Tíminn - 17.09.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.09.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. september 1992 Tíminn 5 Magnús H. Gíslason: Það er kattarins að klóra í tréð Maður er stundum að heyra það, einkum frá hinum ofstækis- fyllstu íhaldsmönnum og áttaviiltum krötum, sem halda að þeir séu jafnaðarmenn - en undir þessu fólki er nú raunar sami pól- itísld rassinn — að þeir menn, sem voru á sínum tíma í hinum skammlífa Kommúnistaflokki, ættu að biðjast afsökunar á pólit- ískri fortíð sinni. Ég hef nú aldrei getað skilið þessa kröfu og finnst hún raunar fárán- leg. Flestir liðsmenn Kommúnista- flokksins eru nú fluttir á annað til- verustig. Gildir það jaftit um for- ingja flokksins og óbreytta liðs- menn. Það kann því að vera nokkrum erfiðleikum bundið að nálgast afsökunarbeiðni frá þeim. Sýnist mér þessu syndlausa hrein- trúarfólki liggja önnur verkefni nær en að standa í slíku stímabraki, enda árangur trúlega meir en tví- sýnn.a En um hvað er þetta fólk eiginlega að tala? Hver er syndin, sem fram- liðnir kommúnistar eiga nú að biðj- ast afsökunar á? Hver var steftia Kommúnistaflokksins og hver voru baráttumál hans? Hver voru af- skipti hans af íslenskri pólitík? Nú var ég auðvitað aldrei í Kommún- istaflokknum, enda bam að aldri á hans dögum. Ég sé þessi mál því að- eins úr fjarlægð, eins og raunar flestir þeir íslendingar, sem nú eru uppi. En í mínum augum hefúr raunverulegur kommúnismi aldrei verið annað en róttækasta tegund af sósíalisma. Auðvitað var bylting- in í Rússlandi blóði drifin. En hún var óhjákvæmileg afleiðing af þeirri óstjóm, kúgun og ofbeldi, sem ríkt hafði í Rússlandi öldum saman og ekki sá fyrir endann á. Herforingjar frá Vesturlöndum héldu með her- skara sína inn í Rússland til liðs við keisarann og þau einræðis- og of- beldisöfl, sem þar réðu lögum og lofum, en ekkert stoðaði. Bolsévík- amir, sem trúðu því að þeir væm að berjast fyrir frelsi hinna undirok- uðu, bám þrátt fyrir allt sigur úr býtum. Sovét-Rússland varð að vemleika. Þeim sigri var fagnað af miljónum manna um allan heim, einnig af íslenskum Alþýðuflokks- mönnum. Ágreiningurinn, sem upp kom í Alþýðuflokknum, átti ekki nema öðmm þræði rætur sín- ar í afstöðu til rússnesku byltingar- innar, heldur kom þar einnig til ágreiningur um innanlandsmál. Kommúnistar töldu Alþýðuflokk- inn alltof slappan f baráttunni fyrir sósíalismanum og bættum kjömm íslenskrar alþýðu. Og sjálfsagt mátti það með nokkmm hætti til sanns vegar færa. En þeir vom hinsvegar, sumir hverjir, of seinir að átta sig á því, að með valdatöku Stalíns var draumur rússnesku byltingarmannanna gerður að ’.v.'.v.v.v.v.v.vl'vív En um hvuð erþetta fólk eigitilega að tala? Hver er syndin, sem framliðnir kommúnist- ar eiga nú að biðjast afsökunar á? Hver var flokksins og hver voru baráttumál hans? Hver voru afskipti hans af is- íenskripólitík? Nú var Kommúnistaflokknum, enda barn að aldrí á engu, sá draumur að „gera vondan heim betri“, eins og mig minnir að Megas hafi orðað það. „Synd“ þeirra var sú ein að binda of lengi vonir við að Eyjólfúr mundi hressast En dettur nokkmm manni það í hug, að menn eins og Einar 01- geirsson, Lúðvík Jósepsson, Jó- hannes úr Kötlum, Eðvarð Sig- urðsson, Sigfús Sigurhjartarson, Sigurður Thoroddsen, Stefán Ög- mundsson, svo að aðeins örfáir séu nefndir, hafi verið blóði drifnir bylt- ingarsinnar, albúnir þess að hrifsa völdin með ofbeldi við fyrstu hent- ugleika? Var Ólafur Thors, fyrmm formaður Sjálfstæðisflokksins, e.Lv. að velja sér slíka menn til sam- starfs þegar hann myndaði nýsköp- unarstjómina? Ég kynntist sfðar öllum þessum mönnum nokkuð og vart er hægt að hugsa sér meiri ljúf- menni, meiri mannvini né heitari unnendur fagurra hugsjóna. Það er bent á, að einstakir menn í Sósíalistaflokknum hafi haft per- sónulegt samband við Kremlarbúa. Það hefúr aldrei verið neitt laun- ungarmál. Áhrifamenn í öllum ís- lenskum stjómmálaflokkum hafa staðið í sambandi við Rússa og þeg- ið boð til Ráðstjómarríkjanna. Eg hef ekki orðið þess var, að öðrum en sósíalistum hafi verið reiknað það til syndar. Eftir að Hitler braust til valda í Þýskalandi fóm íslendingar þangað í stómm stíl, ýmissa erinda. Enginn hafði neitt við það að at- huga. Enginn krafðist neinnar af- sökunarbeiðni. Til vom þeir áhrifa- menn í Sjálfstæðisflokknum, sem hallir vom undir nasismann, svo ekki sé meira sagt. Hafa þeir ein- hverntíma, af þeim sökum, verið krafðir um afsökunarbeiðni? Ekki veit ég til þess. Kommúnistaflokkurinn heyrir nú til löngu liðinni fortíð. Sósíalista- flokkurinn er heldur ekki Iengur við lýði. Alþýðubandalagið tók við af honum, fýrst sem kosningabanda- lag, síðan sem stjómmálaflokkur. Hverjir em þeir liðsmenn þess, sem nú eiga að biðjast afsökunar á tengslum við stalínismann? Væri ekki rétt að nafngreina þá og gefa þeim þannig færi á að standa íyrir máli sínu? Eg dreg þó í efa að svo verði gert. Sumum þykir áhættuminna að vega úr launsátri. Og nagdýrseðlinu verður seint breytt. Höfundur er fyrrverandl blaðamaöur. Bandarískir hagfræðingar á rökstólum Árlega býður Seðlabanki Bandaríkj- anna bankastjórum og kunnum hag- fræðingum til málþings um efnahags- mál, og var það 1992 haldið í ágúst í Jackson Hole í Wyoming. Frá því mál- þingi sagði Intemational Herald Tri- bune 31. ágúst 1992: ,Fýrir meira en tólf árum hittust hagfræðingar og emb- ættismenn í vinjum sem (Jackson Hole) til að ræða háa skatta, skorður við atvinnustarfeemi og vaxandi verðbólgu. Upp úr þeim umræðum spruttu fijáls- hyggja og framboðshagkenningar." M á tíunda áratugnum, þegar hag- vöxtur er að staðna, er verið að hverfa aftur til fiárfestingar, menntunar og annarra ráða, kostaðra af almannafé, til að hrinda varanlegum hagvexti aftur af stað; og máls á því vekur frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum, Bill Clinton, ríkisstjóri í Arkansas ... Mörkun stefhu á þá Ieið var til umfiöllunar á árlegu mál- þingi bandaríska seðlabank- ans... um helgina... Þótt boð- fram ýmisleg gögn til stuðnings þeirri staðhæfingu, sem undrun vekur ekki, að batni menntun og heilsufer aukist hagvöxtur, en kunnu fátt til bóta á grunnskólum og framhaldsskólum, sem megna ekki að búa bandarísku verkafólki þá starfehæfni, sem banda- rískur iðnaður þarfnasL né á sjúkra- tryggingum, sem úr böndum eru komnar." „Gregory Mankiew frá Harvard- (há- skóla) tíndi til allmörg „vaxtar- Ieynd- armál". Eitt þeirra lýtur að því að verða seinn af stað eins og Þýskaland og Jap- an eftir síðari heimsstyrjöldina, en verða öðrum fremri að leggja fyrir. „Sú lexía boðar Bandaríkjunum ekki gott, því að spamaður þeirra á níunda ára- tugnum nam 18% landsframleiðslu, en Japans 31%.“ Gengissig dollars sumarið 1992 að væri sem fúndur um vandamál við- varandi hagvaxtar í heimi öllum, voru Bandaríkin einkum til umfiöllunar ... Að slepptum nokkrum, sem sátu við keip framboðs-hagkenninga, lögðu flestir út af kenningum Roberts M. Solow, Nóbels-verðlaunahafe, sem kveður hagvöxt ráðast af tæknilegum nýmælum." ,Jín hvemig fæst hagvöxtur? Lawr- ence Summers, helsti hagfræðingur Alþjóðabankans ... kvað festu í efna- hagslegri stefnumörkun ekki eina saman ráða bót á hægri aukningu framleiðni eða draga úr halla á fiárlög- um. — Hann mælti með aukinni fiár- festingu. Kom hann fúndarmönnum á óvart, er hann kvað hagskýrslur frá 47 löndum sýna, að fyrir hvert prósentust- ig vergrar landsframleiðslu, sem varið væri til nýrra véla og tækja starfsfólks, fengist um 0,25% árlegur hagvöxtur... Aðrir fundarmenn drógu þessar áætl- unartölur í efe ... Robert Barro og Lawrence Katz, sem báðir em hag- fræðingar við Harvard- háskóla, drógu Sumarið 1992, frá miðjum apríl til loka ágúst, féll skiptahlutfell dollars gagnvart þýsku marki úr 1,66 í 1,39. Bandarísk stjómvöld hafa lítt látið fall dollars til sín taka, þrátt fyrir nokkra tilburði seðlabanka í byrjun ágúst til að halda honum í 1,46 marki. Um ástæður þessa sagði Int- emational Herald Tribune 25. ágúst 1992: ,4 Bandaríkjunum er helsta við- fangsefni stefnumarkenda hinn hægi afturbati efnahagslífsins. Hvert sinn sem dollar fellur, stuðlar það að at- vinnulegum uppgangi, því að þá lækkar bandarískur útflutningur í verði á mörkuðum heimsins og vek- ur vonir um aukna sölu. Úr því að verðbólga hefur ekki í mörg ár verið minni en nú, stafar ekki mikil verð- bólguhætta af ódýrum dollar. — í Þýskalandi gegnir öðm máli. Verð- bólgan brennur öðmm vandamálum fremur á þýska seðlabankanum. Sak- ir gengisfalls dollars verða nauðsyn- legar vömr, verðlagðar í dollumm, svo sem olía, ódýrari en áður og stuðlar það að minni verðbólgu. — Nær öll EBE-lönd vonast til, að vext- ir verði lækkaðir í Þýskalandi og þau geti þá farið að dæmi þess og þannig örvað þróttlftið efnahagslíf sitL“ Öndverð staða EBE- gjaldmiðla og dollars Með tilliti til gengis og vaxta er staða EBE-gjaldmiðla um margt ólík stöðu dollars, að Economist ræddi í fremstu forystugrein sinni 29. ágúst 1992: ,Á undanfömu hálfú fiórða ári hefúr bandaríski seðlabankinn átta sinnum lækkað forvexti sfna. Dollar hefur verið á fallanda fæti. Metið í áskiptum vömm við útlönd er gildi hans nú 48% lægra en það var hæst, í febrúar 1985, og 8% lægra en fyrir ári. En þessar tölur sýna ekki til fúlls lækkun gildis dollars, því að ýmis viðskiptaiönd Bandaríkjanna tengja gjaldmiðil sinn dollar, sum að vísu formlegar en önnur.“ „Þar sem gengi dollars er látið ráð- ast á mörkuðum, fellur það. Um eitt skeið á níunda áratugnum var skipt á dollar við 3,47 þýskum mörkum. Nú er á honum skipt við 1,40 þýskum mörkum, færri en nokkm sinni áður, og nemur það fall hans 60%. Á síðast- liðnu ári einu saman, féll dollar um 20% ... Helsta þjóðarbú veraldar, hið bandaríska, er orðið að útsölumark- aði. Þótt kaupmáttur dollars ykist um 30% eða þar um bil, stæðust vör- ur Bandaríkjanna vel samkeppni við vömr þeirra landa, sem þau keppa við.“ (Um tvennt er efiiahagslífi Banda- ríkjanna og EBE ólíkt farið.) „Hið fyrra er, að Bandaríkin ein njóta þeirrar sérstöðu að greiða skuldir sínar í eigin gjaldmiðli... Hið síðara lýtur að raunverulegum launum ... Við lækkandi gengi hækka innfluttar vömr væntanlega í verði. Ef innlend- ir framleiðendur hækka líka vömr sínar í verði og komi launahækkanir til að vega upp á móti þessu, batnar samkeppnisstaða (viðkomandi lands) ekki við gengislækkun. í Bandaríkj- unum er sérhver hlekkur í þeirri keðju veikur. Innfluttar vömr svara aðeins til 8,5% vergrar landsfram- leiðslu þeirra.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.