Tíminn - 17.09.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 17. september 1992
9lloíax
... Botntiö 1. delldar I bresku
knattspyrnunni, Derby County,
keypti i gær varnarmanninn Craig
Short frá Notts County fyrir 2,5 millj-
ónir punda, eða rúmlega 250 millj-
ónir Islenskra króna. Derby jafnaði
þar það met, sem sett var þegar
Keith Curle var seldur frá Wimbled-
on til Manchester City, en það var
metfé, þ.e.a.s. á milli enskra félaga.
Framkvæmdastjóri Derby, Arthur
Cox, hafði lengi haft augastað á
Short, sem valdi Derby County,
sem situr eins og áður sagði á botni
1. deildar, I stað þess að fara til
Blackburn Rovers sem er á toppi
Úrvalsdeildar.
... í síAasta tölublaAI SHOOT,
enska vikublaðsins, er opnumynd
af liði Tottenham. Það kemur ekki
mikið á óvart að Guöni Bergsson er
ekki á þeirri mynd, þar sem greini-
legt þykir að hann er ekki inni I
myndinni hjá forráðamönnum Tot-
tenham.
... Enn or ekkl útséð um hvort
það verður Þróttur N. eða Grótta,
sem leikur I annarri deildinni I knatt-
spyrnu að ári. Kæru Völsunga
vegna leiks þeirra við Þrótt var vls-
að aftur heim I hérað, en bréf þess
efnis frá dómstól KSÍ hefur enn ekki
borist héraðsdómi IHSÞ. Þróttarar
og aöilar á Húsavik tengdir Norð-
firði hafa beitt stjórn Knattspyrnu-
deildar Völsungs mjög miklum
þrýstingi um að draga kæruna til
baka, en enn hafa þeir staðið af sér
sóknina. Það er eindreginn vilji for-
manns og þjálfara Völsunga að
kæran standi, þannig að allt útlit er
þvl fyrir að kæran fari fyrir dómstóia
á ný.
... Sepp Blatter hjá Alþjóða
knattspyrnusambandinu, FIFA, hef-
ur látiö hafa eftir sér að þau aldurs-
mörk, sem I gildi voru I knattspyrnu-
keppninni á Olympluleikunum I
Barcelona, verði einnig á leikunum I
Atlanta '96. Það þýðir aö I liðinu
verði að vera leikmenn sem eru 22
ára og yngri. Þetta fyrirkomulag var
mikið gagnrýnt á leikunum I sumar,
þar sem mun færri áhorfendur
komu á leikina og hún vakti minni
athygli um allan heim.
... Áhangendur Inter Milan eru
ekki yfir sig hrifnir af kaupum fé-
lagsins á Salvatore Schillaci, hetju
ftalska landsliðsins á HM ‘90 á ítal-
(u. Óánægöir áhangendur máluðu á
veggi nærri heimavelli Inter: „Schill-
aci verður að fara" og þá geröi einn
áhangenda sér lltið fyrir og auglýsti
ársmiða sinn til söiu i dagblöðum I
Milanó, vegna þess aö liöið hefði
fest kaup á Schillaci.
... í könnun, sem SHOOT gerði
meðal lesenda sinna, kemur fram
að 74% þeirra telja Graham Taylor
ekki rétta manninn fyrir enska
landsliöið og að það eigi að láta
hann fara. 54% lesenda vilja fá Bri-
an Clough I staðinn, 13% Howard
Wilkinson og 11% Terry Venables.
75% lesenda vilja fá Stuart Pearce i
stöðu fyrirliða i stað Garys Lineker.
... 66% lesenda segja að Banda-
ríkin séu ekki heppilegur staður fyrir
HM I knattspyrnu og 39% lesenda
telja að hún eigi að fara fram I Eng-
landi. 37% segja að Leeds-liðið á
slðasta tlmabili sé lélegasta liðið
sem unnið hefur meistaratitilinn I
knattspyrnunni ensku, en 41%
segja Manchester United eiga
bestu áhangendurna.
... Þá eru lesendur spurðir að
þvl hvaða leikmaður geri það að
verkum að jafnvel „gleðimálaráð-
herra" sé myndarlegur við hliðina á
honum. Peter Beardsley fær þann
vafasama heiður, en hann fékk at-
kvæði 47% þeirra sem svöruðu,
Paul Gascoigne fékk 13% og Carl-
ton Palmer fékk 8%.
... Þaö var ekkl rótt það, sem
sagt var hér á siðum blaðsins I gær
að leikur Vlöis og Þróttar hefði end-
að 3-0 Vlðismönnum I hag. Hið rétta
er að leiknum lyktaði með 3-1 sigri
Víðis og eru Þróttarar hér með
beðnir afsökunar.
Bannað aö bíta í boltann! Frá leik Víkings og CSKA Moskva á Laugardalsvelli í gær. Helgi Sigurðsson
hefur hér í frammi undarlega tilburði, en Janni Zilnik reynir að teygja sig fram fyrir Rússana, í þetta
skiptið þó ekki meö góöum árangri. Tímamynd: Pjetur
Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu, Víkingur-CSKA Moskva 0-1:
Ágætt, Víkingar
■ "
Handknattleikur 1. deild karla:
IR-ingar
sigruðu
meistarana
íslandsmeistarar FH-inga hófu tit-
ilvöm sína með tapi, en þeir lágu
fyrir ÍR-ingum í Seljaskóia í gær-
kvöldi 28-23. ÍR-ingar léku á als
oddi og voru þeir yfir frá upphafi
Ieiksins. FH-ingar áttu erfitt upp-
dráttar frá upphafi.
Sigfús Orri Bollason var marka-
hæstur ÍR-inga með sex mörk og
Róbert Rafnsson með fimm mörk,
en bestur ÍR-inga var Magnús Sig-
mundsson í marki ÍR, sem varði 18
skot. Markahæstur FH-inga var
Guðjón Árnason með sjö mörk.
Markahæstur Selfyssinga í leik
þeirra gegn Stjörnunni var Sigurð-
ur Sveinsson, sem gerði 10 mörk, og
Sigurjón Bjarnason með sjö mörk.
Magnús Sigurðsson gerði sjö mörk
fyrir Stjörnuna. Markahæstur Vík-
inga í sigri liðsins á HK var Dagur
Jónasson sem gerði sjö mörk, en
bestur HK-manna var Michael Ton-
ar sem gerði sex mörk. Petr Baumr-
uk var markahæstur Haukamanna í
sigri liðsins á ÍBV og gerði átta
mörk, en Ungverjinn Zoltan Belany
var markahæstur andstæðinganna
með átta mörk.
Valur-KA............21-20(13-11)
Haukar-ÍBV..........26-19 (15-11)
HK-Víkingur.........17-21 (5-10)
Selfoss-Stjarnan ...29-22 (15-11)
ÍR-FH...............28-23 (16-10)
Þór A.-Fram.........28-25(15-12)
-PS
CSKA Moskva sigraði Víkinga
0-1 í gærkvöldi í 1. umferð
Evrópukeppni meistaraliða á
Laugardalsvellinum. Moskvu-
búarnir byrjuðu leikinn betur,
pressuðu nokkuð stíft án þess
þó að skapa sér afgerandi
færi. Víkingar spiluðu góða
vörn og ætluðu greinilega að
reyna að treysta á skyndisókn-
ir.
Um miðjan fyrri hálfleik fengu
Vfkingar gott færi: eftir horn-
spyrnu barst boltinn til Guð-
mundar Steinssonar, sem átti
ágætt skot aftur fyrir sig, en bolt-
inn rétt framhjá. Á 30. mínútu fór
Tomislav Bosnjak Víkingur
meiddur af velli og kom Helgi Sig-
urðsson inn fyrir hann. Síðustu
15 mínútur fyrri hálfleiks spiluðu
Víkingar mjög vel. Það besta sem
sést hefur til Víkings í ár. Færin
voru samt ekki mörg; það besta
kom á síðustu mínútu hálfleiks-
ins, er Aðalsteinn Aðalsteinsson
fékk boltann óvaldaður í miðjum
teignum, en skot hans var mis-
heppnað.
Seinni hálfleikur byrjaði líkt og
sá fyrri, Rússarnir ívið sterkari. Á
10. mínútu hálfleiksins skiptu
Rússarnir um leikmann, inná kom
nr. 17, Dmitri Korsakov. Hann
hleypti auknu lífi í sóknarleik
Moskvubúa og pressan jókst mjög
á Víkinga. Víkingum gekk líka ekki
eins vel að halda boltanum og í
fyrri hálfleik. Á 30. mínútu misstu
þeir boltann á miðjunni, Rússarnir
komust upp vinstra megin, lögðu
boltann inn í teiginn og þar kom
Korsakov og skoraði örugglega
framhjá Guðmundi Hreiðarssyni.
Eftir markið kom Björn Bjart-
marz inná fyrir Guðmund Steins-
son. Víkingar hresstust nokkuð, en
náðu þó aldrei að skapa sér mark-
tækifæri það sem eftir lifði leiks-
ins.
Lið Víkings spilaði þennan leik
nokkuð vel í heildina; gáfu þó full-
mikið eftir í seinni hálfleik.
Guömundur I. Magnússon sagði
eftir leikinn að það hafði verið
slæmt að spila leikinn á móti UBK
á sunnudaginn. Sá leikur var mjög
erfiður og sat örugglega enn í
mönnum. Hann sagði einnig að í
seinni hálfleik hefði þeim ekki tek-
ist að halda boltanum nægilega
vel, þurft of mikið að vera með
langar sendingar fram.
Janni Zilnik og Guðmundur I.
voru bestu menn Víkings í þessum
leik. Annars átti allt liðið ágætan
dag; vantaði þó herslumuninn til
að klára dæmið.
Dómari Ieiksins kom frá Eng-
landi. Gerald Ashby hét hann og
var hann að dæma sinn fyrsta Evr-
ópuleik. Skilaði hann hlutverki
sínu með prýði. -EMM
Kærumál í 1. deild kvenna í knattspyrnu:
Stjarnan fékk
frestað um viku
í gær átti að taka fyrir í héraðsdómi
á Akranesi kæru vegna Ieiks ÍA og
Stjömunnar í 1. deild kvenna í gær,
en Stjaman hafði kært leikinn. Ekki
er vitað um ástæður frestunarinnar,
en hana fengu þeir. Það verður því
enn bið á því að úrslit fáist um það
hvort afhenda megi íslandsbikarinn
til Blikastúlkna, sem nánast hafa
tryggt sér titilinn, þó enn eigi ÍA
fræðilega möguleika á sigri, þ.e.a.s.
ef þær tapa kæmnni. -PS
Urslit í Evrópukeppninni í knattspyrnu
Evrópukeppni meistaraliða:
Víkingur-CSKA Moskva..........................................0-1
Barcelona-Viking Stavanger (Nor.).............................1-0
Stuttgart-Leeds Utd...........................................3-0
PSV Eindhoven-Zalg. Vilnius (Lith.)...........................6-0
Sion (Sviss)-Tavria Simferopol (Úkraínu)......................4-1
Austria Vín-CSKA Sofia (Búl.) .................................3-1
FK Gautab.-Besiktas Istanb. (Tyrkl.)..........................2-0
AEK Aþena (Grikkl.)-Apoel Nicosia (Kýpur).....................1-1
Maccabi Tel Aviv-Cl. Bmgge....................................0-1
Sl. Bratislava (Tékk.)-Ferenc. (Ung.).........................4-1
Bohemians (Írl.)-Steua Búkarest...............................0-0
Glasgow Rangers-Lyngby........................................2-0
US Luxemburg-Porto............................................1-4
Evrópukeppni bikarhafa:
Trabzonspor (TVrk.)-Tumn Pallos (Finnl.) ......................2-0
Sp. Moskva-Beggen (Lúx.) .....................................0-0
Feyenoord-Hapoel Tikva (ísrael)...............................1-0
Branik Maribor (Búlg.)-Atl. Madrid............................0-3
L. Sofia-Luzern (Sviss).......................................2-1
Miedz Legnica (Pól.)-Monaco...................................0-1
Cardiff-Admira Wacker (Austurríki) ...........................1-1
Liverpool-Ap. Limassol (Kýpur)................................6-1
Evrópukeppni félagsliða:
Grasshoppers-Sporting Lissabon................................1-2
Salzburg (Aust.)-Ajax ........................................0-3
Katowice (Pól.)-Galatasary (Týrkl.)...........................0-0
El. Craiova (Rúm.)-Panathinaikos (Grikkl).....................0-6
Vitesse Arnh. (Holl.)-Derry City (N.-írl.).....................3-0
FC Copenhagen-Mikkelen (Finl.) ...............................5-0
Mechelen (Belg.)-Örebro.......................................2-1
Juventus-A. Famagusta (Kýpur) ................................6-1
Norrköping-Torino.............................................1-0
Slavia Prag-Hearts............................................1-0
Dynamo Kiev-Rapid Vín.........................................1-0
Dynamo Moskva-Rosenborg (Nor.)................................5-1
Lokom Plovdiv (Búlg.)-Auxerre.................................2-2
P. Timisoara (Rúm.)-Real Madrid...............................1-1
Widzew Lodz (Pól.)-Eintracht Frankfurt........................2-2
Sigma 01. (Tékk.)-Univ. Craiova (Rúm).........................1-0
Ele. Craiova (Rúm.)-Panathinaikos Aþena.......................0-6
Fenerbahce (Týrkl.)-Botev (Búl.)..............................3-1
Vac Izzo (Ung.)-Groningen ....................................1-0
Paris St. Germain-Paok Saloniki...............................2-0
Swarovski Tyrol (Aust.)-AS Roma...............................1-4
Sheff. Wed.-Spora Luxemburg...................................8-1