Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 8
8 Tfminn Þriðjudagur 1. september 1992 IHIÍH MINNING Sigurður Karlsson Sigurður Karlsson, fyrrverandi ráðs- maður á skólabúinu á Hólum í Hjaltadal, lést á heimili sínu á Akur- eyri 22. f.m., 86 ára að aldri. Síst þarf að koma á óvart, þótt háaldraður maður falli ffá, en víst er að Sigurður vekur mörgum hlýjar minningar, þegar dauða hans ber að garði. Sigurður var fæddur 28. júní 1906 að Landamóti í Köldukinn, sonur bú- andi hjóna þar, Karitasar Sigurðar- dóttur frá Draflastöðum í Fnjóskadal og Karls Kr. Amgrímssonar frá Hall- dórsstöðum í Kinn. Þau bjuggu síðar í Veisu í Fnjóskadal (1923-1943), enda oftast kennd við þann bæ og böm þeirra, ef vfsað er til upprunans. Alls urðu Veisusystkinin níu, en fjög- ur nú látin. Ættir Sigurðar em þingeyskar og merkisfólk sem að honum stóð, ekki síst hið næsta sem er Halldórsstaða- fólkið í föðurætt og Draflastaðasystk- inin í móðurætt, Sigurður búnaðar- málastjóri og Jóninna Sigurðardóttir á Hótel Goðafossi á Akureyri, höf- undur klassískrar íslenskrar mat- reiðslubókar, e.t.v. hinnar merkustu sem út hefur komið á þessari öld. Þau vom móðursystkin Sigurðar Karls- sonar. Karli Amgrímssyni kynntist ég vel á efri ámm hans á Akureyri. Hann lést 1965, kominn yfir áttrætt, mikið prúðmenni, en kona hans var þá látin tíu ámm fýrr. Karl var áhuga- samur um þjóðmál og fylgdi Fram- sóknarflokknum fest að málum. Sigurður Karlsson ólst upp við al- genga sveitavinnu eins og gerðist á fyrstu áratugum aldarinnar og deildi þeim kjömm sem alþýðu manna vom búin á þeirri tíð. Hann átti heima í foreldrahúsum fram á þrí- tugsaldur, vann við búskapinn á Landamóti og Veisu, en stundaði auk þess vegavinnu eftir því sem gafsL Þar var honum ungum falin verk- stjóm og sýnir það traust er til hans var borið sem dugandi manns í verk- um sínum. Það var því ekki ófyrir- synju að Kristján bróðir hans, þá ráðunautur Búnaðarsambands Suð- urlands, réði hann sértil aðstoðarvið búrekstur þann í Gunnarsholti sem hann hafði með höndum. Raunar varð stutt í dvöl Sigurðar þar, því að vorið 1934 ræðst hann ráðsmaður að skólabúinu á Hólum í Hjaltadal, síð- asta ár Steingríms Steinþórssonar skólastjóra þar. Ráðsmannsstarfi á Hólum gegndi Sigurður við góðan orðstír næstu tvo áratugi eða svo, en fluttist þá til Akureyrar og átti þar heima æ síðan. Svo vildi til að Krist- ján Karlsson, bróðir hans, varð skóla- stjóri á Hólum árið 1935. Vom þeir bræður því samstarfsmenn um tutt- ugu ára skeið á fornfrægum Hóla- stað. Má með sanni segja að þar hafi Sigurður Karlsson lifað sín mann- dómsár, innt af hendi aðalævistarf sitt. En það sýnir hvað líf langlífs manns er langt að nær helming æv- innar að áratölu átti hann heima á Akureyri, lengst af sem iðnverka- maður eins og var meðan við þekkt- umst best, síðan eftirlaunamaður í heiðurselli. Vissulega er fróðlegt að líta yfir ævi- feril meira en hálfníræðs alþýðu- manns, sem lifað hefúr ungann úr gullöld íslendinga, tuttugustu öld- inni. En allt verður það sem ekkert í mínum huga, ef ekki væri hversu mikils ég met af nánum kynnum manninn sjálfan, Sigurð Karlsson. Þar er öðlings að minnast sem hann var. Hann var trúr í öllum sínum störfúm, sinnugur félagshyggjumað- ur, glöggskyggn á menn og málefni. Eftirlifandi eiginkonu Sigurðar, Karlottu Jóhannsdóttur frá Brekku- koti í Hjaltadal, syni þeirra, Jóhanni Karli, sonarbömum og systkinum, flyt ég samúðarkveðjur. Ingvar Gíslason D* Maöurinn minn, faöir, fósturfaöir, afi og bróöir Sigurður Karlsson Höföahlfö 7, Akureyri lést laugardaginn 22. ágúst. Otförin ferfram frá Glerárkirkju þriöjudaginn 1. september kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna Karlotta Jóhannsdóttir Jóhann Karl Sigurösson Pálmi Pétursson og fiölskyldur r BLAÐBERA VANTAR Miöbær! Fjólug. -Sjafnarg. - Laufásv. - Sóleyjarg LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? Viögerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viogerðir á iönaöarvélum — járnsmíði. : Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kœnuvogsmegin - Simi 814110 Ný bók um sagnfræði: Umræðubók um sögukennslu GUNNAR KAKl SSO\ AÐ LÆRA AF SÖGU Greinasaín um sögunám Sagnfræðistofnun Háskóla íslands hefur gefið út bókina „Að læra af sögu, greinasafn um sögunám", eft- ir Gunnar Karlsson prófessor í sagn- fræði. í bókinni eru átta greinar og Bækur eitt viðtal, og er þar fjallað um markmið sögukennslu og menning- argildi söguiðkana, um sögu sögu- kennslu almennt og á íslandi sér- staklega, um kennslufræði sögu og tilgang sögunámsbóka sem höfund- ur hefur skrifað handa grunn- og framhaldsskólum, ýmis einn eða í samvinnu við aðra. Meðal annars Heimilislist í Kolaportinu sunnudaginn 13. sept. I Kolaportinu verður sunnudagurinn 13. sept- ember sérstaklega tileinkaður heimilislist og verður þetta í annað skipti sem staðið er fyrir slíkum heimilislistadegi á markaðstorg- inu. Þennan markaðsdag verður fólki sem leggur stund á hverskonar heimilislist, og er þá átt við listir, föndur og handiðju í víð- tækasta skilningi, gefinn kostur á að fá pláss í Kolaportinu á vægu verði til að sýna og selja verk sín. Sérstakur hluti markaðstorgs- ins verður tekinn undir heimilislistadeild, þar sem listafólkið fær pláss í borðmetratali á 900 krónur borðmetrann, en þeir sem þurfa stærra pláss og annars konar aðstöðu geta fengið slfkt í öðrum hlutum Kolaportsins, þar sem verður venjuleg markaðsstarfsemi þennan dag. Vonast er eftir þátttöku víða af landinu í þessum heimilislistadegi, því hópar og ein- staklingar sem fást við alls konar heimilislist eru fjölmargir um land allt og þarna gefst þeim gott tækifæri til að koma framleiðslu sinni á framfæri. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Kola- portsins sem fyrst í síma 625030. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG efnis er gerð úttekt á „sögukennslu- skammdeginu", deilunni um stöðu íslandssögunnar í skólum sem geis- aði í blöðum og á Alþingi veturinn 1983- 84. Sumar greinarnar hafa birst áður í tímaritum, blöðum og kennarahandbókum með námsbók- um höfundar, aðrar eru gefnar út hér í fyrsta sinn. í formála segir höfundur að bókin sé „engin kennslubók í sögukennslu heldur umræðubók, einkum ætluð þeim sem hafa áhuga á efninu og vilja bera skoðanir sínar saman við skoðanir annarra." Þó telur hann hugsanlegt að hún kunni að geta nýst í sögukennslunámi, kannski í tengslum við athugun á sögubókum hans, enda er hér skýrt hvað vaki fyrir höfundi við samningu bók- anna. ,Að læra af sögu“ er 30. bindið í „Ritsafni Sagnfræðistofnunar", 112 bls. löng. Gutenberg prentaði bók- ina, en Sögufélagið hefur söluum- boð fyrir hana eins og aðrar bækur í Ritsafni Sagnfræðistofnunar. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR Varanleg lausn á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfrí. Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur. Einnig sólbekkir og borðplötur í mörgum litum. Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum. Sterkt og fallegt. Marmaraiðjan, Höfðatúni 12. Sími 629955. Fax 629956. REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Eumpcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.