Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 4
4 Tfminn Miðvikudagur 8. júlí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjórí: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Löggæslu undanbragðalaust Nú fer sá tími í hönd þegar fólk ferðast um land- ið og slær sér niður á vinsælum ferðamannastöðum annað hvort til þess að njóta íslenskrar náttúru, eða „skemmta sér“ eins og það er kallað. Það er misjafn sauður í mörgu fé, eins og þar stendur. Þótt flestir ferðamenn séu friðsemdarfólk og umgengni þeirra til fyrirmyndar, eru innan um óheflaðir ruddar sem ekki eru hafandi innan um al- mennilegt fólk. Slíkir menn geta, þótt fámennir hópar séu, eyðilagt fyrir þeim sem fara með friði. Atburðir síðustu helgar vekja mikla athygli, ekki síst þær yfirlýsingar að löggæslan í landinu sé ófær um að tryggja öryggi ferðamanna, vegna niður- skurðar á fjárframlögum til hennar. Þetta eru alvar- leg tíðindi, sem tafarlaust þarf að bregðast við. Það vekur líka athygli að til þess að koma í veg fyrir misþyrmingar á almannafæri á hinum vinsæla ferðamannastað á Húsafelli, ætli fámennur sveita- hreppur uppi í Borgarfirði og ferðabóndinn þar að borga 2/3 af þeirri löggæslu sem til þarf. Þess er skemmst að minnast að álögur voru lagðar á sveit- arfélögin í landinu við síðustu fjárlagagerð, sem gengu undir nafninu „lögguskattur“. Það verður ekki mikið vart við þessa fjármuni núna. Aðilar, sem reka tjaldstæði og sumardvalarstaði, hafa yfirleitt vaktmenn á sínum vegum. Það fólk er til þess að gefa upplýsingar og veita þjónustu, en er ekki í stakk búið til þess að berjast við óða menn. Það er hlutverk lögreglu hvar sem er. Sú spurning hlýtur að vakna hver sé ætlun lög- gjafans í löggæslumálum. Eiga sveitarfélög og aðil- ar í ferðamannaþjónustu úti um landsbyggðina að borga löggæslu úr eigin vasa til þess að koma í veg fyrir misþyrmingar, eða á slfkt að vera sameiginlegt verkefni samfélagsins? Það er lágmark að stjórnvöld marki skýra stefnu í þessum efnum, og jafnræði sé þá með öllum aðilum í þjóðfélaginu hvað þetta varðar. Á það verður að benda að aðilar, sem standa fyrir fjölmennu skemmtanahaldi í höfuðborginni, þurfa eingöngu að handlanga óeirðaseggi út fyrir dyrnar, þar tekur lögreglan við þeim. Engum hefur dottið annað fyrirkomulag í hug. Það hlýtur að vera krafa alls staðar að öryggi borgaranna sé tryggt, sem og þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja ísland. Atburðir síðustu helgar á útivistarsvæðum eru ekki mikil auglýsing fyrir ísland sem kyrrlátt ferða- mannaland. Sé það svo að vegna fjárskorts sé ekki hægt að halda uppi löggæslu úti á landsbyggðinni um ferða- mannatímann, þá ber dómsmálaráðuneytinu, sem fer með yfirstjórn löggæslunnar, að taka þessi mál upp við fjárveitingavaldið tafarlaust. Þessi fyrsta helgi sumarsins sem veruleg umferð er suðvestan- lands er vísbending um það hvernig ástandið getur orðið, og það er ekkert of seint að bæta hér úr og girða fyrir enn alvarlegri atburði. Heljarmennið Lárus Salóm- onsson sagði á fullorðinsárum að sín mestu og erfiðustu afrek hafi hann unnið í landlegum suður með sjó, þegar hann sem ungur maður gætti laga og réttar í Keflavík. Þar bjó löghlýðið erfið- isfólk og var létt verk að vera eina pólitíið á staðnum. Nema á vetr- arvertíð þegar slegið var upp balli í landlegum. Þá barðist Lárus einn við marga fram á rauða- morgun. Ekki er svo að skilja að allur dansleikurinn hafi ráðist samtímis á vörð laga og góðrar umgengni, heldur börðust allir við alla en þó mest við Lárus, sem aldrei rann af hólmi þótt við margfalt ofurefli væri að ræða og oft borin von að tækist að stilla til friðar. En löggæslan var á staðnum og sagði Lárus að hann hafi álitið það skyldu sína að vera þar nærri sem ólátaseggir ólmuðust, því þar var staður löggæslunnar en ekki í náðum heima í rúmi. Þá var ekki búið að finna upp nætur- vinnutaxta. Aðstæður og löggæsla Mikið orð fór af drukknum slagsmálahundum, sem hleyptu upp böllum og hvers kyns sam- komum fyrir kreppu, í kreppu og eftir kreppu. Á Siglufirði börðust skipshafnir og stundum skiptust þjóðir í fylkingar hver gegn ann- arri. Á vetrarvertíð var slegist á öll- um böllum í þeim verstöðvum sem einhver töggur var í. Á sveitaböllunum sumar og haust var drukkið og slegist og fóru hetjurnar iðulega um langan veg til að verða sér úti um verðuga andstæðinga og voru margir Þéttur á velli og þéttur I lund. Lárus Salómonsson, lögreglumaöur, skáld og gllmukappi. Arfur forfeðranna samkomustaðir frægir fyrir hressileg slagsmál. Sama er að segja um unga og röska íbúa sumra byggðarlaga, sem fjöl- menntu þangað sem helst var ær- legra slagsmála von. Löggæsla var með ýmsu móti. Það þótti til dæmist gefast vel að ná nokkrum bardagaóðum í bönd og aka þeim nokkra kfiómetra úr almannaleið og láta þá ganga til baka. Önnur aðferð var að koma slagsmálahundum í ullarballa, binda fyrir og koma sekkjunum fyrir á grasflöt, svo að þeir, sem í þeim voru, sköðuðu sig ekki í þeim andskotagangi sem þeir iðkuðu til að komast úr prísundinni. Þessar aðfarir við löggæslu voru og eru kolólöglegar, en lög- reglumcnn beittu þeirri fyrr- nefndu en gæslumenn dansstaða leyfðu sér að poka þá sem verst létu. Svo hættu slagsmálin á böllum allt í einu og er til skýring á því. Breyttir tímar Skáldið og glímukappinn Lár- us Salómonsson, sem barðist einn gegn öllum nótt eftir nótt, var ekki aðeins laginn að leggja andstæðing heldur var hann næmur á mannlegt eðli og atferli. Hann sagði viðhorfsbreytingu hafa valdið straumhvörfum í skemmtanahaldi, þegar hin mjúku gildi náðu yfirhöndinni og harðneskjunni var ýtt til hliðar. Áður fyrr voru slagsmálahund- arnir dáðir sem hetjur og mikil karlmenni. Stúlkurnar löðuðust að slíkum köppum og varð þeim best til kvenna á böllunum, sem lömdu hvað fiesta meðbræður sína í klessu og sýndu yfirleitt af sér mestu fúlmennskuna. Allt í einu breyttist þetta. Stúlkurnar fengu andstyggð á of- beldisseggjunum og fóru jafnvel að stumra yfir þeim lítilmögnum, sem lágu í blóði sínu á dansgólfi eða úti undir samkomuhúsvegg. Yfirgangur og barsmíð var ekki lengur karlmannlegt atferli held- ur fyrirlitlegt, og þá hættu slags- málin eins og af sjálfu sér. Heimildin fyrir viðhorfsbreyt- ingunni er Lárus skáld og glímu- kappi og skal sannleiksgildi hennar ekki dregið í efa. Þjóðlegar hefðir Nú eru barnabarnabörn slags- málakappanna, sem héldu uppi merkinu á vetrarvertíð fyrir sunnan, sumarsfidinni fyrir norð- an og réttarböllunum uppi um allar sveitir, farin að efna til óspekta, ota hnífum að fólki og skera niður tjöld á Húsafelli, í Þjórsárdal, Þórsmörk, Skaftafelli, á Þingvöllum, í Vestmannaeyjum, á Akureyri og á Búðum á Snæ- fellsnesi, svo að eitthvað sé upp talið. Auk þess eru villingarnir meira og minna drukknir á fleygiferð í bfium á gjörvöllu vegakerfinu, og þar nær ofbeldið og yfirgangur- inn hámarki. Spyrja má hvort drykkjulæti og ofbeldi sé að aukast á nýjan leik, eða hvort sívökulir og fréttaþyrst- ir fjölmiðlungar hafi sig meira í frammi en áður. aEkki er óeðli- legt að velta fyrir sér hvort sá tími sé runninn upp á nýjan leik að stúlkurnar séu þeim strákum auðsveipari, sem duglegastir eru að fótumtroða og limlesta sam- borgara sína, eða hvort kvenþjóð- in sé líka farin að stunda svoleiðis þokkaiðju til að standa strákun- um ekki að baki í karlmennsku. Brotafréttir Fréttaflutningur af helgarfyll- iríum er brotakenndur. Sums staðar er lögreglu kennt um að hvergi sé friður, ekki einu sinni uppi undir Eiríksjökli, en annars staðar er ófriður- inn sök fyllirafta, sem flestir eru einhvers staðar um miðbik menntakerfisins miðað við aldur og þroska. Enginn spyr hverjir stóðu fyrir því að flytja nokkra rútufarma af bandóðum skríl úr perlu íslenskr- ar náttúru Þórsmörk á þjóðar- helgireitinn Þingvöll við Öxará. Úr Þórsmörk er annars aldrei aðr- ar fréttir að fá nema af fjöldafyll- iríi og fíflum í vandræðum í Krossá. Annars eru Þórsmörk og Þing- vellir vel valdir drykkjustaðir og ættu ófullir að halda sig annars staðar, ef þeir endilega vilja frið og einhvers konar snertingu við náttúruna. Fyllirí og slagsmál eru þjóðleg- ir siðir. Um skeið leit út fýrir að hefðbundin slagsmál og líkam- legt ofbeldi skemmtanafólks væri að leggjast af. En svo er ekki, enda er varðveisla hefða og ryðg- aðs bárujárns í tísku og er ekkert fráleitara að vekja upp slagsmála- andann en hráskinnaleik og hrossabrestagerð til að fjörga at- vinnulífið. En hvar er nú löggæsla á borð við Lárus Salómonsson, sem barðist við ofureflið nóttum sam- an þótt hann hafi aldrei heyrt á samningsbundnar vaktir eða yfir- vinnu minnst? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.