aðstoð
að fjalla um og flokka leyniskjöl Breta.
Þessar aðgerðir nú em undanfari
margra annarra sem forsætisráðherra
Breta John Mayjor hefur boðað til þess
að gera stjórnkerfið breska opnara og
aðgengilegra almenningi jafnframt
því að vinna gegn þeirri ímynd að
konur
strax. Oftast er ofsækjandinn fyrrver-
andi kunningi konunnar sagði Mats
Vangstad talsmaður lögreglunnar.
Þessi tilraun mun leiða í ljós hvort
peningunum yrði kannski betur varið
ef einfaldlega væri fylgst með mönn-
unum, bætti hann við.
í Eskilstuna, sem er vestan Stokk-
hólms, sagðist lögreglan ætla að fylgj-
ast mjög vel með göngu- og skokk-
brautum en undanfarið hefúr mátt
merkja auknar árásir á konur á slíkum
stöðum. - Reuter/Krás.
breska stjómkerfið sé dulúðugt og
fjandsamlegt almenningi.
Gagnrýnar raddir segja hins vegar
að þessar aðgerðir stjórnvalda muni
ekki Ieiða til þess að þau geti ekki
áfram haldið leyndum upplýsingum
sem þau telji sér óþægileg.
í maí síðastliðnum viðurkenndi
Major opinberlega að leyniþjónustan
M16, sem oft er fjallað um í spennu-
myndum, væri raunvemlega til. Öll
njósnaskjöl heyra nú undir ákveðin
reglugerðarákvæði sem kveða á um að
ekki megi birta þau fyrr en eftir 30 ár
hið fyrsta. Um nokkur skjöl sem nú
ræðir um verður að fjalla sérstaklega
sagði Waldegrave í viðtali við BBC- út-
varpsstöðina í gær og jafnframt sagði
hann að ekki væri við því að búast að
allt yrði gert opinbert.
„Eg vil hins vegar benda góðum
fræðimönnum eins og sagnfræðing-
um á að senda mér skriflega beiðni ef
þeir hyggjast fjalla um söguleg mál-
efni og þá munum við gera það sem
við getum til þess að hjálpa þeim um
heimildir. Þessir menn vita líklega
betur en við í stjórninni á hvaða skjöl-
um þeir þurfa að halda" sagði WAl-
degrave að lokum. - Reuter/Krás.
Svíar verja 100 milljónum til verndar konum sem verða fyrir
kynferðislegri áreitni:
Vilja vernda
SARAJEVO - Hersveitir á veg-
um Serba hafa lofað aö hætta
að skjóta á óbreytta borgara I
Sarajevo svo koma megi á
vopnahléi og flytja vistir til borg-
arinnar. ( borginni eru 300.000
óbreyttra borgara sem gætu orð-
ið hungurmorða ef ekki tekst að
senda þeim vistir.
STRASBOURG Frakklandi.
- Carrington lávarður sem reynir
að miðla málum fyrir hönd S.Þ.
reyndi í gær að setja þumal-
skrúfu á forseta Serbíu, Slobod-
an Milosevic, og fá hann til þess
að viðurkenna Bosníu- Herzego-
vínu og hætta umsátrinu um
Sarajevo.
JERÚSALEM - Arabi stakk
tvo Gyðinga til bana á Gasa-
svæðinu í gær og ísraelskar her-
sveitir skutu á og drápu þrjá Pal-
estínumenn á Vesturbakkanum,
eftir því sem haft er eftir ísra-
elskum öryggisverði.
LISSABON - Leiðtogar Evr-
ópubandalagsríkja ætla að
halda sig við allar fyrri áætlanir
um sameiningu Evrópu á kom-
andi fundi sem haldinn verður í
Lissabon á föstudag. Ákvörðun
Dana um aö hafna Maastricht-
samkomulaginu setti þá dálítið
út af sporinu.
KAUPMANNAHÖFN - Danir
sögðust myndu tilkynna það
formlega á fundinum I Lissabon
að þeir hygðust ekki efna til ann-
arrar þjóðaratkvæðagreiðslu um
Maastricht.
JÓHANNESARBORG-
F.W.de Klerk forseti Suður Afríku
og helstu ráðgjafar hans fund-
uðu í gær og ræddu leiðir til
þess að blása nýju lífi í viðræður
um aukin lýðréttindi svartra þar í
landi. Talsmenn Afríska þjóðar-
ráðsins hafa hins vegar sagt að
frekari viðræður væru tilgangs-
lausar.
ISTANBÚL - Leiðtogar 11
ríkja, þar á meðal sex fyrrum
lýðveldi Sovétríkjanna gömlu,
undirrituðu í gær svokallaðan
„Svartahafssáttmála" sem kveð-
ur á um samvinnu á sviði efna-
hagsmála og ætlað er að koma I
veg fýrir svæðisbundnar deilur
og árekstra á milli þjóðarbrota.
Tyrkir áttu frumkvæði að þess-
um samningi.
MOSKVA - Opinberir aðilar í
Suður Ossetíu fordæmdu harka-
lega samning sem Rússar og
Georgíumenn gerðu með sér og
ætlað var að binda endi á deilur
milli ólíkr a kynþátta á svæðinu.
1 MERKIÐ 1 VIÐ 13 LEIKI 28. júní 1992 Viltugera i 1 FJÖLMIÐLASPÁl
uppkast að þinni spá? 1, Q I | z . Z l II 8 ! a 5 n « Œ 3 1 14 < E 1 Q I RlKtSÚTVARP® —J -UJ U- •= É z S -. ís S. i i S i 3 m Z3 Q ■>- a SA — UITA nn isl 2 0
1. GAIS —Trelleborg FF DEEra 1 2 1 1 2 1 2 2 X 1 5 1 4
2. Luleá — Vásby B LDQD Ea imHŒi □ míxim B mB5] 2 1 1 X 1 X 1 1 1 2 7 2 1
3. SDánqa — Hammarbv 3 1 X 1 2 1 X 1 < 2 X 4 4 2
4. Spává — Gl F Sundsvall 4 2 2 1 2 1 2 2 1 1 5 0 5
5. IFK Sundsvall — Kiruna 5 1 1 X 1 2 1 1 2 1 2 6 1 3
6. Elfsborg — Tidaholm BmB® H11 15151 6 1 1 1 X 1 1 2 X X 6 3 1
7. Gunnilse — Motala 7 X 1 1 1 1 X 1 1 8 2 0
8. Oddevold — Myresjö Q | 1 || x 11 2 I 8 X 1 2 1 X 1 X < 2 2 3 4 3
9. Skövde — Hácken □ [T][x]|T] Bammci] DQ mmfm eb mmm 9 2 2 2 2 1 2 2 2 2 2 0 8
10. Gimo — Östersund 10 X X 1 2 2 X X 2 1 1 3 4 3
11 ■ Álvsjö — Brommapojkama 11 1 X 1 > 1 1 2 X X 5 4 1
12. Nassjö — Kalmar 12 1 X X 2 X 2 2 2 2 2 3 5
13. IFK Trelleborg — Falkenberg E [ 1 |r^r~H~2~l 13 1 X 2 X 2 1 < 1 1 5 3 2
STAÐAN í ALLSVENSKAN
Göteborg ....11 62 3 21-1220 Hammarby 12 54 3 19-15 19
Trelleborg 11 542 14-12 19 Kiruna 12 5 1 6 15-20 16
Norköping 11 5 24 19-15 17 Sparvagen 11 344 16-14 13
AIK 11443 16-12 16 Spanga 1234 5 8-17 13
Malmö FF 11434 15-11 15 Vasby 11 1 1 9 5-22 4
Öster 113 53 17-1814
Örebro 11344 11-15 13 l.deild austur
V.Frölunda 113 44 9-1413 Brage 129 1 220-11 28
Djurgarden 11 2 54 18-23 11 Vasalund 12 6 3324-1521
GAIS 112 36 7-15 9 Gefle 12 6 33 14-1021
Degerfors 12 5 34 18-15 18
l.deild suður Eskilstuna 1252 5 16-12 17
Halmstad 12 83 1 29- 7 27 Sirius 1232 7 16-25 11
Helsingborg .... 12 8 1 332-11 25 Enköping 123 1 8 11-26 10
Landskrona 12 8 04 23-16 24 Forward 122 3 7 13-18 9
Karlskrona .... 12 52 520-20 17
Kalmar .... 1243517-21 15 l.deild vestur
Hassleholm 12 4 1 7 18-3113 Hacken 12 84 0 27- 7 28
Mjallby 12 3 3 6 15-23 12 Gunnile 12 63 326-18 21
Leikin 12111111-36 4 Elfsborg 12 63 328-21 21
Tidaholm 12 5 53 14-15 17
l.deild norður Oddevold 12 5 2 5 20-28 17
IFK Sundsvall 12 73 2 16- 5 24 Myresjö 1242 6 17-19 14
Sundsvall 12 705 24-12 21 Skövde 12 2 1 9 10-20 7
I.ulea 12 6 3 3 16-13 21 Motala 12 1 4 7 lfi-30 7