Tíminn - 08.07.1992, Page 1
Miðvikudagur
8. júlí 1992
123. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Sérfræðinganefnd utanríkisráðherra:
TELJA EES EKKIAND-
STŒTT STJÓRNARSKRÁ
Nefnd, sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra skipaöi 14.
apríl sl. til að leggja mat á hvort samningurinn um evrópska efna-
hagssvæðið, ásamt fylgiskjölum, bryti á einhvem hátt í bága við ís-
lensk stjóraskipunarlög, skilaði áliti í gær. Meginniðurstaða nefnd-
arínnar er að EES-samningar brjóti ekki í bága við stjóraarskrána.
í nefndinni sátu Þór Vilhjálmsson
hæstaréttardómari, Gunnar G.
Schram prófessor við lagadeild Há-
skóla íslands og kennari í stjórn-
lagarétti, Stefán Már Stefánsson
prófessor við lagadeild Háskóla ís-
lands og kennari í Evrópurétti og
Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri
í dómsmálaráðuneytinu. Ríkis-
stjórninni var fyrst kynnt niður-
staða nefndarinnar og síðan Utan-
ríkismálanefnd Alþingis.
Skýrsla nefndarinnar er upp á rúm-
ar 30 blaðsíður og í lokaorðum
hennar segir: „Eina greinin í stjórn-
arskránni, sem hugsanlega gæti að
lögum staðið því í vegi að samning-
arnir yrðu gerðir, er 2. gr. Hún er
þannig: „Alþingi og forseti íslands
fara saman með löggjafarvaldið.
Forseti og önnur stjórnvöld sam-
kvæmt stjórnarskrá þessari og öðr-
um landsiögum fara með fram-
kvæmdavaldið. Dómendur fara með
dómsvaldið." Samningarnir sem hér
um ræðir eru alþjóða- eða þjóðrétt-
arsamningur. Þeir verða ekki íslensk
lög nema með sérstakri ákvörðun
Alþingis, sem forseti staðfestir.
Frumvarp um lögtöku þeirra að
hluta hefur verið lagt fram og jafn-
framt hefur verið boðað að önnur
frumvörp fylgi í kjölfarið og að
breytingar á reglugerðum og sam-
bærilegum reglum séu fyrirhugað-
ar. Stjórnarskráin stendur því þó í
vegi að með lögunum um samning-
ana sé vald, hvort sem um er að
ræða löggjafavald, framkvæmdavald
eða dómsvald, með óheimilum
hætti lagt í hendur annarra en tald-
ir eru í 2. gr. stjórnarskrárinnar, ef
um er að ræða ákvæði sem leggja
skyldur á einstaklinga eða lögaðila.
Skyldur, sem aðeins varða íslenska
ríkið að þjóðrétti, fela ekki í sér
stjórnarskrárbrot.
1 bókun 35, sem iylgir samningun-
um um evrópska efnahagssvæðið,
segir að aðildarríkjunum sé ekki
gert að framselja löggjafarvald til
stofnana sem samningurinn fjallar
um. Við teljum það ljóst og afdrátt-
arlaust. Að því er þennan valdþátt
varðar, brjóta samningarnir, sem nú
er lagt til að verði gerðir, því ekki í
bága við íslensk stjórnskipunarlög. í
því sambandi hefur ekki úrslitaþýð-
ingu hvernig haga á málsmeðferð
við síðari breytingar á viðaukum.
Lögskýringarreglur, sem ætlunin er
að lögfesta hér á landi, geta ekki
heldur haft þýðingu að því er varðar
stjórnarskrárbreytingar.
Um framkvæmdavald og dómsvald
er þess að geta að báðir þessir vald-
þættir munu á tilteknu sviði verða í
höndum eftirlitsstofnunar EFTA,
dómstóls EFTA og við sérstakar að-
stæður sem varða bæði EFTA-ríkin
og ríkin í Evrópubandalaginu, í
höndum stofnana þess. Við höfum
komist að þeirri niðurstöðu að regl-
urnar um opinber innkaup og ríkis-
F.h. starfandi utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson, Þór Vilhjálmsson, Gunnar G. Schram, Stefán Már
Stefánsson og Óiafur W. Stefánsson. Tímamynd Sigursteinn
aðstoð séu þess efnis að ekki felist í
þeim valdaframsal. Eftir standa að-
eins samkeppnisreglur samning-
anna. Þær varða samkeppni í við-
skiptum milli samningsaðila, það er
milliríkjaviðskipti. Eftirtalin atriði
ráða niðurstöðunni: 1. Það er ís-
lensk réttarregla að við sérstakar að-
stæður beri að beita erlendum rétt-
arreglum hér á landi. 2. Dæmi eru
til þess að ákvarðanir erlendra
stjórnvalda gildi her á landi og að
þær séu aðfararhæfar. 3. Dæmi eru
til þess að erlenda dóma megi fram-
kvæma hér á landi. 4. Vald það, sem
alþjóðastofnunum er ætlað með
samningunum, sem hér er fjallað
um, er vel afmarkað. 5. Þetta vald er
á takmörkuðu sviði. 6. Það er ekki
verulega íþyngjandi fyrir íslenska
aðila.
Við erum þeirrar skoðunar að þessi
atriði tekin saman leiði til þess að
það sé heimilt að fela áðurnefndum
alþjóðastofnunum það vald á sviði
samkeppnisreglna, sem um ræðir í
samningnum um evrópska efna-
hagssvæðið og fylgisamningum
þess.“ —BS
Langt yfir helmingur ailra íslenskra lækna á aldrinum 30-44 ára:
Offramboðiö breytist í
læknaskort 2015-2020
Vegna þess hve stór hluti íslenskra tækna er á svipuðum
aldri reiknast mönnum til að nokkurra tuga offramboð á
læknum tll ársins 2015 geti þá allt í einu breyst yfir í
læknaskort á aðeins fimm árum eða svo, þannig að árið
2020 kunni að skorta á annað hundrað lækna. Um þetta er
fjallað í nýjasta Læknablaðinu.
í læknatali Læknafélags íslands athygH að læknar á aldrinum 30-
34 ára eru litlu færri en þeir 20
árgangar sem eru yfir fimmtugt.
Undir þrítugu eru svo rúmlega
hundrað læknar.
Mjög skörp skil verða einnig á
skiptingu millí kynja um fertugt.
Af læknum yfir fertugt eru að-
eins um 8% konur, en hátt í
fjórðungur (24%) allra Iækna
milli þrítugs og fertugs og 41%
allra lækna sem eru undir þrí-
voru um síöustu áramóti 1.201
íslenskur læknir 70 ára og yngri,
hvar af 376 voru erlendis. Þessi
hópur skiptist mjög ójafnt eftir
aldri. Þannig eru aðeins tæplega
140 læknar á sjötugsaldri og
litlu fleiri mUIi fimmtugs og
sextugs. Þama verða alger um-
skipti. Um 340 læknar eru á
miIU fertugs og fimmtugs og yf-
ir 460 á fertugsaldri. Vekur t.d.
tugu. Áætlað er að eftir 1995
verði helmingur allra lækna-
nema úr hópi kvenna.
Að gefnum ýmsum forsendum,
m.a. að eftirspum eftir læknum
aukist um 1% (þ.e. að starfandi
læknum fjölgi um 1% á ári),
reiknast mönnum til að framboö
á læknum verið jafnaðarlega um
50-60 umfram eftirspum fram
til ársins 2015. En svo margir
komist á Iffeyrisaldur næstu
fimm árin þar á eftir að um 100
lækna vanti til að fullnægja eftir-
spum árið 2020. Og að lækna-
skortur meíra en tvöfaldist þar
næstu fimm árin, í 230 Íækna
árið 2025.
- HEI
Deila löglæröu fulltrúanna:
Vinnustöðvun
inni er lokið
Löglærðu fulltrúamir mættu ekki
til vinnu í gær fremur en undan-
fama daga. Skömmu fyrir kvöldmat
í gær bámst hins vegar þau boð frá
Völu Valtýsdóttur, formanni Stétt-
arfélags lögfræðinga í ríkisþjón-
ustu, að félagið hvetti félagsmenn
sína til að mæta til vinnu í dag.
Guðmundur Sóphusson, sýslu-
maöur í Hafnarfirði og Garöabæ,
hélt fund með fulltrúum sínum í
gærmorgun þar sem sú spurning
var lögð fyrir fundargesti hvort þeir
ætluðu að mæta til vinnu eður ei
daginn eftir.
„Þeir sögðust ætla að koma og ég
geri ráð fyrir því að þeir mæti hing-
að í fyrramálið," sagði Guðmundur.
Stéttarfélag löglærðra fulltrúa hélt
fund sfðdegis í gær til að ræða sín
mál og var ofangreind hvatning til
félagsmanna niðurstaðan af þeim
fundi.
—GKG.
Markaðsdagar í Borgarnesi:
Risatjald reist
Markaðsdagar verða í Borgaraesi
dagana 10. og 11. júh' af tilefni 125
ára verslunarafmælis bæjarins.
Risatjald verður reist á íþróttavell-
inum við Borgarbraut, þar sem
markaðurinn mun fara fram. Ein-
staklingar og fyrirtæki munu kynna
þar vöru sína.
Götuleikhús við Vöruhús Vestur-
lands mun bregða á leik og hesta-
leiga verður á Seleyrinni. Einnig
geta gestir brugðið sér í Safnahús
Borgarfjarðar og kynnt sér byggða-
safn Borgfirðinga, steina- og nátt-
úrugripasafnið.
—GKG.