Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. júlí 1992 Tíminn 5 Kanada: Falklandseyjar norðursins Dómstóll í New York hefur bundið enda á margra ára deilu Frakklands og Kanada um eyðilegan eyjaklasa í Atlantshajinu Tæpum, 30 árum eftir siglingu ólíkt frægari starfsbróður síns, Kristófers Kólumbusar, yfir Atlantshafíð kom portúgalski sæfar- inn Joao Alvares Fagundes auga á klettóttan eyjaklasa langt norður í hafí — vindblásinn, óbyggðan og augsýnilega ónothæf- an til alls gagns. Að hann gaf þessu eyðilega eylandi hið skáldlega nafn „11.000 meyjar“ hefur gefíð sagnfræðingum allar götur síðan tilefni til að álykta að maðurinn hafí verið búinn að vera lengi í hafí. Áhuginn á þessum 242 ferkíló- metra grjóthólmum var líka tak- markaður á komandi öldum. Miklu meiri áhuga vakti sjórinn umhverf- is þá og þorskurinn sem hélt sig þar. í næstum 20 ár hafa Kanada og Frakkland deilt um yfirráðarétt yfir miðunum. Nú hefur alþjóðlegur dómstóll fellt úrskurð um hann. Olíu- og málmforði neðansjávar hrinti deilunum af stað Allt frá 1763 hafa ófrjósamar eyj- amar tilheyrt Frakklandi og hafði þá verið gefin nöfnin St- Pierre og Miquelon. Stoltur blaktir franski fáninn við hún í aðeins 25 kíló- metra fjarlægð frá strönd kanadíska fylkisins Nýfundnaland þar sem 6.300 franskir borgarar byggja hin- ar vesölu leifar þeirrar nýlendu, sem Frakkar réðu íyrrum vestan- hafs og náði allt frá Quebec til Lou- isiana. En öfugt við Argentínu- menn á suðurhvelinu sýndu Kan- adamenn aldrei neinn metnað til að binda enda á nýlendutímaskekkj- una og að innlima „Falklandseyjar Norður-Atlantshafsins" eins og franska blaðið Le Monde nefnir klettaeyjamar. Deilumar milli yfrr- valda í París og Ottawa hófúst ekki fyrr en jarðfræðingar fundu um- fangsmikinn málm- og olíuforða undir sjávarbotninum þar á átt- unda áratugnum. Þá gerði Kanada tilkall til 200 mflna hafsvæðis út frá ströndinni til nýtingar á sjávargæðum. Frakk- ar voru þá fljótir til og lýstu yfir risastórri efnahagslögsögu um- hverfis agnarsmáu eyjamar sínar. Deilan var óvægin, en ekki var þó úthellt blóði. Stundum ráku kanadísk varðskip franska togara út af svæðinu og stundum ráku Frakkar kanadíska sjómenn af svæðinu. En brátt leið að því að rík- isstjórnin í Ottawa tók þann pól í hæðina að „leiða ögranir Frakka hjá sér“, eins og það var kallað sök- um óvissunnar um getu flotans til að gæta svæðisins. Kanadamenn sýndu friðarvilja til að ná sam- komulagi við Frakka um að leggja deiluna undir úrskurð alþjóðlegs dómstóls. Frakkar fengu ekkí stuðning landa sinna á St-Pierre yið kröfurnar En Frakkar í heimalandinu fundu ekki einu sinni bandamenn meðal landa sinna á St-Pierre til að styðja landhelgiskröfur þeirra. Franski fiskveiðiflotinn er jafnhat- aður meðal eyjaskeggja granna þeirra í Kanada. Reyndar veitir Frakkland þess- St-Pierre lýtur frönskum yfirráðum. Forréttindaíbúar þar fá flugferö heim einu sinni á ári og góðan bónus til aö bæta þeim upp einangr- unina. Nýfundnaland Mlquelon St-Pierrej Landheigl sem Frökkum var dæmd Atiantshaf Kanada 200 mflna mörkln Banda rikin um útverði sfnum stuðning með risavöxnu skrifstofuveldi, og þriðji hver Iaunamaður á eyjunum starfar í opinberri þjónustu. En það eru enn ríkisstarfsmenn frá Frakklandi sem gegna feitustu embættunum og fá auk árlegra flugferða heim ríkulegan bónus fyrir að leggja á sig „einangrunina" í Norður-Atlants- hafinu. Stundum þurfa sendimennimir frá föðurlandinu m.a.s. að óttast um öryggi sitt. í aprfl sl. varð t.d. yfirmaður rannsóknastofu sjúkra- hússins að njóta lögregluverndar þegar hann yfirgaf eyjarnar vegna ummæla, sem hann hafði viðhaft í bréfi til eftirmanns síns um ástand- ið á St-Pierre. Verkalýðsforinginn á eyjunum heldur því fram að þar hafi hann rógborið stjórnmála- menn á staðnum og sagt íbúana drykkjubolta. Uppreisninni gegn frönsku yfirmönnun- um haldið áfram Uppreisnin gegn hroka nýlendu- herranna hélt áfram eftir brottför hans. Lögreglumennirnir, sem Iíka eru innfluttir frá Frakklandi, urðu m.a.s. að sleppa öllum fangelsuð- um ferkólfum smáuppreisnarinnar eftir að ævareiður múgur hafði brotið rúður í bækistöðvum þeirra. Úrskurður dómstólsins í New York gæti nú reyndar bundið enda á ævagamalt bandalag Frakkanna á St-Pierre og Kanadamanna, sem innsiglað var með sameiginlegu viskísmygli. Dómstóllinn vísaði fiskimönnum á eyjunum á 24 mflna svæði umhverfis eyjamar, auk 10,5 mflna breiðra og 200 mflna langra ganga sem enda úti á rúmsjó. Kanadamenn fá skv. úr- skurðinum yfirráðin yfir fiskimið- unum á Grand Banks. Hvort samskipti Kanadamanna og Frakka batna við þessa niður- stöðu kemur ekki í ljós fyrr en við fyrirhugaðar samningaviðræður um fiskveiðikvóta Frakka í kanad- ískri landhelgi í framtíðinni. „Landhelgin hefur ekkert að segja, ef þar er enginn fiskur lengur“ Helst vilja Kanadamenn banna útlendingum allar fiskveiðar undan ströndum sínum. Á umhverfisráð- stefnunni í Rio de Janeiro næstum grátbað kanadíski forsætisráðherr- ann, Brian Mulroney, um að þorsk- stofninn við Nýfundnaland, sem liggur við útrýmingu, verði látinn í friði í bili. Kanadísku fiskimennirnir, sem koma æ oftar af miðunum með tóma báta sína, óttast líka að sigur- inn í dómsmálinu geti sýnt sig að vera merkingarlaus. „Landhelgin hefur ekkert að segja, ef þar er eng- inn fiskur lengur,“ segja þeir. EES-samningurinn: Breytingar viðauka (og tilskipanir) Um tilhögun ákvörðunartöku er á kveðið í 97.-104. gr., og verða hér upp teknar 102.-104. gr. um breyt- ingu viðauka og tilskipanir þar að lútandi. „102. gr. 1. Til að tryggja réttarör- yggi og einsleitni EES skal sameigin- íega EES-nefndin taka ákvörðun um breytingu á viðauka við samning þennan eins fljótt og unnt er, eftir að bandalagið hefur samþykkt nýja sam- svarandi löggjöf bandalagsins, með það að markmiði, að unnt sé að beita samtímis þeirri löggjöf og breyting- unum á viðaukanum við samning- inn. (In order to guarantee the legal security and the homogeneity of the EEA, the EEA Joint Committee shall make a decision conceming an am- endment of an Annex to this Agree- ment as closely as possible to the ad- option by the Community of the corresponding new Community leg- islation with a view to permitting a simultaneous application of the latt- er as well as of the amendments of the Annexes to the Agreement.) Bandalagið skal í þessum tilgangi til- kynna öðrum samningsaðilum í sam- eiginlegu EES- nefndinni eins fljótt og unnt er, þegar það samþykkir rétt- argerð um málefni, sem fjallað er um í samningi þessum. — 2. Sameigin- lega EES-nefndin skal meta, á hvaða hluta viðauka við samning þennan þessi nýja löggjöf hefur bein áhrif. — 3. Samningsaðilar skulu gera sitt ýtr- asta til að komast að samkomulagi um málefni, sem samningur þessi tekur til. — Sameiginlega EES- nefndin skal einkum gera sitt ýtrasta til að finna lausn, sem aðilar geta sætt sig við, þegar upp koma alvarleg vandamál á sviðum, sem falla undir valdsvið löggjafans í EFTA-ríkjunum. — 4. Ef ekki er unnt að komast að samkomulagi um breytingar á við- auka við samning þennan, þrátt fyrir beitingu undanfarandi málsgreinar, skal sameiginlega EES-nefndin kanna alla frekari möguleika á því að tryggja áframhaldandi góða fram- kvæmd samningsins og taka nauð- synlegar ákvarðanir þar að lútandi, meðal annars möguleika á viður- kenningu á sambærilegri löggjöf. Tcika verður slíka ákvörðun eigi síðar en við lok sex mánaða tímabils, frá því að málinu er vísað til sameigin- legu EES-nefndarinnar eða á gildis- tökudegi samsvarandi löggjafar bandalagsins, ef sá dagur er síðar. — 5. Hafi sameiginlega EES-nefndin ekki tekið ákvörðun um breytingu á viðauka við þennan samning við lok frests, sem settur er í 4. mgr., skal lit- ið svo á, að framkvæmd viðkomandi hluta viðaukans, sem ákveðinn er samkvæmt 2. mgr., sé frestað til bráðabirgða, nema sameiginlega EES-nefndin ákveði annað. Frestun af þessu tagi gengur í gildi sex mán- uðum eftir lok tímabilsins, sem um getur í 4. mgr., þó ekki fyrir þann dag er samsvarandi gerð EB kemur til framkvæmda í bandalaginu. Sameig- inlega EES-nefndin skal áfram Ieitast við að koma á samkomulagi um lausn, sem aðilar geta sætt sig við, svo að draga megi frestunina til baka við fyrsta tækifæri. — 6. Ræða skal um raunhæfar afleiðingar þeirrar frestunar, sem um getur í 5. mgr., í sameiginlegu EES-nefndinni. Rétt- indi og skyldur, sem einstaklingar og aðilar í atvinnurekstri hafa þegar áunnið sér með samningi þessum, skulu haldast. Samningsaðilar skulu, eftir því sem við á, ákveða hvaða breytingar þurfi að gera vegna frest- unarinnar. 103. gr. Ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar getur einungis verið bindandi fyrir samningsaðila, eftir að hann hefur uppfyllt stjóm- skipuleg skilyrði, skal ákvörðunin ganga í gildi á þeim degi, sem getið er í henni, ef sérstakur dagur er tiltek- inn, að því tilskildu, að hlutaðeigandi samningsaðili hafi tilkynnt hinum samningsaðilanum fyrir þann dag, að stjómskipuleg skilyrði hafi verið upp- fyllt. — Hafi tilkynningin ekki farið fram fyrir umræddan dag, gengur ákvörðunin í gildi fyrsta dag annars mánaðar eftir síðustu tilkynningu. — 2. Hafi tilkynningin ekki átt sér stað sex mánuðum eftir að sameiginlega EES-nefndin tók ákvörðun sína, skal ákvörðun sameiginlegu EES-nefnd- arinnar gilda til bráðabirgða, meðan stjómskipulegum skilyrðum hefur ekki verið fullnægt, nema samnings- aðili tilkynni, að slík gildistaka til bráðabirgða geti ekki átt sér stað. í síðara tilvikinu, eða tilkynni samn- ingsaðili, að ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar hafi ekki hlotið samþykki, skal frestunin, sem kveðið er á um í 5. mgr. 102. gr., ganga í gildi einum mánuði eftir að tilkynningin fer fram, en þó ekki fyrir þann dag, er samsvarandi gerð EB kemur til fram- kvæmda í bandalaginu. 104. gr. Ákvarðanir teknar af sam- eiginlegu EES-nefndinni í tilvikum, sem kveðið er á um í samningi þess- um, skulu vera bindandi fyrir samn- ingsaðila frá og með gildistöku þeirra, nema kveðið sé á um annað í þeim, og skulu þeir gera nauðsynleg- ar ráðstafanir til að tryggja fram- kvæmd þeirra og beitingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.