Tíminn - 01.09.1992, Síða 3

Tíminn - 01.09.1992, Síða 3
Þriðjudagur 1. september 1992 Tíminn 3 Markmið ríkisstjórnarinnar um sparnað í ríkistjármálum á þessu ári hafa ekki náðst: HALLINN STEFNIR í AÐ VERÐA 9.5 MILLJARÐAR l: Ríkisendurskoöun telur í nýrri skýrslu um afkomu ríkissjóös á fyrstu sex mánuðum ársins að rekstrarhalli á ríkissjóði stefni í að verða 9-9,5 milijarðar króna á þessu ári. Meginskýringin á auknum halla er að tekjur ríkissjóðs verða minni en gert var ráð fyrir í fjár- lögum og markmið um sparnað í ríkisrekstri ná ekki fram að ganga að öllu leyti. í skýrslunni kemur fram að starfsmönnum ríkisins hefur fækkað um 100 það sem af er árinu, en þeim fjölgaði um 580 á sama tímabili í fyrra. Fjárlög fyrir yfirstandandi ár gerðu ráð fyrir 4,1 milljarða halla. Ríkisendurskoðun telur flest benda til að rekstrarhallinn verði 9-9,5 milljarðar. Ástæðan fyrir því að svo illa hefur tekist til við stjóm ríkis- fjármála er að samdráttur í efna- hagslífi landsmanna hefur leitt til að þess að tekjur ríkisins af sköttum hafa lækkað. Áætlað er að tekjumar verði tveimur milljörðum minni en ráðgert var í fjárlögum. Frávik á gjaldahlið skýrist m.a. af því að áform um tveggja milljarða króna sparnað munu ekki ná fram að ganga. Þá hafa komið til nýjar út- gjaldaákvarðanir og útgjaldaauka umfram það sem forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir m.a. vegna Atvinnu- leysistryggingasjóðs og kjarasamn- inga sem metnar eru á 1,5 milljarða króna. Ríkisstjómin áformaði að spara og skera niður ríkisútgjöld um 5,5 milljarða frá ríkisútgjöldum ársins 1991. Það er mat Ríkisendurskoð- unar að fjórðungur áformaðs spam- aðar hafi náðst á fyrra helmingi árs- ins. Gjöld A-hluta ríkissjóðs á fyrri hluta ársins námu 54,7 milljörðum sem er 1,1 milljarði minni en greiðsluáætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. Greiðslur umfram áætlanir námu 2,5 milljörðum, en á móti koma óhafin framlög að fjárhæð 3,6 milljarðar. Heildartekjur fyrstu sex mánuði ársins námu 51,8 milljörð- um króna sem er tæplega 400 millj- ónum króna Iægri fjárhæð en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Merki um áhrif samdráttarins í efnahagslífinu sjást glöggt f skýrslu Ríkisendurskoðunar. Tekjur af að- flutningsgjöldum, gjöld af innflutn- ingi, virðisaukaskattur og tekju- skattur skila mun minna í ríkissjóð en gert var ráð fyrir. Það ráðuneyti sem fer langmest fram yfir heimildir er heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið eða 1.256 milljónir. Næst kemur menntamála- ráðuneytið með 565 milljónir, þá fjármálaráðuneytið með 218 millj- ónir og loks landbúnaðarráðuneytið með 165 milljónir. Af einstökum lið- um sem hafa farið fram úr fjárlaga- heimildum má nefna Háskóla ís- lands (fór 102 milljónir fram yfir heimildir), rekstur framhaldsskóla (58 milljónir), lífeyris- og sjúkra- tryggingar (955 milljónir), Atvinnu- leysistryggingasjóður (192 milljón- ir), ríkisábyrgð af launum (40 millj- ónir), til jarða- og búræktar (76 milljónir), Framleiðnisjóður land- búnaðarins (52 milljónir) og sýslu- mannsembættin (44 milljónir). Þessar tölur sýna hvernig staðan var á miðju ári, en staðan getur verið orðin önnur í lok ársins. -EÓ Vínveítingahús starfrækt í Reykja- vík, Seltjamamesí, Mosfeilsbæ, Kjósarhreppi og Kjalemeshreppi em orðin 102 taisins. Þó ný bætist í hópinn jafnnst fjölg- nnin ekkert á við fyrstu daga bjór- frelsisins að sögn Signýjar Sen hjá iögreglunni í Reykjavík en þangað er sótt um ieyfl til reksturs veitinga- húsa sé gestum boðið upp á sæti og snyrtíaðstöðu. Miðbær Reykjavíkur þykir álitlegur til veitingahúsahalds og Íiggja nú fjórar nýiegar umsóknir á borði Signýjar, þar sem ætlunin er að fylla hóp þeirra vínveitingahúsa sem þar em ferir. Meðal þeirra er veitingahús á homi Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Húsið er á tveimur hæðum og á að vera myndlistargallerí á efri hæð- innL Báðar hæðimar vom einmitt notaðar til myndiista- og Ijósmynda- sýninga á Oháðu listahátíðinni í sumar og þótti henta vei til slíks. Svo virðist sem kaffihúsahf falli borgarbúum vel«geð enda hafa sum kaffihúsa borgarinnar reynst afar iífseig eins og t.d. Prikið, sem Silfi og Valdi hófu að reka árið 1951. Elst allra kaffihúsa bæjarins er Hress- ingarskálinn í Austurstrætinu sem opnaður var árið 1930 og gengur nú undir nafninu Hressó. Þann stað rekur Ólafur Sigurðsson og er hann óhræddur við fjölgun samkeppnisaðila. „Ódýrasta skemmtun sem til er er að eiga huggulegt og rómantískt kvðld yfir 150 kr. kaffibolla,1* segir Ólafur. „Fjölgun kaffihúsanna er til framdráttar og eftir því sem þau verða fleiri verða þau betrí og eftir því sem þau verða betri sækja þau fleira fólk, Því vona ég að þau verða rekin sem allra flest.“ —-GKG. Hér á hornl Bankastrætis og Ingólfsstrætis verður opnað veitingahús von bráðar. Unnið er að end- urbótum á húsinu áður en opnað verður. Tímamynir Aml Bjama Aðalfundur Stéttarsambands bænda ræðir um breytingar í íslenskum landbúnaði, en nýr búvörusamningur tekur gildi í dag: Bændur samþykktu mjólkursamninginn Nýgerður samningur milli ríkis og bænda um mjólkurfram- leiðsiuna var samþykktur á að- alfundi Stéttarsambands bænda (SB), en honum lauk um helg- ina. Fundurinn krafðist þjóðar- atkvæðis um EES-samninginn. Tillögu um breytingu á félags- kerfi var vísað til stjórnar SB, en samþykkt var ályktun þar sem hvatt var til þess að félags- kerfið verði einfaldað. í dag, 1. september, tekur nýr bú- vörusamningur formlega gildi. Samningurinn og þær margvíslegu breytingar sem íslenskur landbún- aður stendur frammi fyrir voru helstu mál aðalfundarins sem hald- inn var að Laugum í Reykjadal. Meirihlutinn sam- þykkti mjólkursamn- inginn Aðalfundurinn samþykkti nýgerð- an samning ríkis og bænda um mjólkurframleiðsluna með 37 at- kvæðum gegn einu. 25 sátu hjá. Samningurinn var mikið ræddur á fundinum og voru allmargir fundar- menn óánægðir með ýmsa þætti hans. Flestir töldu hins vegar að bændur ættu ekki annan kost betri en að samþykkja samninginn. Sú hugmynd var sett fram að vísa samningnum til almennrar at- kvæðagreiðslu meðal bænda. Niður- staðan var sú að erfitt væri að koma slíkri atkvæðagreiðslu við, m.a. vegna tímaskorts. Bændur ekki ánægðir með EES Aðalfundurinn krafðist þess að EES-samningurinn verði borinn undir þjóðaratkvæði. Fundurinn taldi að íslenskt atvinnulíf væri á margan hátt vanbúið til að takast á við þær breyttu aðstæður sem samningurinn felur í sér. ,Að svo viðamikinn og afdrifaríkan samning sem þennan eigi að af- greiða með einfaldri atkvæða- greiðslu á Alþingi er ósættanlegt í huga mikils hluta landsmanna. Ef efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hann þá ynnist tvennt. í fýrsta lagi gæti þjóðin sagt skoðun sína á samningnum sem slíkum og í öðru lagi yrði efnt til upplýsandi umræðu um kosti og galla hans sem myndi skýra út mörg atriði fyrir almenn- ingi sem nú eru óljós.“ Verður Bændafélag ís- lands stofnað? Á aðalfundinum, eins og síðustu fundum, var sú krafa uppi að félags- kerfi landbúnaðarins verði einfald- að. Erfiðlega hefur gengið að koma þessari kröfu í framkvæmd. Á fund- inum á Laugum var lögð fram til- laga að heildarskipulagi fyrir samtök bænda. Hún hlaut ekki afgreiðslu en var vísað til stjómar Stéttarsam- bandsins. Tillagan gerði ráð fyrir að stofnað verði Bændafélag íslands sem í grundvallaratriðum taki yfir starfssvið Stéttarsambandsins, Bún- aðarfélags íslands og Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Búnaðarfélög- in verði áfram samstarfsvettvangur bænda í viðkomandi sveitarfélagi og Búnaðarsamböndin verði grunnein- ing félagskerfisins. Búgreinafélögin verði önnur grunneining kerfisins sem taki ákvörðun um meginatriði er varði hagsmunamál viðkomandi búgreinar. Búgreinafélögin og bún- aðarsamböndin kjósi fulltrúa á aðal- fund Bændafélags íslands. Tillögunni var vísað til stjórnar, en í staðinn var samþykkt almennt orð- uð ályktun um að félagskerfið verði gert einfaldara, skilvirkara og ódýr- ara. Samþykkt var ályktun þar sem nefnd er falið að vinna að tillögum um að fækka fulltrúum á aðalfund Stéttarsambandsins, fækka í stjóm þess og um breytt kosningafyrir- komulag fulltrúa á aðalfund SB. Mælt með að greiðslu- mark í sauðfjárfram- leiðslu verði 8.150 tonn Samþykkt var að mæla með því að heildargreiðslumark sauðfjárafurða verðlagsárið 1993-1994 verði 8.150 tonn. Jafnframt var samþykkt að stjórn SB leitaði eftir markaðs- stuðningi hjá ríkissjóði við að koma því kindakjöti í verð erlendis sem fellur til í haust umfram greiðslu- mark en innan fullvirðisréttar eftir fyrri niðurfærslu. Þess var krafist að staðið verði við allar bókanir sem fylgja búvöm- samningnum. Minnt var á vanefndir varðandi framlög til landgræðslu og skógræktar. Mótmælt var áformum um að fresta beinum greiðslum til bænda. Mótmælt var fram komnum hug- myndum ríkisstjórnarinnar að fella niður endurgreiðslur á virðisauka- skatti á svína- hrossa- og nautakjöti, eggjum og kjúklingum. Bent var á að niðurfellingin hækki matvöru- verð, raski jafnvægi á kjötmarkaði og rýri kjör bænda og neytenda. Samþykkt var að leitað verði nauð- synlegra lagaheimilda til að sauð- fjárbændur geti tekið allt að 5% af grundvallarverði kindakjöts til markaðsstarfs. Á aðalfundi Lands- samtaka sauðfjárbænda var tillaga samþykkt um þetta atriði, en þar var prósentutalan 2,5%. Þá vom sam- þykktar margar tillögur sem miða að því að auka sölu á kindakjöti, m.a. um leiðir til að lækka slátur- og heildsölukostnað. Lögð var áhersla á að bændur og afurðastöðvar yrðu að standa saman í sölumálunum. Hat- römm samkeppni á milli afurða- stöðva leiði einungis til verri kjara bænda. Atvinnumál í sveitum landsins vom mikið rædd. Bent var á að mik- ill samdráttur í hefðbundnum bú- skap kallaði á margvíslegar aðgerðir til styrktar þeim sveitum og byggð- um sem byggja atvinnu sína og af- komu á íslenskum landbúnaði. Þess var krafist að gerð verði ítarleg út- tekt á áhrifum samdráttarins. Stjórn Stéttarsam- bandsins gagnrýnd í umræðum gagnrýndu nokkrir fundarmenn harðlega orð Hauks Halldórssonar í setningarræðu sinni um að sumir bændur hefðu ofmetið vígstöðu bændastéttarinnar í kjar- abaráttunni. Haukur sagði m.a. að bændur hefðu á liðnum ámm geng- ið lengra en skynsamlegt hefði verið í að gera kröfur á ríkið án þess að gera á sama tíma kröfur til sjálfra sín. Þeir hefðu of lengi tregðast við að viðurkenna breyttar aðstæður. Þetta hafi veikt stöðu landbúnaðar- ins og gefið andstæðingum hans vopn í hendur. Þær raddir heyrðust á fundinum að þessi orð Hauks væm kaldar kveðjur til fyrri forystu- manna Stéttarsambandsins. Jafn- framt var stjórn sambandsins gagn- rýnd fyrir að hafa látið of mikið und- an kröfum ríkisins og þannig sætt sig baráttulaust við verri kjör bændastéttinni til handa. Forystu- menn Stéttarsambandsins svömðu þessari gagnrýni m.a. með því að benda á að grundvöllur hinnar nýju stefnu væri að framleiða það magn af búvömm sem seldist. Áð berjast fyrir stefnu sem hefði önnur mark- mið með framleiðslunni bæri vott um óraunsæi og ofmati á vígstöðu bændastéttarinnar. -EÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.