Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðuriandsbraut 12 Oöruvísi bflasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225) DEYFAR mi Q^varahlutir Verslið hjá fagmönnum Hamarshöfða 1 - s. 67-6744 J ÞREFALDUR 1. vinningur Aukið ofbeldi í störfum lögreglumanna: Ovnunandi ástand í miðbænum um heigar Um helgina særðist lögreglumaður þegar hann hugðist skakka átök í mið- bæ Reykjavíkur. Lögreglumenn hafa áhyggjur af aukinni hörku í samskipt- um þeirra við fólk og kvarta yfir skorti á fé og tækjum. Kannski að við sé- um svona litils virði,“ segir Jónas Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Honum fínnst ástandið í miðbæ Reykjavíkur vera óviðun- andi. í fréttatilkynningu frá Lands- sambandi lögreglumanna skora þeir á stjórnvöld að hefja nú þegar viðræður við samtök lögreglu- manna um lausn þess vanda sem við blasi. Þar eiga þeir við að lög- reglan eigi undir högg að sækja vegna skorts á fé. „Lögreglan lítur á það sem hlutskipti sitt að halda uppi lögum og reglu í þessu land. Sé henni sökum fjárskorts gert ókleift að sinna því verkefni er það upphafið á óöld sem ekki sér fyrir endann á,“ segir í fréttatilkynn- ingu Landssambands lögreglu- manna. Lögreglumenn lítils virði? „Við álítum að lögreglumenn hafi slasast oftar við skyldustörf undan- farin ár. Við höfum stundum sloppið fyrir horn. Eins og hnífstungumálið um helgina sýnir þá er um alvarleg- an atburð að ræða þó lögreglumað- urinn hafi verið heppinn með hvar stungan lenti,“ segir Jónas. Hann segir að lögreglumenn hafi lengi reynt að fá skotvesti en þau hafi þótt of dýr. „Kannski að við séum svona lítils virði. Við þyrftum að eiga skildi og góða hlífðarhjálma," bætir Jónas við. Hann telur það vera óviðunandi ástand helgi eftir helgi að þurfa að eiga við fleiri þúsund manns í mið- bænum. „Við erum með tvöfaldan mannskap í gangi um hverja ein- ustu helgi svo þetta bitnar á frítíma manna svo þeir verða mjög lang- þreyttir á þessu ástandi. Ég held að vandinn sé stærstur hjá yfirmönnum lögreglunnar. Þeir geta ekki í dag stýrt verkefnum eftir þörfinni en verða að halda sig innan fjárlagaramma," segir Jónas. Hann bætir við að eftirlit með myndbandsvélum hafi reynst vel í íyrra en veit ekki hvort það sé virkt nú. Jónas bindur vonir við fund í dag með ráðuneytisstjóra dóms- málaráðuneytis og fleirum. „Þar ætlum við m.a. að ræða þann tækja- búnað sem við höfum sem gæti ver- ið betri," segir Jónas. Hann nefnir sem dæmi að sumir Iögreglubílar séu alls ekki með nógu kraftmiklum vélum til að stöðva ökuþóra í tíma. Jónas nefnir háar örorkubætur sem dæmi um þær hættur sem fylgja stafi lögreglumanna. Hann segir að um 600 lögreglumenn hafi verið f hlutverki bótaþega í 87,5% tilvika þegar ríkisstarfsmönnum hafa verið greiddar örorkubætur. „Það má búast við að þar séum við að tala um nálægt 20.000 manna hóp,“ bætir Jónas við og finnst hlut- falliðallt of hátt. Fra 24. sambandsþingi SUF um helgina. Formannaskipti urðu í SUF á Egilsstöðum um helgina: Vilja opna ungu fólki leið í útgerð Það kom fram á 24. sambandsþingi SUF, Sambands ungra framsóknar- manna, sem haldið var á Egilsstöðum um helgina, að ungir framsóknar- menn vilja að kvótakerfið verði opnað fyrir ungu fólki. í ályktuninni kemur fram að SUF telur kvótakerfið heppilegasta valkostinn við stjómun fiskveiða en ungir framsóknarmenn gera það að tillögu sinni að opnaðar verði leiðir inn í kerfið til að gefa ungu fóiki möguleika á að komast inn án vemlegs til- kostnaðar og að þannig verði tiyggð eðlileg endumýjun í greininni. Sjávarútvegsmálin voru aðalmál þingsins og höfðu þeir Jón Kristjáns- son líffræðingur og Finnur Ingólfs- son alþingismaður framsögu um stjómun fiskveiða og tókust nokkuð á um gildi og trúverðugleika Haf- rannsóknarstofnunar sem þess fagað- ila sem stjómvöld byggja ákvarðanir sínar á. Jón Kristjánsson líffræðingur gagnrýndi Hafrannsóknarstofnun harðlega en Finnur tók upp hansk- ann fýrir stofhunina. í sjávarútvegsályktun þingsins er einmitt komið inn á stöðu rannsókna og menntunar í sjávarútvegi og talað um að stórefla þurfi rannsóknir í þágu líffræði og haívísinda enda sé það grundvallaratriði og okkar ein- asta von um að hér megi stjóma fisk- veiðum til lengri tíma. Síðan segir orðrétt í ályktuninni: „íslendingar verða að leggja meiri metnað í menntun og uppfræðslu á sviði sjáv- arútvegsgreina og er þar ekki einugis við Háskóla íslands að sakast heldur allt íslenska skólakerfið þar sem ungu fólki er nánast kennt allt nema það sem tengist fiskveiðum, fisk- vinnslu og náttúru hafsins. Það sýnir sig einnig að þekkingarskortur æsk- unnar, áhugaleysi foreldranna og böl- móður stjómmálamanna og forystu- manna hagsmunasamtaka hefur gef- ið störfum og atvinnutækifærum innan sjávarútvegsins neikvæðan stimpil sem dregur úr áræði og kjarki ungs fólks til að sérhæfa sig í þeim greinum sem eru okkur íslendingum hvað mikilvægastar." Þá vakti það nokkra athygli að þingheimur felldi tillögu að ályktun sem gerði ráð fyrir að að ungir framsóknarmenn höfn- uðu alfarið aðild íslands að EES. Um- rædd tillaga var borin upp sem breyt- ingartillaga við tillögu undirbúnings- hóps að ályktun um utanríkismál og var þessi breytingartillaga felld með jöfnum atkvæðum. í lok ályktunar- innar um utanríkismál sem sam- þykkt var á þinginu segir hins vegar: „íslendingar eiga að stefna að gerð víðtækra viðskiptasamninga við ríki EB og jafnframt við Bandaríkin og Japan og vinna markvisst að því að verða miðstöð fýrir viðskipti milli þessara svæða og einnig íýrir við- skipti annarra þjóða á þessu svæði.“ Eins og Tíminn greindi frá í síðustu viku lá fyrir þessu þingi SUF tillaga um jöfnun atkvæðisréttar og var nokkuð tekist á um þá tillögu á þing- inu. Lendingin sem náðist kemur fram í sérstakri ályktun þingsins um þessi mál sem er nokkuð breytt frá upphaflegum ályktunardrögum. Þar segir m.a. að ungir framsóknarmenn vilji að sem mest jafnræði ríki milli byggða landsins og telji að jöfnun at- kvæðisréttar að óbreyttum stjórn- sýsluháttum muni auka á ójöfnuð milli landshluta. Því telja ungir fram- sóknarmenn að brýnt sé að breyta stjómsýsluháttum þannig að sam- hliða jöfnun atkvæðisréttar verði tryggður jöfnuður milli höfuðborgar og landsbyggðarinnar á öðrum svið- um. í fyrmefndri ályktun er talað um tiltekin atriði sem þarf að breyta. Meðal þeirra er að SUF vill að landinu verði skipt upp í hæfilega stór sjálf- stjómarhéruð sem fara með stjóm sinna mála að eins miklu leyti og kostur er. í þessum sjálfstjómarhér- uðum verði kosin sérstök héraðsþing sem taki ákvarðanir um framkvæmd- ir og geri fjárhagsáætlanir. Héraðs- þingin kjósi sér síðan héraðsstjórnir sem hafi með framkvæmdavald í hér- aðinu að gera. Samkvæmt ályktun SUF yrði síðan þessum sjálfstjórnar- héruðum tryggður lunginn úr þeim skatttekjum sem nú renna til ríkis- ins, en ríkisstjóm íslands færi ein- göngu með þau mál sem sameiginleg em öllum landsmönnum og ekki em á færi einstakra héraðsþinga eða hér- aðsstjóma að sinna. Formannsskipti urðu á þinginu og lét Siv Friðleifs- dóttir af formennsku en við tók Sig- urður Sigurðsson á Egilsstöðum. Tímiiin ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPT. 1992 Samkeppni haldin um nýsköpun: íslenskum atvinnu- Efnt hefur samkeppni um ný- sköpun í íslensku atvinnub'fi sem hlotið hefur heitið „Snjallræði“. Iðnaðarráðu- neytíð, Iðnlánasjóður, Iðn- íæknistofnun íslands og Iðn- þróunarsjóður standa bak við keppnina. Að sögn Hallgríms Jónas- sonar, forstjóra Iðntækni- stofnunar, er markmiö keppn- innar að draga markaðshæfar hugmyndir fram x dagsfiósið og örva nýsköpun og firum- kvæði í íslensku atvinnulífl. Keppnin er f tveimur áfong- um og í þeim fyrri verða vald- ar allt að átta hugmyndir og þær vcrðlaunaðar. Verðlaunin felast í fiárhagsaðstoö við að athuga hvort hugmyndimar séu hagkvæmar til fram- leiðslu. Heiidarkostnaður má vera allt að 800.000 kr. og nema verðlaunin 75% af kostnaöi. í seinni hlutanum verða valdar fiórar hugmyndir af þeim sem hlutu viðurkenn- ingu í fyrstu umferð. Verð- launin í þeim áfanga nema 50% af kostnaði við fullnað- arþróun og frumgerðasmíð, hámark þeirra er þó 1.500.000 kr. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra segir aldrei meiri þörf hafa verið fyrir nýjungar í ís- lenskt atvinnulíf en nú þegar á móti blæsi í hefðbundnum atvinnuvegum. Hann vaktí einnig athygli á því að með aukiiwi samkeppni yrði líf- tími tækninýjunga sífellt skemmri. Frestur tíi að skila inn hugmyndum í sam- kemppnina rennur út 30. september. —GKG. VINNINGAR FJOLDI UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 6.586.629 2. 4Í5Í íf 5 142.254 3. 4af5 197 6.228 4. 3af5 5.789 494 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 11.384.581 upplysingarsimsvari91 -681511 lukkulina991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.