Tíminn - 17.09.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. september 1992 Tíminn 3 Halldór Asgrímsson alþingismaður: Aukin vegagerð ein og sér dugar ekki atvinnuvegunum Halldór Ásgrímsson alþingismaður segir að ríkisstjórnin verði að bæta starfsumhverfí atvinnuveganna. Það sé áhrifaríkasta aðgerðin til að hleypa nýju lífí í atvinnuvegina. Vegagerð, svo ágæt og nauð- synleg sem hún er, dugi ekki ein og sér. Halldór sagði eftirtektar- vert að ríkisstjómin stefni að því að reka ríkissjóð með svipuðum halla á næsta árí og á þessu ári. Hann sagðist búast við því að mark- mið um halla á næsta ári náist ekki frekar en á þessu ári. „Það, sem ríkisstjómin er að gera, er að auka útgjöld til ákveðinna málaflokka, sem að sjálfsögðu mun bæta eitthvað atvinnuástandið. En aðalatriðið er að mínu mati starfs- umhverfi atvinnuveganna. Þeir búa við mikinn taprekstur og það þarf að lækka raungengið með því að ráðast að kostnaðarþáttum. í því sambandi þarf ríkið og sveitarfélögin að lækka álögur á atvinnuvegina, sem tengj- ast útgjöldum þeirra. Þar minni ég á skatta á launagreiðslur og aðstöðu- gjald. Því miður heyrist ekkert frá ríkis- stjórninni um þessi mál. Hún er ekki enn búin að ná niðurstöðu um hvað eigi að gera varðandi það mikla áfall, sem sum byggðarlög verða fyr- ir vegna samdráttarins í þorskveið- Halldór Ásgrímsson alþm. um. Þar fást engin svör og mér sýn- ist að ríkisstjórnin sé í reynd að reyna að fela vandamálin með því að slá fram tillögum um verulega aukningu á fjármagni til vegagerðar. Það er góðra gjalda vert, en því mið- ur mun vegagerðin ekki breyta starfsumhverfi atvinnuveganna að neinu marki. Tillögur ríkisstjórnarinnar ein- kennast af fáti og fálmi. Þessar ákvarðanir eru teknar á lokastigi fjárlagaundirbúningsins án þess að nokkur yfirveguð umræða hafi átt sér stað,“ sagði Halldór. Halldór sagði að þess beri að geta að búið sé að skera mikið niður fé til vegamála. Verið sé að hækka tölur frá þeim niðurskurði. -EÓ Skattahækkunin kemur eins og köld vatnsgusa framan í stjórnendur hitaveitna: Hitareikningur landsmanna hækkar um 560 milljónir Áhrif þess að afnema endurgreiðslu á virðisaukaskatti til hitaveitna eru að húshitunarkostnaður landsmanna hækkar að meðaltali um 13%, sam- kvæmt útreikningum Sambands íslenskra hitaveitna. Hitunarkostnaðurinn hækkar samtals um 560 milljónir, samkvæmt sömu útreikningum. Gunn- ar Kristinsson, hitaveitustjóri Hitaveitu Reykjavíkur, sagðist gera ráð fyrir að verð á heitu vatni til Reykvíkinga verði hækkað strax um áramót. Stjóm Sambands íslenskra hita- veitna samþykkti að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að fella niður endurgreiðslu á innskatt- inum, þar sem ljóst væri að hitaveit- ur hefðu enga aðra möguleika en að hækka gjaldskrár sem þessu nemur. Ríkisstjórnin ætlar að verja 80 milljónum til að niðurgreiða hús- hitun. Ekki liggur fyrir með hvað hætti það verður gert, en markmið- ið er að niðurgreiða húshitunar- kostnað þar sem hann er hæstur, um 80 milljónir. Ljóst er að skattahækkunin kemur mjög illa við skuldsettar hitaveitur á landsbyggðinni. Nægir þar að nefna Hitaveitu Akraness og Borgarness, Hitaveitu Akureyrar og Hitaveitu Rangæinga. Ingvar Baldursson, hitaveitustjóri Hitaveitu Rangæinga, sagði að stjórnendur Hitaveitu Rangæinga væm búnir að berjast við það í tíu ár að reyna að létta þunga skuldabagga fyrirtækisins. Hann sagði að hita- veitunni hefði tekist að standa í skil- um með lán, með því að vera með eitt hæsta verð á hitaveituvatni á Iandinu. „Núna emm við komnir á það stig að hugsanleg lækkun gjald- skrárinnar er í sjónmáli. Að vísu ekki stórvægileg lækkun, en lækkun samt. Þá fáum við þetta yfir okkur. Skattahækkunin kemur yfir okkur eins og köld vatnsgusa," sagði Ing- var. Ingvar sagðist ekki hafa átt von á þessari sendingu. f mörg ár hafi stjórnmálamenn haft uppi stór orð um nauðsyn þess að jafna húshitun- arkostnað. Greinilegt sé að á bak við þessi orð standi ekki neitt. „Varla finnst mönnum að þetta sé skrefíð í þá átt að jafna orkuverð í landinu." Ingvar sagði að 80 milljónir til jöfnunar á hitunarkostnaði dugi skammt, auk þess sem engar tillög- ur hafi komið fram um hvernig þessu verði jafnað. Ingvar sagðist gera ráð fyrir að skattahækkunin leiði til 6-8% kostnaðarauka hjá Hitaveitu Ran- gæinga. Hann sagði of snemmt að segja hvernig stjóm hitaveitunnar muni bregðast við. Reynt verði að leita allra leiða til að komast hjá því að setja alla hækkunina út í verðlag- ið. Gunnar Kristinsson sagði að út- gjöld Hitaveitu Reykjavíkur muni hækka um 400 milljónir á næsta ári vegna þessarar aðgerðar. Hækkunin þýði 14% hækkun á vatni. Hann sagði að hitaveitan ætti ekki annan kost en að hækka vatnið strax um áramót, þegar skattahækkunin kemur til framkvæmda. í upphaflegum hugmyndum ríkis- stjórnarinnar var gert ráð fyrir að lagður yrði 14% virðisaukaskattur á húshitun. Þetta hefði þýtt að húshit- unarreikningur landsmanna hefði hækkað um 600 milljónir. Skattur- inn hefði hins vegar komið mjög misjafnt niður, vegna þess að hitun- arkostnaður er svo misjafn milli byggðarlaga. í útreikningum fjármálaráðuneyt- isins er gert ráð fyrir að orkureikn- ingur vísitölufjölskyldunar hækki vegna skattahækkunarinnar um 5.500 krónur. -EÓ Svört vinna m aukast „Svarta vinnan mun aukast margfalt. Ég er mjög efins um ávinning ríkisstjómarinnar af þessu,“ segir Karl Axelsson, framkvæmdastjóri Húseigenda- félagsins, um þá ætlun ríkis- stjómarinnar að ná inn 480 milljónum kr. í tekjur með því að draga úr endurgreiðslum til húseigenda vegna vinnu iðnað- armanna við íbúðarhúsnæði þeirra.“ Við höfum af þessu verulegar áhyggjur og það er spuming um ávinning af þessu fyrir ríkið, því ég sé í hendi mér að þetta kallar á það að menn hætta að gefa þetta upp,“ bendir Karl á. Hann segir að nú þegar sé talsvert um svarta vinnu í sambandi við við- gerðir á íbúðarhúsnæði. Hann telur að fólki sé oft boðið að gefa ekki upp til skatts við- gerðavinnu við gerð verksamn- inga. „Við ráðum að sjálfsögðu fólki frá því að fara þessa leið. Ef það á að fara að kippa út þessum lið að meira og minna leyti, þá eykst freistingin að sama skapi,“ segir Karl. Hann álítur þetta vera sam- bærilegt við húsaleigu sem sé að fullu tekjuskattsskyld. „Ég álít að það sé örlítið brot af húsa- leigu í landinu gefin upp, af því skattalöggjöfin kemur svo lítið til móts við leigusalann," álítur Karl. „Ég held að þegar virðisauka- skatturinn hafi verið endur- greiddur af vinnunni í sambandi við húsaviðgerðimar, hafi það þýtt að það sé talsverður minni- hluti viðgerða sem ekki hafi ver- ið gefinn upp til skatts,“ sagði Karl að lokum. -HÞ Kristín Ástgeirsdóttir, alþingismaður Kvennalista: Ráðherrar eiga ekki að skipta fé tii vegamála ,JMér líst bæði vel og illa á þetta. Ég fagna því að ríkisstjómin skuli loksins ætla að taka á sig rögg og taka lán til framkvæmda, sem er nokkuð sem við Kvennalistakonur lögðum til fyrir tæpu ári síðan. Þessi ríkisstjóm er ákaf- lega Iengi að hugsa og menn verða bíða lengi eftir aðgerðum," sagði Krist- ín Ástgeirsdóttir, alþingismaður Kvennalista, um aðgerðir ríkisstjómarinn- ar. „Það er hins vegar aldeilis fráleitt hvernig stjórnin setur þetta fram. Það er nú einu sinni Alþingi sem fer með fjárveitingarvaldið. Alþingi á lögum samkvæmt að ákveða skipt- ingu vegafjár í einstakar fram- kvæmdir. Það er fráleitt að ráðherrar skuli setja fram sundurliðaðar til- lögur eins og þeir gera, burtséð frá því hvað í þeim felst. Þetta er verk- efni Alþingis," sagði Kristín. Kristín sagði að út af fyrir sig væri íslenskar bækur hækka vegna bókskatts: Flóð erlendrar lágmenningar? Búast má við að innflutningur erlendra bóka aukist og þýddar afþreyingar- bókmenntir verði það sem koma skal. Þá munu bókaútgefendur snúa sér í auknum mæli til útlanda, til að spara í rekstri. Þetta er kannski það sem menntamálaráðherra átti við, þegar hann sagði við setningu Bókmenntahá- tíðar nýlega að menningin yrði að kynnast erlendum straumum. Innfluttar erlendar bækur lækka líklega um 1%, á meðan íslenskar bækur hækka um 18% vegna efna- hagsráðstafana ríkisstjórnarinnar. „Ég sé fyrir mér að menn muni ein- beita sér að því sem megi selja sem allra hraðast. Þetta mun fletja út út- gáfuna og mun bitna mjög á menn- ingarlegu gildi hennar," segir Jó- hann Páll Valdimarsson, formaður Félags ísl. bókaútgefenda. Hann á von á því að sala á erlendum bókum aukist. „Þeir, sem munu finna mest fyrir þessu, eru íslenskir rithöfund- ar. Við munum stórskera niður út- gáfu á verkum, sem ekki standa undir útgáfukostnaði á fyrsta ári. Útgáfa þeirra bóka verður ómögu- leg. Það eru þær bækur, sem eru mikilvægastar í menningarlegu til- liti,“ segir Jóhann. Þá segir hann að íslenskir bókaútgefendur muni snúa sér í auknum mæli til erlendra aðila, til að lækka tilkostnað. „Við höfum verið að þessu vegna erfiðrar stöðu undanfarin ár, og munum að sjálfsögðu auka það, til að ná niður kostnaði," bætir Jóhann við. Hann segir jafnframt að bókaút- gefendur muni taka verkefni, sem unnin hafa verið annars staðar, til sín og nefnir sem dæmi auglýsinga- stofur, sem hafi oft séð um að hanna bækur. „18% hækkun á útgáfukostnaði leiðir til samsvarandi hækkunar á útsöluverði," heldur Jóhann áfram. Hann segir að bókaútgefendur hafi ekki hækkað bókaverð í þrjú ár, því að þeir hafi verið að taka tillit til slæms efnahagsástands. „Við berj- umst í bökkum," bætir hann við og bendir á fjölda útgefenda, sem hafa orðið að hætta rekstri. „Það segir sig sjálft að ekki getum við axlað þessa 18% hækkun á kostnaði án þess að það fari út í verðlagið," segir Jó- hann. „Þá má gera ráð fyrir því að sala á bókum dragist saman og þá þurfum við að selja hvert eintak enn dýrar til að ná endum saman," segir Jóhann. lækkun virðisaukaskatts jákvæð að- gerð, sérstaklega ef það yrði til þess að lækka matarverð. Hún sagðist hins vegar vilja afla tekna á móti með því að leggja á fjármagnsskatt, hátekjuskatt og lúxusskatta. Sér lít- ist hins vegar illa á að leggja auknar álögur á bókaútgáfu, hitaveitur og fjölmiðla. Hún sagði mikilvægt fyrir okkur að styrkja íslenska menningu, ef við gerumst aðilar að EES. Kristín sagði lofsvert að ríkisstjórn- in skuli ætla að veita auknu fé til rannsókna. Hætt sé hins vegar við að það fjármagn nýtist ekki sem skyldi, vegna þess að fjárveitingar til Háskóla Islands séu skornar gífur- lega mikið niður. Kristín sagði að enn hafi ekki nið- urskurðartillögur ríkisstjórnarinnar verið gerðar opinberar, en heyrst hafi að hún áformi að skera gífur- Iega mikið niður í heilbrigðis- og menntakerfinu. Þennan niðurskurð verði að skoða í samhengi við þær tillögur, sem ríkisstjórnin hafi nú kynnt. „Þess ber að geta að þessar aðgerð- ir í atvinnumálum munu fyrst og fremst koma karlmönnum til góða. Atvinnuvandi kvenna, ekki síst úti á landsbyggðinni, er mjög mikill. Það er mjög brýnt að það komi fram til- lögur um hvernig megi draga úr at- vinnuleysi kvenna," sagði Kristín. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.