Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 1. september 1992 Tíminn 7 Evrópuúrslit England Arsenal-Sheff.Wed........2-1 Chelsea-QPR..............1-0 Coventry-Blackbum........0-2 Crystal Pal.-Norwich.....1-2 Everton-Wimbledon........0-0 Leeds-Liverpool..........2-2 Man.City-Oldham..........3-3 NottForest-Man.Utd.......0-2 Sheff.Utd-Aston Villa ...0-2 Southampton-Middlesbro...2-1 Ip'swich-Tottenham.......1-1 Skotland Airdrie-Celtic...........1-1 Dundee Utd.-Falkirk......2-0 Hearts-Motherwell........1-0 Partick-Dundee...........6-3 Rangers-Aberdeen.........3-1 StJohnstone-Hibemian.....1-1 Þýskaland Stuttgart-Karlsruhe......2-1 Saarbrucken-Schalke......1-3 Bor.Dortmund-Kaiserslautem 1-0 Wattencheid-Frankfurt ...1-2 B.Munchen-Dresden........3-1 Köln-Hamburg.............2-2 Werder Bremen-Bochum.....3-1 Gladbach-B.Uerdingen.....0-4 Numberg-Bayer Leverkusen ...0-1 Samskipadeildin í knattspyrnu: Einvígi Þórs og ÍA Það stefnir allt í að einvígið um ís- landsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu standi á milli Þórs og ÍA, en bæði þessi lið unnu stóra sigra á andstæðingum sínum, Þór á bikar- meisturum Vals og ÍA og íslands- meisturum Víkings. Bikarkeppni 2. og 3. flokks: ÍA og KR meistarar Akumesingar tryggðu sér bikar- meistaratitilinn í 2. flokki með sigri á ÍBV á Selfossvelli, 2-0. Það voru þeir Þórður Guðjónsson og Amar Gunnlaugsson sem gerðu mörk Skagamanna. KR-ingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í 3. flokki með sanngjörnum sigri á Frömurum á Valbjarnarvelli, 2-0. Það voru þeir Vilhjálmur Vilhjálmsson og Nökkvi Gunnarsson sem gerðu mörk KR- inga. -PS Kastmót Flugleiða: Einar setti íslandsmet Einar Vilhjálmsson spjótkastari bætti nýlegt íslandsmet sitt á kast- móti sem haldið var á sunnudag á Laugardalsvelli. Nýja met Einars er 86,80 m og sigr- aði hann í spjótkastkeppninni. í öðm sæti varð Rússinn Vladimir Sasimovich og Sigurður Einarsson varð í því þriðja. Wolfang Schmidt frá Þýskalandi sigraði í kringlukast- inu, kastaði 64,36 en Vésteinn Haf- steinsson varð í öðm sæti, en hann kastaði 63,38 m. Það var lítið púður í kúluvarpinu því Pétur Guðmunds- son kastaði aðeins tvisvar sinnum vegna meiðsla. Þar sigraði Sauliu Kleiza frá Litháen, sem kastaði 19,73 m. -PS Pétur Arnþórsson geröi eitt marka Fram gegn ÍBV, sem var þó langt frá því aö vera nóg. Víkingur-ÍA 1-3 (0-3) Akurnesingar gerðu út um Ieik- inn strax í fyrri hálfleik og léku hreint fantagóða knattspyrnu. Arnar Gunnlaugsson gerði fyrsta mark leiksins, á 15. mínútu eftir varnarmistök hjá Víkingum. Tveimur mínútum síðar lá knött- urinn aftur í neti Víkinga og þá var það tvíburabróðir Arnars, Bjarki Gunnlaugsson, sem setti tuðruna í netið. Það var síðan Þórður Gu- jónsson sem gerði þriðja mark Skagamanna skömmu fyrir hálf- leik. Leikurinn slappaðist niður í síð- ari hálfleik og náðu Skagamenn ekki að halda uppi þeim leik sem þeir gerðu í fyrri hálfleik. Þá náðu Víkingar hins vegar að rétta eilítið úr kútnum og tókst Helga Sig- urðssyni að koma knettinum einu sinni í mark Skagamanna fyrir leikslok. Valur-Þór 0-3 (0-1) Þórsarar ætluðu sér ekki að verða eftirbátar Skagamanna á laugar- dag þegar þeir mættu bikarmeist- urum Vals að Hlíðarenda. Þeir mættu harðákveðnir til leiks og byrjuðu mun betur en heima- menn. Það var þó ekki fyrr en á 30. mínútu leiksins sem fyrsta markið Ieit dagsins ljós og var þar að verki Halldór Áskelsson. Slakir Valsmenn náðu ekki að sýna klærnar í síðari hálfleik og náðu Þórsarar að yfirspila þá. Bjarni Sveinbjörnsson gerði þá tvö mörk fyrir Þór, það fyrra á 51. mín og það síðara mínútu fyrir leiks- lok. Halldór Áskelsson og Bjarni Sveinbjörnsson voru bestir Vals- manna. FH-KR 2-2 (0-0) Það munaði aðeins hálfri mínútu að KR-ingar hefðu á brott með sér öll þrjú stigin úr Kaplakrikanum, en FH- ingar náðu að jafna leikinn á elleftu stundu. KR-ingar voru betri aðilinn í leiknum og hefði sigur þeirra verið sanngjarn. Það var þó ekki fyrr en í síðari hálfleik að fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós og var það Rúnar sem það gerði og átti einnig heiðurinn að undirbúningnum. Aftur var það góður undirbúningur Rúnars sem skóp annað mark KR, en það var Steinar Ingi- mundarson sem setti knöttinn f netið. FH-ingar gáfust ekki upp og um 5 mínútum síðar náðu Hörður Magnússon að minnka muninn með góðu skoti frá vítateigslínu. Þeir gáfust ekki upp og þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum tókst þeim að jafna. Þórhallur Víkingsson tók skot að marki KR, sem fór í höfuð Grétars Einarssonar og í netið. Óverjandi fyrir Ólaf Gottskálksson í marki KR, þar sem hann var kominn úr jafnvægi. ÍBV-Fram 4-2 (0-1) Rúnar Kristinsson lék vei gegn FH og gerði annað marka KR. Vestmannaeyingar náðu að vinna sinn fyrsta sigur á heimavelli, er þeir lögðu Framara að velli. Þetta gerir það að verkum að þeir fyrr- nefndu eiga smávon um að halda sér í deildinni. Framarar komust í 0-2 með mörkum þeirra Péturs Arnþórssonar og Jóns Erlings Ragnarssonar, en heimamenn voru ekki af baki dottnir. Á síðasta hálftíma leiksins gerðu heima- menn fjögur mörk og tryggðu sér sigurinn. Tómas Ingi Tómasson skoraði fyrsta markið á 61. mín, þá Ingi Sigurðsson á þeirri 69., Stein- grímur Jóhannesson á 71. mínútu og loks gerði Tómas Ingi sitt ann- að mark skömmu fyrir leikslok. KA-UBK 1-2 (0-1) Falldraugurinn er heldur betur á sveimi yfir KA-heimilinu á Akur- eyri þessa dagana, eftir ósigur gegn UBK í fallslag liðanna norðan heiða. Liðin berjast hatrammi bar- áttu um fallið og er á þessari stundu vonlaust að segja til um lyktir. Blikarnir sem léku undan leiðindaveðri, roki og rigningu, gerðu fyrsta mark leiksins á 22. mínútu og var þar að verki Grétar Steindórsson. Þrátt fyrir að KA menn létu að sér kveða í síðari hálfleik, þá juku Blikar muninn og aftur var Grétar Steindórsson skeinuhættur við mark andstæð- inganna. Ormarr Örlygsson náði þó að minnka muninn fyrir heima- menn, en þrátt fyrir ágætar til- raunir til að jafna leikinn tókst KA-mönnum það ekki. Næstsíðasta umferð verður leik- inn á laugardag, en við látum hér fylgja með hvaða leikir verða í síð- ustu tveimur umferðunum: Laugardagurinn 5. sept KA-Valur UBK-ÍBV ÍA-FH KR-Þór A. Sunnudagur 6.sept Fram-Víkingur Laugardagur 12. sept. Valur-KR ÍBV-KA Víkingur-UBK FH-Fram Þór A.-ÍA Sagan endalausa um framtíð Maradona á knattspyrnuvellinum: Sevilla vill viðræður! Enn er ekki ljóst hvort knatt- spymuferli Diego Maradona sé lok- ið, eða hvort hann tekur fram skóna að nýju og þá er heldur ekki ljóst hvort það verður með Napólí eða Sevilla á Spáni. Maradona hefur neitað að leika Stórmót Urval-Utsýn í keilu: ÁSGEIR ÞÓR SIGURVEGARI Ásgeir Þór Þórðarson bar sigur úr býtum í meistarflokki á stórmóti Urval-Útsýn í keilu sem haldið var í Keilulandi í síðastliðinni viku. Ás- geir fékk 201 stig að meðaltali í leikjum sínum, en hann fékk í leikj- unum flmm í úrslitakeppninni 228 stig að meðaltali. í öðru sæti var Valgeir Guðbjartsson með 200 stig að meöaltali og í þriðja sæti varð Bjöm Vilhjálmsson með 196 stig að meðaltali. í fyrsta flokki sigraði Bjöm Ing- varsson með 189 stig að meðaltali, með Napólí samkvæmt þeim skil- málum sem liðið hefur gert fyrir endurkomu hans, en hann hefur hins vegar hug á því að leika með Sevilla þar sem Carlos Bilardo, fyrr- um þjálfari hans í Argentínska landsliðinu, ræður ríkjum. Napólí sendi alþjóða knattspyrnusamband- inu bréf þar sem liðið óskaði eftir því að sambandið tæki málið í sínar hendur, en forráðamenn Iiðsins eru allt annað en ánægðir með fram- komu Sevilla í málinu og segja að farið hafi fram viðræður milli Se- villa og umboðsmanns Napólí, án vitundar forráðamanna Napólí. Þetta kalla þeir siðleysi. FIFA hefur hins vegar neitað þessu erindi og segir að það sé liðanna að leysa vandamálið. Ef það takist ekki þá komi alþjóða knattspyrnusamband- ið, FIFA til skjalanna. Skömmu eftir að þetta var tilkynnt sendu forystumenn Sevilla Napólí símbréf, þar sem óskað er eftir við- ræðum um kaup á Maradona og biðja þá síðarnefndu um að nefna stað og stundu fyrir þær. Sevilla hef- ur boðið Maradona um þrjár millj- ónir dollara í laun fyrsta árið og vill greiða Napólí 15 milljónir dollara fyrir kappann. -PS/reuter Jóhannes B. Pétursson með 184 stig varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Jóhann G. Gunnarsson með 182 stig. f öðrum flokki sigraði Kristjan Hafliðason með 177 stig, Árni Þ. Bjamason í öðru sæti með 170 stig og Arnar Þórðarsson í þriðja sæti með 154 stig. Úrval-Útsýn styrkti mótið með verðlaunum sem vom þrjár utan- landsferðir á opna meistaramótið í keilu sem haldið verður á Notting- ham í Englandi 14.-21. september nk. -PS Knattspyma, yngri flokkar: Tveir fifiar hjá Fram Framarar tryggðu sér um helgina íslandsmeistaratitilinn í 3. og 4. flokki í knattspyrnu, en Fylkismenn sigruðu Framara hins vegar í úr- slitaleik 5. flokks. Til úrslita í 3. flokki léku Framarar við við ÍBV á Valbjarnarvelli og sigmðu þeir fyrr- nefndu 5-4 eftir framlengingu. í fjórða flokki léku Framarar til úr- slita gegn Völsungi frá Húsavík og sigmðu 5-0 og var leikurinn spilað- ur á Akureyri. f 5. flokki lágu Fram- arar hins vegar í úrslitum gegn Fylkismönnum. Fylkir vann a-liðs leikinn, 1-0 og b- liðsleikinn 2-1. -PS Samskipadeildin: FH-KR...................2-2 ÍBV-Fram................4-2 Víkingur-ÍA..............1-3 Valur-Þór................0-3 KA-UBK .................1-2 Staðan í Samskipadeild Akranes.....16 11 3 2 35-16 36 Þór ........16 10 4 2 27- 9 34 KR...........16 9 4 3 29-15 31 Valur ......16 8 4 4 29-17 28 Fram .......16 7 1 8 23-23 22 FH .........16 4 6 7 21-26 18 Víkingur....16 4 4 8 21-30 16 UBK........ 16 4 3 9 11-25 15 KA...........16 3 4 10 16-28 13 ÍBV..........16 3 1 12 18-41 10 -PS 1. deild kvenna Valur-UBK . 3-1 Stjarnan-Þróttur N. 3-2 KR-Þróttur N 0-1 Staðan Valur ..1310 0 3 27-8 30 UBK ..12 91 2 42-9 28 ÍA ..11 81 2 36-7 25 Stjarnan .... ..12 81 3 30-10 25 Þróttur N... ..13 50 8 22-41 15 KR ..13 41 8 16-28 13 Þór A ..13 2 1 10 8-43 7 Höttur ..13 1 1 11 7-45 4 2. deild: Stjarnan-Leiftur............2-2 Staðan Keflavík.... 16 114 137-15 37 Fylkir....... 16 12 1 3 34-16 37 Grindavík ....15 8 2 5 31-24 26 Þróttur.......16 8 1 7 28-29 25 Leiftur.......16 6 4 6 29-22 22 BÍ'88 .......15 4 6 5 20-28 18 Stjarnan......16 4 6 6 24-23 18 ÍR ..........16 3 6 7 20-30 15 Víðir.........16 2 6 8 18-26 12 Selfoss.......16 1 4 10 17- 47 7 3. deild Tindastóll-Grótta..........3-2 Ægir-Skallagrímur..........0-3 Völsungar-KS...............1-1 Dalvík-Haukar..............2-2 Staðan Tindastóll ...17 15 1 1 52-22 46 Grótta........17 9 4 4 30-2131 Þróttur N. ...16 8 4 4 37-30 28 Skallagr..... 17 6 4 6 41-29 25 Haukar....... 17 6 5 6 31-31 23 Magni.........16 5 4 7 24-22 19 Völsungur ...17 4 4 9 20-30 17 Ægir..........17 3 5 8 19-38 17 Dalvík........17 5 2 10 29-30 17 KS .........17 3 2 12 20-47 11 Úrslitakeppni 4. deildar: Sigur hjá HK og Hetti Úrslitakeppni fjórðu deildarinnar í knattspyrnu hófst um helgina, en þá léku HK menn við lið Hvat- ar frá Blönduósi. HK stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa ver- ið 1-0 undir lengst af. Leikmenn HK gerðu tvö mörk á síðustu mínútum leiksins og tryggðu sér mikilvægan sigur. Höttur sigraði lið Reynis frá Sandgerði í leik lið- anna sem fram fór á Egilsstöð- um. Eina mark Hattar og leiksins gerði Freyr Sverrisson, þjálfari Hattar. -PS Úrslitaleikur í keppni utandeilda: Smástund - Örkin...1-5 Knattspyrna: í kvöld 2. deild BÍ’88-Grindavík kl.18.00 3. deild Þróttur N.-Magni kl.18.00 4. deild úrslitakeppni HK-Reynir Sandgerði kl. 18.00 Hvöt-Höttur kl.18.00 -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.