Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 9
Tíminn 9
Miðvikudagur 8. júlí 1992
DAGBOK
. Þann 6. júní 1992 voru gefin saman í hjónaband í Áskirkju af séra Áma Bergi Sigur-
bjömssyni, Kristín Ármannsdóttir °g Birgir Ómarsson. Heimili þeirra er að Engi-
hjalla 13, Kópavogi. Ljósm. Sigr. Bachmann
BLAÐBERA VANTAR
í Fella- og Seljahverfi
og á Seltjarnarnesi
Sumartími skrifstofu
Framsóknarflokksins
Frá 18. maí er skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00
mánudaga-föstudaga.
Verið velkomin.
Framsóknarflokkurínn.
Sumarhappdrætti
Framsóknarflokksins 1992
Drætti I Sumartiappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið frestað til 10. júli n.k. Vel-
unnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miða, eru hvattir til að greiða heimsenda
giróseðla fyrir þann tíma.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I sima 91-624480.
Framsóknarflokkurínn
Framsóknarkonur
Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir hópferð á Kvennaþingið á Egils-
stöðum 20.-23. ágúst n.k.
Vinsamlegast látið skrá ykkur strax hjá Jafnréttisráði, simi 91-27420, og á skrifstofu
Framsóknarflokksins, simi 91-624480.
Framkvæmdastjóm L.F.K.
Sumarferð
framsóknarmanna
Farið verður Kjöl að Blönduvirkjun laugardaginn 8. ágúst.
Nánar auglýst slðar.
Fulltrúaráðið.
Tommy Steele, sem söng „Water, Water Everywhere" hér um árið,
er enn í fullu fjöri, svona oftast nær. Nú staulast hann þó um á
hækjum eftir mótorhjólaslys á sviði I London.
Tommy
Steele
við
hækjur
eftir
mótor-
hjóla-
slys á
sviði
Tommy Steele, sem söng sig inn
í hjörtu íslendinga fyrir um hálf-
um fjórða áratug með laginu
„Water, Water Everywhere", hefur
verið langltfur í skemmtanabrans-
anum og oftast nær í fullu fjöri.
Að undanförnu hefur hann gert
það gott í sýningunni á „Some
Like It Hot“ í West End í London,
eða allt þar til hann slasaðist í
mótorhjólaslysi á leiksviðinu. Síð-
an hefur hann orðið að hafa hægt
um sig og staulast ekki um nema
á hækjum.
Slysið varð í lok sýningarinnar,
svo að áhorfendur gerðu sér ekki
grein fyrir hversu slæma byltu
stjarnan fékk. Hann varð að dvelj-
ast nóttina á sjúkrahúsi þar sem
gert var að meiðslum á baki og
mjöðmum.
En í skemmtanaiðnaðinum er
eins dauði annars brauð, eins og
annars staðar, og forföll Tommys
hafa gefið staðgengli hans í sýn-
ingunni, Stephen Mea, tækifæri
til að sýna hvað í honum býr.
Allt er þegar þrennt er:
Paul Simon giftir
sig í þriðja sinn
„Frankie
Boy"
ennþá
ungur
Frank Sinatra er enn í fullu fjöri
og syngur við hvern sinn fingur.
Hann er nú orðinn sjötíu og sex
ára, en langt frá því sestur í helg-
an stein. Hann hélt sex tónleika í
röð í Albert Hall í London fyrir
skemmstu og seldist upp á þá alla.
Hér sést hann koma á Heathrow-
flugvöll með Barböru konu sinni.
Bandaríski söngvarinn og laga-
höfundurinn Paul Simon hefur
nú látið verða af því að giftast
vinkonu sinni til margra ára,
söngkonunni Edie Brickell frá
Texas. Athöfnin fór fram í leyni á
heimili Pauls í Monthauk, rétt
utan við New York.
Söngvarinn Paul Simon er nú
giftur helmingi yngri konu og
hyggur á barneign.
Eiginkonan, sú þriðja í röðinni,
er ekki nema 25 ára, en Paul
Simon fimmtugur. Þau eru sögð
hyggja á barneign hið snarasta,
en fyrir á Paul soninn Harper úr
fyrsta hjónabandinu með Peggy
Harper. Þau skildu 1975 og síðar
giftist hann leikkonunni Carrie
Fisher. Þau skildu eftir tveggja
ára hjónaband 1985 og hún fjall-
aði um það í skáldsögu sinni
„Surrender the Pink“.
Nú hyggur sem sagt söngvarinn
gott til glóðarinnar, og þykist
sjálfsagt hafa komist að því að
allt er þegar þrennt er.