Tíminn - 01.09.1992, Side 6

Tíminn - 01.09.1992, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 1. september 1992 Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Sigurbjörn Báröarson, afreksmaöur í íþróttum á heimsmælikvaröa. Hvenær nýtur hann sannmælis og veröur kjörinn íþróttamaöur árs- ins? Fimm dömur sigruöu i fjórgangskeppninni fyrir unglinga og mega strákarnir svo sannarlega fara aö vara sig. Frá vinstri: Guöbjörg og Neisti, Ásta og Skáti, Þóra og Gosi, Áslaug og Brúnka og Sigrlöur Theodóra og Bylgja. Fimm efstu I fimmgangi unglinga. Frá vinstri: Þóra og Fiöringur, Davíö og Dreyri, Sig- ríöur Theodóra og Sandra, Erlendur og Hofnar og Þórkatia og Perla. Fimm efstu I fjórgangi barna. Frá hægri: Guðmar Þ. og Kvistur, Marta og Sóti, Sigríður og Skagfjörö, Sigfús B. og Skenkur og Davíö og Krákustígur. Halla tekur undir réttir, en hesta- íþróttamenn láta slíkt ekki á sig fá og fjölmenntu í Torfadal viö Flúðir í Ámesþingi, þar sem haldið var hið árlega Suðurlandsmót í hesta- íþróttum. Mótssvæðið er á yndis- legum árbakka í skjóli við holt eitt öðrum megin og límtrésverk- smiðju þeirra Flúðabænda hinum megin. Kom þetta sér sérstaklega vel núna, þar sem norðan þurrkur var á og fengu margir storminn í fangið. Svæðið er rétt búið að slíta barnsskónum, svolítið brjósk- kennt ennþá og sem dæmi um það voru mjúkir plaststaurar umhverf- is skeiðvöllinn. Sigurður í Syðra- Langholti taldi það þó með ráði gert, því mýkra yrði að detta af baki. Sigurbjörn Bárðarson sannaði eina ferðina enn yfirburðahæfi- leika sína í reiðmennsku og hirti sjö gull af átta mögulegum. Eina manneskjan sem fær var að stöðva sigurgöngu hans var Sigríður Benediktsdóttir, húnverskrar ætt- ar, en það hérað hefur löngum alið afburðamenn eins og kunnugt er. Sat hún Árvakur sinn og fór kliður um mannfjöldann, þegar hún þeytti honum fram úr keppendun- um á yfirferðartölti í fjórgangs- keppninni. Þetta afrek Sigríðar er ekkert smáræði, það vita allir þeir sem fylgst hafa með Sigurbirni Bárðarsyni á hestbaki í áratugi. Á Sigrlöur Benediktsdóttir frá Efra-Núpi I Miðfiröi hampar hér brosmild bikarnum, eftir sætan sigur I fjórgangskeppninni. Situr hún Árvakur sinn, en við hliö hennar er Sigurbjörn Báröarson á Oddi, þá kemur Elsa Magnúsdóttir á Kolbak, Gísli G. Gylfason á Ófeigi og Guðni Jónsson á Svarti. Suðurlandsmót í hestaíþróttum — Sigríður Benediktsdóttir náði einu gulli af Sigurbirni: Metþátttaka í norðanþurrki meginlandi Evrópu halda áhorf- endur jafnan niður í sér andanum, þegar „Diddi" birtist í keppni og kliður fer um mannfjöldann, þegar hann skilar sprettinum. Hann hef- ur líka haldið fjölda reiðnámskeiða hérlendis sem erlendis og kennir í Víðidalnum í einkareiðhöll. Þjálfar hann þar marga þá í yngri flokk- um, sem best standa sig. Er enginn vafi á því, að hann á skilið heiðurs- titilinn íþróttamaður ársins í ár, en í fyrra var hann í fjórða sæti eftir stóra sigra á heimsmeistaramót- inu í reiðmennsku á íslenskum hestum í Svíþjóð, auk sigra á ótal mótum hér heima. Er hann ábyggilega eini íslendingurinn sem þarf á stóru herbergi að halda í húsi sínu undir verðlaunagripi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.