Tíminn - 15.07.1992, Side 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
Áskriftarsími
Tímans er
686300
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
ððruvísi bílasala
BÍLAR • HJÓL •
BÁTAR • VARA-
HLUTIR.
MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
Laxí sleppt
í Andakílsá
Laxi hefur veriö sleppt í 5 km
langt svæði í Andakflsá ofan virkj-
unar, og verður sala veiðileyfa hafin
upp úr næstu helgi.
,Ætli við sleppum ekki um 40-50
stykkjum, svona til að byrja með,“
segir Rúnar Ragnarsson, sem stend-
ur fyrir framkvæmdunum, en hugs-
anlegt er að veiðileyfasalan verði
angi af hlutafélaginu Hafnarlaxi.
Verð veiðileyfanna hefur enn ekki
verið ákveðið, en líklegt er að það
geti orðið um 7-8000 kr., eða þrisvar
sinnum ódýrara en veiðileyfin í
neðri ánni.
„Veiðin gæti skapað atvinnu fyrir
bændur í sambandi við eftirlit og
ferðamannaþjónustu," segir Rúnar.
„Það hefur m.a. komið til tals að
smíðuð verði veiðihús, sem hægt
yrði að nýta yfir veturinn líka.“
Laxinn kemur frá Hafnarlaxi og er
úr borgfirskum stofni. Þeir stærstu,
sem sleppt hefur verið, eru allt upp í
18-20 punda.
Mikill áhugi er á veiðileyfunum og
hafa nú þegar fjölmargar eftirspurn-
ir borist um þau.
„Það er komin reynsla á svona
flutninga í Norðlingafljóti í Borgar-
firði, sem hafa lofað mjög góðu,“
segir Rúnar. —GKG.
Fiskvinnslan á Bíldudal:
Lýsir yfir
gjaldþroti
Ákveðið var á stjómarfundi Fisk-
vinnslunnar á Bfldudal í gær að
óska eftir að fyrirtældð yrði teklð
til gjaldþrotaskipta.
„Samhliða þessu tekur Útgerð-
arfélag Bflddælinga fiystihúsið
tímabundið á leigu og byrjar þar
vinnslu,“ segir Jakob Kristinsson
framkvæmdastjóri. „Hver fram-
tíðin verður síðan, er alveg óráð-
ið.“
Forráðamenn fyrirtækisins
mæta hjá héraðsdómara Vest-
fjarða kl. 13:00 í dag, þar sem
gengið verður frá formsatriðum.
—GKG.
HOGG-
DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
Tíminn
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ1992
Fyrirhuguö kirkjubygging á opna svæöinu og svæðið eins og þaö er nú.
Safnaðarnefnd Digranessóknar:
Kirkjubyggingin ekki
á friðlýstu svæði
Töluverðar deilur hafa verið í Digranessókn í Kópavogi um fyrir-
hugaða kirkjubyggingu á Víghóli. Víghólasamtökin hafa mótmælt
byggingunni með þeim rökum að um náttúruspjöll væri að ræða og
skerðingu á útsýni frá einum helsta útsýnisstað Kópavogs.
Rútan sem brann í Kömbunum í lok júnl. Þann bruna á nú aö fara
aö rannsaka.
Sóknarnefnd Digranessóknar efndi
í gær til blaðamannafundar þar sem
þessum ásökunum var svarað og fýr-
irhuguð kirkjubygging kynnt.
Digranessöfnuður er með stærstu
söfnuðum landsins og hefur haft af-
not af Kópavogskirkju síðan söfnuð-
urinn var stofnaður árið 1971.
Síðastliðin 15 ár hefur verið rætt
um kirkjubyggingu í sókninni. Jón-
as Frímannsson, ritari sóknarnefnd-
arinnar, segir að í einu og öllu hafi
verið farið að lögum um undirbún-
ing málsins. Auðvitað megi deila um
hvar kirkja eigi að rísa, en í lögun-
um stendur að sveitarfélög skuli út-
Tvær langferðabifreiðar brenna með stuttu millibili:
NÝ REGLUGERÐ UM BÚN-
AÐ LANGFERÐABIFREIÐA
í dómsmálaráðuneytinu er nú ver-
ið að leggja síðustu hönd á nýja
reglugerð um búnað langferðabif-
reiða, sem verður viðameiri en sú
sem nú er í gildi. Þar verður m.a.
krafist öflugri eldvama og er það
vel, því í sumar hafa tvær langferða-
bifreiðar bmnnið með stuttu milli-
bili í Kömbunum. Sú fyrri brann til
kaldra kola á uppleið í lok júní, en
sú síðari var á niðurleið á sunnu-
daginn var og brann aðeins vélar-
hlífin.
í næstu viku fer fram rannsókn á
vegum Bifreiðaskoðunar íslands á
þeirri fyrri.
„Við ætlum að beina sjónum okkar
að því hvort þetta er eitthvað, sem
við verðum að athuga betur í skoð-
unarferlinu og þá með tilliti til þess
hvort það verði að gera aðrar kröfur
til hlífa eða efnis í gólfum," segir
Birgir Hákonarson hjá Bifreiðaeftir-
litinu.
Ekkert hefúr verið haft samband
við Bifreiðaeftirlitið út af bifreiðinni
sem kviknaði í á sunnudaginn.
„Það er sagt að eldurinn í fyrri bfln-
um hafi komið upp út af álagi, en ég
á nú bágt með að trúa því að svo hafi
verið með þá sem var á leiðinni nið-
ur,“ segir Birgir. „Rannsóknin, sem
fram fer í næstu viku, gæti leitt í Ijós
einhver atriði sem við skoðum í
raun og vem ekki neitt, t.d. hvað
varðar þau efni sem em í innrétting-
unum og hvernig leiðslurnar eru
varðar."
—GKG.
vega lóð undir kirkju safnaðar og
þar gengið út frá þeirri meginreglu
að hver söfnuður hafi sína kirkju.
Ýmsir staðir hafl verið nefndir undir
kirkju í sókninni, sumir í jaðri sókn-
arinnar og aðrir þar sem nú er hin
nýja Hjallasókn, sem var stofnuð ár-
ið 1987. Þá em aðrir staðir horfnir
undir umferðarmannvirki. Einnig
hefur verið orðað að byggja eina
kirkju fyrir Hjalla- og Digranessókn,
en sá möguleiki er nú út úr mynd-
inni, þar sem Hjallasókn er byrjuð
að byggja sína eigin kirkju. Jónas
bendir á að með því að byggja kirkju
á fyrirhuguðu svæði sé verið að
stuðia að náttúmvernd og að því að
þetta svæði verði opið áfram. Opna
svæðið er alls um 17 þús. fermetrar,
en fyrirhuguð kirkjubygging aðeins
700 fermetrar eða aðeins 4% af
svæðinu.
Sóknarnefndin segir það ekki rétt
að til standi að byggja kirkjuna á
friðlýstu svæði, enda hafi Náttúm-
verndarráð ekkert við bygginguna
að athuga. Benjamín Magnússon
arkitekt, sem teiknað hefur kirkj-
una, segir að fyrstu uppdrættir sýni
háhýsi á svæðinu.
Samkvæmt nýju aðalskipulagi er
fyrirhuguð kirkjubygging utan frið-
lýsts svæðis. Víghóllinn sjálfur sé
friðlýst náttúruvætti, en hins vegar
sé svæði í kringum hann friðlýst
með þeim formerkjum að bæjar-
stjórn hyggst leggja þar göngustíga
og gróðursetja plöntur. Kirkjubygg-
ingin sjálf standi hins vegar utan
þess svæðis, nema að kirkjuport
komi inn á þetta svæði ásamt
göngustígum til og frá kirkju. Við
hönnun hafi verið tekið tillit til þess
að útsýni raskist sem minnst.
Safnaðarnefndin er tilbúin að hefja
framkvæmdir um Ieið og tilskilin
leyfi hafi borist frá skipulagsstjórn.
Áætlaður byggingarkostnaður, að
meðtöldu orgeli og öllum frágangi,
er um 200 milljónir og áætlaður
byggingartími um eitt og hálft ár. Fé
til byggingarinnar er til.
Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri
Kópavogsbæjar, segir að engar at-
hugasemdir hafi borist vegna fyrir-
hugaðs skipulags, en frestur til þess
rennur út í dag.
Safnaðarfundi í Digranessókn hef-
ur verið frestað til hausts með leyfi
dómprófasts, en ekki er enn ljóst
hvort fyrirhuguð kirkjubygging
verður hafin fyrir þann tíma.
-BS
Slökkviliöið kallað að
Propiaugarstöðum:
olli óhug
Slökkviliðiö í Reykjavík var
kallað að Droplaugarstöðum í
gær.
Borið hafðl á brunalykt upp úr
ruslalúgu og hélt starfsfólk að
eldur væri íaus í ruslinu. Eng-
inn eldur fannst þó, og brá
slökkviliöið þá á það ráð að
sprauta eilitlu vatnl niður stokk-
inn. Ekki varð vart við neina
brunalykt eftir það.
Talið er að sígarettu hafi verið
fleygt niður um lúguna, hafi
hún fest á leiðinni og valdið
lyktinni.
—GKG.