Tíminn - 17.09.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.09.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. IHIYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 HOGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum SpL UJ varahlutir Hamarshöföa F^s;T)/-6744": TVÖFALDUR1. vinningur Tímiim FIMMTUDAGUR 17. SEPT. 1992 Bandaríska álfyrirtækið Kaiser hefur áhuga á að byggja álver á íslandi: Formlegar viðræð- ur um byggingu álvers ákveðnar í upphafi næsta mánaðar munu fara fram viðræður milli íslenskra stjórnvalda og fulltrúa frá bandaríska álfyrirtækinu Kaiser Alumini- um um byggingu 200-240 tonna álverksmiðju hér á landi. í síðustu viku átti Davíð Oddsson forsætisráðherra fund með John M. Seidl, stjórnarformanni og forstjóra Kaiser, í London. í framhaldi af fund- inum var ákveðið að efna til formlegra könnunarviðræðna um hugs- anlega byggingu álvers hér á landi. Þegar rafmagnið var aftur sett á spennistöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur [ Elliðaárdal kl. 12.55 f gær, sprakk eldingavari i tætlur. Starfsmenn Raf- magnsveitunnar huga að verksummerkjum. Tfmamynd: Ámi Bjama Rafmagnið af í tæpa klst. Viðræðumar við fulltrúa Kaiser Alum- inium eru ekki tengdar áformum Atl- antsáls að byggja hér álver, en sem kunnugt er hefur þeim áformum verið skotið á frest um ótiltekinn tíma. Fyrir- tækjunum í Atlantsáls-hópnum hefúr hins vegar verið gerð grein fyrir þeirri ákvörðun íslenskra stjómvalda að hefja viðræður við Kaiser. Fulltrúar Kaiser munu koma hingað til Iands í fyrri hluta október og eiga við- ræður viö iðnaðarráðherra og forráða- menn Landsvirkjunar, auk þess sem þeir munu skoða aöstæður og virkjanir hér á landi. Kaiser Aluminium er eitt stærsta álfyr- irtæki í heimi. Það starffækir fjórar ál- bræðslur. Tvær eru starffæktar í Banda- ríkjunum og em algerlega í eigu Kaiser. Hinar em í Ghana og Wales, en Kaiser á í þeim stærstan hluL Allar þessar verk- smiðjur em orðnar gamlar og því telur Kaiser nauðsynlegt að huga að bygg- ingu nýrrar verksmiðju. Forráðamenn fyrirtækisins telja auk þess að nú sé góð- ur tími til að hefjast handa um bygg- ingu álvers, því flest bendi til að álverð á alþjóðlegum álmörkuðum verði orðið hátt þegar verksmiðjan er fúllbyggð, en sem kunnugt er hefur verð á áli verið mjög lágt nú um nokkurt skeið. í þessu sambandi er rétt að minna á að Alumax, stærsta fyrirtækið í Atlantsáls-hópnum, hefur nýlega tekið í notkun nýtt 200 þúsund tonna álver í Quebec í Kanada. Alumax hefur því ekki sömu þörf og Ka- iser á að fjárfesta í nýju álveri. Kaiser Aluminium ráðgerir að leita samstarfs við fleiri álfyrirtæki um eign- araðild að hinu nýja álveri. Forstjóri Ka- iser mun hafa sagt við Davíð Oddsson í London að hann hefði áhuga á að Ijúka samningum um byggingu álvers á einu ári. Viðræður við Atlantsál tóku á þriðja ár. Kaiser hefur einnig skoðað mögu- leika á að byggja álver í Venezúela og Brasilíu. Það vekur nokkra athygli að það er for- sæti: ráðherra sem hefur farið með þetta Harðir árekstrar á Akureyri í gær Tveir harðir árekstrar urðu á Akur- eyri í gær. Annar varð snemma morguns og urðu einhver meiðsli á fólki. Bifreiðarnar voru óökufærar og þurfti að flytja þær af vettvangi með krana. Eru þær jafnvel taldar ónýtar. Síðar um daginn varð allharður árekstur og þurfti að flytja aðra bif- reiðina á brott með krana. Þar urðu þó ekki slys á fólki. mál, en ekki Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra. Davíð kynnti fjölmiðlum mál- ið í gær með fréttatilkynningu. Sem kunnugt er gagnrýndi Davíð iðnaðar- ráðherra harðlega fyrir það hvemig hann hélt á málum gagnvart Atlantsál á sínum tíma. Það var reyndar áður en þeir hófu samstarf í ríkisstjóm. Þess má svo geta að Jón Sigurðsson greindi fjölmiðlum frá því um síðustu helgi að samningum við Atlantsál væri formlega lokið að öðm leyti en því, að óvíst væri hvenær álverið verði byggt. Á sama tíma var Davíð Oddsson í London að ræða við forstjóra Kaiser. -EÓ Rafstrengur slitnaði í rafstöð RARIK við Geitháls um kl. 12.03 í gærdag og fór rafmagn við það af Reykjavík allri, Kópavogi, Hafnarfirði og Suð- urnesjum. Rafmagn komst aftur á í Reykjavík og Kópavogi kl. 12.55, en hins vegar mun síðar í Hafnarfirði og á Suður- nesjum. Frá safnaðarfundinum örlagaríka í fyrrakvöld. Á annað þúsund manns sóttu fundinn, sem haldinn var í íþróttahúsi Digranesskóla. Þar mátti sóknarnefndin lúta í lægra haldi fyrir þeim sem voru á móti byggingu kirkju á Víghóli. Timamynd Sigursteinn Kirkjubygging á Víghóli felld naumlega: VANSÆLIR SIGURVEGARAR Aðalfundur Digranessafnaðar felldi tillögu um áframhaldandi kirkjubyggingu. „Þetta er ekki sætur sigur og bölvað leiðinda- mál. En réttlætinu var fullnægt, því við fengum að greiða at- kvæði um þessi mál,“ segir Aðalsteinn Pétursson hjá Víghóla- samtökunum. „Það er ekki hægt að tala um neinn sigurvegara í svona máli,“ segir dómprófastur. Um 1.000 manns sóttu safnaðarfúnd- inn í fyrradag. Tillaga, sem formaður sóknamefndar bar upp um að halda bæri áfram kirkjubyggingunni, var felld með 542 atkvæðum gegn 523. Til- laga um að endurskoða sóknarmörk var samþykkt með eins atkvæðis mun eða 440 gegn 439. Prófastur segir að sú tillaga þurfi að fara fyrir safnaðarráð prófastsdæmisins og þaðan til biskups, sem sendir svo álit sitt til kirkjumála- ráðherra. Var smalað á fundinn? Aðalsteinn segir að það megi alltaf deila um það hver hafi smalað betur á aðalfúndinn. „Við vorum fimm sem vorum kosin í þessa bráðabirgðastjóm Víghólasamtakanna, en þau eru sjö ásamt jafnmörgum varamönnum í safhaðamefnd. Svo er nefndin búin að ráða sér fjölmiðlamann, Magnús Bjamfreðsson, þannig að ég get ekki séð af hveiju nefhdin átti ekki jafn- mikla möguleika og við í smölun á fundinn," segir Aðalsteinn. „Við töluðum um það í gærkvöldi að það væri kominn tími til að slíðra sverðin og athuga gang mála án þess að vera með stóryrtar yfirlýsingar dag- inn efdr,“ bætir hann við. Víghólasamtökin þurftu að leggja fram tvær milljónir króna í lögbanns- tryggingar til að stöðva framkvæmdir á Víghóli. Aðalsteinn segir að lögbanns- málið eigi eftir að fara fyrir héraðsdóm og heldur að þangað til sé þetta fé bundið. Aðspurður um hvort söfnuðurinn eigi sér viðreisnar von eftir þessi átök, seg- ist hann ekki vita hvemig málin eigi efdr að þróast og það eigi tíminn eftír að leiða í Ijós. „Viö teljum okkur vera trúað fólk og erum ekki að beijast gegn kirkju í söfnuðinum. Við vorum ein- ungis að beijast gegn kirkjubyggingu á þessu svæði," segir Aðalsteinn og von- ast til að öldur lægi og lausn finnist fljótlega, sem allir geti sætt sig við. Ekki bindandi tillaga „Það tapa allir, þegar sundrung og óeining ríkir," segir Guðmundur Þor- steinsson dómprófastur. „Það var ljóst frá aðalsafhaðarfundi í fyrra að það myndi koma til uppgjörs á aðalfundi í ár. Ég er þeirrar skoðunar að sóknar- nefnd hafi gert skyldu sína með því að finna söfnuðinum lóð undir kirkju- byggingu,“ segir Guðmundur. Hann telur að tillaga um breytingu á sóknar- mörkum, sem samþykkt var með eins atkvæðis mun, sé ekki bindandi. Hann segir að þessa tillögu verði að senda til safnaðarráðs prófastsdæmisins. í safn- aðarráði eiga sæti prestar, formenn sóknamefndar og salhaðarfulltrúar, að sögn Guðmundar. „Þegar úrskurður þess er fenginn, er hann síðan sendur til biskups," bætir Guðmundur við. Um það hvað framtíðin beri í skauti sér vildi prófastur sem minnst segja. „Ég þarf að ræða við sóknamefhdina og í framhaldi af því verða einhveijar ákvarðanir teknar," sagði Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.