Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.09.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 1. september 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Afkoma ríkissjóðs Ljóst er af þeim tölum, sem birtar hafa verið um afkomu ríkissjóðs á fyrri hluta þessa árs, að áform stjórnvalda um sparnað í ríkisfjármálunum hafa ekki gengið eftir. Afkoman er helmingi lakari en áætlað var, þrátt fyrir að stóraukin gjöld hafa verið lögð á fólkið í landinu í formi þjónustugjalda, eink- um í heilbrigðiskerfinu. Tekjur ríkissjóðs hafa dregist saman vegna minnkandi veltu í þjóðfélaginu. Þar er um að ræða tekjur af aðflutningsgjöldum og minnkandi tekju- skattur. Stefna stjórnvalda hefur verið sú að draga sam- an og hafa sem minnst afskipti af atvinnulífinu í landinu. Öll þessi neikvæða umræða hefur dregið mátt úr forsvarsmönnum atvinnulífsins og hefur Iamandi áhrif á þá nýsköpun, sem nauðsynleg er til þess að auka atvinnu og tekjur. Staðan er sú að atvinnuleysi fer hraðvaxandi og útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs vaxa því hröð- um skrefum. Það verður auðvitað ekki rætt um ríkisfjármálin án samhengis við aðra þróun í þjóðfélaginu. Sú staða blasir við að undirstöðuatvinnuvegur eins og fiskvinnslan hefur ekki starfsgrundvöll. Það leiðir til þess að framþróun, sem er möguleg í þessari grein, tefst. Forustumenn atvinnufyrirtækjanna eru önn- um kafnir við það að bjarga sér frá degi til dags, og hafa lítinn tíma eða krafta til þróunar og nýsköpun- ar, né fjármagn til þess að kaupa sérfræðiþekkingu eða hrinda af stað nýrri starfsemi. Þetta ástand er mjög alvarlegt, og það hefur bein áhrif á afkomu rík- issjóðs. Alltof algengt er að fjárhagsmálefni í þessu þjóð- félagi séu rædd eins og það séu vatnsheld hólf á milli ríkisvalds, atvinnurekenda og launþega í landinu. Út úr þessum vítahring þarf að komast. Er það víst að niðurskurður hjá ríkinu í öllum þáttum tryggi efna- hagslegt jafnvægi hér á landi? Tíminn telur að mál- efni atvinnuveganna verði ekki skilin frá umræðun- um um afkomu ríkissjóðs. Svo bein og augljós tengsl eru þar á milli. Raunverulegur sparnaður í ríkisútgjöldum fæst ekki nema með náinni samvinnu við stofnanir á veg- um ríkisins um að ná fram ákveðnum sparnaði með áætlanagerð sem tekur yfír meira en eitt ár. Það er útilokað að árangur náist með því að ætla á einu ári að þurrka út halla ríkissjóðs með því að ýta öllum ! óskum um fjárframlög út af borðinu og skera flatt niður. Fyrir því er margföld reynsla og þær tölur, sem hafa birst um afkomuna það sem af er árinu, | skýra þetta ljóslega. I__________________________________________ Vellyst úr flæðaeykjum Afdrifaríkur eltingarleikur lög- reglumanna við eitursmyglara, nýkominn frá Kólumbíu nestaðan hinum suðræna „snjó“, hefur fengið mönnum margt að hugsa undanfarið. Þótt persónur á borð við þennan harðskeytta „candy- man“, eins og svona karlar nefna sig sjálfir í Ameríku, séu manna velkomnastir gestir á heimilum manna í sjónvarpsmyndinni á laugardagskvöldum, þá fer nú gamanið af þegar lögreglubílarnir eru teknir að snúast sem eldlog- andi skopparakringlur uppi við kartöflugarða í Smálöndunum og rýtingseggjarnar þeyta vígabrönd- um að húsabaki hjá íslenskum heimilisiðnaði hf. Blóðský á himni rís yfir Akrafjalli og Skarðsheiði eins og martröð í eldrauðu. Fólki hefur þótt sem raunveruleikatrú- ar myndir af svoddan nokkru eigi því að leggjast til sem önnur sjálfsögð „vellyst í skipsförmum ’ , eins og Bjarni kvað, og líst ekki á blikuna er hún býðst nú unnin og verkuð og „made in Iceland". En það er með ósómann eins og annað. Allt kemst á endanum á innlent leyfi og hver veit nema þjóðin verði brátt svo forfrömuð að „candy- rnenn" hennar og „daredevils" úr lögregluliðinu verði boðleg „ex- port“-vara. Hin óttalegu teikn Þegar tíðindi af þessu tagi ber- ast þá er það gömul saga og ný að fólki finnst sem upp séu fyrir því dregin hræðileg teikn ógnaraldar sem í vændum sé, að atburðirnir á Vesturlandsveginum séu ekki annað en útveröir þess meginhers Vandala og Húna, sem bíða færis handan við næsta leiti að flæða yf- ir. Satt að segja er þó alls ekki víst að sú sé raunin, þótt kannast verði við að það þarf ekki heldur að vera með öllu rangt. Eins konar undirheimar eru vissulega til á íslandi og eins og alls staðar eru þeir margkrókóttir og ekki nema fyrir fáa innvígða um þá aö rata. Menn eru líka sam- mála um að innbyggjara undir- heimanna er fæsta að finna í hópi þeirra sem sitja og stara fram í tó- mið löngum stundum á bekkjum í upphituðum biðskýlum eða meðal óhreinna unglinga með sikk- risnælur í eyrunum. Nær mun Iagi að þeir eigi fæstir inngengt í neina undirheima sem því nafni eru nefnandi. Hvar undirheimana er að finna mundu þau sjálfsagt mikið betur vita „herra" og „ung- frú Reykjavík" og það fólk sem tækt telst í vinahóp þeirra. Þetta er með öðrum orðum fólkið sem myndaði „þotuliðið", eða þá út- gáfu af því sem hér tókst að koma á koppinn og sumir kölluðu „ap- ex-miða þotuliðið" því það var að vonum ekki vellríkt, eins og hið virkilega „jet-set“ í útlandinu. Skjól þess er auðvitað sómasemd þess, í það minnsta á ytra borðinu, óaðfinnanlegur kæðaburður og þar fram eftir götuunum. Það er ekki leikur fyrir pólitíið að fást við það, því lögreglureglugerðina kann það ekki síður en lögreglu- mennirnir sjálfir og lætur ekki vaða ofan í sig. En svona „djönkarar", ígildi þotufólksins, hefur þó alltaf verið til hér á landi eins og ytra, þótt áð- ur væri það fátt og léti Iágt — nokkrir menntamenn, mest lækn- ar og stöku skáld. Það vili lifa hratt og hæfilega hættulega. Flest af því skaðaði ekki aðra nema máske sjálfa sig eitthvað með lifn- aðarháttum sínum. En nú er hætta á að það fari að breytast. Engum skyldi blandast um að úr hópi þess koma þeir — að vísu fáu — sem gera sér eitur að féþúfu með þeim hætti sem þekkist úr bíómyndunum. Þeir eru hættu- legir og eigi að veita viðnám þá eru það þessir einstaklingar sem veita verður viðnám. Erfiðast kann að verða að fást við það hvað þeir eru „sómasamlegir". Aflokunin Enn er lögreglan á íslandi sjálfsagt ekki nema „sveitalög- regla“ og það er engan veginn sagt í niðrandi merkingu. Sveitalög- regla er miklu viðkunnanlegri en einhver víkingasveit sem gnístir tönnum og ber sexhleypu við lær- ið. En kannske líður að því að það breytist og það verður þá vegna þess að þjóðfélagið og almenning- ur breytist. Viðbrögð almennings við harð- ara þjóðfélagi eru alltaf þau að hann njörvar sig fastar við það sem hann kallar sitt og kostar kapps um að girða það af. Hann kaupir sér hespur og þjófavarna- kerfi og lætur þessa stofnun — lögregluna — sem mest um það sem hann vill ekki vita af og vill ekki sjá í raunveruleikanum — bara í bíómynd. Hann mundi ekki endilega fagna því ef lögreglan færi að vopna sig, en hann mundi ekki mótmæla því heldur. Hann mun engan verða að skjóta og mundi afbera það þótt það þyrfti að drepa fýrir sig. Talsvert viðsjár- verðara teikn núna um komu Vandalanna og Húnanna en havaríið á Vesturlandsveg- inum er að hér sem annars staðar er fólk einmitt farið að njörva sig fastar við sitt en var — og girða sig af. Það á sér að vísu enn mest efnahagslegar orsakir. En náskylt er það samt óttanum sem stafar af skuggunum úti á strætunum. Tilfinningin fyr- ir ábyrgð gagnvart náunganum fer mjög dvínandi á íslandi nú. Menn eru að verða sérlega nískir á sam- úð með þrengingum annarra, eig- inlega blóðnískir á hana. Helst að þeir tími að leggja af mörkum kuldalegar ráðleggingar sem eru svölun innri óttakennd, hálfkveð- in sigurljóð nurlarans, sem á sér ekkert markmið nema að komast sjálfur af hvernig sem allt veitur og rekst. Aflokunaráráttan er ævinlega það æxlunartól sem óðast gýtur úr sér samfélagslegum undanvilling- um, glæpamönnum og fólki sem ekkert sæmilegt er í að finna hvernig sem rótað er og leitað. Stundum er sagt að slíkt fólk sé ekki til en það er auðvitað rangt. Skiiyrðin fyrir að það taki að æxl- ast eru vafalaust að batna hér í landi. Fleiri og fleiri kunna þeir að fara að gera vart við sig pestargerl- arnir sem fram að þessu hafa ekki verið annað en notalegur, inn- fluttur varningur, „vellyst" úr „flæðaeykjum" sem gert hafa mönnum sjónvarpsseturnar svo notalegar. AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.